Heitast í umræðunni - pistill Björns
Þingkosningar voru í Rússlandi í dag. Samstarfsflokkar Pútíns forseta virðast hafa unnið stórsigur í kosningunum ef marka má útgönguspár. Flokkurinn Sameinað Rússland sem Pútín lýsti yfir stuðningi við fær langmest fylgi. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir en ljóst er að flokkurinn fær um 40% atkvæða. Flokkur öfgaþjóðernissinnans Zhírínovskí sem einnig styður Pútín, fær um 12%, og nýr flokkur, Rodina eða "Föðurlandið" fær um 9%. Flokkurinn bauð fram undir þjóðernissinnaðri og vinstrisinnaðri stefnuskrá og því er haldið fram að flokkurinn hafi verið stofnaður að undirlagi Pútíns forseta, til þess að reita fylgi af kommúnistum. Ennfremur vakti athygli að tveir frjálslyndir flokkar, Samtök hægriaflanna og Jabloko, fá innan við 5% fylgi hvor, sem tryggir þeim ekki þingsæti á landsvísu. Kommúnistaflokkurinn fær næstmest fylgi en töpuðu stórt, fá um 13%, en fengu næstum fjórðung atkvæða í þingkosningunum 1999. Kosið er um 450 þingsæti, helminginn í listakosningum og helminginn í einmenningskjördæmum. Samkvæmt kosningaspám er líklegt að flokkur Pútíns fái alls 223 sæti í Dúmunni. Líklegt er að flokkarnir sem styðja forsetann fái yfir 300 þingsæti og aukinn meirihluta á þingi eða yfir 2/3 þingsæta. Með því getur forsetinn látið samþykkja breytingar á stjórnarskrá Rússlands, t.d. þess efnis að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil í embætti. Með því opnað möguleika á að Pútin geti setið lengur en til 2008. Forsetakosningar verða í Rússlandi í marsmánuði og er ljóst að staða forsetans er mjög sterk.
Í pistli vikunnar á vef sínum fer Björn yfir mörg athyglisverð mál liðinnar viku í stjórnmálum hérlendis. Hann fjallar um fjárlagaumræðu í borgarstjórn og ummæli borgarstjórans til varnar peningahítinni margfrægu Línu.net, málum á þingi t.d. öryrkjamáli og um framlengingu einkaleyfis HHÍ til reksturs happdrætta og um fréttaflutning hljóðvarps ríkisins. Orðrétt segir Björn: "Að Þórólfur Árnason borgstjóri taki að sér að verja þau mistök, sem gerð voru með Línu.neti er í raun með ólíkindum og sýnir, hve langt er tilbúinn að ganga til að þjóna R-listanum og sérstaklega Alfreð Þorsteinssyni úr Framsóknarflokknum í þessu tilviki, en eftir að Helgi Hjörvar flutti tillöguna um Línu.net í veitustjórn Reykjavíkurborgar á sínum tíma, hefur Alfreð verið í því hlutverki að halda lífi í fyrirtækinu í krafti fjármuna OR." og ennfremur: "Framganga öryrkja gagnvart Jóni Kristjánssyni og okkur þingmönnum, sem höfum staðið að baki honum við framkvæmd samkomulagsins, sem hann handsalaði við Garðar Sverrisson, formann Öryrkjabandalagsins, í mars síðastliðnum, vekur áhyggjur um það, hvernig unnt er að halda á málum af þessum toga á þann veg, að sæmileg sátt skapist. Þegar ákveðið er að auka útgjöld á fjárlögum til öryrkja um einn milljarð króna í ríkisstjórn, er unnið að því á öðrum vettvangi, að þessi fjárhæð verði 1500 milljónir króna og þeir síðan sakaðir um svik, sem fallast ekki á þá kröfu."
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um öryrkjamálið sem hefur verið áberandi í fréttum seinustu vikuna og umræðu tengda samningi heilbrigðisráðherra og Öryrkjabandalagsins í mars og viðbrögðum við lokaafgreiðslu málsins á þingi í vikunni, tjái skoðanir mínar og SUS á línuívilnun á dagróðrabáta sem brátt verður að veruleika og fer yfir málið allt frá því að samþykkt var ályktun þess efnis á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marsmánuði 2003. Að lokum fjalla ég um borgarmálin en eymdarsvipurinn í borg skuldanna undir stjórn leiðtogalauss R-lista er að verða sífellt greinilegri. Er greinilegt orðið að R-listinn hefur enga stjórn á skuldasöfnuninni og ráðleysinu sem grasserað hefur í skjóli þess að meirihlutinn er leiðtogalaus eftir að fyrrverandi borgarstjóra var sparkað eftir að svíkja gefin loforð í kosningabaráttunni vorið 2002. Eftir stendur að borgin er á slæmri braut og mikilvægt að ábyrgari stjórnvöld ráði þar málum.
