Heitast í umræðunni
Samkvæmt skoðanakönnun eru þau George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður demókrata í New York og fyrrum forsetafrú, þær manneskjur sem flestir Bandaríkjamenn líta upp til og virða. Fram kemur að 29% segjast virða Bush mest en 16% Hillary Clinton. 7% nefndu þáttagerðarkonuna Opruh Winfrey, 6% Lauru Welch Bush forsetafrú og 4% þau Condoleezzu Rice þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar, Colin Powell utanríkisráðherra, og Jóhannes Pál páfa II. 3% aðspurðra nefndu Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er ljóst af þessari könnun að bæði Bush og Clinton standa sterk meðal landsmanna og hægt að lesa út úr þessu góða stöðu forsetans, nú þegar kosningaár er framundan. Kosið verður 2. nóvember nk. og bendir flest til þess nú að Bush og Howard Dean muni takast á þá. Forkosningar hefjast brátt og það mun sennilega ráðast mjög fljótt hver leiðir demókrata í kosningunum. 9 frambjóðendur sækjast þar eftir útnefningunni og þeim mun fækka hratt þegar líður á febrúarmánuð. Framundan er spennandi kosningabarátta í Bandaríkjunum.
Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, var kjörinn íþróttamaður ársins 2003 af Samtökum íþróttafréttamanna. Tilkynnt var um kjörið í kvöld. Þetta er í annað árið í röð sem Ólafur Stefánsson hlýtur þessi verðlaun. Hann hlaut 322 stig en 380 stig voru í pottinum. Í öðru sæti varð knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea, með 274 stig. Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir varð þriðja með 150 stig, Örn Arnarson sundkappi, hlaut 126 stig í fjórða sætinu og Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður, bróðir Ólafs, hlaut 105 atkvæði í fimmta sætið. Næst komu dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir, frjálsíþróttakappinn Jón Arnar Magnússon, knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson, kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir og frjálsíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir. Ólafur sýndi og sannaði endanlega á árinu 2003 að hann er fremsti handknattleiksmaður þjóðarinnar og er í heimsklassa í sinni íþrótt. Hann á þetta vel skilið.
Samkvæmt fréttum eru 25 núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn stofnfjáreigendur í SPRON. Borgarfulltrúar, ráðherrar og formenn flokka eru áberandi á listanum. Mikið hefur verið rætt um þessi mál seinustu daga vegna fyrirhugaðra kaupa KB banka á SPRON. Ef svo fer geta stofnfjáreigendur selt stofnfé sitt á fimm til sexföldu verði. Fréttastofa Sjónvarps komst í gær yfir listann og birti nöfn af honum í fréttum í gær. Samkvæmt honum virðast starfsmenn SPRON, ákveðnir viðskiptavinir og nokkrir stjórnmálamenn hafa átt kost á því að gerast stofnfjáreigendur. Meðal þeirra eru fyrrverandi borgarstjórar, fyrrum og núverandi ráðherrar og fólk úr flestum flokkum. Best væri að nafntogaðir stjórnmálamenn og fleiri eyddu peningnum sem kemur af ágóðanum með að setja það í líknarmál. Það færi best á því.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist pistill Mæju um ríkið og hjónaband. Kemur þar margt athyglisvert fram. Orðrétt segir hún: "Þegar athyglin beinist að réttindum minnihlutahópa snýst spurningin ekki um hvort ríkið eigi að leyfa þeim hitt eða þetta, heldur hvort það eigi yfir höfuð að skipta sér af slíkum málum. Hlutverk ríkisins er aðeins það að tryggja öryggi og réttindi fólks óháð kyni, kynhneigð o.s.frv. Árið 1996 samþykkti Alþingi lög um að staðfesta sambönd fólks af sama kyni. Staðfesting samvistar hefur, með vissum undantekningum, sömu réttaráhrif og stofnun hjúskapar. Í 4. grein laga nr. 87 frá árinu 1996 kemur fram að sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra framkvæma staðfestingu á samvist. Vilji sjálfstæð kirkja eins og Fríkirkjan eða prestur staðfesta samvist tveggja einstaklinga af sama kyni þá yrði það ekki virt að lögum eins og önnur hjónabönd. Það er ekki hlutverk ríkisins að kveða á um að eingöngu tiltekin sambúðarform séu jafngild hjónabandi. Fólki ætti að vera frjálst að staðfesta samband sitt með gildum samningi sín á milli, hvort sem slíkur samningur er staðfestur af fulltrúum hins opinbera eða ekki."
Dægurmálaspjallið
Ítarlegur áramótaþáttur Kastljóss var í gærkvöldi. Þar litu Kristján, Sigmar og Svanhildur yfir fréttir ársins og voru með vandaða umfjöllun um árið 2003 sem brátt er á enda. Komu margir góðir gestir til að ræða atburði ársins, þau Björn Ingi Hrafnsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Illugi Gunnarsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Ásta Möller, Steingrímur Ólafsson og Sigurður G. Guðjónsson. Mest var rætt um hatramma kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar og fjölmiðlun á árinu. Virkilega góður þáttur og lífleg skoðanaskipti sem þarna voru.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég á myndaannál fréttavefs Morgunblaðsins þar sem eru nokkrar ógleymanlegar svipmyndir ársins 2003.
Snjallyrði dagsins
Oft eru flögð undir fögru skinni.
