Heitast í umræðunni
John Kerry öldungadeildarþingmaður í Massachusetts, heldur áfram sigurgöngu sinni í forkosningum Demókrataflokksins. Fátt eða ekkert virðist geta komið í veg fyrir að hann verði forsetaframbjóðandi demókrata í forsetakosningunum, 2. nóvember nk. Kerry sigraði örugglega í forkosningum demókrata í Virginíu og Tennessee í gær, hefur hann nú unnið 12 af 14 forkosningum innan flokksins. Kerry hlaut 52% atkvæða í Virginíu og 41% í Tennessee. John Edwards öldungadeildarþingmaður N-Carolinu, varð annar í báðum ríkjunum og hlaut rúmlega fjórðung atkvæða í báðum. Wesley Clark varð þriðji í báðum ríkjunum. Virginía og Tennessee tilheyra Suðurríkjunum sem bæði Edwards og Clark höfðu áður talið sterkasta vígi sitt. Greinilegt er að úrslitin voru þeim mikil vonbrigði. Tilkynnir Clark formlega í dag væntanlega að hann dragi sig í hlé úr slagnum. Talið er líklegt að Edwards dragi sig ennfremur brátt í hlé og sækist eftir að verða varaforsetaefni Kerrys. Líklegast er nú talið að Edwards eða Dick Gephardt verði meðframbjóðandi Kerrys, ef hann nær útnefningunni sem flest bendir til. Líklegt má telja að forkosningar í Wisconsin, 17. febrúar nk. verði endastöð fleiri frambjóðenda. Hefur Howard Dean tilkynnt að hann íhugi vel næstu skref ef hann tapi þar og sama gildir um Edwards. Dean sem á tæpum mánuði hefur fallið í sessi tók ekki þátt í forkosningum þriðjudagsins. Samkvæmt könnunum sigrar Kerry í Wisconsin.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, var í ítarlegu viðtali í sunnudagsblaði Moggans og var athyglisvert að lesa það, enda víða farið og bæjarstjóri tjáir sig eins og venjulega tæpitungulaust. Í viðtalinu gagnrýnir hann Landsbanka Íslands, vegna þess hvernig bankinn stóð að sölunni á Útgerðarfélagi Akureyringa. Hann gagnrýndi raunar viðskiptabankana mjög, segir reyndar umhugsunarvert hvernig þeir hafi aukið ítök sín í atvinnulífinu undanfarið og telur mjög óeðlilegt að ein atvinnugrein sé í "bullandi gróða" á meðan aðrar eigi undir högg að sækja. Hann segist fagna komu Tjaldsmanna í rekstur ÚA. Um bankana segir hann: "Þegar horft er á heildarmyndina þá hefja eigendur bankans þessi viðskipti í atvinnulífinu, sitja svo allan hringinn í kringum borðið og enda á því að óska sjálfum sér til hamingju með góða sölu!" Kristján tjáir sig ennfremur um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði og ítrekar að hann vilji eitt sveitarfélag í firðinum í fyllingu tímans.
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, varð 75 ára í gær. Félagið var stofnað þann 10. febrúar árið 1929, nokkrum mánuðum áður en Sjálfstæðisflokkurinn var formlega stofnaður, 25. maí. Nk. laugardag verður afmælinu formlega fagnað með málþingi í Kaupangi. Í tilefni vinnuviku Varðar sem nú stendur vegna afmælisins verður umfjöllunarefni ráðstefnunnar, búseta og atvinna á landsbyggðinni. Erindi á ráðstefnunni flytja Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Hafsteinn Þór Hauksson formaður SUS, Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, og Hilmar Ágústsson hjá viðskiptaþróun Brims. Að loknum framsöguerindum gefst fundargestum kostur á að taka þátt í umræðum um atvinnumál. Að málþinginu loknu efnir Vörður til 75 ára afmælisveislu félagsins. Samhliða vinnuvikunni hafa greinar um atvinnumál birst á Íslendingi og í Morgunblaðinu. Vegna afmælisins hefur verið tekinn saman listi yfir formenn Varðar í þessi 75 ár.
