Heitast í umræðunni
Í gær kom fram í fréttum að Jón Ólafsson fyrrum eigandi Norðurljósa, hafi ákveðið að stefna forsætisráðherra vegna ummæla sem hann viðhafði í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum. Þau féllu í kjölfar þess að upplýst var um kaupréttarsamning stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka við bankann. Í dómkröfu er þess krafist að tvenn ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Annars vegar ummæli í viðtali í útvarpinu 21. nóvember og hinsvegar í Morgunblaðinu daginn eftir. Þar var í báðum tilvikum fjallað um fjármálaumsvif Jóns, meint skattsvik hans og aðgerðir íslenskra skattayfirvalda. Davíð sagði þar að kaupin á eignum Jóns sama dag sem tilkynnt var um að skattrannsókn um meint skattsvik hans væri lokið bæru þann brag að verið væri að kaupa og selja þýfi. Fer Jón fram á 3 milljóna króna skaðabætur vegna þessa. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að lítið sé eftir af málfrelsinu í landinu ef sér hafi verið óheimilt að viðhafa þau orð sem hann hafði um Jón. Tek ég undir þetta. Mikilvægt er að standa vörð um málfrelsi í landinu og finnst mér eðlilegt að stjórnmálamenn hafi skoðanir og geti tjáð þær. Ef marka má fordæmisgefandi dóma í svona málum er ólíklegt að málfrelsið verði skert til samræmis við það sem Jón vill.
Vladimír Pútín forseti Rússlands, tilkynnti í morgun í fyrirspurnartíma til rússesku þjóðarinnar í sjónvarpi að hann hyggist bjóða sig fram til endurkjörs. Forsetakosningar verða haldnar í Rússlandi í mars á nýju ári og er búist við auðveldum sigri forsetans. Forseti Rússlands er kjörinn til 4 ára í senn og samkvæmt stjórnarskránni er honum aðeins heimilt að sitja tvö kjörtímabil, 8 ár. Pútín hefur sagst andvígur því að sitja í fleiri en tvö kjörtímabil í embætti. Bjuggust margir við að hann myndi í kjölfar stórsigurs í þingkosningum þar sem flokkabandalag honum tengt hlaut meira en 2/3 greiddra atkvæða myndi breyta stjórnarskránni til að tryggja það. 3 flokkar í Rússlandi, sem töpuðu miklu fylgi í kosningunum hafa gefið til kynna að ólíklegt sé að þeir taki þátt í forsetakosningunum. Putin hefur verið forseti Rússlands í tæp 4 ár. Hann varð forseti er Boris Yeltsin sagði af sér forsetaembættinu á gamlársdag, 31. desember 1999. Putin var þá forsætisráðherra og hafði Yeltsin tilnefnt hann eftirmann sinn og vildi með afsögn styrkja stöðu hans. Hann vann stórsigur í kosningum 26. mars 2000 og hefur allt frá því verið mjög vinsæll forseti og notið mikils fylgis almennings.
Í dag var tilkynnt um tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna 2004, sem verða afhent í næsta mánuði í 61. skiptið. Golden Globe eru verðlaun sem erlendir blaðamenn í Hollywood veita ár hvert og þykja gefa góðar vísbendingar um Óskarinn, sem er afhentur í febrúarlok. Kvikmyndin Cold Mountain, með Jude Law og Nicole Kidman í aðalhlutverkum, fékk átta tilnefningar til verðlaunanna. Bæði voru þau tilnefnd fyrir leik sinn. Myndirnar Lost in Translation, með Bill Murray og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum og Mystic River, sem Clint Eastwood leikstýrði og skartaði Sean Penn í aðalhlutverkum, fengu báðar 7 tilnefningar. Þá fékk umdeild sjónvarpsmynd um Ronald Reagan tvær tilnefningar. Lord of the Rings: The Return of the King, síðasti hluti Hringadróttinssögu, fékk fjórar tilnefningar. Fjöldi heimsþekktra leikara er tilnefnt fyrir leik sinn í mörgum úrvalsmyndum. Hvet alla til að líta á upplýsingar um Golden Globe verðlaunin.
