Heitast í umræðunni
Gríðarleg viðbrögð hafa orðið í samfélaginu vegna frumvarps um eftirlaun æðstu embættismanna sem lagt var fram á þingi af gær. Verkalýðshreyfingin er algjörlega andsnúin frumvarpinu og segir að með því sé búið að setja kjaraviðræður í uppnám og krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Forseta Alþingis voru afhent mótmæli á fjölmennum mótmælafundi sem efnt var til á Austurvelli í dag. Í morgun var boðað í skyndi til formannafundar Alþýðusambandsins þar sem ákveðið var að efna til mótmælafundarins síðdegis og endurskoða kröfugerðir vegna komandi kjarasamninga sem lagðar hafa verið fram. Stéttarfélög sem þegar hafa kynnt kröfur sínar hafa dregið þær til baka og boðuðum fundum með atvinnurekendum hefur jafnframt verið aflýst. Þá hafa fjölmörg stéttarfélög mótmælt frumvarpinu harðlega í dag. Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli til að mótmæla frumvarpinu. Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ, sagði í ræðu á fundinum að frumvarpið bæri þess merki að verið væri að semja um starfslok forsætisráðherra og einnig væri verið að stinga dúsu upp í stjórnarandstöðuna. Frumvarpið hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar og hóta forsvarsmenn launþega, sem í flokknum að fara úr honum, ef þingflokkur Samfylkingarinnar styður frumvarpið. Davíð Oddsson forsætisráðherra, segist ekki skilja mótmælin, enda sé ekki um háar beinar hækkanir að ræða. Þrír þingmenn hafa lýst beinni andstöðu við frumvarpið: Grétar Mar Jónsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Forsætisráðherraskipti urðu í Kanada í dag. Þá lét Jean Chretien af embætti eftir áratug á valdastóli. Aðeins Davíð Oddsson hafði setið lengur sem forsætisráðherra í vestrænum heimi nútímans er hann yfirgaf vettvang kanadískra stjórnmála. Chretien sem er sjötugur að aldri, á að baki litríkan feril sem forystumaður í kanadískri pólitík. Hann hefur setið á þingi í fjóra áratugi, leitt Frjálslynda flokkinn í Kanada (miðjuflokkur) í rúma tvo áratugi og setið sem forsætisráðherra frá september 1993 er flokkur hans bar sigurorð af Íhaldsflokknum í kosningum. Var Chretien lengi vel óskoraður leiðtogi frjálslyndra en á seinni árum höfðu óvinsældir hans aukist innan eigin flokks. Hann háði lengi valdastríð við Paul Martin fjármálaráðherra, innan flokksins og lauk því með að Chretien sparkaði honum úr stjórn sinni sumarið 2002 er Martin lýsti yfir vilja til að leiða flokkinn. Haustið 2002 hjó Chretien á hnútinn í flokknum og tilkynnti að hann myndi láta af embætti í síðasta lagi í febrúar 2004 og ekki leiða flokkinn oftar í kosningum. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs á leiðtogastól flokksins á landsfundi hans í október. Var Martin þá kjörinn eftirmaður hans. Skömmu síðar var tilkynnt að forsætisráðherraskiptin yrðu 12. desember. Þáttaskil verða í dag í kanadískum stjórnmálum og athyglisvert hvernig hinum nýja forsætisráðherra gangi í starfi sínu, en talið er líklegt að hann boði til kosninga snemma á nýju ári.