Jón Sigurðsson: 1811-1879
Jón Sigurðsson forseti, lést 7. desember 1879 í Kaupmannahöfn, 68 ára að aldri. Hann fæddist 17. júní 1811 að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Tæplega 18 ára gamall fór Jón úr foreldrahúsum til Reykjavíkur, þar sem hann tók stúdentspróf með afburða lofi, en faðir hans hafði kennt honum þann skólalærdóm sem til þurfti. Í Reykjavík stundaði Jón verslunarstörf hjá föðurbróður sínum, Einari Jónssyni faktor, um hríð. Þar kynntist hann konuefni sínu, Ingibjörgu, dóttur Einars. Vorið 1830 gerist Jón skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi og var hann í vist hjá honum í þrjú ár. Þremur árum síðar sigldi Jón til Kaupmannahafnar og innritaðist til náms í málfræði og sögu við háskólann þar. Það orð fór af Jóni í Kaupmannahöfn að hann væri hirðumaður mikill og nákvæmur um fjármál. Snemma varð hann greiðvikinn og bóngóður. Frá 1833-1845 bjó Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn við nám og störf. Allan þann tíma kom hann ekki til Íslands. Þetta var viðbúnaðartími undir það sem fram skyldi koma. En unnusta hans, Ingibjörg Einarsdóttir, sat heima í festum. Vorið 1845 hélt Jón áleiðis til Íslands til að sitja endurreist Alþingi fyrir Ísafjarðarsýslu og vitja heimahaganna fyrir vestan. Um haustið voru þau Ingibjörg svo gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá var hann 34 ára en hún 41 árs. Hann var 10 sinnum kjörinn forseti þingsins, hefur enginn maður gegnt þeirri stöðu jafn lengi. Þátttaka hans á þjóðfundinum 1851 er vel þekkt. Fleyg urðu orð hans til danskra yfirvalda við tillögum þeirra - Vér mótmælum allir. Á þjóðfundinum tók Jón Sigurðsson endanlega forystu fyrir Íslendingum í baráttu þeirra fyrir auknum stjórnarfarslegum réttindum og hélt henni til æviloka.
Vefur dagsins
Vefsíða Björns Bjarnasonar kom til sögunnar, 18. janúar 1995. Hún hefur þróast í tímans rás og verið ánægjulegt að fylgjast með henni þann tíma. Björn var brautryðjandi í netskrifum stjórnmálamanna og hefur notað þennan vettvang af sama krafti og einkennir öll hans störf. Mæli með vef hans í dag.
Snjallyrði dagsins
Aldrei er það áhrifalaust á menn, sem fyrir augunum ber.
Jón Sigurðsson forseti (1811-1879)
Þingkosningar voru í Rússlandi í dag. Samstarfsflokkar Pútíns forseta virðast hafa unnið stórsigur í kosningunum ef marka má útgönguspár. Flokkurinn Sameinað Rússland sem Pútín lýsti yfir stuðningi við fær langmest fylgi. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir en ljóst er að flokkurinn fær um 40% atkvæða. Flokkur öfgaþjóðernissinnans Zhírínovskí sem einnig styður Pútín, fær um 12%, og nýr flokkur, Rodina eða "Föðurlandið" fær um 9%. Flokkurinn bauð fram undir þjóðernissinnaðri og vinstrisinnaðri stefnuskrá og því er haldið fram að flokkurinn hafi verið stofnaður að undirlagi Pútíns forseta, til þess að reita fylgi af kommúnistum. Ennfremur vakti athygli að tveir frjálslyndir flokkar, Samtök hægriaflanna og Jabloko, fá innan við 5% fylgi hvor, sem tryggir þeim ekki þingsæti á landsvísu. Kommúnistaflokkurinn fær næstmest fylgi en töpuðu stórt, fá um 13%, en fengu næstum fjórðung atkvæða í þingkosningunum 1999. Kosið er um 450 þingsæti, helminginn í listakosningum og helminginn í einmenningskjördæmum. Samkvæmt kosningaspám er líklegt að flokkur Pútíns fái alls 223 sæti í Dúmunni. Líklegt er að flokkarnir sem styðja forsetann fái yfir 300 þingsæti og aukinn meirihluta á þingi eða yfir 2/3 þingsæta. Með því getur forsetinn látið samþykkja breytingar á stjórnarskrá Rússlands, t.d. þess efnis að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil í embætti. Með því opnað möguleika á að Pútin geti setið lengur en til 2008. Forsetakosningar verða í Rússlandi í marsmánuði og er ljóst að staða forsetans er mjög sterk.