Vinnuvika Varðar
Vinnuvika Varðar heldur áfram af krafti. Metnaðarfull stefna félagsins í atvinnumálum er kynnt á Íslendingi. Í grein sem birtist í gær á vefnum fjallar Arnljótur Bjarki Bergsson um þjónustu. Í henni segir t.d. "Frjáls viðskipti eru góð viðskipti. Svo viðskipti geti gengið sem best fyrir sig þarf að takmarka inngrip óviðkomandi aðila. Því er mikilvægt að skattar og skyldur sem settar eru á menn séu í lágmarki. Gagnslaust er með öllu að binda fólk við pappírsvinnu og óþarfa útskýringar á athöfnum sínum. Eftirlitsstofnun Ríkisins má ekki verða að veruleika. Íslensku þjóðarbúi gagnast hvert starf, hvort sem það er unnið í stóriðnaði eða smáiðnaði. Smáiðnaði reynist oft fjötur um fót að glíma við skyldur um skýrsluskil. Hér eiga sprota fyrirtæki sem þrífast á menntuðu fólki að geta skotið upp kollinum." Ítarleg stefna félagsins í landbúnaðarmálum er birt á vefnum í dag.
Svona er frelsið í dag
Í gær birtist fyrsti pistill Kára vinar míns, á frelsinu. Er hann boðinn velkominn í hóp okkar sem þar skrifum. Í pistlinum skrifar hann um uppáhaldsstjórnmálamann minn Margaret Thatcher og fer yfir ævi hennar og feril. Í dag birtist pistill eftir Sössu um borgarmál. Þar segir hún: "Frá því Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við borginni sýndi hún vilja sinn í verki með því að fjölga stöðumælum, hækka stöðmælagjald og sektir. Líklega er þetta besta leiðin til að fæla fólk frá miðbænum. Eitt er víst að við tælum ekki fólk í miðborgina með því að hækka stöðumælagjald og sektir. Það ódæðisverk sem Ingibjörg Sólrún vann í miðborg Reykjavíkur hefur haft sorglegar afleiðingar. Fjöldamörg verslunarpláss við Laugaveginn, Austustræti, Hafnarstræti og víða er tóm og enn fleiri að tæmast. Bílarnir sem liggja í rándýrum stæðunum eru flestir með glaðning undir rúðuþurrkunni sem bíður greiðandans/eigandans. Ástandið er alvarlegt. Bíltúr niður Laugaveginn og Bankastrætið, yfir Lækjargötuna og inn Austurstrætið minnir mig einna helst á kvöld eitt í maí mánuði 1986 þegar Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision. Ekki hræða á vappi, varla róna að sjá!"
Sjónvarp- kvikmyndir
Fyrri hluta þriðjudagskvöldsins var eytt í sjónvarpsgláp. Horfði á upptöku af þætti Gísla Marteins og Spaugstofunnar, en vegna Reykjavíkurferðar missti ég af herlegheitunum. Gísli góður að vanda og Spaugstofan náði nýjum og áður óþekktum hæðum í vetur. Magnaður þáttur og gott ef maður var ekki farinn að segja "Af hverju hringdirðu ekki í mig?" að honum loknum. Brilljant menn þarna að verki. Svo var horft á kvikmyndina Hannibal með Anthony Hopkins og Julianne Moore. Í myndinni mætir geðlæknirinn og mannætan, dr. Hannibal Lecter, aftur fram á sjónarsviðið tíu árum eftir að hann slapp úr gæslu laganna varða í Bandaríkjunum og arkaði á ný út í hinn frjálsa heim. Nú lifir hann munaðarlífi í Flórens á Ítalíu og hefur hann betrumbætt mataræði sitt, enda er honum í mun að enda ekki ævi sína innilokaður í litlum, myrkum fangaklefa. Þó svo að hann hafi ekkert gert af sér undanfarin ár er hann enn álitinn einn hættulegasti maður veraldar og hefur alríkislögreglukonan Clarice Starling langt í frá gleymt honum. Mögnuð og vel leikinn spennutryllir. Ég ráðlegg fólki að sleppa poppinu yfir þessari!
Dagurinn í dag
* 1943 Dwight D. Eisenhower verður hershöfðingi bandamanna í Evrópu
* 1973 Sjöstjarnan fórst - langafi minn, Stefán Jónasson útgerðarmaður, átti skipið lengst af
* 1973 Kvikmyndin Brekkukotsannáll eftir skáldsögu Laxness, frumsýnd í sjónvarpi
* 1975 Margaret Thatcher kjörin leiðtogi breska Íhaldsflokksins, fyrst kvenna
* 1990 Nelson Mandela sleppt úr varðhaldi eftir að hafa verið haldið föngnum í fangelsi í 27 ár
Snjallyrði dagsins
It's a great thing when you realize you still have the ability to surprise yourself.