Áætlað hafði verið að ljúka þingstörfum í dag eða á morgun svo þingmenn gætu farið í jólaleyfi. Það er nú í óvissu vegna láta á þingi vegna eftirlaunafrumvarps æðstu embættismanna sem hefur kveikt upp í landsmönnum nú á jólaföstunni. Fjöldi mála liggja fyrir þinginu og mikið um að vera þessa seinustu daga þingsins á árinu 2003. Til stendur að önnur umræða um eftirlaunafrumvarpið verði á morgun og þá verður ennfremur umræða utan dagskrár að ósk Samfylkingar um fyrirhugaðan niðurskurð og samdrátt á Landsspítala háskólasjúkrahúsi. Fyrir þinginu liggja frumvarp um afnám sjómannaafsláttar og línuívilnun fyrir dagróðrabáta. Líst mér vel á hið fyrrnefnda, enda tími til kominn að afnema þennan sjómannaafslátt. Er hann tímaskekkja, fagna ég því mjög þessu frumvarpi fjármálaráðherra. Hinsvegar endurtek ég enn og aftur óánægju mína með frumvarp um línuívilnun. Fagna ég viðbrögðum bæjarstjóra á Akureyri, Dalvíkurbyggð og Fjarðabyggð og ennfremur sjómanna og útvegsmanna í vikunni. Hvet ég þingmenn, einkum frá Norðausturkjördæmi, til að styðja ekki frumvarpið.
Svona er frelsið í dag
Í dag lýkur greinaröð um vændi á Íslandi, á frelsi.is. Hafa í vikunni birst fjórar greinar um þetta, allar athyglisverðar og hafa vakið verðskuldaða athygli. Í dag fjallar María Margrét um skýrslu sem Sólveig Pétursdóttir lét gera um vændi í dómsmálaráðherratíð sinni. Orðrétt segir Mæja: "Skýrsla þessi markaði tímamót þar sem fram að þessu höfðu engar rannsóknir verið gerðar á þessu annars viðkvæma málefni. Fram að þessu hafði umræðan um vændi að miklu leyti byggst á þekkingarleysi fólks og fordómum. Slíks gætir þó víða enn. Því hefur m.a. verið haldið fram að vændi sé ofbeldi en vændi er ekki ofbeldi nema þvingun fari fram og að verið sé í raun að skerða réttindi einhvers. Kynlíf tveggja fullorðinna aðila, með fullu samþykki beggja, er ekki ofbeldi. Peningargreiðslur eru ekki ofbeldi. Reynt var, í þessari skýrslu, að komast að því hvort vændi væri stundað á Íslandi og í hvaða mynd vændi birtist." Ennfremur segir hún: "Eins og við mátti búast kom fram að vændi er, í einhverjum mæli, til staðar á Íslandi. Rannsóknin rennir einnig stoðum undir grunsemdir um að vændi eigi sér stað í tengslum við rekstur nektardansstaða, en líka í yngri aldurshópum sem eiga við fíkniefnavanda að etja og/eða búa við slæmar fjölskylduaðstæður. En það kom einnig í ljós að það er til fólk sem velur þessa atvinnugrein, til dæmis til að forðast að þurfa að taka lán og skuldsetja sig á meðan það er í námi. Við eigum ekki að taka þennan rétt til að velja af þeim."
Dægurmálaspjallið
Í gærkvöldi var rætt um eftirlaunafrumvarpið, mál dagsins, í dægurmálaþáttunum. Í Íslandi í dag, fékkst einungis einn flutningsmanna frumvarpsins til að mæta. Sigurjón Þórðarson ræddi málin við Ögmund Jónasson og tókust þeir hressilega á. Reyndar kom á óvart að Sigurjón var efins um afstöðu sína og ekki sannfærður, kom hik hans talsvert á óvart. Þórhallur stjórnaði spjallinu af röggsemi og baunaði kraftlega á báða þingmennina, en þó meira á Sigurjón sem var mjög beggja blands í spjallinu. Ekki greinilega ákveðinn í málinu. Í Kastljósinu birtist ítarlegt viðtal Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við forsætisráðherrann. Fór hann vel yfir allt málið og var viðtalið einkar athyglisvert. Eftir það ræddu stjórnendur þáttarins við Pétur Blöndal alþingismann, og Gylfa Arnbjörnsson framkvæmdastjóra ASÍ. Tókust þeir á af krafti og ekki beint sammála.
