Heitast í umræðunni
Unnið er að því innan dómsmálaráðuneytisins að gera breytingar á umdæmaskipan við löggæslu og gera tillögur að breyttu innra starfi lögreglunnar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögur í þessa átt. Tillögurnar eiga að miða að því að efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur. Einnig er starfshópnum ætlað að móta löggæsluáætlun til næstu ára þar sem sett verði fram forgangsröð verkefna. Hefur ráðherrann unnið að þessu máli frá því hann tók við embætti í maímánuði og ræddi þetta mál á fundi með okkur í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna, fyrir nokkrum vikum. Skv. þessum hugmyndum er ekki ráðgert að fækka sýslumannsembættum. Það þykir mér vissulega slæmt, enda má eflaust hafa þau færri. En þetta er spor í rétta átt að breyta umdæmaskipan löggæslunnar
Michael Howard tók í seinustu viku við stjórn breska Íhaldsflokksins. Hann skipaði í byrjun vikunnar skuggaráðuneyti sitt og flokksins. Þar urðu miklar breytingar. Skipt var um formann flokksins. Theresu May var skipt út og tveir skipaðir í stað hennar, þeir Liam Fox og Lord Saatchi. Í dag var svo komið að fyrstu prófraun hins nýja leiðtoga hægrimanna. Fyrirspurnartími var í breska þinginu í dag og þar rifust Howard og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, harkalega. Það er óskandi að breskir hægrimenn styrki stöðu sína. Howard er mun sterkari stjórnmálamaður en Iain Duncan Smith og líklegra að hann nái betri stöðu en hann.
Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu í dag harða hríð að landbúnaðarráðherra á þingi. Umræðuefnið var aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar sauðfjárbændum sem þeir töldu lítið vit í. Sagði Jóhann Ársælsson að offramleiðsla kjöts væri ekki bara vandi sauðfjárbænda heldur í raun alls landbúnaðarins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði að hann þyrfti ekki að sitja undir sendingum af þessu tagi frá sundurlyndri og ómerkilegri Samfylkingu. Bændur hefðu fagnað úrræðunum og við það sæti. Guðni er alltaf við sama heygarðshornið.
Svona er frelsið í dag
Á frelsinu í dag er athyglisvert netviðtal við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson leiðtoga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann er spurður hvort hann telji það best að ríkið, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafi fullt eignarhald í Landsvirkjun eða hvort til greina komi að einkaaðilar eignist þar hlut. Svar hans er athyglisvert. Þar kemur eftirfarandi fram: "Að loknum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun tel ég koma til álita breytt eignarhald á Landsvirkjun og að fyrirtækinu yrði breytt í hlutafélag. Þá má hugsa sér að inn komi hluthafar sem leita eftir langtímafjárfestingu sem skilaði hóflegri arðsemi en öruggri. Landsvirkjun gæti einnig verið álitlegur fjárfestingarkostur fyrir lífeyrissjóðina." Það er gott að leiðtogi borgarstjórnarflokksins sé á þessari skoðun. Ég er honum sammála um að eftir framkvæmdir við virkjun á Austurlandi sé þetta rétt skref. Framundan um helgina er vísindaferðin með borgarstjórnarflokknum. Ætla ég að fara í hana.
Gestapistillinn
Í gestapistli vikunnar á vefsíðunni skrifar Atli Rafn Björnsson formaður Heimdallar, um heilbrigðismál. Hann segir að ummæli formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu hafi komið skemmtilega á óvart. Með þeim hafi hann í raun tekið undir stefnu Heimdallar og Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum. Slíkum stuðningi telur Atli að beri að fagna, enda þörfin fyrir endurskipulagningu á kerfinu mjög mikil. Það var Atla mikil vonbrigði þegar Framsóknarflokknum var fært heilbrigðisráðuneytið við stjórnarmyndun í vor, enn eitt kjörtímabilið en það hefur undanfarin 12 ár verið undir stjórn samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins. Góður pistill hjá Atla.
