Heitast í umræðunni
Í gær var birt fjölmiðlakönnun Gallups, fyrir októbermánuð. Þar kemur margt athyglisvert fram. Helst vekur athygli að áhorf á kvöldfréttatíma Stöðvar 2 hefur minnkað verulega frá því hann var fluttur frá 18:30 til kl. 19:00. Á þeim tveim mánuðum sem liðnir eru frá breytingunum hefur áhorfið dregist saman mjög mikið. Persónulega fannst mér fyrra fyrirkomulag betra, alltsvo að fréttir Stöðvar 2 væru hálfsjö og svo væri hægt að horfa á hinar kl. sjö. Hjá mér er oftast horft á fréttir Sjónvarpsins en stundum er skipt á milli. Athygli vekur ennfremur í þessari könnun að lestur Fréttablaðsins hefur minnkað milli kannana, og Morgunblaðið sækir nokkuð á. Spaugstofan og Gísli Marteinn eru með langvinsælustu sjónvarpsþættina ef marka má könnunina, enda pottþéttir saman á laugardagskvöldum. Idol-stjörnuleit kemur svo sterkt inn með rúmlega 40% áhorf. En það vekur mesta athygli að Sirrý á Skjá einum hefur meira áhorf en fréttatími Stöðvar 2. Það er greinilegt að fréttir á Stöð mega muna sinn fífil fegurri.
Í netviðtali á frelsi.is við Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kemur fram að hann telji mikilvægt að minnka hlutdeild hins opinbera í efnahagslífinu. Með þessu tekur fjármálaráðherra undir skoðanir ungra sjálfstæðismanna í SUS þessa efnis. Lengi hefur þetta verið baráttumál ungliða, allt að því þeirra hjartans mál. Ítrekar Geir í viðtalinu að Sjálfstæðisflokkurinn muni lækka skatta á kjörtímabilinu, rétt eins og lofað var í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Mikilvægt er að heyra þetta hjá ráðherranum. Fyrir ráðherrann voru lagðar fjórar krefjandi spurningar, hann svarar nokkuð ágætlega þeim. Segir ráðherra hafa verið unnið að því minnka hlutdeild hins opinbera, t.d. með einkavæðingu ríkisfyrirtækja og stórfelldum skattalækkunum á fyrirtækin í landinu. Segir hann að stefna flokksins sé skýr, framundan sé að lækka skatta á almenning.
Athyglisvert er að eftir fréttaumfjöllun fyrir rúmri viku um Jón Ólafsson sé sú staða komin upp að ekkert sé vitað hver keypti af honum eignir hans eða hvort kaup á þeim séu yfir höfuð frágengnar. Í spjallþætti um helgina við Jón kom skýrt fram að hann hefur sagt skilið við íslenskt viðskiptalíf, en enn er ekki endanlega ljóst hvernig fer með eignir hans. Er sagt ítarlega frá þessu í dag á fréttum. Samkvæmt því sem þar stendur mun Jón hafa komið fram með eftirákröfur um eignirnar og hvernig farið verður með þær eftir söluna. Semsagt ekki hefur verið gengið frá neinu endanlega og eftir er að staðfesta einhverjar breytingar með hluthafafundi í Norðurljósum. Þetta er greinilega mjög flókinn kapall og vesin að klára málið ef marka má það sem sagt er frá á fréttum.