Tónlist - kvikmyndir - MSNspjall
Keypti í gær nýja plötu Siggu Beinteins. Það er fyrsta sólóplatan hennar í ein 6 ár. Syngur hún þar góð lög, en gestasöngvarar eru Jónsi, Björgvin Halldórsson og Selma Björns. Bestu lög plötunnar eru: Ég vil snerta hjarta þitt, Þú, Ég bið þig og Ef til vill andartak. Öll eru þau góð en besta lagið er það seinastnefnda, flottur dúett hennar og Björgvins. Hef ég lengi verið aðdáandi Siggu Beinteins sem söngkonu, allt frá því Stjórnin var og hét og nú til seinni tíðar. Þetta er góð plata sem gaman er að hlusta á. Horfði í gærkvöldi á hina mögnuðu kvikmynd Billy Wilder, Sabrinu. Þetta er heillandi rómantísk gamanmynd frá árinu 1954. Skartar þríeykinu Humphrey Bogart, Audrey Hepburn og William Holden í aðalhlutverkum. Þau eiga stórleik í þessari mögnuðu mynd. Hepburn glansaði í hlutverki Sabrinu, var í raun aldrei meira heillandi á sínum ferli en einmitt í þessari mynd. Myndin er einna helst eftirminnileg vegna góðs handrits og skemmtilegra atriða og einnig setur góður samleikur leikaranna þriggja mark sitt á myndina. Átti í lok dags gott spjall á MSN við vini og kunningja um hin ýmsu mál, t.d. stjórnmál seinustu daga hér heima.
Vefur dagsins
Oft lít ég á vef Hvíta hússins. Þar birtast ræður Bandaríkjaforseta, umfjöllun um sögu bandaríska forsetaembættisins og fréttir af forsetanum og því sem hann gerir í starfi sínu. Fróðlegur og góður vefur.
Snjallyrði dagsins
Öruggasta leiðin til að ganga vel er að verða ástfangin af iðju sinni.
Systir Mary Lauretta
Gríðarleg viðbrögð hafa orðið í samfélaginu vegna frumvarps um eftirlaun æðstu embættismanna sem lagt var fram á þingi af gær. Verkalýðshreyfingin er algjörlega andsnúin frumvarpinu og segir að með því sé búið að setja kjaraviðræður í uppnám og krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Forseta Alþingis voru afhent mótmæli á fjölmennum mótmælafundi sem efnt var til á Austurvelli í dag. Í morgun var boðað í skyndi til formannafundar Alþýðusambandsins þar sem ákveðið var að efna til mótmælafundarins síðdegis og endurskoða kröfugerðir vegna komandi kjarasamninga sem lagðar hafa verið fram. Stéttarfélög sem þegar hafa kynnt kröfur sínar hafa dregið þær til baka og boðuðum fundum með atvinnurekendum hefur jafnframt verið aflýst. Þá hafa fjölmörg stéttarfélög mótmælt frumvarpinu harðlega í dag. Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli til að mótmæla frumvarpinu. Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ, sagði í ræðu á fundinum að frumvarpið bæri þess merki að verið væri að semja um starfslok forsætisráðherra og einnig væri verið að stinga dúsu upp í stjórnarandstöðuna. Frumvarpið hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar og hóta forsvarsmenn launþega, sem í flokknum að fara úr honum, ef þingflokkur Samfylkingarinnar styður frumvarpið. Davíð Oddsson forsætisráðherra, segist ekki skilja mótmælin, enda sé ekki um háar beinar hækkanir að ræða. Þrír þingmenn hafa lýst beinni andstöðu við frumvarpið: Grétar Mar Jónsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Forsætisráðherraskipti urðu í Kanada í dag. Þá lét Jean Chretien af embætti eftir áratug á valdastóli. Aðeins Davíð Oddsson hafði setið lengur sem forsætisráðherra í vestrænum heimi nútímans er hann yfirgaf vettvang kanadískra stjórnmála. Chretien sem er sjötugur að aldri, á að baki litríkan feril sem forystumaður í kanadískri pólitík. Hann hefur setið á þingi í fjóra áratugi, leitt Frjálslynda flokkinn í Kanada (miðjuflokkur) í rúma tvo áratugi og setið sem forsætisráðherra