Heitast í pólitíkinni
Meirihluti þingmanna breska íhaldsflokksins lýsti í gær yfir vantrausti á Iain Duncan Smith, leiðtoga flokksins. Með þessu lýkur tveggja ára setu hans á leiðtogastóli flokksins. Samkvæmt flokkslögum kemur nú að því að kjósa nýjan leiðtoga flokksins, fráfarandi leiðtogi getur ekki tekið þátt í þeim slag. Allt bendir til þess að Michael Howard taki við forystu flokksins og samstaða geti náðst um hann án kosningar.
Innan Samfylkingarinnar eru læti framundan á því sem átti að vera klappfundur fyrir sjálfkjörinn formann og varaformann með rússneskum hætti án kosningar. Margrét Frímannsdóttir hefur í hyggju að leggja í Stefán Jón Hafstein í kosningu um formann framkvæmdastjórnar. Þar verður barist um stöðu valdaklíkanna innan flokksins, sá sem sigrar í þessu kjöri verður mótandi í öllu starfi hans næstu tvö árin.
Á stjórnarfundi í SUS í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem vinnubrögð fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík og afskipti af málefnum Heimdallar eru hörmuð og jafnframt lýst yfir fullum stuðningi við fráfarandi og núverandi stjórn Heimdallar. Áréttað er að hún fái sem fyrst fullan vinnufrið.
Suðurferð - fundur í ritnefnd og SUS stjórn
Fór suður seinnipartinn í gær til að fara á ritnefndarfund hjá frelsi.is og stjórnarfund SUS í Valhöll. Kom suður um sexleytið og var haldið þá beint á Café Victor á ritnefndarfund sem Snorri stýrði kröftuglega. Fórum við þar yfir ýmis mál og lögðum línurnar næstu vikurnar í umfjöllun á vefnum. Eftir þetta fórum við Snorri á Kaffibrennsluna í miðbænum og fengum okkur að borða. Að því loknu fórum við upp í Valhöll. Þar hófst stjórnarfundur í SUS klukkan átta. Var gaman að hitta aðra stjórnarmenn og ræða málin þarna. Fundurinn tók tvo og hálfan tíma. Voru miklar og líflegar umræður að hætti ungra hægrimanna á fundinum og samþykktar tvær ályktanir að hálfu stjórnarinnar. Eftir fundinn hélt góður hópur stjórnarmanna á Café Victor og þar voru málin rædd. Áttum við félagar og nafnar, ég og Stefán Einar gott spjall um ýmis mál, t.d. kirkjuna, forsetaembættið og málefni Heimdallar. Virkilega gaman. Hélt aftur norður í morgun snemma með flugi, er heim var komið hóf ég að semja pistil um stjórnarfundinn.
Gestapistillinn
Í dag birtist á vefsíðu minni þriðji gestapistillinn. Fyrir viku skrifaði Hafsteinn Þór Hauksson á vefinn. Í dag birtist gestapistill um bresk stjórnmál eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur varaformann SUS. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi hefur verið í leiðtogaklemmu í um 8 ár. Þrír leiðtogar flokksins (John Major, William Hague og Iain Duncan Smith) hafa reynt að fylla fótspor Margaret Thatcher á seinustu 13 árum, eftir að 11 ára valdaferli hennar lauk í nóvember 1990. Í gær lauk enn einum kafla í sögu flokksins þegar Iain Duncan Smith missti stöðu sína sem leiðtogi flokksins eftir vantraustskosningu. Smith tapaði með naumum meirihluta en 90 þingmenn lýstu yfir vantrausti en 75 vildu hann áfram í leiðtogasætinu. Í pistlinum fer Tobba vel yfir það hvað nú taki við innan flokksins og hvar flokkurinn stendur nú.
Svona er frelsið í dag
Í dag skrifar Bjarki Már Baxter góðan pistil um fjárhættuspil og spilaviti. Fram kemur í grein Bjarka að umræðan um spilavíti og fjárhættuspil skjóti annað veifið upp kollinum og þá aðallega þegar lögregla gerir innrás inná slíka starfsemi. Síðast hafi verið ráðist til inngöngu í spilavíti sl. vetur og voru þar gerð upptæk tæki og áhöld til rekstur ólöglegs spilavítis. Umræðan væri oftast neikvæð og sjaldan talað um sóknarfæri í þessu sambandi. Hvet alla til að lesa pistil Bjarka. RÚV vikan heldur áfram á fullu og auglýsingar Heimdallar, hljóma nú ennfremur á Bylgjunni. Virkilega gott.
Vefur dagsins
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar var lagt fram á þingi 1. október sl. Hvet ég alla til að líta á vef frumvarpsins, fjarlog.is og kynna sér frumvarpið.
Snjallyrði dagsins
Ég uni illa böndum og illa í nokkurs höndum, er flýgur fjöðrum þöndum mín frelsisþráin heit.
Ólöf Sigurðardóttir skáldkona frá Hlöðum.
