Heitast í umræðunni
Enn er Samfylkingin mál málanna í umfjöllun í fjölmiðlum. Nú vekur athygli að framtíðarnefnd Samfylkingarinnar sem setja átti upp fyrr á árinu til að verða hugmyndapottur flokksins svo varaþingmaður flokksins í Reykjavík norður hefði eitthvað að gera, hefur ekkert vægi. Á landsfundinum var ákveðið að formaður flokksins leiddi stefnuvinnu af hálfu flokksins. Það er því von að spurt sé hvað á framtíðarnefndin undir forystu ISG að gera?? Eflaust að vera silkihúfusamkunda.
Hart var deilt á þingi í gær um væntanlega sölu ríkisins á Landssímanum. Þar óð Steingrímur J. uppi eins og vitlaus maður væri og réðist harkalega að ríkisstjórninni. Einna helst var það Birkir Jón sem svaraði honum og stóð sig bara nokkuð vel í því verkefni. Davíð Oddsson tjáði sig stuttlega um málið. Auðvitað á að einkavæða símann, ríkið á ekki að standa í fyrirtækjarekstri, einkaaðilar eru fullfærir um það.
Ekkert verður af sameiningu Fréttablaðsins og DV eins og talað var um. Athyglisvert er að frettir.com hefur seinustu daga sagt sameiningu frágengna og allt eftir því. Það er það vel frágengið að slitnað er uppúr viðræðunum. Fleira er ekki í fréttum í dag...
Svona er frelsið í dag
Í dag skrifar Ósk Óskarsdóttir sinn fyrsta frelsispistil. Hún er boðin velkomin í hóp okkar frelsispenna. Í þessari fyrstu frelsisgrein sinni fjallar hún um forsetaembættið og allt bruðlið sem því tengist. Uppsetning hennar er góð og lífleg. Boðskapur okkar í þessu máli fer alveg saman, bæði erum við að tjá sömu skoðunina og SUS hefur samþykkt oft á þingum sínum, þ.e. að leggja skuli það niður. Embættið er tímaskekkja, algjörlega óþarft við núverandi aðstæður og alltof kostnaðarsamt fyrir skattborgara. Ennfremur er á frelsinu í dag fjallað um væntanlegan fund af hálfu Heimdallar þar sem fjallað er um hugmyndir í átt að færa áfengið í verslanir. Mjög gott, auðvitað á að leggja niður ÁTVR og selja áfengi í matvörubúðunum. Kominn tími til. Á vefnum er einnig bent á góða grein Sigríðar Á. Andersen á vef Verslunarráðs um ÁTVR.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í gærkvöldi var í Ísland í dag rætt um mannréttindamál í Kína og um þau mál rætt við þekkta sjónvarpskonu þarlendis sem nýverið gaf út bók um þetta og er hérlendis þessa dagana við að kynna bókina. Jóhanna átti gott spjall við hana og margt mjög athyglisvert kom fram í viðtalinu. Í Kastljósinu var gestur Kristjáns Kristjánssonar, Össur Skarphéðinsson hinn svokallaði formaður Samfylkingarinnar. Þar var rætt um landsfundinn um helgina og hægrisveifluna sem hann iðkar þessa dagana. Eins og við var að búast var mikið rætt um heilbrigðismálin, en hann sækir stíft í smiðju Ástu Möller þessa dagana. Þegar talið barst að lýðræðinu innan flokksins varð formaðurinn skömmustulegur er farið var að ræða um val á talsmanni og forsætisráðherraefni fyrr á árinu enda fátt lýðræðislegt við þær starfsaðferðir. Vildi Össur sem minnst svara spurningum Kristjáns um þetta mál og reyndi að eyða talinu, enda lýðræði í þessum flokki allskondið, svo ekki sé nú meira sagt....
Bókalestur - kvikmyndir
Í gærkvöldi eftir dægurmálaþættina hélt ég upp í Víðilund með pabba og Maríu til Hönnu ömmu í kaffi og spjall. Hún hafði fyrir margt löngu rætt um að ég ætti endilega að fá nokkrar bækur hjá henni til lestrar og fékk ég nokkrar. Meðal þeirra er Aldnir hafa orðið - annað bindi, gefið út 1973. Þar er ítarlegt viðtal við langafa minn Stefán Jónasson útgerðarmann og bæjarfulltrúa á Akureyri. Stebbi langafi var kjarnakall, náði 100 ára aldri og var hress og léttur alla tíð. Hefur löngum verið sagt að við séum líkir í skapi og háttum að mörgu leyti, gaman að því. Verður gaman að lesa þessa bók næstu daga. Eftir létt kaffispjall hélt ég heim, og horfði á kvikmyndina Good Will Hunting með Matt Damon og Robin Williams. Alltaf góð mynd.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á vef Samherja á Akureyri. Samherji hf. hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum verksmiðjum í landi. Með þetta í farteskinu hefur félagið ávallt verið í fararbroddi í sjávarútvegi, bæði á Íslandi og alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækið skiptir okkur Akureyringa miklu máli og hefur styrkt bæinn mjög.
Snjallyrði dagsins
Með því að vernda fólk fyrir afleiðingum flónsku sinnar fyllirðu heiminn af flónum.
