Heitast í umræðunni
Aðalmálið í fjölmiðlum hérlendis seinustu vikuna hefur verið líkfundurinn í Neskaupstað. Miðvikudaginn 11. febrúar fannst í höfninni í Neskaupstað lík af karlmanni. Seinustu daga hefur verið mikill fréttaflutningur í öllum fjölmiðlum um þetta mál. Lengi vel var ekki vitað hver maðurinn væri eða hver hefði komið honum fyrir þar. Lengi vel var talið að um morð hefði verið að ræða. Síðdegis í gær var blaðamannafundur hjá Ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir helstu þætti málsins sem þá lágu fyrir. Þar var upplýst að líkið væri af 27 ára gömlum manni frá Litháen. Lá það fyrir eftir fingrafararannsókn. Lá ennfremur fyrir að maðurinn hefði komið til landsins með flugi 2. febrúar. Samhliða var birt teiknuð mynd af líki mannsins. Af hálfu lögreglunnar sátu fundinn Inger Linda Jónsdóttir sýslumaður á Eskifirði, Arnar Jensson frá Ríkislögreglustjóra og Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fram kom að milli 50 og 60 plasthylki hefðu fundist í líkinu með rúmlega 400 grömmum af amfetamíni. Ekki hefur verið staðfest að maðurinn hafi látist af völdum fíkniefnanna en ljóst er að a.m.k. eitt hylkjanna hafði sprungið í maga mannsins. Maðurinn gekk undir fleiri en einu nafni og var á skrá Interpol og þannig hægt að rekja uppruna hans.
Blaðamannafundurinn var mjög fróðlegur og gagnlegur og margt kom þar fram athyglisvert um þetta mál. Mikið hefur verið deilt á lögregluna seinustu daga vegna þess að hún hafi ekki veitt nógu miklar upplýsingar um rannsóknina og helstu atriði hennar. Svaraði Inger þeim spurningum vel á blaðamannafundinum. Undarlegt finnst mér að veitast að sýslumanninum vegna þess að fjölmiðlar fái ekki upplýsingar. Eins og hún benti á er hennar hlutverk að leysa málið og koma því frá en ekki standa í öðru. Það hefur algjöran forgang. Fram kom hjá henni að embættið sé fáliðað og illa í stakk búið til að taka við fleiri tugum eða hundruðum símtala dag hvern, það sé ekki mannafli til þess. Með þessum blaðamannafundi var öllum upplýsingum komið til skila sem máli skiptu og liggur málið að mestu nú ljóst fyrir. Erfitt er að saka Inger um óvönduð vinnubrögð, enda þekkja þeir sem kannast við hana betur en aðrir hvernig hún starfar ætíð af fagmennsku. Hún er þekkt fyrir vönduð vinnubrögð, hef ég þekkt hana lengi enda eru mamma og hún vinkonur, og ég og eiginmaður hennar, Davíð Baldursson sóknarprestur á Eskifirði, erum systrasynir. Öll hennar vinnubrögð einkennast og hafa alla tíð gert af mikilli fagmennsku.
Howard Dean fyrrum ríkisstjóri í Vermont, tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur baráttu fyrir því að verða útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, fyrir komandi forsetakosningar. Dean fór mikinn í upphafi baráttunnar á síðasta ári, og varð fyrstur til að tilkynna framboð í maí 2002. Hann naut mikils fylgis í skoðanakönnunum en tókst ekki að vinna neinar forkosningar demókrata, í vikunni endaði hann þriðji í Wisconsin á eftir John Kerry og John Edwards. Dean, sem starfaði sem heimilislæknir áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum, sagðist þó ætla að stofna nýja hreyfingu og halda áfram að koma stefnumálum sínum á framfæri innan Demókrataflokksins. Ekki er ólíklegt talið að hann reyni aftur 2008 ef flokkurinn vinnur ekki kosningarnar. Nú eru aðeins Kerry og Edwards eftir í raunverulegri baráttu um útnefninguna. Auk þeirra eru þó Dennis Kucinich og Al Sharpton í framboði.