Eyrbyggja saga
Samkvæmt skoðanakönnun eru þau George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður demókrata í New York og fyrrum forsetafrú, þær manneskjur sem flestir Bandaríkjamenn líta upp til og virða. Fram kemur að 29% segjast virða Bush mest en 16% Hillary Clinton. 7% nefndu þáttagerðarkonuna Opruh Winfrey, 6% Lauru Welch Bush forsetafrú og 4% þau Condoleezzu Rice þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar, Colin Powell utanríkisráðherra, og Jóhannes Pál páfa II. 3% aðspurðra nefndu Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er ljóst af þessari könnun að bæði Bush og Clinton standa sterk meðal landsmanna og hægt að lesa út úr þessu góða stöðu forsetans, nú þegar kosningaár er framundan. Kosið verður 2. nóvember nk. og bendir flest til þess nú að Bush og Howard Dean muni takast á þá. Forkosningar hefjast brátt og það mun sennilega ráðast mjög fljótt hver leiðir demókrata í kosningunum. 9 frambjóðendur sækjast þar eftir útnefningunni og þeim mun fækka hratt þegar líður á febrúarmánuð. Framundan er spennandi kosningabarátta í Bandaríkjunum.
Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, var kjörinn íþróttamaður ársins 2003 af Samtökum íþróttafréttamanna. Tilkynnt var um kjörið í kvöld. Þetta er í annað árið í röð sem Ólafur Stefánsson hlýtur þessi verðlaun. Hann hlaut 322 stig en 380 stig voru í pottinum. Í öðru sæti varð knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen hjá Chelsea, með 274 stig. Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir varð þriðja með 150 stig, Örn Arnarson sundkappi, hlaut 126 stig í fjórða sætinu og Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður, bróðir Ólafs, hlaut 105 atkvæði í fimmta sætið. Næst komu dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir, frjálsíþróttakappinn Jón Arnar Magnússon, knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson, kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir og frjálsíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir. Ólafur sýndi og sannaði endanlega á árinu 2003 að hann er fremsti handknattleiksmaður þjóðarinnar og er í heimsklassa í sinni íþrótt. Hann á þetta vel skilið.
Samkvæmt fréttum eru 25 núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn stofnfjáreigendur í SPRON. Borgarfulltrúar, ráðherrar og formenn flokka eru áberandi á listanum. Mikið hefur verið rætt um þessi mál seinustu daga vegna fyrirhugaðra kaupa KB banka á SPRON. Ef svo fer geta stofnfjáreigendur selt stofnfé sitt á fimm til sexföldu verði. Fréttastofa Sjónvarps komst í gær yfir listann og birti nöfn af honum í fréttum í gær. Samkvæmt honum virðast starfsmenn SPRON, ákveðnir viðskiptavinir og nokkrir stjórnmálamenn hafa átt kost á því að gerast stofnfjáreigendur. Meðal þeirra eru fyrrverandi borgarstjórar, fyrrum og núverandi ráðherrar og fólk úr flestum flokkum. Best væri að nafntogaðir stjórnmálamenn og fleiri eyddu peningnum sem kemur af ágóðanum með að setja það í líknarmál. Það færi best á því.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist pistill Mæju um ríkið og hjónaband. Kemur þar margt athyglisvert fram. Orðrétt segir hún: "Þegar athyglin beinist að réttindum minnihlutahópa snýst spurningin ekki um hvort ríkið eigi að leyfa þeim hitt eða þetta, heldur hvort það eigi yfir höfuð að skipta sér af slíkum málum. Hlutverk ríkisins er aðeins það að tryggja öryggi og réttindi fólks óháð kyni, kynhneigð o.s.frv. Árið 1996 samþykkti Alþingi lög um að staðfesta sambönd fólks af sama kyni. Staðfesting samvistar hefur, með vissum undantekningum, sömu réttaráhrif og stofnun hjúskapar. Í 4. grein laga nr. 87 frá árinu 1996 kemur fram að sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra framkvæma staðfestingu á samvist. Vilji sjálfstæð kirkja eins og Fríkirkjan eða prestur staðfesta samvist tveggja einstaklinga af sama kyni þá yrði það ekki virt að lögum eins og önnur hjónabönd. Það er ekki hlutverk ríkisins að kveða á um að eingöngu tiltekin sambúðarform séu jafngild hjónabandi. Fólki ætti að vera frjálst að staðfesta samband sitt með gildum samningi sín á milli, hvort sem slíkur samningur er staðfestur af fulltrúum hins opinbera eða ekki."
Dægurmálaspjallið
Ítarlegur áramótaþáttur Kastljóss var í gærkvöldi. Þar litu Kristján, Sigmar og Svanhildur yfir fréttir ársins og voru með vandaða umfjöllun um árið 2003 sem brátt er á enda. Komu margir góðir gestir til að ræða atburði ársins, þau Björn Ingi Hrafnsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Illugi Gunnarsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Ásta Möller, Steingrímur Ólafsson og Sigurður G. Guðjónsson. Mest var rætt um hatramma kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar og fjölmiðlun á árinu. Virkilega góður þáttur og lífleg skoðanaskipti sem þarna voru.
Vefur dagsins
Í dag bendi ég á myndaannál fréttavefs Morgunblaðsins þar sem eru nokkrar ógleymanlegar svipmyndir ársins 2003.
Snjallyrði dagsins
Oft eru flögð undir fögru skinni.
Eyrbyggja saga
<< Heim