Lester Burnham í American Beauty
John Kerry öldungadeildarþingmaður í Massachusetts, heldur áfram sigurgöngu sinni í forkosningum Demókrataflokksins. Fátt eða ekkert virðist geta komið í veg fyrir að hann verði forsetaframbjóðandi demókrata í forsetakosningunum, 2. nóvember nk. Kerry sigraði örugglega í forkosningum demókrata í Virginíu og Tennessee í gær, hefur hann nú unnið 12 af 14 forkosningum innan flokksins. Kerry hlaut 52% atkvæða í Virginíu og 41% í Tennessee. John Edwards öldungadeildarþingmaður N-Carolinu, varð annar í báðum ríkjunum og hlaut rúmlega fjórðung atkvæða í báðum. Wesley Clark varð þriðji í báðum ríkjunum. Virginía og Tennessee tilheyra Suðurríkjunum sem bæði Edwards og Clark höfðu áður talið sterkasta vígi sitt. Greinilegt er að úrslitin voru þeim mikil vonbrigði. Tilkynnir Clark formlega í dag væntanlega að hann dragi sig í hlé úr slagnum. Talið er líklegt að Edwards dragi sig ennfremur brátt í hlé og sækist eftir að verða varaforsetaefni Kerrys. Líklegast er nú talið að Edwards eða Dick Gephardt verði meðframbjóðandi Kerrys, ef hann nær útnefningunni sem flest bendir til. Líklegt má telja að forkosningar í Wisconsin, 17. febrúar nk. verði endastöð fleiri frambjóðenda. Hefur Howard Dean tilkynnt að hann íhugi vel næstu skref ef hann tapi þar og sama gildir um Edwards. Dean sem á tæpum mánuði hefur fallið í sessi tók ekki þátt í forkosningum þriðjudagsins. Samkvæmt könnunum sigrar Kerry í Wisconsin.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, var í ítarlegu viðtali í sunnudagsblaði Moggans og var athyglisvert að lesa það, enda víða farið og bæjarstjóri tjáir sig eins og venjulega tæpitungulaust. Í viðtalinu gagnrýnir hann Landsbanka Íslands, vegna þess hvernig bankinn stóð að sölunni á Útgerðarfélagi Akureyringa. Hann gagnrýndi raunar viðskiptabankana mjög, segir reyndar umhugsunarvert hvernig þeir hafi aukið ítök sín í atvinnulífinu undanfarið og telur mjög óeðlilegt að ein atvinnugrein sé í "bullandi gróða" á meðan aðrar eigi undir högg að sækja. Hann segist fagna komu Tjaldsmanna í rekstur ÚA. Um bankana segir hann: "Þegar horft er á heildarmyndina þá hefja eigendur bankans þessi viðskipti í atvinnulífinu, sitja svo allan hringinn í kringum borðið og enda á því að óska sjálfum sér til hamingju með góða sölu!" Kristján tjáir sig ennfremur um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði og ítrekar að hann vilji eitt sveitarfélag í firðinum í fyllingu tímans.
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, varð 75 ára í gær. Félagið var stofnað þann 10. febrúar árið 1929, nokkrum mánuðum áður en Sjálfstæðisflokkurinn var formlega stofnaður, 25. maí. Nk. laugardag verður afmælinu formlega fagnað með málþingi í Kaupangi. Í tilefni vinnuviku Varðar sem nú stendur vegna afmælisins verður umfjöllunarefni ráðstefnunnar, búseta og atvinna á landsbyggðinni. Erindi á ráðstefnunni flytja Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Hafsteinn Þór Hauksson formaður SUS, Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, og Hilmar Ágústsson hjá viðskiptaþróun Brims. Að loknum framsöguerindum gefst fundargestum kostur á að taka þátt í umræðum um atvinnumál. Að málþinginu loknu efnir Vörður til 75 ára afmælisveislu félagsins. Samhliða vinnuvikunni hafa greinar um atvinnumál birst á Íslendingi og í Morgunblaðinu. Vegna afmælisins hefur verið tekinn saman listi yfir formenn Varðar í þessi 75 ár.
