Heitast í umræðunni
Kaflaskipti urðu í leitinni að gereyðingarvopnum í Írak í dag þegar tilkynnt var að fundist hefðu efnavopn. Það voru Jónas Þorvaldsson og Adrian King sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar á vegum Íslensku friðargæslunnar í Írak, sem fundu sprengjukúlur skammt frá Basra sem innihalda eitrað sinnepsgas. Þetta eru fyrstu gjöreyðingarvopnin sem finnast í Írak frá falli Baath stjórnarinnar fyrir tæpu ári. Íslensku sprengjusérfræðingarnir fundu 36 120 mm kúlur í sprengjuvörpur grafnar í jörðu. Kúlurnar höfðu verið faldar í uppbyggingu við veg. Breskir sérfræðingar vinna nú að mun nánari efna- og aldursgreiningu sprengjukúlanna. Talið er að þær hafi legið grafnar í jörð í tæp 10 ár. Sprengjusérfræðingarnir fundu kúlurnar þegar þeir voru kallaðir á vettvang skammt frá Basra við ána Tígris til að gera óvirkar sprengjur sem þar voru sjáanlegar. Við frekari rannsókn fundust þessar sprengjukúlur og niðurstaðan um hvers eðlis þær væru liggja fyrir með fyrrgreindri niðurstöðu. Gjöreyðingarvopn: kjarnavopn, sýkla- og efnavopn Íraka var meginástæða sem gefin var fyrir innrás í Írak í mars 2003. Þau hafa ekki fundist fyrr en nú að tilvist þeirra er sönnuð af Íslendingum í Írak. Það hefur aldrei leikið vafi á að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum og ágætt að fá endanlega staðfestingu þess, líklegt er að brátt finnist mun fleiri slík vopn. Í viðtali við fjölmiðla í dag hefur Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, hrósað sprengjusérfræðingunum og minnt á afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins frá upphafi. Mikilvægt er að þessi staðreynd blasir endanlega við með svo áberandi hætti.
Framundan eru þingkosningar bæði á Spáni og Grikklandi á næstu mánuðum. Pólitískir leiðtogar og forsætisráðherrar beggja landanna munu ekki sækjast eftir endurkjöri í þeim kosningum og munu nýjir menn leiða þjóðirnar því á komandi árum óháð úrslitum þeirra. Jose Maria Aznar sem verið hefur leiðtogi hægrimanna í spænska lýðflokknum í 13 ár og forsætisráðherra landsins í 8 ár, hefur ákveðið að láta af embætti eftir þingkosningarnar sem eiga að verða 14. mars. Hefur Mariano Rajoy verið valinn forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum og mun að öllum líkindum taka bráðlega við sem leiðtogi hans. Baráttan mun í kosningunum standa milli Lýðflokksins og Sósíalistaflokksins en leiðtogi hans er Jose Luis Rodriguez Zapatero. Spænskir vinstrimenn hafa verið valdalausir frá því Felipe Gonzales missti völdin 1996. Í Grikklandi hefur Costas Simitis tilkynnt að hann hætti sem leiðtogi Pasok vinstriflokksins. Hefur Pasok leitt stjórn landsins frá 1981 að undanskildu tímabilinu 1989-1993. Simitis hefur verið forsætisráðherra landsins og leiðtogi flokksins frá andláti Andreas Papendreou stofnanda Pasok, árið 1996. Samhliða ákvörðun sinni að hætta í stjórnmálum rauf Simitis þing og boðaði til kosninga í mars. Líklegast er talið að George Papandreou utanríkisráðherra og sonur stofnanda flokksins, taki við stjórn hans og leiði vinstrimenn í kosningunum. Er hann skv. skoðanakönnunum vinsælasti stjórnmálamaður landsins en flokkurinn hefur dalað í könnunum að undanförnu.