Í pistli vikunnar á vef sínum fer Björn yfir mörg athyglisverð mál liðinnar viku í stjórnmálum hérlendis. Hann fjallar um fjárlagaumræðu í borgarstjórn og ummæli borgarstjórans til varnar peningahítinni margfrægu Línu.net, málum á þingi t.d. öryrkjamáli og um framlengingu einkaleyfis HHÍ til reksturs happdrætta og um fréttaflutning hljóðvarps ríkisins. Orðrétt segir Björn: "Að Þórólfur Árnason borgstjóri taki að sér að verja þau mistök, sem gerð voru með Línu.neti er í raun með ólíkindum og sýnir, hve langt er tilbúinn að ganga til að þjóna R-listanum og sérstaklega Alfreð Þorsteinssyni úr Framsóknarflokknum í þessu tilviki, en eftir að Helgi Hjörvar flutti tillöguna um Línu.net í veitustjórn Reykjavíkurborgar á sínum tíma, hefur Alfreð verið í því hlutverki að halda lífi í fyrirtækinu í krafti fjármuna OR." og ennfremur: "Framganga öryrkja gagnvart Jóni Kristjánssyni og okkur þingmönnum, sem höfum staðið að baki honum við framkvæmd samkomulagsins, sem hann handsalaði við Garðar Sverrisson, formann Öryrkjabandalagsins, í mars síðastliðnum, vekur áhyggjur um það, hvernig unnt er að halda á málum af þessum toga á þann veg, að sæmileg sátt skapist. Þegar ákveðið er að auka útgjöld á fjárlögum til öryrkja um einn milljarð króna í ríkisstjórn, er unnið að því á öðrum vettvangi, að þessi fjárhæð verði 1500 milljónir króna og þeir síðan sakaðir um svik, sem fallast ekki á þá kröfu."
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um öryrkjamálið sem hefur verið áberandi í fréttum seinustu vikuna og umræðu tengda samningi heilbrigðisráðherra og Öryrkjabandalagsins í mars og viðbrögðum við lokaafgreiðslu málsins á þingi í vikunni, tjái skoðanir mínar og SUS á línuívilnun á dagróðrabáta sem brátt verður að veruleika og fer yfir málið allt frá því að samþykkt var ályktun þess efnis á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marsmánuði 2003. Að lokum fjalla ég um borgarmálin en eymdarsvipurinn í borg skuldanna undir stjórn leiðtogalauss R-lista er að verða sífellt greinilegri. Er greinilegt orðið að R-listinn hefur enga stjórn á skuldasöfnuninni og ráðleysinu sem grasserað hefur í skjóli þess að meirihlutinn er leiðtogalaus eftir að fyrrverandi borgarstjóra var sparkað eftir að svíkja gefin loforð í kosningabaráttunni vorið 2002. Eftir stendur að borgin er á slæmri braut og mikilvægt að ábyrgari stjórnvöld ráði þar málum.
Jón Sigurðsson: 1811-1879
Jón Sigurðsson forseti, lést 7. desember 1879 í Kaupmannahöfn, 68 ára að aldri. Hann fæddist 17. júní 1811 að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Tæplega 18 ára gamall fór Jón úr foreldrahúsum til Reykjavíkur, þar sem hann tók stúdentspróf með afburða lofi, en faðir hans hafði kennt honum þann skólalærdóm sem til þurfti. Í Reykjavík stundaði Jón verslunarstörf hjá föðurbróður sínum, Einari Jónssyni faktor, um hríð. Þar kynntist hann konuefni sínu, Ingibjörgu, dóttur Einars. Vorið 1830 gerist Jón skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi og var hann í vist hjá honum í þrjú ár. Þremur árum síðar sigldi Jón til Kaupmannahafnar og innritaðist til náms í málfræði og sögu við háskólann þar. Það orð fór af Jóni í Kaupmannahöfn að hann væri hirðumaður mikill og nákvæmur um fjármál. Snemma varð hann greiðvikinn og bóngóður. Frá 1833-1845 bjó Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn við nám og störf. Allan þann tíma kom hann ekki til Íslands. Þetta var viðbúnaðartími undir það sem fram skyldi koma. En unnusta hans, Ingibjörg Einarsdóttir, sat heima í festum. Vorið 1845 hélt Jón áleiðis til Íslands til að sitja endurreist Alþingi fyrir Ísafjarðarsýslu og vitja heimahaganna fyrir vestan. Um haustið voru þau Ingibjörg svo gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá var hann 34 ára en hún 41 árs. Hann var 10 sinnum kjörinn forseti þingsins, hefur enginn maður gegnt þeirri stöðu jafn lengi. Þátttaka hans á þjóðfundinum 1851 er vel þekkt. Fleyg urðu orð hans til danskra yfirvalda við tillögum þeirra - Vér mótmælum allir. Á þjóðfundinum tók Jón Sigurðsson endanlega forystu fyrir Íslendingum í baráttu þeirra fyrir auknum stjórnarfarslegum réttindum og hélt henni til æviloka.
Vefur dagsins
Vefsíða Björns Bjarnasonar kom til sögunnar, 18. janúar 1995. Hún hefur þróast í tímans rás og verið ánægjulegt að fylgjast með henni þann tíma. Björn var brautryðjandi í netskrifum stjórnmálamanna og hefur notað þennan vettvang af sama krafti og einkennir öll hans störf. Mæli með vef hans í dag.
Snjallyrði dagsins
Aldrei er það áhrifalaust á menn, sem fyrir augunum ber.
Jón Sigurðsson forseti (1811-1879)
<< Heim