Gestapistillinn
Í gestapistli vikunnar á vefsíðunni skrifar Ragnar Jónasson varaformaður Heimdallar, um málefni Kvikmyndaeftirlits ríkisins. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi verið þeirrar skoðunar að leggja beri niður kvikmyndaeftirlit ríkisins og lagði menntamálaráðherra fram frumvarp þess efnis í fyrra. En hver urðu afdrif frumvarpsins spyr Ragnar í pistlinum? Hann minnir á að kvikmyndaskoðun lifi enn góðu lífi, vegna þess að frumvarp ráðherrans hafi ekki náð fram að ganga. Lítið hafi spurst til frumvarpsins síðan og því full ástæða að mati Ragnars til þess að hvetja ráðherrann til að leggja það fram aftur áður en hann lætur af störfum. Minnir hann á að ritskoðun sé ennþá ritskoðun. Mikilvægt sé að klára málið og leggja frumvarpið fram og leggja niður kvikmyndaskoðun í landinu, enda slík forsjárhyggja með öllu óþörf.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu athyglisverður pistill Atla frænda um mál málanna seinustu daga: kaupréttarsamninginn í Kaupþingi Búnaðarbanka og fleira sem því tengist. Einkum fjallar hann þó um það hvort setji eigi lög til að taka á slíkum málum. Segir hann að Heimdellingar hafi lengi barist fyrir þeirri skoðun sinni að ríkið eigi ekki að reka banka. Að hans mati væri fráleitt að halda því fram, sem nú heyrist, að þingmenn og pólitískir fylgismenn þeirra væru betur til þess fallnir að reka slík fyrirtæki en einkaaðilar. Að mati Atla er umræða um að breyta þurfi reglum um kaupréttarsamninga á villigötum. Það er að hans mati eðlilegt að stjórn fyrirtækis og hluthafar ráði hvernig launa eigi stjórnendum fyrirtækja. Er ég sammála Atla að mestu leyti. Mér þótti samningurinn um daginn siðlaus og gagnrýni hann harðlega en vil ekki sérstaklega setja reglur um þetta. Von mín er sú að menn hafi dómgreind til að vega og meta hlutina rétt, án þess að hafa lög yfir sér.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Líflegt spjall var í báðum dægurmálaspjallþáttum gærkvöldsins. Í Íslandi í dag hjá Jóhönnu og Þórhalli voru gestir þeirra, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður. Þau tókust þar á af talsverðum krafti á um kaupréttarsamningsmálin. Ekki voru þau alveg sammála eins og við var að búast. Gekk Einari vel að snúa upp á hana og koma sínum áherslum að meðan varaþingmaðurinn hjakkaði í sama hjólfarinu. Ekki var síður skemmtilegt að fylgjast með rimmu Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Lúðvíks Bergvinssonar í Kastljósinu. Tókust þeir á um sama mál. Eins og við var að búast eru Samfylkingarmenn skjálfandi yfir því að forsætisráðherra hafi sömu mannréttindi og aðrir í landinu og hafi eigin skoðanir. Það er alltaf jafn undarlegt að sjá geðveikisleg viðbrögð þeirra þegar hann tjáir sig um málin. Í báðum þáttum náðu Einar Oddur og Jón Steinar lykilstöðu gegn Samfylkingartalsmönnum.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum sem hér koma í heimsókn á að líta á heimasíðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Þar birtast greinar hans og ennfremur fréttir úr starfi hans sem ráðherra og þingmanns í Norðvesturkjördæmi.
Snjallyrði dagsins
Sitt er hvað, gæfa eða gjörvuleiki.
Grettis saga
Í gær var birt fjölmiðlakönnun Gallups, fyrir októbermánuð. Þar kemur margt athyglisvert fram. Helst vekur athygli að áhorf á kvöldfréttatíma Stöðvar 2 hefur minnkað verulega frá því hann var fluttur frá 18:30 til kl. 19:00. Á þeim tveim mánuðum sem liðnir eru frá breytingunum hefur áhorfið dregist saman mjög mikið. Persónulega fannst mér fyrra fyrirkomulag betra, alltsvo að fréttir Stöðvar 2 væru hálfsjö og svo væri hægt að horfa á hinar kl. sjö. Hjá mér er oftast horft á fréttir Sjónvarpsins en stundum er skipt á milli. Athygli vekur ennfremur í þessari könnun að lestur Fréttablaðsins hefur minnkað milli kannana, og Morgunblaðið sækir nokkuð á. Spaugstofan og Gísli Marteinn eru með langvinsælustu sjónvarpsþættina ef marka má könnunina, enda pottþéttir saman á laugardagskvöldum. Idol-stjörnuleit kemur svo sterkt inn með rúmlega 40% áhorf. En það vekur mesta athygli að Sirrý á Skjá einum hefur meira áhorf en fréttatími Stöðvar 2. Það er greinilegt að fréttir á Stöð mega muna sinn fífil fegurri.
Í netviðtali á frelsi.is við Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kemur fram að hann telji mikilvægt að minnka hlutdeild hins opinbera í efnahagslífinu. Með þessu tekur fjármálaráðherra undir skoðanir ungra sjálfstæðismanna í SUS þessa efnis. Lengi hefur þetta verið baráttumál ungliða, allt að því þeirra hjartans mál. Ítrekar Geir í viðtalinu að Sjálfstæðisflokkurinn muni lækka skatta á kjörtímabilinu, rétt eins og lofað var í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Mikilvægt er að heyra þetta hjá ráðherranum. Fyrir ráðherrann voru lagðar fjórar krefjandi spurningar, hann svarar nokkuð ágætlega þeim. Segir ráðherra hafa verið unnið að því minnka hlutdeild hins opinbera, t.d. með einkavæðingu ríkisfyrirtækja og stórfelldum skattalækkunum á fyrirtækin í landinu. Segir hann að stefna flokksins sé skýr, framundan sé að lækka skatta á almenning.