Litið á netið
Á Vef-Þjóðviljanum birtist nýlega góð grein þar sem fjallað er um þá vinnu sem nú stendur yfir innan Evrópusambandsins við að koma saman stjórnarskrá fyrir sambandið sem öll aðildarríkin geti sætt sig við. Sú vinna hefur þó síður en svo gengið vel og er nú komin langt út fyrir allar áætlanir sem upphaflega voru settar fram. Ekki þykir ráðamönnum innan Evrópusambandsins þær fréttir betri að meirihluti íbúa aðildarríkja sambandsins hefur ekki hugmynd um að verið sé að setja saman stjórnarskrá fyrir sambandið. Á Heimssýn er að finna virkilega góða grein eftir Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann, um ferð hans nú nýlega á fund EFTA-þingmannanefndarinnar í Brussel. Segir hann þar frá þeim fundi og mörgu athyglisverðu sem þar kom fram.
Kvikmyndir - sjónvarpsgláp - bókalestur
Í gærkvöldi eftir fréttirnar fór ég í bíó og sá gamanmyndina Scary Movie 3, með vini mínum. Skemmtum við okkur vel. Þegar heim kom horfði ég á upptöku af Amazing Race og Lindley lögregluforingja, tveim þáttum sem voru fyrr um kvöldið á Stöð 2. Ekta breskur spennumyndaflokkur eins og þeir gerast bestir, þessir um Lindley. Eftir það leit ég í bókina Í hlutverki leiðtogans, sem er alveg mögnuð viðtalsbók eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra í Garðabæ. Las þar tvo kafla. Er svo að byrja að lesa Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Ef hún er eins góð og Mýrin að þá er von á góðu!
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er að finna upplýsingar um flokkinn og allt sem skiptir máli um hann.
Snjallyrði dagsins
Ég get ekki og vil ekki sníða samvisku mína að tískunni.
Lillian Hellman skáldkona
Unnið er að því innan dómsmálaráðuneytisins að gera breytingar á umdæmaskipan við löggæslu og gera tillögur að breyttu innra starfi lögreglunnar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögur í þessa átt. Tillögurnar eiga að miða að því að efla starfsemi lögreglu og sýslumanna og nýta fjármuni betur. Einnig er starfshópnum ætlað að móta löggæsluáætlun til næstu ára þar sem sett verði fram forgangsröð verkefna. Hefur ráðherrann unnið að þessu máli frá því hann tók við embætti í maímánuði og ræddi þetta mál á fundi með okkur í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna, fyrir nokkrum vikum. Skv. þessum hugmyndum er ekki ráðgert að fækka sýslumannsembættum. Það þykir mér vissulega slæmt, enda má eflaust hafa þau færri. En þetta er spor í rétta átt að breyta umdæmaskipan löggæslunnar
Michael Howard tók í seinustu viku við stjórn breska Íhaldsflokksins. Hann skipaði í byrjun vikunnar skuggaráðuneyti sitt og flokksins. Þar urðu miklar breytingar. Skipt var um formann flokksins. Theresu May var skipt út og tveir skipaðir í stað hennar, þeir Liam Fox og Lord Saatchi. Í dag var svo komið að fyrstu prófraun hins nýja leiðtoga hægrimanna. Fyrirspurnartími var í breska þinginu í dag og þar rifust Howard og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, harkalega. Það er óskandi að breskir hægrimenn styrki stöðu sína. Howard er mun sterkari stjórnmálamaður en Iain Duncan Smith og líklegra að hann nái betri stöðu en hann.
Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu í dag harða hríð að landbúnaðarráðherra á þingi. Umræðuefnið var aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar sauðfjárbændum sem þeir töldu lítið vit í. Sagði Jóhann Ársælsson að offramleiðsla kjöts væri ekki bara vandi sauðfjárbænda heldur í raun alls landbúnaðarins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði að hann þyrfti ekki að sitja undir sendingum af þessu tagi frá sundurlyndri og ómerkilegri Samfylkingu. Bændur hefðu fagnað úrræðunum og við það sæti. Guðni er alltaf við sama heygarðshornið.