Svona er frelsið í dag
Í pistli dagsins á frelsinu fjallar Bjarki um ályktun SUS-þings 2003 um fækkun ráðuneyta, og fléttar það saman við breytingu sem gerð var á Stjórnarráðinu, á ríkisráðsfundi 1. febrúar sl. Orðrétt segir Bjarki: "Það eru flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi sammála um að einhverjar breytingar megi gera á verkaskiptingu ráðuneytanna en ólíklegt verður að þykja að pólitísk samstaða náist um slíkar breytingar innan stjórnarflokkanna á miðju kjörtímabili. Fyrir stuttu deildu Guðni Ágústsson og Össur Skarphéðinsson á þingi um landbúnaðarráðuneytið og voru viðbrögð Guðna nokkuð ofsafull þegar Össur lagði til að það yrði lagt niður og verkefni þess flutt til annarra ráðuneyta. Það er hætt við að viðbrögð fleiri ráðherra yrðu á sömu lund, enda felst mikil kjaraskerðing í því að missa ráðherraembætti og setjast aftur í óbreytt þingmannssæti. Núverandi skipan mála er hinsvegar úrelt og ætti nú þegar að hefjast handa við að finna leiðir til hagræðingar í rekstri ráðuneytanna, með það að markmiði að gera stjórnsýsluna einfaldari, hagkvæmari og fljótvirkari. Ljóst er að innan ríkiskerfisins eru margar stofnanir að gera sömu hluti, en á forræði mismunandi ráðuneyta. Slíkt leiðir til sóunar á fjármunum og mannauði, og verður að stöðva til hagsbótar fyrir íslenskt samfélag." Að auki er fjallað um ráðstefnu Heimdallar um frjálshyggju sem verður í kvöld.
2 ára afmæli heimasíðunnar
Í dag, 19. febrúar 2004, eru tvö ár liðin frá því að ég opnaði heimasíðu á Netinu. Ég ákvað eftir mikla umhugsun að réttast væri að ég setti pistlana mína saman á einn stað, það væri athyglisvert að geyma þá alla á sama staðnum. Ég hef alla tíð haft mjög mikinn áhuga á stjórnmálum og pólitískri umræðu og fannst þá tilvalið að ég kæmi fram með mínar skoðanir og gerði það á minn hátt. Ég hef frá upphafi engan leynt að ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og er málsvari hugsjóna þeirra sem flokkurinn hefur kennt sig við og er dyggur stuðningsmaður flokksins og forystumanna hans. Þegar ég tók þá ákvörðun að setja upp mína eigin síðu renndi ég eiginlega blint í sjóinn með það, ég vissi ekki hvaða viðtökur ég myndi fá og hvort fólk myndi yfir höfuð hafa áhuga á síðunni sem slíkri. Með teljara hefur verið hægt að fylgjast með gestakomum á vefina. Ég hef fengið marga tölvupósta þar sem fólk tjáir sig um síðuna og um sínar skoðanir, ég er ánægður með þessi viðbrögð, og þakka kærlega fyrir þau. Mín þátttaka í netskrifum er bara rétt að byrja.
Kvikmyndir
Eftir að hafa horft á fréttir á Aksjón venju samkvæmt, var samkvæmt enn annarri venju horft á góða kvikmynd. Litum á hina mögnuðu mynd Spielbergs, Catch Me If You Can. Frábær mynd þar sem sögð er ótrúleg saga eins snjallasta svikahrapps sögunnar, Frank Abagnale Jr. Hann ólst upp við gott uppeldi foreldra sinna, Paulu og Franks. Við skilnað foreldra sinna tók hann að blekkja alla í kringum sig. Hann strauk að heiman og tókst með eintómum blekkingum að verða t.d. læknir og flugmaður, þrátt fyrir að hafa aldrei farið í nokkurt nám. Hann giftist meira að segja Brendu, dóttur saksókara, en Frank varð t.d. aðstoðarmaður hans. Í gegnum þetta allt er hann hundeltur um landið af alríkislögreglumanninum Carl Hanratty. Spennandi eltingaleikur lögreglumannsins á eftir hinum útsmogna Abagnale, tekur á sig margar myndir. Létt og skemmtileg kvikmynd frá Spielberg sem gerir hér mynd sem er gjörólík því sem hann hefur verið að fást við seinustu árin. Úr verður áhugaverð mynd sem allir ættu að hafa gaman af. Leonardo DiCaprio og Tom Hanks eru flottir í aðalhlutverkunum. Senuþjófurinn er þó óskarsverðlaunaleikarinn Christopher Walken sem á sannkallaðan stórleik í hlutverki Franks eldri og hlaut verðskuldaða óskarsverðlaunatilnefningu sem besti aukaleikarinn fyrir vikið. Góð afþreying.
Dagurinn í dag
* 1960 Tillögur viðreisnarstjórnarinnar samþykktar - fólust í gengislækkun og afnámi haftanna
* 1976 Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Breta vegna þorskastríðsins
* 1992 Kvikmyndin Börn náttúrunnar tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin
* 1997 Deng Xiaoping deyr í Peking - einn valdamesti leiðtogi vægðarlausrar einræðisstjórnar
* 2000 Knattspyrnuhöllin í Reykjanesbæ vígð formlega - bylting fyrir íslenska knattspyrnu
Snjallyrði dagsins
You'd think the rain would've cooled things down. All it did was make the heat wet.
