Heitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, varði ákvarðanir sínar í utanríkismálum í sjónvarpsviðtali á NBC í dag. Er þetta fyrsta sjónvarpsviðtalið sem birst hefur við forsetann í nokkur ár. Venja er að sitjandi forseti birtist í vikuspjallþættinum Meet the Press á NBC einu sinni á hverju kjörtímabili og var þetta viðtal tekið vegna þess. Sagði forsetinn m.a. að innrásin í írak hefði verið nauðsynleg; hann væri stríðsforseti og bandarískir kjósendur ættu fyrst og fremst að hugsa um hvernig Bandaríkin beittu valdi sínu í heiminum. Rætt var um nefnd þá sem forsetinn hefur skipað til að rannsaka aðdraganda innrásarinnar og þátt leyniþjónustunnar í henni. Um hana sagði Bush að bandarískir kjósendur fengju nægan tíma til að meta hvort það hefði verið rétt að ráðast á Írak og koma Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks, af valdastóli. Nefndin mun skila tillögum einhverntímann á árinu 2005. Í nefndinni eru bæði demókratar og repúblikanar og meðal nefndarmanna er John McCain öldungadeildarþingmaður, og mótframbjóðandi forsetans í forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2000.
Í pistli sínum á heimasíðunni fjallar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, um ríkisráðsfundamálið á ítarlegan hátt. Orðrétt segir hann í pistlinum: "Heimastjórnarafmælið hefur vegna fjarveru forseta Íslands ekki aðeins dregið athygli að eðli forsetaembættisins heldur einnig að því með hve veikum rökum er unnt að halda uppi efnislegri vörn fyrir tilvist embættisins, þegar á reynir í opinberum umræðum. Ég fullyrði, að engum okkar, sem sátum friðsælan og stuttan ríkisráðsfundinn hinn 1. febrúar 2004 í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi, hafi til hugar komið, að sú hátíðlega og formlega athöfn mundi valda þeim úlfaþyt, sem síðan hefur verið gerður. Síst af öllu hvarflaði að nokkrum, sem þarna sat, að forseti Ísland myndi blása til fjölmiðlafárs. Frumskylda þess, sem situr í forsetaembættinu hverju sinni, er nefnilega að hafa þjóðarhag, einingu og virðingu embættis síns í fyrirrúmi.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um þann mikla úlfaþyt sem orðið hefur vegna ríkisráðsfundar sl. sunnudag í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar og undarlegar yfirlýsingar forseta Íslands í kjölfar hans. Minni ég á skoðanir mínar á málinu og forsetaembættinu almennt, en í síðustu viku birtist ítarlegur pistill á frelsi.is eftir mig líka um þetta mál. Ég fjalla um ráðstefnu SUS um menntamál sem var um helgina og minni ennfremur á að menntasókn er löngu hafin undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur staðið núna í rúman áratug undir farsælli forystu menntamálaráðherra okkar allan þann tíma. Að lokum fer ég yfir undarlega lagasetningu um Sparisjóðina, sem vinnur algjörlega gegn mínum hugsjónum.
Laugardagurinn
Fór að morgni laugardags með flugi til Reykjavíkur. Var ætlunin að fara á menntamálaráðstefnu SUS í Hafnarfirði. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Breytt rekstrarform - betri menntun. Var virkilega fróðlegt að fræðast um þennan málaflokk. Í tæplega 13 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu hefur vel verið unnið til eflingar menntamálum og sókn til framfara staðið í okkar valdatíð. Öll erindin á ráðstefnunni voru góð, verð ég þó að viðurkenna að Ásdís Halla Bragadóttir vakti mesta athygli enda mætti hún í Thatcher bol okkar SUS-ara. Með verkum sínum í Garðabænum hefur Ásdís horft til framtíðar í menntamálum og starfað vel eftir skoðunum okkar SUS-ara í menntamálum. Eftir ráðstefnuna var boðið upp á veitingar í boði Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Eftir ráðstefnuna fór ég ásamt nokkrum vinum á kaffihús og spjalla. Um kvöldið fórum við Tommi félagi minn, í bíó og sáum hina mögnuðu Lost in Translation með Bill Murray og Scarlett Johansson. Eftir myndina var litið í bæinn.
Dagurinn í dag
* 1925 Halaveðrið - tveir togarar fórust á Halamiðum og með þeim 68 manns
* 1965 Konungur djassins, Louis Armstrong hélt þrenna tónleika á Íslandi
* 1980 Ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen tók við völdum. Hún sat í rúm þrjú ár
* 1994 Martti Ahtisaari kjörinn forseti Finnlands eftir nauman sigur á Elizabeth Rehn
* 1998 Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Kiljan Laxness lést, 95 ára að aldri
Snjallyrði dagsins
Do you spend time with your family? Good. Because a man that doesn't spend time with his family can never be a real man.
