Heitast í umræðunni - pistill Björns
Eduard Shevardnadze forseti Georgíu, sagði í dag af sér embætti í kjölfar öldu mótmæla í landinu eftir að ótrúverðug úrslit þingkosninga þann 2. nóvember sl, voru tilkynnt. Blasti við að stjórnarandstaðan hefði í raun náð völdum í landinu. Tilkynnt var seinnipartinn að Nino Burdzhanadze forseti þingsins yrði forseti þar til eftir forsetakosningar í landinu. Áætlað er að þær verði innan næstu 45 daga. Kom Ígor Ívanov utanríkisráðherra Rússlands, til Georgíu til að miðla málum og eftir fundi með bæði forsetanum og stjórnarandstöðuleiðtogum varð þetta niðurstaðan. Eduard Shevardnadze, sem er 75 ára að aldri, er þekktur stjórnmálamaður. Hann átti stóran þátt í að binda endi á kalda stríðið sem utanríkisráðherra Sovétríkjanna 1985-1990 í valdatíð Mikhail Gorbatsjov. Hann sagði af sér í desember 1990 í kjölfar þess að harðlínuöfl í landinu létu meira til sín taka. Eftir misheppnaða valdaránstilraun í Sovétríkjunum í ágúst 1991 varð hann aftur utanríkisráðherra og sat á þeim stóli þar til Sovét leið undir lok í desember 1991. Hann varð leiðtogi Georgíu 1992 og var forseti landsins frá 1995.
Í pistli sínum á heimasíðu sinni fjallar Björn um mál málanna: kaupréttarsamninginn í Kaupþingi Búnaðarbanka og viðbrögð við honum í samfélaginu. Ennfremur um málefni Fréttablaðsins og Gunnars Smára ritstjóra þess, Borgarnesræðuna frægu sem hljómar nú sem hjóm hið mesta eftir atburði seinustu mánuða eftir að talsmaður Samfylkingarinnar skundaði í reiði sinni til Borgarness. Orðrétt segir Björn: "Fyrir þá sem muna ekki lengur eftir efni Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur má rifja upp, að þar dró hún taum þriggja fyrirtækja Baugs, Norðurljósa og Kaupþings, af því að á þau væri hallað af Davíð Oddssyni forsætisráðherra og mátti auðveldlega draga þá ályktun, að hún teldi Davíð koma ómaklega fram við fyrirtækin." Vart þarf að taka fram að þessi talsmaður tjáir sig ekkert um fyrirtæki þessi núna. Eins og venjulega er Björn óhræddur við að segja sínar skoðanir og fjallar um hitamál samtímans með kraftmiklum hætti.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um siðlausa ákvörðun forystumanna Kaupþings Búnaðarbanka fólgin í kaupréttarsamningi við stjórnendur hans og fjalla um viðbrögð forystufólks ríkisstjórnarinnar í kjölfar hennar sem leiddu til þess að stjórnendur bankans drógu samninginn til baka, fjalla ennfremur um styrk Davíðs Oddssonar sem stjórnmálamanns í gegnum tíðina en hann á að baki þriggja áratuga langan og farsælan stjórnmálaferil. Að lokum fjalla ég um hvaða kostum sá þarf að vera búinn sem vill ná árangri í stjórnmálum, semsagt hver er að mínu mati listin að vera leiðtogi í stjórnmálum. Vil ég að lokum þakka góð viðbrögð við breytingum á bloggvefnum sem hafa verið seinustu vikur og bið þá sem nýlega eru farnir að líta á bloggið velkomna í hóp margra sem líta á vefinn. Ég sé á heimsóknartölum að margir nýjir áhorfendur eru komnir hingað.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í gærkvöldi var athyglisvert spjall um pólitík í Silfrinu hjá Agli Helgasyni. Í upphafi komu t.d. Jakob F. Ásgeirsson og Gunnar Smári Egilsson og ræddu fréttir vikunnar. Bar þar auðvitað hæst mál málanna sem fyrr hefur verið nefnt á þessum vef og sýndist sitt hverjum eins og við var að búast. Helsta snerran var þó í seinni hlutanum þegar Gunnar Smári, Birgir Ármannsson og Helgi Hjörvar ræddu þessi mál. Var mikil orrahríð milli þeirra þingfélaga Birgis og Helga og deildar meiningar á þessu kaupréttarsamningsmáli. Fór reyndar svo að Helgi kom enn og aftur fram með skæting eins og hann er þekktur fyrir. Birgir svaraði honum vel og tæklaði vel hans málflutning. Gaman að fylgjast með Silfrinu á Stöð 2, fínn þáttur, nauðsynlegur fyrir stjórnmálaumræðuna.
