Heitast í umræðunni
Mikið var rætt á Alþingi um málefni Palestínu og aðskilnaðarmúrinn þar. Alþingismenn fordæmdu allir ástandið í landinu og múrinn sem umlykja á palestínskar byggðir á Vesturbakkanum í löngum umræðum. Þingmenn vinstri grænna mæltu fyrir þingsályktunartillögu um að mótmæla byggingu múrsins við ísraelsk stjórnvöld og á alþjóðavettvangi. Tillaga tveggja þingmanna VG var í þremur liðum, fyrsti sá að þingið ályktaði að fela ríkisstjórn að mótmæla við ísraelsk stjórnvöld formlega og á alþjóðavettvangi. Með því krefjist Ísland þess að framkvæmdir við múrinn verði tafarlaust stöðvaðar og hann fjarlægður. Að auki árétti þingið stöðu sína til deilumála Ísraela og Palestínumanna og álykti að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent á svæðið til verndar óbreyttum borgurum. Fram kom í máli utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld hefðu lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna og að öryggi Ísraels yrði tryggt. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt múrinn, eins og aðrar þjóðir í Evrópu, enda sé hann á engan hátt í samræmi við alþjóðalög, eða vegvísi til friðar. Hvorugur deiluaðilinn fer reyndar eftir honum, eins og fram hefur komið í fréttum. Margir þingmenn tóku þátt í langri umræðu um múrinn og allir sammála í þessu máli. Gott er að þetta mál sé rætt á þingi, enda þessi múr sorglegur á allan hátt og honum ber að mótmæla á afgerandi hátt.
Íranar ganga að kjörborði í dag og kjósa sér nýtt þing. Búist er við að harðlínumenn fari þar með sigur af hólmi en ýmsir flokkar og samtök umbótasinna ætla að sniðganga kosningarnar, vegna einræðistilburða stjórnvalda. Ali Khameini erkiklerkur var meðal fyrstu manna á kjörstað í morgun og hvatti hann landsmenn til að kjósa. Hann sagði að andstæðingar írönsku þjóðarinnar og íslömsku byltingarinnar reyndu að fá fólk til að sniðganga kosningarnar. Úrskurðarnefnd harðlínumanna bannaði fyrirfram framboð um 2.500 manna og hátt í 2.000 til viðbótar drógu þá framboð sitt til baka. Ákvað stærsti flokkur umbótasinna að taka ekki þátt í kosningunum þar sem mörgum forystumanna flokksins var beinlínis meinað að vera í framboði. Meðal þeirra sem ætlar að sitja heima á kjördegi er baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels, í fyrra. Kosið verður um 289 þingsæti af 290, en kosið verður seinna um þingsætið fyrir borgina Bam, sem fór illa í jarðskjálfta í desember sl.
Fyrir lá í gær endanlega hver fannst í höfninni í Neskaupstað, 11. febrúar sl. Um er að ræða 29 ára litháískan mann að nafni Vaidas Jucevicius. Hann var fæddur 20. nóvember 1974. Hann kom hingað með flugi frá Kaupmannahöfn 2. febrúar og átti pantað far þangað aftur 6. febrúar. Í tilkynningu frá sýslumanninum á Eskifirði í gær kom fram að í sakaskrám lögreglunnar í Wiesbanden hefði maðurinn verið skráður með fæðingarárið 1977 og að hann hefði gefið upp tvö nöfn, annars vegar Vilkas Vaidas og hins vegar Vaidas Jucevicius. Seinna nafnið er hið rétta, kemur fram í þessum skrám að hann hafi starfað sem ljósmyndari. Hann var frá Telsiai, smábæ í vesturhluta Litháen. Talsmaður lögreglunnar í Vílníus, höfuðborg Litháens, upplýsti ennfremur að Vaidas hefði verið þekktur sem bílaþjófur í Litháen. Hann væri sem slíkur á sakaskrá þar og í Þýskalandi. Seinustu daga hefur þetta mál skýrst að mestu og helstu þættir þess liggja nú fyrir.
