Heitast í umræðunni
Í gær var tilkynnt að DV væri gjaldþrota. Með því verða viss umskipti á fjölmiðlamarkaðnum hérlendis. Seinustu tvo áratugi hefur DV verið framarlega í dagblaðaheiminum hérlendis, en það var stofnað 1981 með sameiningu Dagblaðsins og Vísis. Líkur eru á að blaðið komi áfram út og hafa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið lýst yfir áhuga á útgáfu þess. Mikilvægt er að blöðum hérlendis fækki ekki. Markaðurinn má ekki við fákeppni!
Seinustu daga hefur mikið verið rætt um rjúpnafrumvarpið á þingi. Margir stjórnarþingmenn hafa svarað tillögu umhverfisráðherra um bann á rjúpnaveiðum í þrjú ár, með að leggja fram eigið frumvarp þar sem gengið er þvert á hennar tillögur. Fremst þar standa Dagný, Gunnar B. og Gulli Þór. Landbúnaðarráðherra hvetur menn til að samþykkja tillögu ráðherra. Ólíklegt er þó að svo verði og líklegt að meiri læti verði í þessu máli, einkum þegar þær verða teknar formlega fyrir á þinginu.
Helgi Seljan frændi minn, gekk víst út af landsfundi Samfylkingarinnar um helgina ásamt fleiri ungliðum sem höfðu borið upp tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju, eftir að varaformaður flokksins (ISG) hafði lagt til að henni yrði vísað frá. Þung orð hafa fallið frá þeim félögum um lýðræðið sem er víst svo margrómað innan flokksins. Þeir eru eflaust sammála mér um að ekkert lýðræði ríki í flokki sem útnefnir forsætisráðherraefni án beins samþykkis flokksins.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsi.is pistill minn um lýðræðið í Samfylkingunni. Í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins var formanninum svokallaða tíðrætt um að Samfylkingin væri lýðræðislegasti flokkur landsins. Hann sagði að vinnubrögð innan flokksins væru lýðræðislegri en hjá nokkurri annarri stjórnmálahreyfingu. Við nánari skoðun er erfitt að sjá lýðræðislegu vinnubrögðin. Nefni ég tvö dæmi, val á talsmanni og forsætisráðherraefni í byrjun ársins og vali á forystufólki flokksins á landsfundinum. Fátt ef nokkuð lýðræðislegt er við þau vinnubrögð. Eins og fyrr er ólga meðal ungliða flokksins vegna frávísunar á tillögu þeirra og fjallað um málið samhliða minni grein í dag á frelsinu. Ennfremur er birt ræða Sigga Kára á Norðurlandaráðsþingi á dögunum. Mjög athyglisvert, en þar ræðir hann t.d. um hvalveiðimál.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í dægurmálaþáttum í gærkvöldi var að mestu rætt um gjaldþrot DV. Um er að ræða mikið áfall fyrir allan fjölmiðlaheiminn, enda ekki vilji fyrir fákeppni þar. Á Stöð 2 ræddu Jóhanna og Þórhallur við Reyni Traustason, Sigurð Örn Jónsson og Hrafn Jökulsson um málið. Voru þeir sammála um að fréttastofum mætti ekki fækka né komast á minni samkeppni og sagði reyndar Hrafn að sorglegt væri að eitt sinn hefðu blöðin verið 6-7 en væru nú 3 og áhyggjuefni ef þeim fækkaði enn frekar. Í Kastljósinu ræddi Svansí við Jónas Kristjánsson ritstjóra DV 1981-2001 og Róbert Marshall fréttamann og formann Blaðamannafélagsins. Það sama kom út úr spjalli þeirra. Margt athyglisvert kom fram hjá Jónasi en fáir þekkja sögu DV betur en hann.
Pólitíkin - bókalestur - kvikmynd
Eftir dægurmálaþættina horfði ég á bæjarstjórnarfund á Aksjón. Þar flutti bæjarstjóri ítarlega og góða ræðu um Melateigsmálið og fjallaði þar ennfremur um kvótamálin í kjölfar úthlutanar á byggðakvóta til bæjarins. Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, er alltaf við sama heygarðshornið og vekur sífellt meiri athygli fyrir útúrsnúninga sína, en það var vissulega athyglisvert að sjá hana stranda í Melateigsmálinu eftir að kom í ljós að hún greiddi atkvæði á aðra lund í svipuðu máli 1999. Meðan á bæjarstjórnarfundinum stóð vann ég í að klára pistil minn á frelsi.is fyrir daginn í dag, sendi hann eftir 10. Fór svo í að kíkja á bók sem ég er að lesa. Eftir það horfði ég á stórmyndina The Deer Hunter með Meryl Streep, Robert De Niro, John Savage og Christopher Walken (sem brillerar í óskarsverðlaunahlutverki). Magnaður endir á góðu kvöldi.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég fólki á að líta á vefsíðu Norðurorku hf. á Akureyri. Tilgangur Norðurorku er vinnsla og nýting jarðhita, vatnsorku, vatns og hvers konar annarra auðlinda einnig dreifing og sala á orku, vatni og öðrum afurðum félagsins svo og hver önnur starfssemi sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins.
Snjallyrði dagsins
Það er góð regla að setja annað slagið spurningarmerki við hluti sem okkur finnast sjálfsagðir.