Idol - stjörnuleit
Gaman var sem fyrr að horfa á Idol - stjörnuleit í gærkvöldi. Um var að ræða fimmta þátt úrslitanna í Smáralind. 4 þátttakendur voru eftir, en síðast var Tinna Marína send heim eftir kosningu. Lög kvöldsins voru valin af dómurum þáttarins. Gestadómari kvöldsins var hin geysivinsæla söngkona Birgitta Haukdal, sem hefur á seinustu árum heillað þjóðina með framkomu sinni og var fulltrúi okkar í Eurovision keppninni í fyrra. Tóku keppendurnir 4 ódauðleg lög. Ardís var með The Long and Winding Road, Karl með I still haven't found what I'm looking for, Anna Katrín með Don't Speak og Jón með Sorry Seems to be the Hardest Word. Allt flott lög. Strákarnir stóðu sig mjög vel, stelpurnar voru ekki eins góðar og venjulega. Anna og Ardís höfðu báðar átt betri daga. Anna hefur átt við veikindi að stríða og hefur ekki endanlega yfirstígið þau, því miður. Strákarnir glönsuðu í gegn. Kalli stóð algjörlega uppúr þetta kvöldið eins og síðast, fór hreinlega á kostum með flott U2 lag. Stelpurnar urðu neðstar í kosningunni. Kom það í hlut Ardísar Ólafar að halda heim. Fannst mér það rétt val hjá þjóðinni, þó erfitt væri að velja þann sem færi heim. Fjórða sætið í þessari keppni er ekki slæmur árangur, enda verða öll þessi fjögur stórstjörnur óháð endanlegri röð. Ardís mun toppa síðar og það eftirminnilega. Hægt er að líta á frammistöður þeirra og dæma af því. Framundan er úrslitakvöldið næsta föstudag, þrjú eru eftir og keppa um hver verði fyrsta Idol stjarna Íslendinga og fái plötusamning hjá Skífunni.
Kvikmyndir
Eftir Idolið horfði ég á hina mögnuðu úrvalsmynd Oliver Stone, Born on the Fourth of July. Sérlega áhrifamikil og meistaralega leikin kvikmynd um ævi hermannsins Ron Kovics sem fór fullur af föðurlandsást og hetjudýrkun í Víetnamsstríðið en kom þaðan lamaður fyrir neðan mitti, bundinn við hjólastól. Brátt tóku hugmyndir hans um tilgang stríðsins að breytast, honum fannst hann hafa verið blekktur til þess að taka upp rangan málstað og fer að berjast með mótmælendum stríðsins en í bakgrunni eru þjóðfélagsbreytingar hippatímans. Eftirminnileg og kraftmikil ádeila og uppgjör Ron Kovics við Víetnamtímabilið og kannski ekki síst virðingarvottur við það fólk sem slapp lifandi úr stríðinu. Oliver Stone fékk óskarsverðlaunin fyrir magnaða og einkar djarfa leikstjórn sína, enda óvæginn og hispurslaus sem fyrr í túlkun sinni á Víetnamsstríðinu, enda var hann þar og horfði upp á nána vini sína deyja hvern af öðrum. Tom Cruise vann leiksigur í hlutverki Ron Kovic, hermannsins sem barðist gegn hinu eilífa óréttlæti stríðsmennskunnar, hann hefur aldrei leikið betur en í þessari kvikmynd, hann er alveg hreint frábær í persónusköpun sinni. Ekki má heldur gleyma Kyru Sedgwick, Willem Dafoe og Tom Berenger. Stórfengleg kvikmynd um mannraunir á ófriðartímum sem er ávallt viðeigandi. Mjög góð mynd.
Vefur dagsins
Bendi í dag á bloggið hennar Óskar, vinkonu minnar. Hún er alltaf jafnhress og dugleg við að tjá skoðanir sínar.
Snjallyrði dagsins
Dauðarefsing myndi virka mun betur ef henni væri beitt áður en að glæpurinn er framinn.