Svona er frelsið í dag
Venju samkvæmt er nóg af góðum pistlum á frelsinu í dag, alls eru þeir þrír. Sá fyrsti er eftir Erling og fjallar um sorgardaginn 1. september 2003 þegar eina einkarekna heilsugæsla landsins, Læknalind, var lokað. Orðrétt segir: "Hvað var það þá sem fór úrskeiðis? Var þetta einhver áminning um það að einkarekstur í heilbrigðisgeiranum sé ómögulegur? Nei, þetta var fyrst og fremst greinileg ummerki þess að einhverjar uppstokkunar væri þörf í heilbrigðiskerfinu. Ég spyr sjálfan mig hvers vegna hægt var að reka heilsugæslu án ríkisstyrkja í yfir ár, en heilsugæslur sem að greiddar eru niður af ríkinu og innheimta komugjald eru í vanda staddar? Ég leyfi mér að fullyrða að hefði Læknalind fengið þó ekki nema helming þess fjármagns sem að hinar heilsugæslunar fá, hefði reksturinn skilað hagnaði." Í pistli sínum fjallar Stefán Ottó um það sem ekki má, fínn pistill. Þar segir orðrétt: "Á Íslandi er bannað að tala um það opinberlega hver sé besta bjórtegundin eða hvaða sígarettur er best að reykja. Þetta er klárt brot á tjáningarfrelsi borgaranna. Ákveðin skoðanaskipti hafa verið bönnuð opinberlega. Aukin heldur er þetta ansi þungbært á þau fyrirtæki sem stunda innflutning og sölu á þessum efnum. Nú þurfa þau að fara í feluleik við lögin bara til að koma sínum skoðunum á framfæri. Þetta er hræðilegt ástand!" Að lokum birtist grein Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem jafnframt birtist í Morgunblaðinu. Ber hún heitið "Leigubílstjóri ríkisins".
Minningartónleikar
Í gærkvöldi fórum við til Dalvíkur á minningartónleika í Dalvíkurkirkju um mætan Dalvíking, Daníel Hilmarsson. Daníel sem hefði orðið fertugur 8. febrúar, lést í desember 2002 og var öllum mikill harmdauði. Aðstandendur Daníels ákváðu á síðasta ári að stofna minningarsjóð um hann sem ætlað væri að styrkja efnilega skíðamenn. Daníel var iðinn skíðamaður allt frá æskuárum og mikill afreksmaður á skíðum. Hann vann til fjölda verðlauna á glæsilegum ferli sínum og vann sér sess sem einn fremsti vetraríþróttamaður Íslendinga á seinustu öld. Það er vel við hæfi að settur sé á fót sjóður sem styrkir í hans nafni aðra á þeirri braut sem hann hélt sjálfur áður. Á tónleikunum komu fram t.d. Páll Rósinkranz ásamt hljómsveit, Þórarinn Hjartarson, Hundur í óskilum, Jón Ólafsson, Björn Ingi Hilmarsson (bróðir Daníels) og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem var unnusta hans. Eftir tónleikana hitti ég marga mæta félaga og voru málin rædd og ákveðið að láta ekki jafnlangt líða á milli næsta fundar okkar. Alltaf gaman að hitta góða vini og eiga gott spjall. Kvöldið var mjög gott og tónleikarnir tókust mjög vel upp. Minningin um mætan mann lifir.
Spjall - kvikmyndir
Þegar heim kom aftur til Akureyrar var litið í tölvuna og ræddi ég við nokkra félaga fyrir sunnan um velheppnað málþing Heimdallar í Háskólanum í Reykjavík um frjálshyggju. Þar voru Jón Steinar Gunnlaugsson, Jónas H. Haralz og Hannes Hólmsteinn Gissurarson með erindi. Var Jónas heiðraður af félaginu fyrir verk sín í þágu frjálshyggjunnar. Tilefni málþingsins var að 25 ár voru liðin frá því bókin Uppreisn frjálshyggjunnar kom út. Bókin var gefin út árið 1979 af Kjartani Gunnarssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Eftir þetta var litið á góða kvikmynd. Að þessu sinni var horft á Death on the Nile, sem er byggð á magnaðri spennusögu Agöthu Christie. Hercule Poirot fær það hlutskipti að leysa morðmál um borð í báti sem er á siglingu niður ána Níl. Hin myrta, auðug hefðarmær, átti sér marga óvildarmenn um borð og koma allir til greina. Tekst að leysa málið áður en siglingunni lýkur. Mögnuð mynd, og ennþá jafn heillandi. Skartar mögnuðum leikhóp, t.d. þeim Peter Ustinov, Bette Davis, Miu Farrow, Maggie Smith, David Niven og Angelu Lansbury. Góð mynd fyrir alla þá sem unna fínum spennumyndum.
Dagurinn í dag
* 1816 Ópera Rossini, Rakarinn frá Sevilla, frumsýnd í Róm
* 1882 Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta kaupfélagið, stofnað formlega
* 1902 Samband Íslenskra samvinnufélaga, stofnað að Ystafelli í Köldukinn
* 1911 Fiskifélag Íslands stofnað formlega
* 1962 John Glenn verður fyrsti Ameríkumaðurinn til að fara út í geiminn
Snjallyrði dagsins
There never was, and there never will be, another like you.