Stella í Rear Window
Aðalmálið í fjölmiðlum hérlendis seinustu vikuna hefur verið líkfundurinn í Neskaupstað. Miðvikudaginn 11. febrúar fannst í höfninni í Neskaupstað lík af karlmanni. Seinustu daga hefur verið mikill fréttaflutningur í öllum fjölmiðlum um þetta mál. Lengi vel var ekki vitað hver maðurinn væri eða hver hefði komið honum fyrir þar. Lengi vel var talið að um morð hefði verið að ræða. Síðdegis í gær var blaðamannafundur hjá Ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir helstu þætti málsins sem þá lágu fyrir. Þar var upplýst að líkið væri af 27 ára gömlum manni frá Litháen. Lá það fyrir eftir fingrafararannsókn. Lá ennfremur fyrir að maðurinn hefði komið til landsins með flugi 2. febrúar. Samhliða var birt teiknuð mynd af líki mannsins. Af hálfu lögreglunnar sátu fundinn Inger Linda Jónsdóttir sýslumaður á Eskifirði, Arnar Jensson frá Ríkislögreglustjóra og Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fram kom að milli 50 og 60 plasthylki hefðu fundist í líkinu með rúmlega 400 grömmum af amfetamíni. Ekki hefur verið staðfest að maðurinn hafi látist af völdum fíkniefnanna en ljóst er að a.m.k. eitt hylkjanna hafði sprungið í maga mannsins. Maðurinn gekk undir fleiri en einu nafni og var á skrá Interpol og þannig hægt að rekja uppruna hans.
Blaðamannafundurinn var mjög fróðlegur og gagnlegur og margt kom þar fram athyglisvert um þetta mál. Mikið hefur verið deilt á lögregluna seinustu daga vegna þess að hún hafi ekki veitt nógu miklar upplýsingar um rannsóknina og helstu atriði hennar. Svaraði Inger þeim spurningum vel á blaðamannafundinum. Undarlegt finnst mér að veitast að sýslumanninum vegna þess að fjölmiðlar fái ekki upplýsingar. Eins og hún benti á er hennar hlutverk að leysa málið og koma því frá en ekki standa í öðru. Það hefur algjöran forgang. Fram kom hjá henni að embættið sé fáliðað og illa í stakk búið til að taka við fleiri tugum eða hundruðum símtala dag hvern, það sé ekki mannafli til þess. Með þessum blaðamannafundi var öllum upplýsingum komið til skila sem máli skiptu og liggur málið að mestu nú ljóst fyrir. Erfitt er að saka Inger um óvönduð vinnubrögð, enda þekkja þeir sem kannast við hana betur en aðrir hvernig hún starfar ætíð af fagmennsku. Hún er þekkt fyrir vönduð vinnubrögð, hef ég þekkt hana lengi enda eru mamma og hún vinkonur, og ég og eiginmaður hennar, Davíð Baldursson sóknarprestur á Eskifirði, erum systrasynir. Öll hennar vinnubrögð einkennast og hafa alla tíð gert af mikilli fagmennsku.
Howard Dean fyrrum ríkisstjóri í Vermont, tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur baráttu fyrir því að verða útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, fyrir komandi forsetakosningar. Dean fór mikinn í upphafi baráttunnar á síðasta ári, og varð fyrstur til að tilkynna framboð í maí 2002. Hann naut mikils fylgis í skoðanakönnunum en tókst ekki að vinna neinar forkosningar demókrata, í vikunni endaði hann þriðji í Wisconsin á eftir John Kerry og John Edwards. Dean, sem starfaði sem heimilislæknir áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum, sagðist þó ætla að stofna nýja hreyfingu og halda áfram að koma stefnumálum sínum á framfæri innan Demókrataflokksins. Ekki er ólíklegt talið að hann reyni aftur 2008 ef flokkurinn vinnur ekki kosningarnar. Nú eru aðeins Kerry og Edwards eftir í raunverulegri baráttu um útnefninguna. Auk þeirra eru þó Dennis Kucinich og Al Sharpton í framboði.