frá september 1993 er flokkur hans bar sigurorð af Íhaldsflokknum í kosningum. Var Chretien lengi vel óskoraður leiðtogi frjálslyndra en á seinni árum höfðu óvinsældir hans aukist innan eigin flokks. Hann háði lengi valdastríð við Paul Martin fjármálaráðherra, innan flokksins og lauk því með að Chretien sparkaði honum úr stjórn sinni sumarið 2002 er Martin lýsti yfir vilja til að leiða flokkinn. Haustið 2002 hjó Chretien á hnútinn í flokknum og tilkynnti að hann myndi láta af embætti í síðasta lagi í febrúar 2004 og ekki leiða flokkinn oftar í kosningum. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs á leiðtogastól flokksins á landsfundi hans í október. Var Martin þá kjörinn eftirmaður hans. Skömmu síðar var tilkynnt að forsætisráðherraskiptin yrðu 12. desember. Þáttaskil verða í dag í kanadískum stjórnmálum og athyglisvert hvernig hinum nýja forsætisráðherra gangi í starfi sínu, en talið er líklegt að hann boði til kosninga snemma á nýju ári.
Áætlað hafði verið að ljúka þingstörfum í dag eða á morgun svo þingmenn gætu farið í jólaleyfi. Það er nú í óvissu vegna láta á þingi vegna eftirlaunafrumvarps æðstu embættismanna sem hefur kveikt upp í landsmönnum nú á jólaföstunni. Fjöldi mála liggja fyrir þinginu og mikið um að vera þessa seinustu daga þingsins á árinu 2003. Til stendur að önnur umræða um eftirlaunafrumvarpið verði á morgun og þá verður ennfremur umræða utan dagskrár að ósk Samfylkingar um fyrirhugaðan niðurskurð og samdrátt á Landsspítala háskólasjúkrahúsi. Fyrir þinginu liggja frumvarp um afnám sjómannaafsláttar og línuívilnun fyrir dagróðrabáta. Líst mér vel á hið fyrrnefnda, enda tími til kominn að afnema þennan sjómannaafslátt. Er hann tímaskekkja, fagna ég því mjög þessu frumvarpi fjármálaráðherra. Hinsvegar endurtek ég enn og aftur óánægju mína með frumvarp um línuívilnun. Fagna ég viðbrögðum bæjarstjóra á Akureyri, Dalvíkurbyggð og Fjarðabyggð og ennfremur sjómanna og útvegsmanna í vikunni. Hvet ég þingmenn, einkum frá Norðausturkjördæmi, til að styðja ekki frumvarpið.
Svona er frelsið í dag
Í dag lýkur greinaröð um vændi á Íslandi, á frelsi.is. Hafa í vikunni birst fjórar greinar um þetta, allar athyglisverðar og hafa vakið verðskuldaða athygli. Í dag fjallar María Margrét um skýrslu sem Sólveig Pétursdóttir lét gera um vændi í dómsmálaráðherratíð sinni. Orðrétt segir Mæja: "Skýrsla þessi markaði tímamót þar sem fram að þessu höfðu engar rannsóknir verið gerðar á þessu annars viðkvæma málefni. Fram að þessu hafði umræðan um vændi að miklu leyti byggst á þekkingarleysi fólks og fordómum. Slíks gætir þó víða enn. Því hefur m.a. verið haldið fram að vændi sé ofbeldi en vændi er ekki ofbeldi nema þvingun fari fram og að verið sé í raun að skerða réttindi einhvers. Kynlíf tveggja fullorðinna aðila, með fullu samþykki beggja, er ekki ofbeldi. Peningargreiðslur eru ekki ofbeldi. Reynt var, í þessari skýrslu, að komast að því hvort vændi væri stundað á Íslandi og í hvaða mynd vændi birtist." Ennfremur segir hún: "Eins og við mátti búast kom fram að vændi er, í einhverjum mæli, til staðar á Íslandi. Rannsóknin rennir einnig stoðum undir grunsemdir um að vændi eigi sér stað í tengslum við rekstur nektardansstaða, en líka í yngri aldurshópum sem eiga við fíkniefnavanda að etja og/eða búa við slæmar fjölskylduaðstæður. En það kom einnig í ljós að það er til fólk sem velur þessa atvinnugrein, til dæmis til að forðast að þurfa að taka lán og skuldsetja sig á meðan það er í námi. Við eigum ekki að taka þennan rétt til að velja af þeim."