Bertrand Russell
Í gær var tilkynnt að DV væri gjaldþrota. Með því verða viss umskipti á fjölmiðlamarkaðnum hérlendis. Seinustu tvo áratugi hefur DV verið framarlega í dagblaðaheiminum hérlendis, en það var stofnað 1981 með sameiningu Dagblaðsins og Vísis. Líkur eru á að blaðið komi áfram út og hafa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið lýst yfir áhuga á útgáfu þess. Mikilvægt er að blöðum hérlendis fækki ekki. Markaðurinn má ekki við fákeppni!
Seinustu daga hefur mikið verið rætt um rjúpnafrumvarpið á þingi. Margir stjórnarþingmenn hafa svarað tillögu umhverfisráðherra um bann á rjúpnaveiðum í þrjú ár, með að leggja fram eigið frumvarp þar sem gengið er þvert á hennar tillögur. Fremst þar standa Dagný, Gunnar B. og Gulli Þór. Landbúnaðarráðherra hvetur menn til að samþykkja tillögu ráðherra. Ólíklegt er þó að svo verði og líklegt að meiri læti verði í þessu máli, einkum þegar þær verða teknar formlega fyrir á þinginu.
Helgi Seljan frændi minn, gekk víst út af landsfundi Samfylkingarinnar um helgina ásamt fleiri ungliðum sem höfðu borið upp tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju, eftir að varaformaður flokksins (ISG) hafði lagt til að henni yrði vísað frá. Þung orð hafa fallið frá þeim félögum um lýðræðið sem er víst svo margrómað innan flokksins. Þeir eru eflaust sammála mér um að ekkert lýðræði ríki í flokki sem útnefnir forsætisráðherraefni án beins samþykkis flokksins.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsi.is pistill minn um lýðræðið í Samfylkingunni. Í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins var formanninum svokallaða tíðrætt um að Samfylkingin væri lýðræðislegasti flokkur landsins. Hann sagði að vinnubrögð innan flokksins væru lýðræðislegri en hjá nokkurri annarri stjórnmálahreyfingu. Við nánari skoðun er erfitt að sjá lýðræðislegu vinnubrögðin. Nefni ég tvö dæmi, val á talsmanni og forsætisráðherraefni í byrjun ársins og vali á forystufólki flokksins á landsfundinum. Fátt ef nokkuð lýðræðislegt er við þau vinnubrögð. Eins og fyrr er ólga meðal ungliða flokksins vegna frávísunar á tillögu þeirra og fjallað um málið samhliða minni grein í dag á frelsinu. Ennfremur er birt ræða Sigga Kára á Norðurlandaráðsþingi á dögunum. Mjög athyglisvert, en þar ræðir hann t.d. um hvalveiðimál.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í dægurmálaþáttum í gærkvöldi var að mestu rætt um gjaldþrot DV. Um er að ræða mikið áfall fyrir allan fjölmiðlaheiminn, enda ekki vilji fyrir fákeppni þar. Á Stöð 2 ræddu Jóhanna og Þórhallur við Reyni Traustason, Sigurð Örn Jónsson og Hrafn Jökulsson um málið. Voru þeir sammála um að fréttastofum mætti ekki fækka né komast á minni samkeppni og sagði reyndar Hrafn að sorglegt væri að eitt sinn hefðu blöðin verið 6-7 en væru nú 3 og áhyggjuefni ef þeim fækkaði enn frekar. Í Kastljósinu ræddi Svansí við Jónas Kristjánsson ritstjóra DV 1981-2001 og Róbert Marshall fréttamann og formann Blaðamannafélagsins. Það sama kom út úr spjalli þeirra. Margt athyglisvert kom fram hjá Jónasi en fáir þekkja sögu DV betur en hann.
Pólitíkin - bókalestur - kvikmynd
Eftir dægurmálaþættina horfði ég á bæjarstjórnarfund á Aksjón. Þar flutti bæjarstjóri ítarlega og góða ræðu um Melateigsmálið og fjallaði þar ennfremur um kvótamálin í kjölfar úthlutanar á byggðakvóta til bæjarins. Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, er alltaf við sama heygarðshornið og vekur sífellt meiri athygli fyrir útúrsnúninga sína, en það var vissulega athyglisvert að sjá hana stranda í Melateigsmálinu eftir að kom í ljós að hún greiddi atkvæði á aðra lund í svipuðu máli 1999. Meðan á bæjarstjórnarfundinum stóð vann ég í að klára pistil minn á frelsi.is fyrir daginn í dag, sendi hann eftir 10. Fór svo í að kíkja á bók sem ég er að lesa. Eftir það horfði ég á stórmyndina The Deer Hunter með Meryl Streep, Robert De Niro, John Savage og Christopher Walken (sem brillerar í óskarsverðlaunahlutverki). Magnaður endir á góðu kvöldi.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég fólki á að líta á vefsíðu Norðurorku hf. á Akureyri. Tilgangur Norðurorku er vinnsla og nýting jarðhita, vatnsorku, vatns og hvers konar annarra auðlinda einnig dreifing og sala á orku, vatni og öðrum afurðum félagsins svo og hver önnur starfssemi sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins.
Snjallyrði dagsins
Það er góð regla að setja annað slagið spurningarmerki við hluti sem okkur finnast sjálfsagðir.
Bertrand Russell
<< Heim