Addison DeWitt í All About Eve
Mikið var rætt á Alþingi um málefni Palestínu og aðskilnaðarmúrinn þar. Alþingismenn fordæmdu allir ástandið í landinu og múrinn sem umlykja á palestínskar byggðir á Vesturbakkanum í löngum umræðum. Þingmenn vinstri grænna mæltu fyrir þingsályktunartillögu um að mótmæla byggingu múrsins við ísraelsk stjórnvöld og á alþjóðavettvangi. Tillaga tveggja þingmanna VG var í þremur liðum, fyrsti sá að þingið ályktaði að fela ríkisstjórn að mótmæla við ísraelsk stjórnvöld formlega og á alþjóðavettvangi. Með því krefjist Ísland þess að framkvæmdir við múrinn verði tafarlaust stöðvaðar og hann fjarlægður. Að auki árétti þingið stöðu sína til deilumála Ísraela og Palestínumanna og álykti að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent á svæðið til verndar óbreyttum borgurum. Fram kom í máli utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld hefðu lengi talað fyrir réttindum Palestínumanna og að öryggi Ísraels yrði tryggt. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt múrinn, eins og aðrar þjóðir í Evrópu, enda sé hann á engan hátt í samræmi við alþjóðalög, eða vegvísi til friðar. Hvorugur deiluaðilinn fer reyndar eftir honum, eins og fram hefur komið í fréttum. Margir þingmenn tóku þátt í langri umræðu um múrinn og allir sammála í þessu máli. Gott er að þetta mál sé rætt á þingi, enda þessi múr sorglegur á allan hátt og honum ber að mótmæla á afgerandi hátt.
Íranar ganga að kjörborði í dag og kjósa sér nýtt þing. Búist er við að harðlínumenn fari þar með sigur af hólmi en ýmsir flokkar og samtök umbótasinna ætla að sniðganga kosningarnar, vegna einræðistilburða stjórnvalda. Ali Khameini erkiklerkur var meðal fyrstu manna á kjörstað í morgun og hvatti hann landsmenn til að kjósa. Hann sagði að andstæðingar írönsku þjóðarinnar og íslömsku byltingarinnar reyndu að fá fólk til að sniðganga kosningarnar. Úrskurðarnefnd harðlínumanna bannaði fyrirfram framboð um 2.500 manna og hátt í 2.000 til viðbótar drógu þá framboð sitt til baka. Ákvað stærsti flokkur umbótasinna að taka ekki þátt í kosningunum þar sem mörgum forystumanna flokksins var beinlínis meinað að vera í framboði. Meðal þeirra sem ætlar að sitja heima á kjördegi er baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Shirin Ebadi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels, í fyrra. Kosið verður um 289 þingsæti af 290, en kosið verður seinna um þingsætið fyrir borgina Bam, sem fór illa í jarðskjálfta í desember sl.
Fyrir lá í gær endanlega hver fannst í höfninni í Neskaupstað, 11. febrúar sl. Um er að ræða 29 ára litháískan mann að nafni Vaidas Jucevicius. Hann var fæddur 20. nóvember 1974. Hann kom hingað með flugi frá Kaupmannahöfn 2. febrúar og átti pantað far þangað aftur 6. febrúar. Í tilkynningu frá sýslumanninum á Eskifirði í gær kom fram að í sakaskrám lögreglunnar í Wiesbanden hefði maðurinn verið skráður með fæðingarárið 1977 og að hann hefði gefið upp tvö nöfn, annars vegar Vilkas Vaidas og hins vegar Vaidas Jucevicius. Seinna nafnið er hið rétta, kemur fram í þessum skrám að hann hafi starfað sem ljósmyndari. Hann var frá Telsiai, smábæ í vesturhluta Litháen. Talsmaður lögreglunnar í Vílníus, höfuðborg Litháens, upplýsti ennfremur að Vaidas hefði verið þekktur sem bílaþjófur í Litháen. Hann væri sem slíkur á sakaskrá þar og í Þýskalandi. Seinustu daga hefur þetta mál skýrst að mestu og helstu þættir þess liggja nú fyrir.