Dægurmálaspjallið
Í gærkvöldi var rætt um eftirlaunafrumvarpið, mál dagsins, í dægurmálaþáttunum. Í Íslandi í dag, fékkst einungis einn flutningsmanna frumvarpsins til að mæta. Sigurjón Þórðarson ræddi málin við Ögmund Jónasson og tókust þeir hressilega á. Reyndar kom á óvart að Sigurjón var efins um afstöðu sína og ekki sannfærður, kom hik hans talsvert á óvart. Þórhallur stjórnaði spjallinu af röggsemi og baunaði kraftlega á báða þingmennina, en þó meira á Sigurjón sem var mjög beggja blands í spjallinu. Ekki greinilega ákveðinn í málinu. Í Kastljósinu birtist ítarlegt viðtal Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við forsætisráðherrann. Fór hann vel yfir allt málið og var viðtalið einkar athyglisvert. Eftir það ræddu stjórnendur þáttarins við Pétur Blöndal alþingismann, og Gylfa Arnbjörnsson framkvæmdastjóra ASÍ. Tókust þeir á af krafti og ekki beint sammála.
Tónlist - kvikmyndir - MSNspjall
Keypti í gær nýja plötu Siggu Beinteins. Það er fyrsta sólóplatan hennar í ein 6 ár. Syngur hún þar góð lög, en gestasöngvarar eru Jónsi, Björgvin Halldórsson og Selma Björns. Bestu lög plötunnar eru: Ég vil snerta hjarta þitt, Þú, Ég bið þig og Ef til vill andartak. Öll eru þau góð en besta lagið er það seinastnefnda, flottur dúett hennar og Björgvins. Hef ég lengi verið aðdáandi Siggu Beinteins sem söngkonu, allt frá því Stjórnin var og hét og nú til seinni tíðar. Þetta er góð plata sem gaman er að hlusta á. Horfði í gærkvöldi á hina mögnuðu kvikmynd Billy Wilder, Sabrinu. Þetta er heillandi rómantísk gamanmynd frá árinu 1954. Skartar þríeykinu Humphrey Bogart, Audrey Hepburn og William Holden í aðalhlutverkum. Þau eiga stórleik í þessari mögnuðu mynd. Hepburn glansaði í hlutverki Sabrinu, var í raun aldrei meira heillandi á sínum ferli en einmitt í þessari mynd. Myndin er einna helst eftirminnileg vegna góðs handrits og skemmtilegra atriða og einnig setur góður samleikur leikaranna þriggja mark sitt á myndina. Átti í lok dags gott spjall á MSN við vini og kunningja um hin ýmsu mál, t.d. stjórnmál seinustu daga hér heima.
Vefur dagsins
Oft lít ég á vef Hvíta hússins. Þar birtast ræður Bandaríkjaforseta, umfjöllun um sögu bandaríska forsetaembættisins og fréttir af forsetanum og því sem hann gerir í starfi sínu. Fróðlegur og góður vefur.
Snjallyrði dagsins
Öruggasta leiðin til að ganga vel er að verða ástfangin af iðju sinni.
Systir Mary Lauretta
<< Heim