Gott laugardagskvöld
Átti gott laugardagskvöld. Var boðinn í kvöldmat til góðra vina og þar voru líflegar umræður yfir góðum mat. Var þarna um að ræða ekta þríréttaða máltíð eins og við var að búast af þessum vinahjónum mínum. Endaði borðhaldið með virkilega góðum desert og skemmtilegt að upplýsa að umræðuefnið yfir honum var jólavenjur og jólahefðir, en eins og allir vita er mánuður til jóla. Horfðum við á sjónvarpið eftir matinn. Að sjálfsögðu var horft á Laugardagskvöld með félaga mínum, Gísla Marteini. Þar var létt spjall og gestir Hallgrímur Helgason, Hjálmar Hjálmarsson og Leoncie. Gaman af þessum þætti eins og venjulega. Á eftir var horft á Spaugstofuna og hlegið dátt, enda góður þáttur hjá þeim núna, 200. þátturinn, en þeir grínfélagar byrjuðu með skemmtiþátt sinn í janúar 1989 og verið saman síðan með hléum. Þegar leið á kvöldið (eftir gott spjall og hressilegt) var haldið út á lífið og skemmt sér vel.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á fréttavef Reuters. Alveg magnaður fréttavefur fyrir þá sem fylgjast vel með fréttum líðandi stundar, jafnt á sunnudögum sem aðra daga.
Snjallyrði dagsins
You turn if you want to. The Lady's not for turning!
Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands (1979-1990)
Eduard Shevardnadze forseti Georgíu, sagði í dag af sér embætti í kjölfar öldu mótmæla í landinu eftir að ótrúverðug úrslit þingkosninga þann 2. nóvember sl, voru tilkynnt. Blasti við að stjórnarandstaðan hefði í raun náð völdum í landinu. Tilkynnt var seinnipartinn að Nino Burdzhanadze forseti þingsins yrði forseti þar til eftir forsetakosningar í landinu. Áætlað er að þær verði innan næstu 45 daga. Kom Ígor Ívanov utanríkisráðherra Rússlands, til Georgíu til að miðla málum og eftir fundi með bæði forsetanum og stjórnarandstöðuleiðtogum varð þetta niðurstaðan. Eduard Shevardnadze, sem er 75 ára að aldri, er þekktur stjórnmálamaður. Hann átti stóran þátt í að binda endi á kalda stríðið sem utanríkisráðherra Sovétríkjanna 1985-1990 í valdatíð Mikhail Gorbatsjov. Hann sagði af sér í desember 1990 í kjölfar þess að harðlínuöfl í landinu létu meira til sín taka. Eftir misheppnaða valdaránstilraun í Sovétríkjunum í ágúst 1991 varð hann aftur utanríkisráðherra og sat á þeim stóli þar til Sovét leið undir lok í desember 1991. Hann varð leiðtogi Georgíu 1992 og var forseti landsins frá 1995.