Athyglisvert er að eftir fréttaumfjöllun fyrir rúmri viku um Jón Ólafsson sé sú staða komin upp að ekkert sé vitað hver keypti af honum eignir hans eða hvort kaup á þeim séu yfir höfuð frágengnar. Í spjallþætti um helgina við Jón kom skýrt fram að hann hefur sagt skilið við íslenskt viðskiptalíf, en enn er ekki endanlega ljóst hvernig fer með eignir hans. Er sagt ítarlega frá þessu í dag á fréttum. Samkvæmt því sem þar stendur mun Jón hafa komið fram með eftirákröfur um eignirnar og hvernig farið verður með þær eftir söluna. Semsagt ekki hefur verið gengið frá neinu endanlega og eftir er að staðfesta einhverjar breytingar með hluthafafundi í Norðurljósum. Þetta er greinilega mjög flókinn kapall og vesin að klára málið ef marka má það sem sagt er frá á fréttum.
Gestapistillinn
Í gestapistli vikunnar á vefsíðunni skrifar Ragnar Jónasson varaformaður Heimdallar, um málefni Kvikmyndaeftirlits ríkisins. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi verið þeirrar skoðunar að leggja beri niður kvikmyndaeftirlit ríkisins og lagði menntamálaráðherra fram frumvarp þess efnis í fyrra. En hver urðu afdrif frumvarpsins spyr Ragnar í pistlinum? Hann minnir á að kvikmyndaskoðun lifi enn góðu lífi, vegna þess að frumvarp ráðherrans hafi ekki náð fram að ganga. Lítið hafi spurst til frumvarpsins síðan og því full ástæða að mati Ragnars til þess að hvetja ráðherrann til að leggja það fram aftur áður en hann lætur af störfum. Minnir hann á að ritskoðun sé ennþá ritskoðun. Mikilvægt sé að klára málið og leggja frumvarpið fram og leggja niður kvikmyndaskoðun í landinu, enda slík forsjárhyggja með öllu óþörf.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu athyglisverður pistill Atla frænda um mál málanna seinustu daga: kaupréttarsamninginn í Kaupþingi Búnaðarbanka og fleira sem því tengist. Einkum fjallar hann þó um það hvort setji eigi lög til að taka á slíkum málum. Segir hann að Heimdellingar hafi lengi barist fyrir þeirri skoðun sinni að ríkið eigi ekki að reka banka. Að hans mati væri fráleitt að halda því fram, sem nú heyrist, að þingmenn og pólitískir fylgismenn þeirra væru betur til þess fallnir að reka slík fyrirtæki en einkaaðilar. Að mati Atla er umræða um að breyta þurfi reglum um kaupréttarsamninga á villigötum. Það er að hans mati eðlilegt að stjórn fyrirtækis og hluthafar ráði hvernig launa eigi stjórnendum fyrirtækja. Er ég sammála Atla að mestu leyti. Mér þótti samningurinn um daginn siðlaus og gagnrýni hann harðlega en vil ekki sérstaklega setja reglur um þetta. Von mín er sú að menn hafi dómgreind til að vega og meta hlutina rétt, án þess að hafa lög yfir sér.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Líflegt spjall var í báðum dægurmálaspjallþáttum gærkvöldsins. Í Íslandi í dag hjá Jóhönnu og Þórhalli voru gestir þeirra, Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður. Þau tókust þar á af talsverðum krafti á um kaupréttarsamningsmálin. Ekki voru þau alveg sammála eins og við var að búast. Gekk Einari vel að snúa upp á hana og koma sínum áherslum að meðan varaþingmaðurinn hjakkaði í sama hjólfarinu. Ekki var síður skemmtilegt að fylgjast með rimmu Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Lúðvíks Bergvinssonar í Kastljósinu. Tókust þeir á um sama mál. Eins og við var að búast eru Samfylkingarmenn skjálfandi yfir því að forsætisráðherra hafi sömu mannréttindi og aðrir í landinu og hafi eigin skoðanir. Það er alltaf jafn undarlegt að sjá geðveikisleg viðbrögð þeirra þegar hann tjáir sig um málin. Í báðum þáttum náðu Einar Oddur og Jón Steinar lykilstöðu gegn Samfylkingartalsmönnum.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég öllum sem hér koma í heimsókn á að líta á heimasíðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Þar birtast greinar hans og ennfremur fréttir úr starfi hans sem ráðherra og þingmanns í Norðvesturkjördæmi.
Snjallyrði dagsins
Sitt er hvað, gæfa eða gjörvuleiki.
Grettis saga
<< Heim