Svona er frelsið í dag
Í pistli mínum á frelsinu í dag fjalla ég um handtökuna á Saddam Hussein og þau þáttaskil sem orðið hafa við þau í Írak. Eitt táknrænasta augnablik ársins 2003 var hiklaust þegar risastór stytta af Saddam Hussein var felld á Firdos-torgi í Bagdad, 9. apríl. Fyrr sama dag höfðu bandamenn náð borginni á sitt vald. Endi hafði verið bundinn á valdaferil Saddams sem ríkt hafði yfir Írak sem drottnari í hálfan þriðja áratug. Valdakerfi hans hrundi eins og spilaborg á nokkrum vikum í kjölfar innrásar bandamanna í marsmánuði. Ægivald hans á höfuðborginni Bagdad og íbúum hennar leið undir lok með dramatískum hætti í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva er bandamenn felldu styttuna, táknrænt minnismerki um Saddam og Baath-flokkinn. Eins táknrænn og 9. apríl nokkru sinni var til að ljóst væri að valdaferill Husseins væri á enda, má eflaust telja 14. desember, ekki síður mikilvægan. Þá, eftir 8 mánaða flótta um landið eins og eldibrandur, var hinn illræmdi einræðisherra loks handsamaður. Fer ég yfir hvað taki við í íröskum stjórnmálum nú þegar forsetinn hefur verið handsamaður og hvað bíði hans, hvaða dóm hann fái fyrir voðaverki þá sem hann og stjórn hans stóð fyrir. Mikilvægt er að haldið verði í vegferð til frjáls Íraks og horft fram á veginn, nú þegar seinustu ummerki valdatíma Baath-flokksins hafa verið fjarlægð og valdamenn þess tíma komnir á bak við lás og slá eða dauðir. Mikilvægt er að þessum kafla sé lokið. Annar kafli getur þarmeð hafist, án þess að Saddam Hussein sé persóna í honum.
Kvikmyndir
Fór í gærkvöld í bíó á forsýningu á kvikmyndinni The Lord of the Rings: The Return of the King. Er þetta án nokkurs vafa besta mynd Peters Jackson um Hringadróttinssögu. Með þessari mynd er sögu J.R.R. Tolkien um föruneyti hringsins lokið. Sagan heldur áfram þar sem frá var horfið í The Two Towers. Hérna birtast eftirminnilegustu bardagasenur í kvikmynd, baráttan við Mínas Tírith er svo undursamlega kvikmynduð að leitun er að betri bardagsenu í kvikmynd til þessa. Hér eru allir lausir endar fyrri myndanna bundnir saman. Útkoman er mynd sem stendur uppúr í kvikmyndagerð seinustu áratuga. Besta kvikmynd ársins 2003 - en jafnframt svo miklu meira en það. The Lord of the Rings: The Return of the King er besta kvikmynd sem ég hef séð í kvikmyndahúsi. Hún á ef eitthvað réttlæti er til í þessum heimi að hljóta óskarsverðlaun sem besta kvikmynd ársins. ROTK er ein besta kvikmynd sögu kvikmyndanna. Meistaraverk í úrvalsflokki. Þeir sem ekki sjá þessa í bíói munu sjá eftir því alla sína ævi. Meistarasmíð í kvikmyndagerð eins og þær gerast allra bestar.
Tónlist
Keypti í gær nýjustu Stuðmannaplötuna, Stuðmenn á Hlíðarenda. Er um að ræða góðan disk með fjölda góðra laga. Meðal þeirra eru Hef ég heyrt þetta áður, Ekki klúðra því, Meir'o'meira og sumarsmellurinn Halló, halló, halló. Hef ég lengi verið mikill aðdáandi Stuðmanna. Kvikmynd þeirra Með allt á hreinu er enn í dag mögnuð og ein af mínum uppáhaldsmyndum. Það er mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur án þess að leiðast. Ég hvet alla til að kaupa nýja diskinn. Vel gerður, Stuðmenn klikka aldrei.
Vefur dagsins
Bendi öllum í dag á ljóðavef sem helgaður er verkum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Kveðskapur Davíðs verður ávallt sígildur. Met ég hann mikils, enda um að ræða eitt besta skáld 20. aldarinnar. Á vefnum eru nokkur ljóða Davíðs birt og umfjöllun um ævi hans.