Í pistli sínum á heimasíðu sinni fjallar Björn um mál málanna: kaupréttarsamninginn í Kaupþingi Búnaðarbanka og viðbrögð við honum í samfélaginu. Ennfremur um málefni Fréttablaðsins og Gunnars Smára ritstjóra þess, Borgarnesræðuna frægu sem hljómar nú sem hjóm hið mesta eftir atburði seinustu mánuða eftir að talsmaður Samfylkingarinnar skundaði í reiði sinni til Borgarness. Orðrétt segir Björn: "Fyrir þá sem muna ekki lengur eftir efni Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur má rifja upp, að þar dró hún taum þriggja fyrirtækja Baugs, Norðurljósa og Kaupþings, af því að á þau væri hallað af Davíð Oddssyni forsætisráðherra og mátti auðveldlega draga þá ályktun, að hún teldi Davíð koma ómaklega fram við fyrirtækin." Vart þarf að taka fram að þessi talsmaður tjáir sig ekkert um fyrirtæki þessi núna. Eins og venjulega er Björn óhræddur við að segja sínar skoðanir og fjallar um hitamál samtímans með kraftmiklum hætti.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um siðlausa ákvörðun forystumanna Kaupþings Búnaðarbanka fólgin í kaupréttarsamningi við stjórnendur hans og fjalla um viðbrögð forystufólks ríkisstjórnarinnar í kjölfar hennar sem leiddu til þess að stjórnendur bankans drógu samninginn til baka, fjalla ennfremur um styrk Davíðs Oddssonar sem stjórnmálamanns í gegnum tíðina en hann á að baki þriggja áratuga langan og farsælan stjórnmálaferil. Að lokum fjalla ég um hvaða kostum sá þarf að vera búinn sem vill ná árangri í stjórnmálum, semsagt hver er að mínu mati listin að vera leiðtogi í stjórnmálum. Vil ég að lokum þakka góð viðbrögð við breytingum á bloggvefnum sem hafa verið seinustu vikur og bið þá sem nýlega eru farnir að líta á bloggið velkomna í hóp margra sem líta á vefinn. Ég sé á heimsóknartölum að margir nýjir áhorfendur eru komnir hingað.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í gærkvöldi var athyglisvert spjall um pólitík í Silfrinu hjá Agli Helgasyni. Í upphafi komu t.d. Jakob F. Ásgeirsson og Gunnar Smári Egilsson og ræddu fréttir vikunnar. Bar þar auðvitað hæst mál málanna sem fyrr hefur verið nefnt á þessum vef og sýndist sitt hverjum eins og við var að búast. Helsta snerran var þó í seinni hlutanum þegar Gunnar Smári, Birgir Ármannsson og Helgi Hjörvar ræddu þessi mál. Var mikil orrahríð milli þeirra þingfélaga Birgis og Helga og deildar meiningar á þessu kaupréttarsamningsmáli. Fór reyndar svo að Helgi kom enn og aftur fram með skæting eins og hann er þekktur fyrir. Birgir svaraði honum vel og tæklaði vel hans málflutning. Gaman að fylgjast með Silfrinu á Stöð 2, fínn þáttur, nauðsynlegur fyrir stjórnmálaumræðuna.
Gott laugardagskvöld
Átti gott laugardagskvöld. Var boðinn í kvöldmat til góðra vina og þar voru líflegar umræður yfir góðum mat. Var þarna um að ræða ekta þríréttaða máltíð eins og við var að búast af þessum vinahjónum mínum. Endaði borðhaldið með virkilega góðum desert og skemmtilegt að upplýsa að umræðuefnið yfir honum var jólavenjur og jólahefðir, en eins og allir vita er mánuður til jóla. Horfðum við á sjónvarpið eftir matinn. Að sjálfsögðu var horft á Laugardagskvöld með félaga mínum, Gísla Marteini. Þar var létt spjall og gestir Hallgrímur Helgason, Hjálmar Hjálmarsson og Leoncie. Gaman af þessum þætti eins og venjulega. Á eftir var horft á Spaugstofuna og hlegið dátt, enda góður þáttur hjá þeim núna, 200. þátturinn, en þeir grínfélagar byrjuðu með skemmtiþátt sinn í janúar 1989 og verið saman síðan með hléum. Þegar leið á kvöldið (eftir gott spjall og hressilegt) var haldið út á lífið og skemmt sér vel.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á fréttavef Reuters. Alveg magnaður fréttavefur fyrir þá sem fylgjast vel með fréttum líðandi stundar, jafnt á sunnudögum sem aðra daga.
Snjallyrði dagsins
You turn if you want to. The Lady's not for turning!
Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands (1979-1990)
<< Heim