Woody Allen leikari og leikstjóri
Kaflaskipti urðu í leitinni að gereyðingarvopnum í Írak í dag þegar tilkynnt var að fundist hefðu efnavopn. Það voru Jónas Þorvaldsson og Adrian King sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar á vegum Íslensku friðargæslunnar í Írak, sem fundu sprengjukúlur skammt frá Basra sem innihalda eitrað sinnepsgas. Þetta eru fyrstu gjöreyðingarvopnin sem finnast í Írak frá falli Baath stjórnarinnar fyrir tæpu ári. Íslensku sprengjusérfræðingarnir fundu 36 120 mm kúlur í sprengjuvörpur grafnar í jörðu. Kúlurnar höfðu verið faldar í uppbyggingu við veg. Breskir sérfræðingar vinna nú að mun nánari efna- og aldursgreiningu sprengjukúlanna. Talið er að þær hafi legið grafnar í jörð í tæp 10 ár. Sprengjusérfræðingarnir fundu kúlurnar þegar þeir voru kallaðir á vettvang skammt frá Basra við ána Tígris til að gera óvirkar sprengjur sem þar voru sjáanlegar. Við frekari rannsókn fundust þessar sprengjukúlur og niðurstaðan um hvers eðlis þær væru liggja fyrir með fyrrgreindri niðurstöðu. Gjöreyðingarvopn: kjarnavopn, sýkla- og efnavopn Íraka var meginástæða sem gefin var fyrir innrás í Írak í mars 2003. Þau hafa ekki fundist fyrr en nú að tilvist þeirra er sönnuð af Íslendingum í Írak. Það hefur aldrei leikið vafi á að Írakar réðu yfir gereyðingarvopnum og ágætt að fá endanlega staðfestingu þess, líklegt er að brátt finnist mun fleiri slík vopn. Í viðtali við fjölmiðla í dag hefur Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, hrósað sprengjusérfræðingunum og minnt á afstöðu ríkisstjórnarinnar til málsins frá upphafi. Mikilvægt er að þessi staðreynd blasir endanlega við með svo áberandi hætti.
Framundan eru þingkosningar bæði á Spáni og Grikklandi á næstu mánuðum. Pólitískir leiðtogar og forsætisráðherrar beggja landanna munu ekki sækjast eftir endurkjöri í þeim kosningum og munu nýjir menn leiða þjóðirnar því á komandi árum óháð úrslitum þeirra. Jose Maria Aznar sem verið hefur leiðtogi hægrimanna í spænska lýðflokknum í 13 ár og forsætisráðherra landsins í 8 ár, hefur ákveðið að láta af embætti eftir þingkosningarnar sem eiga að verða 14. mars. Hefur Mariano Rajoy verið valinn forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum og mun að öllum líkindum taka bráðlega við sem leiðtogi hans. Baráttan mun í kosningunum standa milli Lýðflokksins og Sósíalistaflokksins en leiðtogi hans er Jose Luis Rodriguez Zapatero. Spænskir vinstrimenn hafa verið valdalausir frá því Felipe Gonzales missti völdin 1996. Í Grikklandi hefur Costas Simitis tilkynnt að hann hætti sem leiðtogi Pasok vinstriflokksins. Hefur Pasok leitt stjórn landsins frá 1981 að undanskildu tímabilinu 1989-1993. Simitis hefur verið forsætisráðherra landsins og leiðtogi flokksins frá andláti Andreas Papendreou stofnanda Pasok, árið 1996. Samhliða ákvörðun sinni að hætta í stjórnmálum rauf Simitis þing og boðaði til kosninga í mars. Líklegast er talið að George Papandreou utanríkisráðherra og sonur stofnanda flokksins, taki við stjórn hans og leiði vinstrimenn í kosningunum. Er hann skv. skoðanakönnunum vinsælasti stjórnmálamaður landsins en flokkurinn hefur dalað í könnunum að undanförnu.