Herbert Spencer
Enn er Samfylkingin mál málanna í umfjöllun í fjölmiðlum. Nú vekur athygli að framtíðarnefnd Samfylkingarinnar sem setja átti upp fyrr á árinu til að verða hugmyndapottur flokksins svo varaþingmaður flokksins í Reykjavík norður hefði eitthvað að gera, hefur ekkert vægi. Á landsfundinum var ákveðið að formaður flokksins leiddi stefnuvinnu af hálfu flokksins. Það er því von að spurt sé hvað á framtíðarnefndin undir forystu ISG að gera?? Eflaust að vera silkihúfusamkunda.
Hart var deilt á þingi í gær um væntanlega sölu ríkisins á Landssímanum. Þar óð Steingrímur J. uppi eins og vitlaus maður væri og réðist harkalega að ríkisstjórninni. Einna helst var það Birkir Jón sem svaraði honum og stóð sig bara nokkuð vel í því verkefni. Davíð Oddsson tjáði sig stuttlega um málið. Auðvitað á að einkavæða símann, ríkið á ekki að standa í fyrirtækjarekstri, einkaaðilar eru fullfærir um það.
Ekkert verður af sameiningu Fréttablaðsins og DV eins og talað var um. Athyglisvert er að frettir.com hefur seinustu daga sagt sameiningu frágengna og allt eftir því. Það er það vel frágengið að slitnað er uppúr viðræðunum. Fleira er ekki í fréttum í dag...
Svona er frelsið í dag
Í dag skrifar Ósk Óskarsdóttir sinn fyrsta frelsispistil. Hún er boðin velkomin í hóp okkar frelsispenna. Í þessari fyrstu frelsisgrein sinni fjallar hún um forsetaembættið og allt bruðlið sem því tengist. Uppsetning hennar er góð og lífleg. Boðskapur okkar í þessu máli fer alveg saman, bæði erum við að tjá sömu skoðunina og SUS hefur samþykkt oft á þingum sínum, þ.e. að leggja skuli það niður. Embættið er tímaskekkja, algjörlega óþarft við núverandi aðstæður og alltof kostnaðarsamt fyrir skattborgara. Ennfremur er á frelsinu í dag fjallað um væntanlegan fund af hálfu Heimdallar þar sem fjallað er um hugmyndir í átt að færa áfengið í verslanir. Mjög gott, auðvitað á að leggja niður ÁTVR og selja áfengi í matvörubúðunum. Kominn tími til. Á vefnum er einnig bent á góða grein Sigríðar Á. Andersen á vef Verslunarráðs um ÁTVR.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í gærkvöldi var í Ísland í dag rætt um mannréttindamál í Kína og um þau mál rætt við þekkta sjónvarpskonu þarlendis sem nýverið gaf út bók um þetta og er hérlendis þessa dagana við að kynna bókina. Jóhanna átti gott spjall við hana og margt mjög athyglisvert kom fram í viðtalinu. Í Kastljósinu var gestur Kristjáns Kristjánssonar, Össur Skarphéðinsson hinn svokallaði formaður Samfylkingarinnar. Þar var rætt um landsfundinn um helgina og hægrisveifluna sem hann iðkar þessa dagana. Eins og við var að búast var mikið rætt um heilbrigðismálin, en hann sækir stíft í smiðju Ástu Möller þessa dagana. Þegar talið barst að lýðræðinu innan flokksins varð formaðurinn skömmustulegur er farið var að ræða um val á talsmanni og forsætisráðherraefni fyrr á árinu enda fátt lýðræðislegt við þær starfsaðferðir. Vildi Össur sem minnst svara spurningum Kristjáns um þetta mál og reyndi að eyða talinu, enda lýðræði í þessum flokki allskondið, svo ekki sé nú meira sagt....
Bókalestur - kvikmyndir
Í gærkvöldi eftir dægurmálaþættina hélt ég upp í Víðilund með pabba og Maríu til Hönnu ömmu í kaffi og spjall. Hún hafði fyrir margt löngu rætt um að ég ætti endilega að fá nokkrar bækur hjá henni til lestrar og fékk ég nokkrar. Meðal þeirra er Aldnir hafa orðið - annað bindi, gefið út 1973. Þar er ítarlegt viðtal við langafa minn Stefán Jónasson útgerðarmann og bæjarfulltrúa á Akureyri. Stebbi langafi var kjarnakall, náði 100 ára aldri og var hress og léttur alla tíð. Hefur löngum verið sagt að við séum líkir í skapi og háttum að mörgu leyti, gaman að því. Verður gaman að lesa þessa bók næstu daga. Eftir létt kaffispjall hélt ég heim, og horfði á kvikmyndina Good Will Hunting með Matt Damon og Robin Williams. Alltaf góð mynd.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum á að líta á vef Samherja á Akureyri. Samherji hf. hefur á að skipa hæfu og framtakssömu starfsfólki og stjórnendum, öflugum skipaflota, miklum aflaheimildum og fullkomnum verksmiðjum í landi. Með þetta í farteskinu hefur félagið ávallt verið í fararbroddi í sjávarútvegi, bæði á Íslandi og alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækið skiptir okkur Akureyringa miklu máli og hefur styrkt bæinn mjög.
Snjallyrði dagsins
Með því að vernda fólk fyrir afleiðingum flónsku sinnar fyllirðu heiminn af flónum.
Herbert Spencer
<< Heim