Vinnuvika Varðar
Vinnuvika Varðar heldur áfram af krafti. Metnaðarfull stefna félagsins í atvinnumálum er kynnt á Íslendingi. Í grein sem birtist í gær á vefnum fjallar Arnljótur Bjarki Bergsson um þjónustu. Í henni segir t.d. "Frjáls viðskipti eru góð viðskipti. Svo viðskipti geti gengið sem best fyrir sig þarf að takmarka inngrip óviðkomandi aðila. Því er mikilvægt að skattar og skyldur sem settar eru á menn séu í lágmarki. Gagnslaust er með öllu að binda fólk við pappírsvinnu og óþarfa útskýringar á athöfnum sínum. Eftirlitsstofnun Ríkisins má ekki verða að veruleika. Íslensku þjóðarbúi gagnast hvert starf, hvort sem það er unnið í stóriðnaði eða smáiðnaði. Smáiðnaði reynist oft fjötur um fót að glíma við skyldur um skýrsluskil. Hér eiga sprota fyrirtæki sem þrífast á menntuðu fólki að geta skotið upp kollinum." Ítarleg stefna félagsins í landbúnaðarmálum er birt á vefnum í dag.
Svona er frelsið í dag
Í gær birtist fyrsti pistill Kára vinar míns, á frelsinu. Er hann boðinn velkominn í hóp okkar sem þar skrifum. Í pistlinum skrifar hann um uppáhaldsstjórnmálamann minn Margaret Thatcher og fer yfir ævi hennar og feril. Í dag birtist pistill eftir Sössu um borgarmál. Þar segir hún: "Frá því Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við borginni sýndi hún vilja sinn í verki með því að fjölga stöðumælum, hækka stöðmælagjald og sektir. Líklega er þetta besta leiðin til að fæla fólk frá miðbænum. Eitt er víst að við tælum ekki fólk í miðborgina með því að hækka stöðumælagjald og sektir. Það ódæðisverk sem Ingibjörg Sólrún vann í miðborg Reykjavíkur hefur haft sorglegar afleiðingar. Fjöldamörg verslunarpláss við Laugaveginn, Austustræti, Hafnarstræti og víða er tóm og enn fleiri að tæmast. Bílarnir sem liggja í rándýrum stæðunum eru flestir með glaðning undir rúðuþurrkunni sem bíður greiðandans/eigandans. Ástandið er alvarlegt. Bíltúr niður Laugaveginn og Bankastrætið, yfir Lækjargötuna og inn Austurstrætið minnir mig einna helst á kvöld eitt í maí mánuði 1986 þegar Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision. Ekki hræða á vappi, varla róna að sjá!"
Sjónvarp- kvikmyndir
Fyrri hluta þriðjudagskvöldsins var eytt í sjónvarpsgláp. Horfði á upptöku af þætti Gísla Marteins og Spaugstofunnar, en vegna Reykjavíkurferðar missti ég af herlegheitunum. Gísli góður að vanda og Spaugstofan náði nýjum og áður óþekktum hæðum í vetur. Magnaður þáttur og gott ef maður var ekki farinn að segja "Af hverju hringdirðu ekki í mig?" að honum loknum. Brilljant menn þarna að verki. Svo var horft á kvikmyndina Hannibal með Anthony Hopkins og Julianne Moore. Í myndinni mætir geðlæknirinn og mannætan, dr. Hannibal Lecter, aftur fram á sjónarsviðið tíu árum eftir að hann slapp úr gæslu laganna varða í Bandaríkjunum og arkaði á ný út í hinn frjálsa heim. Nú lifir hann munaðarlífi í Flórens á Ítalíu og hefur hann betrumbætt mataræði sitt, enda er honum í mun að enda ekki ævi sína innilokaður í litlum, myrkum fangaklefa. Þó svo að hann hafi ekkert gert af sér undanfarin ár er hann enn álitinn einn hættulegasti maður veraldar og hefur alríkislögreglukonan Clarice Starling langt í frá gleymt honum. Mögnuð og vel leikinn spennutryllir. Ég ráðlegg fólki að sleppa poppinu yfir þessari!
Dagurinn í dag
* 1943 Dwight D. Eisenhower verður hershöfðingi bandamanna í Evrópu
* 1973 Sjöstjarnan fórst - langafi minn, Stefán Jónasson útgerðarmaður, átti skipið lengst af
* 1973 Kvikmyndin Brekkukotsannáll eftir skáldsögu Laxness, frumsýnd í sjónvarpi
* 1975 Margaret Thatcher kjörin leiðtogi breska Íhaldsflokksins, fyrst kvenna
* 1990 Nelson Mandela sleppt úr varðhaldi eftir að hafa verið haldið föngnum í fangelsi í 27 ár
Snjallyrði dagsins
It's a great thing when you realize you still have the ability to surprise yourself.
Lester Burnham í American Beauty
<< Heim