Heitast í pólitíkinni
Michael Howard lýsti í gær yfir framboði sínu til embættis leiðtoga breska Íhaldsflokksins. Margir þeirra sem áður voru taldir líklegir til að gefa kost á sér hafa hætt við framboð, þ.á.m. Kenneth Clarke, David Davis, Michael Ancram og Michael Portillo. Er nú nær öruggt að Howard verði einn í kjöri og samstaða náist um að hann taki við forystu flokksins án slítandi átaka, sem myndu skaða flokkinn. Mikilvægt er að breskir hægrimenn sameinist og snúi sér að því lykilmarkmiði sínu að fella Blair og Verkamannaflokkinn.
Hart er deilt á þingi um vændisfrumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur. Konur í öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki virðast styðja það og því gengur málið þvert á línur stjórnar og stjórnarandstöðu. Ásta Möller kom með athyglisvert innlegg í málið í þingræðu í dag.
Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag, og enn er óvissa með hvort Margrét Frímannsdóttir gefur kost á sér til formannsembættis í framkvæmdastjórn. Eru þó allar líkur á að svo verði og með því líklegt að hún nái kjöri, enda hún með víðtækan stuðning eftir störf í stjórnmálum til fjölda ára. Verður eflaust um að ræða átök milli alþekktra fylkingabrota innan flokksins sem berjast um völdin þar.
Svona er frelsið í dag
Í dag fjallar María Margrét í góðum pistli um húsafriðanamál. Hún veltir upp spurningunni: hversu langt á hið opinbera að ganga í því að skerða rétt eigenda húsa til þess að fara með eignir sínar eins og þeim gagnast best? Hún bendir á að menntamálaráðherra skipi í húsafriðunarnefnd. Í nefndina tilnefnir Arkitektafélag Íslands einn fulltrúa, Samband íslenskra sveitarfélaga einn og þrír fulltrúar fari þangað inn án tilnefningar. Það er þeirra að ákveða hvort viðkomandi hús hafi listrænt og menningarlegt gildi. Er það mat mitt og ennfremur Maríu Margrétar í greininni að ákvörðunarréttur um húsafriðun eigi að vera í höndum almennings ekki einhverrar silkihúfunefndar. RÚV-vikan heldur áfram af krafti. Í dag skrifar Ragnar athyglisverðan pistil um málið. Ennfremur var útvarpsstjóra í dag afhent formlega af Ragnari fyrir hönd stjórnar Heimdallar bréf þar sem útvarpsráði er sagt upp störfum. Það er enda með öllu óþarfi að pólitískt skipaðir fulltrúar séu að vasast með þessum hætti í fyrirtæki sem ætti auðvitað ekki að vera til. Ríkið af fjölmiðlamarkaði!
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í Íslandi í dag, í gærkvöldi, voru kynnt úrslit í skoðanakönnun Plússins fyrir Stöð 2 um það hver eigi að vera forseti Íslands kjörtímabilið 2004-2008. Þau fimm sem voru í þeirri könnun voru Bryndís Schram, Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Úrslitin voru á þá leið að sitjandi forseti naut afgerandi stuðnings í könnuninni til forsetasetu áfram, annar var Davíð, svo komu hjónin Jón og Bryndís en neðst var Ingibjörg (sem kom reyndar á óvart). Um þessar niðurstöður ræddu Jóhanna og Þórhallur við Egil Helgason og Andrés Magnússon. Ennfremur ræddu þau um stöðu embættisins og fleira því tengt. Var það mjög skemmtilegt spjall. Í Kastljósinu var gestur Svansíar og Sigmars, Kristján Ragnarsson fráfarandi formaður LÍÚ, en hann lét í dag af störfum sem formaður eftir 33 ára setu á þeim stóli. Í rúma þrjá áratugi hefur Kristján verið andlit LÍÚ og útvegsmanna í fjölmiðlum og talsmaður þeirra sem formaður og framkvæmdastjóri, en hann lét af því starfi árið 2000. Í hans stað var í dag kjörinn á formannsstól Björgólfur Jóhannsson forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Var þetta gott viðtal við Kristján sem nú hverfur úr kastljósi fjölmiðlanna eftir að hafa verið þar aðalpersóna til fjölda ára.
Kvikmyndir - bókalestur - MSN
Eftir að hafa horft á dægurmálaþættina fór ég í bíó og sá spennuþrillerinn The Rundown. Góð mynd með t.d. The Rock og óskarsverðlaunaleikaranum Christopher Walken. Þegar heim var komið fór ég að lesa fyrra bindi ævisögu um Ólaf Thors. Horfði ég svo á Sopranos, magnaður þáttur. Í gær var hörkuspenna í gangi og sjálfum Ralphie var stútað með eftirminnilegum hætti. Gaman að horfa á þessa flottu þætti aftur, þó svo um endursýningu sé að ræða. Beðið er með óþreyju eftir næstu seríu. Fór ég svo á MSN og átti gott spjall við marga félaga um hin ýmsu mál.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á vef Hæstaréttar. Þar getur að líta dóma réttarins og ýmsar upplýsingar um sögu hans og fleira tengt dómsmálum.