Svona er frelsið í dag
Venju samkvæmt er nóg af góðum pistlum á frelsinu í dag, alls eru þeir þrír. Sá fyrsti er eftir Erling og fjallar um sorgardaginn 1. september 2003 þegar eina einkarekna heilsugæsla landsins, Læknalind, var lokað. Orðrétt segir: "Hvað var það þá sem fór úrskeiðis? Var þetta einhver áminning um það að einkarekstur í heilbrigðisgeiranum sé ómögulegur? Nei, þetta var fyrst og fremst greinileg ummerki þess að einhverjar uppstokkunar væri þörf í heilbrigðiskerfinu. Ég spyr sjálfan mig hvers vegna hægt var að reka heilsugæslu án ríkisstyrkja í yfir ár, en heilsugæslur sem að greiddar eru niður af ríkinu og innheimta komugjald eru í vanda staddar? Ég leyfi mér að fullyrða að hefði Læknalind fengið þó ekki nema helming þess fjármagns sem að hinar heilsugæslunar fá, hefði reksturinn skilað hagnaði." Í pistli sínum fjallar Stefán Ottó um það sem ekki má, fínn pistill. Þar segir orðrétt: "Á Íslandi er bannað að tala um það opinberlega hver sé besta bjórtegundin eða hvaða sígarettur er best að reykja. Þetta er klárt brot á tjáningarfrelsi borgaranna. Ákveðin skoðanaskipti hafa verið bönnuð opinberlega. Aukin heldur er þetta ansi þungbært á þau fyrirtæki sem stunda innflutning og sölu á þessum efnum. Nú þurfa þau að fara í feluleik við lögin bara til að koma sínum skoðunum á framfæri. Þetta er hræðilegt ástand!" Að lokum birtist grein Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, sem jafnframt birtist í Morgunblaðinu. Ber hún heitið "Leigubílstjóri ríkisins".
Minningartónleikar
Í gærkvöldi fórum við til Dalvíkur á minningartónleika í Dalvíkurkirkju um mætan Dalvíking, Daníel Hilmarsson. Daníel sem hefði orðið fertugur 8. febrúar, lést í desember 2002 og var öllum mikill harmdauði. Aðstandendur Daníels ákváðu á síðasta ári að stofna minningarsjóð um hann sem ætlað væri að styrkja efnilega skíðamenn. Daníel var iðinn skíðamaður allt frá æskuárum og mikill afreksmaður á skíðum. Hann vann til fjölda verðlauna á glæsilegum ferli sínum og vann sér sess sem einn fremsti vetraríþróttamaður Íslendinga á seinustu öld. Það er vel við hæfi að settur sé á fót sjóður sem styrkir í hans nafni aðra á þeirri braut sem hann hélt sjálfur áður. Á tónleikunum komu fram t.d. Páll Rósinkranz ásamt hljómsveit, Þórarinn Hjartarson, Hundur í óskilum, Jón Ólafsson, Björn Ingi Hilmarsson (bróðir Daníels) og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem var unnusta hans. Eftir tónleikana hitti ég marga mæta félaga og voru málin rædd og ákveðið að láta ekki jafnlangt líða á milli næsta fundar okkar. Alltaf gaman að hitta góða vini og eiga gott spjall. Kvöldið var mjög gott og tónleikarnir tókust mjög vel upp. Minningin um mætan mann lifir.
Spjall - kvikmyndir
Þegar heim kom aftur til Akureyrar var litið í tölvuna og ræddi ég við nokkra félaga fyrir sunnan um velheppnað málþing Heimdallar í Háskólanum í Reykjavík um frjálshyggju. Þar voru Jón Steinar Gunnlaugsson, Jónas H. Haralz og Hannes Hólmsteinn Gissurarson með erindi. Var Jónas heiðraður af félaginu fyrir verk sín í þágu frjálshyggjunnar. Tilefni málþingsins var að 25 ár voru liðin frá því bókin Uppreisn frjálshyggjunnar kom út. Bókin var gefin út árið 1979 af Kjartani Gunnarssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Eftir þetta var litið á góða kvikmynd. Að þessu sinni var horft á Death on the Nile, sem er byggð á magnaðri spennusögu Agöthu Christie. Hercule Poirot fær það hlutskipti að leysa morðmál um borð í báti sem er á siglingu niður ána Níl. Hin myrta, auðug hefðarmær, átti sér marga óvildarmenn um borð og koma allir til greina. Tekst að leysa málið áður en siglingunni lýkur. Mögnuð mynd, og ennþá jafn heillandi. Skartar mögnuðum leikhóp, t.d. þeim Peter Ustinov, Bette Davis, Miu Farrow, Maggie Smith, David Niven og Angelu Lansbury. Góð mynd fyrir alla þá sem unna fínum spennumyndum.
Dagurinn í dag
* 1816 Ópera Rossini, Rakarinn frá Sevilla, frumsýnd í Róm
* 1882 Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta kaupfélagið, stofnað formlega
* 1902 Samband Íslenskra samvinnufélaga, stofnað að Ystafelli í Köldukinn
* 1911 Fiskifélag Íslands stofnað formlega
* 1962 John Glenn verður fyrsti Ameríkumaðurinn til að fara út í geiminn
Snjallyrði dagsins
There never was, and there never will be, another like you.
Addison DeWitt í All About Eve
<< Heim