Áfangar í þágu góðrar stjórnsýslu
Í gær flutti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, ítarlega ræðu er hann setti formlega norræna ráðstefnu um stjórnsýslu sem haldin er á Selfossi. Þar fjallar hann um þróun þessara mála hérlendis og ýmis álitamál, sem vakna við framkvæmd laga á þessu sviði. Orðrétt segir ráðherra í ræðu sinni: "Það hefur komið í minn hlut og annarra undanfarin ár að starfa fyrstir ráðherra samkvæmt þessum nýju lögum og öðrum nýmælum til að tryggja vandaða málsmeðferð stjórnvalda. Hafa verið gefnar út handbækur og efnt til námskeiða til að auðvelda starfsmönnum stjórnsýslunnar að laga sig að hinu nýja starfsumhverfi. Ekki hefur verið pólitískur ágreiningur um þessar mikilvægu réttarbætur og ég tel, að almennt sé sú skoðun ráðandi, að framkvæmd þeirra hafi í stærstum dráttum tekist vel. Íslensk stjórnsýsla sé vönduð og stjórnvöld hafi lagt sig fram um að vinna markvisst að framkvæmd laganna."
Óráðsíða Alfreðs grasserar
Í gær greina fjölmiðlar frá því að Hjörleifur Kvaran hafi verið ráðinn lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur og ennfremur að hann hafi beðist lausnar sem borgarlögmaður, en því starfi hefur hann sinnt í tæpan áratug. Í fréttinni kemur fram að hann hækki verulega í launum við þessar breytingar, laun borgarlögmanns eru um 600.000 krónur en laun lögmanns Orkuveitunnar verða rúmlega 850.000 krónur. Athygli vekur, svo ekki sé nú meira sagt að þetta er nýtt embætti í borgargeiranum. Til þessa tíma hefur borgarlögmaður sinnt málum OR. Það vekur athygli að í sömu viku og Alfreð Þorsteinsson formaður borgarráðs og OR (pólitískur forystumaður R-listans) kemur fram í fjölmiðlum og tilkynnir borgarbúum að nauðsynlegt sé að hækka gjaldskrá fyrirtækisins um allt að 6% í einu vetfangi vegna bágrar rekstrarstöðu þess, að þá séu kynntar hugmyndir um hvernig auka skuli útgjöld þess!
Árni farinn að blogga
Í vikunni opnaði vinur minn og vefstjóri á vefnum mínum, Árni Gunnarsson, bloggsíðu. Það er gaman að líta á vefinn og kynna sér skoðanir hans og pælingar. Hvet alla til að líta á vefinn hans Árna. Vona að honum gangi vel í skrifunum í vetur!
Í gær flutti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, ítarlega ræðu er hann setti formlega norræna ráðstefnu um stjórnsýslu sem haldin er á Selfossi. Þar fjallar hann um þróun þessara mála hérlendis og ýmis álitamál, sem vakna við framkvæmd laga á þessu sviði. Orðrétt segir ráðherra í ræðu sinni: "Það hefur komið í minn hlut og annarra undanfarin ár að starfa fyrstir ráðherra samkvæmt þessum nýju lögum og öðrum nýmælum til að tryggja vandaða málsmeðferð stjórnvalda. Hafa verið gefnar út handbækur og efnt til námskeiða til að auðvelda starfsmönnum stjórnsýslunnar að laga sig að hinu nýja starfsumhverfi. Ekki hefur verið pólitískur ágreiningur um þessar mikilvægu réttarbætur og ég tel, að almennt sé sú skoðun ráðandi, að framkvæmd þeirra hafi í stærstum dráttum tekist vel. Íslensk stjórnsýsla sé vönduð og stjórnvöld hafi lagt sig fram um að vinna markvisst að framkvæmd laganna."
Óráðsíða Alfreðs grasserar
Í gær greina fjölmiðlar frá því að Hjörleifur Kvaran hafi verið ráðinn lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur og ennfremur að hann hafi beðist lausnar sem borgarlögmaður, en því starfi hefur hann sinnt í tæpan áratug. Í fréttinni kemur fram að hann hækki verulega í launum við þessar breytingar, laun borgarlögmanns eru um 600.000 krónur en laun lögmanns Orkuveitunnar verða rúmlega 850.000 krónur. Athygli vekur, svo ekki sé nú meira sagt að þetta er nýtt embætti í borgargeiranum. Til þessa tíma hefur borgarlögmaður sinnt málum OR. Það vekur athygli að í sömu viku og Alfreð Þorsteinsson formaður borgarráðs og OR (pólitískur forystumaður R-listans) kemur fram í fjölmiðlum og tilkynnir borgarbúum að nauðsynlegt sé að hækka gjaldskrá fyrirtækisins um allt að 6% í einu vetfangi vegna bágrar rekstrarstöðu þess, að þá séu kynntar hugmyndir um hvernig auka skuli útgjöld þess!
Árni farinn að blogga
Í vikunni opnaði vinur minn og vefstjóri á vefnum mínum, Árni Gunnarsson, bloggsíðu. Það er gaman að líta á vefinn og kynna sér skoðanir hans og pælingar. Hvet alla til að líta á vefinn hans Árna. Vona að honum gangi vel í skrifunum í vetur!
<< Heim