Snjallyrði dagsins
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
Einar Benediktsson skáld. (Einræður Starkaðar)
Michael Howard lýsti í gær yfir framboði sínu til embættis leiðtoga breska Íhaldsflokksins. Margir þeirra sem áður voru taldir líklegir til að gefa kost á sér hafa hætt við framboð, þ.á.m. Kenneth Clarke, David Davis, Michael Ancram og Michael Portillo. Er nú nær öruggt að Howard verði einn í kjöri og samstaða náist um að hann taki við forystu flokksins án slítandi átaka, sem myndu skaða flokkinn. Mikilvægt er að breskir hægrimenn sameinist og snúi sér að því lykilmarkmiði sínu að fella Blair og Verkamannaflokkinn.
Hart er deilt á þingi um vændisfrumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur. Konur í öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki virðast styðja það og því gengur málið þvert á línur stjórnar og stjórnarandstöðu. Ásta Möller kom með athyglisvert innlegg í málið í þingræðu í dag.
Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag, og enn er óvissa með hvort Margrét Frímannsdóttir gefur kost á sér til formannsembættis í framkvæmdastjórn. Eru þó allar líkur á að svo verði og með því líklegt að hún nái kjöri, enda hún með víðtækan stuðning eftir störf í stjórnmálum til fjölda ára. Verður eflaust um að ræða átök milli alþekktra fylkingabrota innan flokksins sem berjast um völdin þar.
Svona er frelsið í dag
Í dag fjallar María Margrét í góðum pistli um húsafriðanamál. Hún veltir upp spurningunni: hversu langt á hið opinbera að ganga í því að skerða rétt eigenda húsa til þess að fara með eignir sínar eins og þeim gagnast best? Hún bendir á að menntamálaráðherra skipi í húsafriðunarnefnd. Í nefndina tilnefnir Arkitektafélag Íslands einn fulltrúa, Samband íslenskra sveitarfélaga einn og þrír fulltrúar fari þangað inn án tilnefningar. Það er þeirra að ákveða hvort viðkomandi hús hafi listrænt og menningarlegt gildi. Er það mat mitt og ennfremur Maríu Margrétar í greininni að ákvörðunarréttur um húsafriðun eigi að vera í höndum almennings ekki einhverrar silkihúfunefndar. RÚV-vikan heldur áfram af krafti. Í dag skrifar Ragnar athyglisverðan pistil um málið. Ennfremur var útvarpsstjóra í dag afhent formlega af Ragnari fyrir hönd stjórnar Heimdallar bréf þar sem útvarpsráði er sagt upp störfum. Það er enda með öllu óþarfi að pólitískt skipaðir fulltrúar séu að vasast með þessum hætti í fyrirtæki sem ætti auðvitað ekki að vera til. Ríkið af fjölmiðlamarkaði!
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í Íslandi í dag, í gærkvöldi, voru kynnt úrslit í skoðanakönnun Plússins fyrir Stöð 2 um það hver eigi að vera forseti Íslands kjörtímabilið 2004-2008. Þau fimm sem voru í þeirri könnun voru Bryndís Schram, Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Úrslitin voru á þá leið að sitjandi forseti naut afgerandi stuðnings í könnuninni til forsetasetu áfram, annar var Davíð, svo komu hjónin Jón og Bryndís en neðst var Ingibjörg (sem kom reyndar á óvart). Um þessar niðurstöður ræddu Jóhanna og Þórhallur við Egil Helgason og Andrés Magnússon. Ennfremur ræddu þau um stöðu embættisins og fleira því tengt. Var það mjög skemmtilegt spjall. Í Kastljósinu var gestur Svansíar og Sigmars, Kristján Ragnarsson fráfarandi formaður LÍÚ, en hann lét í dag af störfum sem formaður eftir 33 ára setu á þeim stóli. Í rúma þrjá áratugi hefur Kristján verið andlit LÍÚ og útvegsmanna í fjölmiðlum og talsmaður þeirra sem formaður og framkvæmdastjóri, en hann lét af því starfi árið 2000. Í hans stað var í dag kjörinn á formannsstól Björgólfur Jóhannsson forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Var þetta gott viðtal við Kristján sem nú hverfur úr kastljósi fjölmiðlanna eftir að hafa verið þar aðalpersóna til fjölda ára.
Kvikmyndir - bókalestur - MSN
Eftir að hafa horft á dægurmálaþættina fór ég í bíó og sá spennuþrillerinn The Rundown. Góð mynd með t.d. The Rock og óskarsverðlaunaleikaranum Christopher Walken. Þegar heim var komið fór ég að lesa fyrra bindi ævisögu um Ólaf Thors. Horfði ég svo á Sopranos, magnaður þáttur. Í gær var hörkuspenna í gangi og sjálfum Ralphie var stútað með eftirminnilegum hætti. Gaman að horfa á þessa flottu þætti aftur, þó svo um endursýningu sé að ræða. Beðið er með óþreyju eftir næstu seríu. Fór ég svo á MSN og átti gott spjall við marga félaga um hin ýmsu mál.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á vef Hæstaréttar. Þar getur að líta dóma réttarins og ýmsar upplýsingar um sögu hans og fleira tengt dómsmálum.
Snjallyrði dagsins
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
Einar Benediktsson skáld. (Einræður Starkaðar)
<< Heim