Idol - stjörnuleit
Gaman var sem fyrr að horfa á Idol - stjörnuleit í gærkvöldi. Um var að ræða fimmta þátt úrslitanna í Smáralind. 4 þátttakendur voru eftir, en síðast var Tinna Marína send heim eftir kosningu. Lög kvöldsins voru valin af dómurum þáttarins. Gestadómari kvöldsins var hin geysivinsæla söngkona Birgitta Haukdal, sem hefur á seinustu árum heillað þjóðina með framkomu sinni og var fulltrúi okkar í Eurovision keppninni í fyrra. Tóku keppendurnir 4 ódauðleg lög. Ardís var með The Long and Winding Road, Karl með I still haven't found what I'm looking for, Anna Katrín með Don't Speak og Jón með Sorry Seems to be the Hardest Word. Allt flott lög. Strákarnir stóðu sig mjög vel, stelpurnar voru ekki eins góðar og venjulega. Anna og Ardís höfðu báðar átt betri daga. Anna hefur átt við veikindi að stríða og hefur ekki endanlega yfirstígið þau, því miður. Strákarnir glönsuðu í gegn. Kalli stóð algjörlega uppúr þetta kvöldið eins og síðast, fór hreinlega á kostum með flott U2 lag. Stelpurnar urðu neðstar í kosningunni. Kom það í hlut Ardísar Ólafar að halda heim. Fannst mér það rétt val hjá þjóðinni, þó erfitt væri að velja þann sem færi heim. Fjórða sætið í þessari keppni er ekki slæmur árangur, enda verða öll þessi fjögur stórstjörnur óháð endanlegri röð. Ardís mun toppa síðar og það eftirminnilega. Hægt er að líta á frammistöður þeirra og dæma af því. Framundan er úrslitakvöldið næsta föstudag, þrjú eru eftir og keppa um hver verði fyrsta Idol stjarna Íslendinga og fái plötusamning hjá Skífunni.
Kvikmyndir
Eftir Idolið horfði ég á hina mögnuðu úrvalsmynd Oliver Stone, Born on the Fourth of July. Sérlega áhrifamikil og meistaralega leikin kvikmynd um ævi hermannsins Ron Kovics sem fór fullur af föðurlandsást og hetjudýrkun í Víetnamsstríðið en kom þaðan lamaður fyrir neðan mitti, bundinn við hjólastól. Brátt tóku hugmyndir hans um tilgang stríðsins að breytast, honum fannst hann hafa verið blekktur til þess að taka upp rangan málstað og fer að berjast með mótmælendum stríðsins en í bakgrunni eru þjóðfélagsbreytingar hippatímans. Eftirminnileg og kraftmikil ádeila og uppgjör Ron Kovics við Víetnamtímabilið og kannski ekki síst virðingarvottur við það fólk sem slapp lifandi úr stríðinu. Oliver Stone fékk óskarsverðlaunin fyrir magnaða og einkar djarfa leikstjórn sína, enda óvæginn og hispurslaus sem fyrr í túlkun sinni á Víetnamsstríðinu, enda var hann þar og horfði upp á nána vini sína deyja hvern af öðrum. Tom Cruise vann leiksigur í hlutverki Ron Kovic, hermannsins sem barðist gegn hinu eilífa óréttlæti stríðsmennskunnar, hann hefur aldrei leikið betur en í þessari kvikmynd, hann er alveg hreint frábær í persónusköpun sinni. Ekki má heldur gleyma Kyru Sedgwick, Willem Dafoe og Tom Berenger. Stórfengleg kvikmynd um mannraunir á ófriðartímum sem er ávallt viðeigandi. Mjög góð mynd.
Vefur dagsins
Bendi í dag á bloggið hennar Óskar, vinkonu minnar. Hún er alltaf jafnhress og dugleg við að tjá skoðanir sínar.
Snjallyrði dagsins
Dauðarefsing myndi virka mun betur ef henni væri beitt áður en að glæpurinn er framinn.
Woody Allen leikari og leikstjóri
<< Heim