Snjallyrði dagsins
Ég er friðlausi fuglinn,
sem fæddist með villtri þrá,
sem elskar heiðingjans himin
og hamrafjöllin blá.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964)
Í gær kom fram í fréttum að Jón Ólafsson fyrrum eigandi Norðurljósa, hafi ákveðið að stefna forsætisráðherra vegna ummæla sem hann viðhafði í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum. Þau féllu í kjölfar þess að upplýst var um kaupréttarsamning stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka við bankann. Í dómkröfu er þess krafist að tvenn ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Annars vegar ummæli í viðtali í útvarpinu 21. nóvember og hinsvegar í Morgunblaðinu daginn eftir. Þar var í báðum tilvikum fjallað um fjármálaumsvif Jóns, meint skattsvik hans og aðgerðir íslenskra skattayfirvalda. Davíð sagði þar að kaupin á eignum Jóns sama dag sem tilkynnt var um að skattrannsókn um meint skattsvik hans væri lokið bæru þann brag að verið væri að kaupa og selja þýfi. Fer Jón fram á 3 milljóna króna skaðabætur vegna þessa. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að lítið sé eftir af málfrelsinu í landinu ef sér hafi verið óheimilt að viðhafa þau orð sem hann hafði um Jón. Tek ég undir þetta. Mikilvægt er að standa vörð um málfrelsi í landinu og finnst mér eðlilegt að stjórnmálamenn hafi skoðanir og geti tjáð þær. Ef marka má fordæmisgefandi dóma í svona málum er ólíklegt að málfrelsið verði skert til samræmis við það sem Jón vill.
Vladimír Pútín forseti Rússlands, tilkynnti í morgun í fyrirspurnartíma til rússesku þjóðarinnar í sjónvarpi að hann hyggist bjóða sig fram til endurkjörs. Forsetakosningar verða haldnar í Rússlandi í mars á nýju ári og er búist við auðveldum sigri forsetans. Forseti Rússlands er kjörinn til 4 ára í senn og samkvæmt stjórnarskránni er honum aðeins heimilt að sitja tvö kjörtímabil, 8 ár. Pútín hefur sagst andvígur því að sitja í fleiri en tvö kjörtímabil í embætti. Bjuggust margir við að hann myndi í kjölfar stórsigurs í þingkosningum þar sem flokkabandalag honum tengt hlaut meira en 2/3 greiddra atkvæða myndi breyta stjórnarskránni til að tryggja það. 3 flokkar í Rússlandi, sem töpuðu miklu fylgi í kosningunum hafa gefið til kynna að ólíklegt sé að þeir taki þátt í forsetakosningunum. Putin hefur verið forseti Rússlands í tæp 4 ár. Hann varð forseti er Boris Yeltsin sagði af sér forsetaembættinu á gamlársdag, 31. desember 1999. Putin var þá forsætisráðherra og hafði Yeltsin tilnefnt hann eftirmann sinn og vildi með afsögn styrkja stöðu hans. Hann vann stórsigur í kosningum 26. mars 2000 og hefur allt frá því verið mjög vinsæll forseti og notið mikils fylgis almennings.
Í dag var tilkynnt um tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna 2004, sem verða afhent í næsta mánuði í 61. skiptið. Golden Globe eru verðlaun sem erlendir blaðamenn í Hollywood veita ár hvert og þykja gefa góðar vísbendingar um Óskarinn, sem er afhentur í febrúarlok. Kvikmyndin Cold Mountain, með Jude Law og Nicole Kidman í aðalhlutverkum, fékk átta tilnefningar til verðlaunanna. Bæði voru þau tilnefnd fyrir leik sinn. Myndirnar Lost in Translation, með Bill Murray og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum og Mystic River, sem Clint Eastwood leikstýrði og skartaði Sean Penn í aðalhlutverkum, fengu báðar 7 tilnefningar. Þá fékk umdeild sjónvarpsmynd um Ronald Reagan tvær tilnefningar. Lord of the Rings: The Return of the King, síðasti hluti Hringadróttinssögu, fékk fjórar tilnefningar. Fjöldi heimsþekktra leikara er tilnefnt fyrir leik sinn í mörgum úrvalsmyndum. Hvet alla til að líta á upplýsingar um Golden Globe verðlaunin.