Svona er frelsið í dag
Á frelsinu í dag er athyglisvert netviðtal við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson leiðtoga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann er spurður hvort hann telji það best að ríkið, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafi fullt eignarhald í Landsvirkjun eða hvort til greina komi að einkaaðilar eignist þar hlut. Svar hans er athyglisvert. Þar kemur eftirfarandi fram: "Að loknum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun tel ég koma til álita breytt eignarhald á Landsvirkjun og að fyrirtækinu yrði breytt í hlutafélag. Þá má hugsa sér að inn komi hluthafar sem leita eftir langtímafjárfestingu sem skilaði hóflegri arðsemi en öruggri. Landsvirkjun gæti einnig verið álitlegur fjárfestingarkostur fyrir lífeyrissjóðina." Það er gott að leiðtogi borgarstjórnarflokksins sé á þessari skoðun. Ég er honum sammála um að eftir framkvæmdir við virkjun á Austurlandi sé þetta rétt skref. Framundan um helgina er vísindaferðin með borgarstjórnarflokknum. Ætla ég að fara í hana.
Gestapistillinn
Í gestapistli vikunnar á vefsíðunni skrifar Atli Rafn Björnsson formaður Heimdallar, um heilbrigðismál. Hann segir að ummæli formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu hafi komið skemmtilega á óvart. Með þeim hafi hann í raun tekið undir stefnu Heimdallar og Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum. Slíkum stuðningi telur Atli að beri að fagna, enda þörfin fyrir endurskipulagningu á kerfinu mjög mikil. Það var Atla mikil vonbrigði þegar Framsóknarflokknum var fært heilbrigðisráðuneytið við stjórnarmyndun í vor, enn eitt kjörtímabilið en það hefur undanfarin 12 ár verið undir stjórn samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins. Góður pistill hjá Atla.
Litið á netið
Á Vef-Þjóðviljanum birtist nýlega góð grein þar sem fjallað er um þá vinnu sem nú stendur yfir innan Evrópusambandsins við að koma saman stjórnarskrá fyrir sambandið sem öll aðildarríkin geti sætt sig við. Sú vinna hefur þó síður en svo gengið vel og er nú komin langt út fyrir allar áætlanir sem upphaflega voru settar fram. Ekki þykir ráðamönnum innan Evrópusambandsins þær fréttir betri að meirihluti íbúa aðildarríkja sambandsins hefur ekki hugmynd um að verið sé að setja saman stjórnarskrá fyrir sambandið. Á Heimssýn er að finna virkilega góða grein eftir Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann, um ferð hans nú nýlega á fund EFTA-þingmannanefndarinnar í Brussel. Segir hann þar frá þeim fundi og mörgu athyglisverðu sem þar kom fram.
Kvikmyndir - sjónvarpsgláp - bókalestur
Í gærkvöldi eftir fréttirnar fór ég í bíó og sá gamanmyndina Scary Movie 3, með vini mínum. Skemmtum við okkur vel. Þegar heim kom horfði ég á upptöku af Amazing Race og Lindley lögregluforingja, tveim þáttum sem voru fyrr um kvöldið á Stöð 2. Ekta breskur spennumyndaflokkur eins og þeir gerast bestir, þessir um Lindley. Eftir það leit ég í bókina Í hlutverki leiðtogans, sem er alveg mögnuð viðtalsbók eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur bæjarstjóra í Garðabæ. Las þar tvo kafla. Er svo að byrja að lesa Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Ef hún er eins góð og Mýrin að þá er von á góðu!
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er að finna upplýsingar um flokkinn og allt sem skiptir máli um hann.
Snjallyrði dagsins
Ég get ekki og vil ekki sníða samvisku mína að tískunni.
Lillian Hellman skáldkona
<< Heim