Svona er frelsið í dag
Í pistli dagsins á frelsinu fjallar Bjarki um ályktun SUS-þings 2003 um fækkun ráðuneyta, og fléttar það saman við breytingu sem gerð var á Stjórnarráðinu, á ríkisráðsfundi 1. febrúar sl. Orðrétt segir Bjarki: "Það eru flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi sammála um að einhverjar breytingar megi gera á verkaskiptingu ráðuneytanna en ólíklegt verður að þykja að pólitísk samstaða náist um slíkar breytingar innan stjórnarflokkanna á miðju kjörtímabili. Fyrir stuttu deildu Guðni Ágústsson og Össur Skarphéðinsson á þingi um landbúnaðarráðuneytið og voru viðbrögð Guðna nokkuð ofsafull þegar Össur lagði til að það yrði lagt niður og verkefni þess flutt til annarra ráðuneyta. Það er hætt við að viðbrögð fleiri ráðherra yrðu á sömu lund, enda felst mikil kjaraskerðing í því að missa ráðherraembætti og setjast aftur í óbreytt þingmannssæti. Núverandi skipan mála er hinsvegar úrelt og ætti nú þegar að hefjast handa við að finna leiðir til hagræðingar í rekstri ráðuneytanna, með það að markmiði að gera stjórnsýsluna einfaldari, hagkvæmari og fljótvirkari. Ljóst er að innan ríkiskerfisins eru margar stofnanir að gera sömu hluti, en á forræði mismunandi ráðuneyta. Slíkt leiðir til sóunar á fjármunum og mannauði, og verður að stöðva til hagsbótar fyrir íslenskt samfélag." Að auki er fjallað um ráðstefnu Heimdallar um frjálshyggju sem verður í kvöld.
2 ára afmæli heimasíðunnar
Í dag, 19. febrúar 2004, eru tvö ár liðin frá því að ég opnaði heimasíðu á Netinu. Ég ákvað eftir mikla umhugsun að réttast væri að ég setti pistlana mína saman á einn stað, það væri athyglisvert að geyma þá alla á sama staðnum. Ég hef alla tíð haft mjög mikinn áhuga á stjórnmálum og pólitískri umræðu og fannst þá tilvalið að ég kæmi fram með mínar skoðanir og gerði það á minn hátt. Ég hef frá upphafi engan leynt að ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og er málsvari hugsjóna þeirra sem flokkurinn hefur kennt sig við og er dyggur stuðningsmaður flokksins og forystumanna hans. Þegar ég tók þá ákvörðun að setja upp mína eigin síðu renndi ég eiginlega blint í sjóinn með það, ég vissi ekki hvaða viðtökur ég myndi fá og hvort fólk myndi yfir höfuð hafa áhuga á síðunni sem slíkri. Með teljara hefur verið hægt að fylgjast með gestakomum á vefina. Ég hef fengið marga tölvupósta þar sem fólk tjáir sig um síðuna og um sínar skoðanir, ég er ánægður með þessi viðbrögð, og þakka kærlega fyrir þau. Mín þátttaka í netskrifum er bara rétt að byrja.
Kvikmyndir
Eftir að hafa horft á fréttir á Aksjón venju samkvæmt, var samkvæmt enn annarri venju horft á góða kvikmynd. Litum á hina mögnuðu mynd Spielbergs, Catch Me If You Can. Frábær mynd þar sem sögð er ótrúleg saga eins snjallasta svikahrapps sögunnar, Frank Abagnale Jr. Hann ólst upp við gott uppeldi foreldra sinna, Paulu og Franks. Við skilnað foreldra sinna tók hann að blekkja alla í kringum sig. Hann strauk að heiman og tókst með eintómum blekkingum að verða t.d. læknir og flugmaður, þrátt fyrir að hafa aldrei farið í nokkurt nám. Hann giftist meira að segja Brendu, dóttur saksókara, en Frank varð t.d. aðstoðarmaður hans. Í gegnum þetta allt er hann hundeltur um landið af alríkislögreglumanninum Carl Hanratty. Spennandi eltingaleikur lögreglumannsins á eftir hinum útsmogna Abagnale, tekur á sig margar myndir. Létt og skemmtileg kvikmynd frá Spielberg sem gerir hér mynd sem er gjörólík því sem hann hefur verið að fást við seinustu árin. Úr verður áhugaverð mynd sem allir ættu að hafa gaman af. Leonardo DiCaprio og Tom Hanks eru flottir í aðalhlutverkunum. Senuþjófurinn er þó óskarsverðlaunaleikarinn Christopher Walken sem á sannkallaðan stórleik í hlutverki Franks eldri og hlaut verðskuldaða óskarsverðlaunatilnefningu sem besti aukaleikarinn fyrir vikið. Góð afþreying.
Dagurinn í dag
* 1960 Tillögur viðreisnarstjórnarinnar samþykktar - fólust í gengislækkun og afnámi haftanna
* 1976 Íslendingar slitu stjórnmálasambandi við Breta vegna þorskastríðsins
* 1992 Kvikmyndin Börn náttúrunnar tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin
* 1997 Deng Xiaoping deyr í Peking - einn valdamesti leiðtogi vægðarlausrar einræðisstjórnar
* 2000 Knattspyrnuhöllin í Reykjanesbæ vígð formlega - bylting fyrir íslenska knattspyrnu
Snjallyrði dagsins
You'd think the rain would've cooled things down. All it did was make the heat wet.
Stella í Rear Window
<< Heim