Meirihluti þingmanna breska íhaldsflokksins lýsti í gær yfir vantrausti á Iain Duncan Smith, leiðtoga flokksins. Með þessu lýkur tveggja ára setu hans á leiðtogastóli flokksins. Samkvæmt flokkslögum kemur nú að því að kjósa nýjan leiðtoga flokksins, fráfarandi leiðtogi getur ekki tekið þátt í þeim slag. Allt bendir til þess að Michael Howard taki við forystu flokksins og samstaða geti náðst um hann án kosningar.
Innan Samfylkingarinnar eru læti framundan á því sem átti að vera klappfundur fyrir sjálfkjörinn formann og varaformann með rússneskum hætti án kosningar. Margrét Frímannsdóttir hefur í hyggju að leggja í Stefán Jón Hafstein í kosningu um formann framkvæmdastjórnar. Þar verður barist um stöðu valdaklíkanna innan flokksins, sá sem sigrar í þessu kjöri verður mótandi í öllu starfi hans næstu tvö árin.
Á stjórnarfundi í SUS í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem vinnubrögð fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík og afskipti af málefnum Heimdallar eru hörmuð og jafnframt lýst yfir fullum stuðningi við fráfarandi og núverandi stjórn Heimdallar. Áréttað er að hún fái sem fyrst fullan vinnufrið.
Suðurferð - fundur í ritnefnd og SUS stjórn
Fór suður seinnipartinn í gær til að fara á ritnefndarfund hjá frelsi.is og stjórnarfund SUS í Valhöll. Kom suður um sexleytið og var haldið þá beint á Café Victor á ritnefndarfund sem Snorri stýrði kröftuglega. Fórum við þar yfir ýmis mál og lögðum línurnar næstu vikurnar í umfjöllun á vefnum. Eftir þetta fórum við Snorri á Kaffibrennsluna í miðbænum og fengum okkur að borða. Að því loknu fórum við upp í Valhöll. Þar hófst stjórnarfundur í SUS klukkan átta. Var gaman að hitta aðra stjórnarmenn og ræða málin þarna. Fundurinn tók tvo og hálfan tíma. Voru miklar og líflegar umræður að hætti ungra hægrimanna á fundinum og samþykktar tvær ályktanir að hálfu stjórnarinnar. Eftir fundinn hélt góður hópur stjórnarmanna á Café Victor og þar voru málin rædd. Áttum við félagar og nafnar, ég og Stefán Einar gott spjall um ýmis mál, t.d. kirkjuna, forsetaembættið og málefni Heimdallar. Virkilega gaman. Hélt aftur norður í morgun snemma með flugi, er heim var komið hóf ég að semja pistil um stjórnarfundinn.
Gestapistillinn
Í dag birtist á vefsíðu minni þriðji gestapistillinn. Fyrir viku skrifaði Hafsteinn Þór Hauksson á vefinn. Í dag birtist gestapistill um bresk stjórnmál eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur varaformann SUS. Íhaldsflokkurinn í Bretlandi hefur verið í leiðtogaklemmu í um 8 ár. Þrír leiðtogar flokksins (John Major, William Hague og Iain Duncan Smith) hafa reynt að fylla fótspor Margaret Thatcher á seinustu 13 árum, eftir að 11 ára valdaferli hennar lauk í nóvember 1990. Í gær lauk enn einum kafla í sögu flokksins þegar Iain Duncan Smith missti stöðu sína sem leiðtogi flokksins eftir vantraustskosningu. Smith tapaði með naumum meirihluta en 90 þingmenn lýstu yfir vantrausti en 75 vildu hann áfram í leiðtogasætinu. Í pistlinum fer Tobba vel yfir það hvað nú taki við innan flokksins og hvar flokkurinn stendur nú.
Svona er frelsið í dag
Í dag skrifar Bjarki Már Baxter góðan pistil um fjárhættuspil og spilaviti. Fram kemur í grein Bjarka að umræðan um spilavíti og fjárhættuspil skjóti annað veifið upp kollinum og þá aðallega þegar lögregla gerir innrás inná slíka starfsemi. Síðast hafi verið ráðist til inngöngu í spilavíti sl. vetur og voru þar gerð upptæk tæki og áhöld til rekstur ólöglegs spilavítis. Umræðan væri oftast neikvæð og sjaldan talað um sóknarfæri í þessu sambandi. Hvet alla til að lesa pistil Bjarka. RÚV vikan heldur áfram á fullu og auglýsingar Heimdallar, hljóma nú ennfremur á Bylgjunni. Virkilega gott.
Vefur dagsins
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar var lagt fram á þingi 1. október sl. Hvet ég alla til að líta á vef frumvarpsins, fjarlog.is og kynna sér frumvarpið.
Snjallyrði dagsins
Ég uni illa böndum og illa í nokkurs höndum, er flýgur fjöðrum þöndum mín frelsisþráin heit.
Ólöf Sigurðardóttir skáldkona frá Hlöðum.
<< Heim