Svona er frelsið í dag
Í pistli mínum á frelsinu í dag fjalla ég um handtökuna á Saddam Hussein og þau þáttaskil sem orðið hafa við þau í Írak. Eitt táknrænasta augnablik ársins 2003 var hiklaust þegar risastór stytta af Saddam Hussein var felld á Firdos-torgi í Bagdad, 9. apríl. Fyrr sama dag höfðu bandamenn náð borginni á sitt vald. Endi hafði verið bundinn á valdaferil Saddams sem ríkt hafði yfir Írak sem drottnari í hálfan þriðja áratug. Valdakerfi hans hrundi eins og spilaborg á nokkrum vikum í kjölfar innrásar bandamanna í marsmánuði. Ægivald hans á höfuðborginni Bagdad og íbúum hennar leið undir lok með dramatískum hætti í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva er bandamenn felldu styttuna, táknrænt minnismerki um Saddam og Baath-flokkinn. Eins táknrænn og 9. apríl nokkru sinni var til að ljóst væri að valdaferill Husseins væri á enda, má eflaust telja 14. desember, ekki síður mikilvægan. Þá, eftir 8 mánaða flótta um landið eins og eldibrandur, var hinn illræmdi einræðisherra loks handsamaður. Fer ég yfir hvað taki við í íröskum stjórnmálum nú þegar forsetinn hefur verið handsamaður og hvað bíði hans, hvaða dóm hann fái fyrir voðaverki þá sem hann og stjórn hans stóð fyrir. Mikilvægt er að haldið verði í vegferð til frjáls Íraks og horft fram á veginn, nú þegar seinustu ummerki valdatíma Baath-flokksins hafa verið fjarlægð og valdamenn þess tíma komnir á bak við lás og slá eða dauðir. Mikilvægt er að þessum kafla sé lokið. Annar kafli getur þarmeð hafist, án þess að Saddam Hussein sé persóna í honum.
Kvikmyndir
Fór í gærkvöld í bíó á forsýningu á kvikmyndinni The Lord of the Rings: The Return of the King. Er þetta án nokkurs vafa besta mynd Peters Jackson um Hringadróttinssögu. Með þessari mynd er sögu J.R.R. Tolkien um föruneyti hringsins lokið. Sagan heldur áfram þar sem frá var horfið í The Two Towers. Hérna birtast eftirminnilegustu bardagasenur í kvikmynd, baráttan við Mínas Tírith er svo undursamlega kvikmynduð að leitun er að betri bardagsenu í kvikmynd til þessa. Hér eru allir lausir endar fyrri myndanna bundnir saman. Útkoman er mynd sem stendur uppúr í kvikmyndagerð seinustu áratuga. Besta kvikmynd ársins 2003 - en jafnframt svo miklu meira en það. The Lord of the Rings: The Return of the King er besta kvikmynd sem ég hef séð í kvikmyndahúsi. Hún á ef eitthvað réttlæti er til í þessum heimi að hljóta óskarsverðlaun sem besta kvikmynd ársins. ROTK er ein besta kvikmynd sögu kvikmyndanna. Meistaraverk í úrvalsflokki. Þeir sem ekki sjá þessa í bíói munu sjá eftir því alla sína ævi. Meistarasmíð í kvikmyndagerð eins og þær gerast allra bestar.
Tónlist
Keypti í gær nýjustu Stuðmannaplötuna, Stuðmenn á Hlíðarenda. Er um að ræða góðan disk með fjölda góðra laga. Meðal þeirra eru Hef ég heyrt þetta áður, Ekki klúðra því, Meir'o'meira og sumarsmellurinn Halló, halló, halló. Hef ég lengi verið mikill aðdáandi Stuðmanna. Kvikmynd þeirra Með allt á hreinu er enn í dag mögnuð og ein af mínum uppáhaldsmyndum. Það er mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur án þess að leiðast. Ég hvet alla til að kaupa nýja diskinn. Vel gerður, Stuðmenn klikka aldrei.
Vefur dagsins
Bendi öllum í dag á ljóðavef sem helgaður er verkum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Kveðskapur Davíðs verður ávallt sígildur. Met ég hann mikils, enda um að ræða eitt besta skáld 20. aldarinnar. Á vefnum eru nokkur ljóða Davíðs birt og umfjöllun um ævi hans.
Snjallyrði dagsins
Ég er friðlausi fuglinn,
sem fæddist með villtri þrá,
sem elskar heiðingjans himin
og hamrafjöllin blá.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964)
<< Heim