Don Vito Corleone í The Godfather
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, varði ákvarðanir sínar í utanríkismálum í sjónvarpsviðtali á NBC í dag. Er þetta fyrsta sjónvarpsviðtalið sem birst hefur við forsetann í nokkur ár. Venja er að sitjandi forseti birtist í vikuspjallþættinum Meet the Press á NBC einu sinni á hverju kjörtímabili og var þetta viðtal tekið vegna þess. Sagði forsetinn m.a. að innrásin í írak hefði verið nauðsynleg; hann væri stríðsforseti og bandarískir kjósendur ættu fyrst og fremst að hugsa um hvernig Bandaríkin beittu valdi sínu í heiminum. Rætt var um nefnd þá sem forsetinn hefur skipað til að rannsaka aðdraganda innrásarinnar og þátt leyniþjónustunnar í henni. Um hana sagði Bush að bandarískir kjósendur fengju nægan tíma til að meta hvort það hefði verið rétt að ráðast á Írak og koma Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks, af valdastóli. Nefndin mun skila tillögum einhverntímann á árinu 2005. Í nefndinni eru bæði demókratar og repúblikanar og meðal nefndarmanna er John McCain öldungadeildarþingmaður, og mótframbjóðandi forsetans í forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2000.
Í pistli sínum á heimasíðunni fjallar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, um ríkisráðsfundamálið á ítarlegan hátt. Orðrétt segir hann í pistlinum: "Heimastjórnarafmælið hefur vegna fjarveru forseta Íslands ekki aðeins dregið athygli að eðli forsetaembættisins heldur einnig að því með hve veikum rökum er unnt að halda uppi efnislegri vörn fyrir tilvist embættisins, þegar á reynir í opinberum umræðum. Ég fullyrði, að engum okkar, sem sátum friðsælan og stuttan ríkisráðsfundinn hinn 1. febrúar 2004 í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi, hafi til hugar komið, að sú hátíðlega og formlega athöfn mundi valda þeim úlfaþyt, sem síðan hefur verið gerður. Síst af öllu hvarflaði að nokkrum, sem þarna sat, að forseti Ísland myndi blása til fjölmiðlafárs. Frumskylda þess, sem situr í forsetaembættinu hverju sinni, er nefnilega að hafa þjóðarhag, einingu og virðingu embættis síns í fyrirrúmi.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um þann mikla úlfaþyt sem orðið hefur vegna ríkisráðsfundar sl. sunnudag í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnar og undarlegar yfirlýsingar forseta Íslands í kjölfar hans. Minni ég á skoðanir mínar á málinu og forsetaembættinu almennt, en í síðustu viku birtist ítarlegur pistill á frelsi.is eftir mig líka um þetta mál. Ég fjalla um ráðstefnu SUS um menntamál sem var um helgina og minni ennfremur á að menntasókn er löngu hafin undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur staðið núna í rúman áratug undir farsælli forystu menntamálaráðherra okkar allan þann tíma. Að lokum fer ég yfir undarlega lagasetningu um Sparisjóðina, sem vinnur algjörlega gegn mínum hugsjónum.
Laugardagurinn
Fór að morgni laugardags með flugi til Reykjavíkur. Var ætlunin að fara á menntamálaráðstefnu SUS í Hafnarfirði. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Breytt rekstrarform - betri menntun. Var virkilega fróðlegt að fræðast um þennan málaflokk. Í tæplega 13 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu hefur vel verið unnið til eflingar menntamálum og sókn til framfara staðið í okkar valdatíð. Öll erindin á ráðstefnunni voru góð, verð ég þó að viðurkenna að Ásdís Halla Bragadóttir vakti mesta athygli enda mætti hún í Thatcher bol okkar SUS-ara. Með verkum sínum í Garðabænum hefur Ásdís horft til framtíðar í menntamálum og starfað vel eftir skoðunum okkar SUS-ara í menntamálum. Eftir ráðstefnuna var boðið upp á veitingar í boði Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Eftir ráðstefnuna fór ég ásamt nokkrum vinum á kaffihús og spjalla. Um kvöldið fórum við Tommi félagi minn, í bíó og sáum hina mögnuðu Lost in Translation með Bill Murray og Scarlett Johansson. Eftir myndina var litið í bæinn.
Dagurinn í dag
* 1925 Halaveðrið - tveir togarar fórust á Halamiðum og með þeim 68 manns
* 1965 Konungur djassins, Louis Armstrong hélt þrenna tónleika á Íslandi
* 1980 Ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen tók við völdum. Hún sat í rúm þrjú ár
* 1994 Martti Ahtisaari kjörinn forseti Finnlands eftir nauman sigur á Elizabeth Rehn
* 1998 Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Kiljan Laxness lést, 95 ára að aldri
Snjallyrði dagsins
Do you spend time with your family? Good. Because a man that doesn't spend time with his family can never be a real man.
Don Vito Corleone í The Godfather
<< Heim