Heitast í umræðunni
Davíð Oddsson forsætisráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag, frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum. Á sama fundi kynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, skýrslu nefndar um sama efni, eins og ég fjallaði um í gær. Ráðherrar Framsóknarflokksins, að undanskildum utanríkisráðherra, voru á fundinum að sjá skýrsluna í fyrsta skipti, allavega tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa unnið að málinu seinustu vikur. Drög að frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum mun samkvæmt fréttum í gær ganga nokkuð lengra en niðurstöður skýrslunnar gera ráð fyrir. Mun verða frekari umræða um þetta mál á næsta ríkisstjórnarfundi í fyrramálið, og ljóst að skýrslan mun verða gerð opinber að loknum þeim fundi. Tel ég rétt að tjá mig ekki um hugsanlegt efni skýrslunnar eða væntanlegt frumvarp um eignarhald fjölmiðla, fyrr en það hefur verið kynnt opinberlega. Undarlegt var að fylgjast með umræðu um þetta mál í gær. Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að frumvarp ráðherra verði gert opinbert og skýrslan ennfremur, nú strax. Eins og fram hefur komið margoft, er um að ræða í báðum tilvikum vinnugögn af hálfu ríkisstjórnar á þessu stigi, óeðlilegt er að trúnaðargögn verði rædd af forystumönnum ríkisstjórnarinnar eða birt opinberlega, fyrr en um þau hafa verið rædd að fullu í ríkisstjórninni og tekin til þeirra afstaða á þeim vettvangi. Var nokkuð undarlegt að sjá fjölmiðlafólk leita eftir því margoft í gær að ráðherrar tjáðu sig um trúnaðargögn ríkisstjórnar. Nógur tími er til stefnu að fjalla um málið og enginn vafi á að litrík umræða verður á hinum pólitíska vettvangi, um frumvarpið og þær breytingar sem það mun gera ráð fyrir.
Í fréttaskýringarþættinum 48 Hours á CBS í gærkvöldi, voru sýndar áður óbirtar myndir sem teknar voru af Díönu prinsessu af Wales, örfáum mínútum eftir að hún lenti í bílslysi í París, aðfararnótt 31. ágúst 1997, sem leiddi til dauða hennar. Myndirnar voru gerðar upptækar af frönsku lögreglunni eftir slysið, en þær voru teknar af paparazzi ljósmyndurum sem eltu prinsessuna og Dodi Al Fayed frá Ritz hótelinu. Samkomulag hafði verið gert um að myndirnar skyldu aldrei koma fyrir almenningssjónir eða verða birtar í dagblöðum eða sjónvarpi. Nú hefur CBS sjónvarpsstöðin, svikið það samkomulag sem almennt var talið að væri enn í gildi. Ennfremur voru birt í fyrrnefndum þætti áður óbirt gögn, t.d. krufningsskýrslur og trúnaðargögn frönsku lögreglunnar vegna rannsóknar á slysinu. Með hreinum ólíkindum er hversu lágkúruleg fréttamennska nútímans er orðin, miðað við þessi vinnubrögð. Ástæða þess að myndirnar eru birtar nú er ekki sýnileg, nema þá að reyna að hafa minningu prinsessunnar að féþúfu og reyna að ýfa upp sár nánustu aðstandenda hennar. Óhætt er að fullyrða að þessi myndbirting sé ekki viðeigandi og er full ástæða til að hneykslast á dómgreindarbresti þeirra sem taka ákvörðun um að birta opinberlega myndir sem þessar. 7 ár eru liðin frá láti prinsessunnar og tímabært að leyfa henni að hvíla í friði og hætta fjölmiðlafárinu.
Íslensku blaðamannaverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti á Pressuballi blaðamanna í gærkvöldi, á Hótel Borg. Verðlaun voru afhent í þrem flokkum: fyrir blaðamann ársins, rannsóknarblaðamennsku og bestu fjölmiðlaumfjöllun. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut verðlaunin sem blaðamaður ársins, fyrir vandaða greinaflokka sína í fyrra, er hún fjallaði um baráttuna um Íslandsbanka og ennfremur um skattamál Jóns Ólafssonar. Báðar þessar umfjallanir voru gríðarlega vel gerðar og skemmtileg lesning. Agnes á að baki langan blaðamannsferil og er þekkt fyrir góð og traust vinnubrögð. Hún á því verðlaunin vel skilið. Brynhildur Ólafsdóttir fréttamaður á Stöð 2, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins en hún fjallaði ítarlega í fyrrasumar um varnarmál og boðaða brottför hersins. Reynir Traustason fréttastjóri DV, hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins, en hann skrifaði ítarlegar greinar í fyrrasumar í Fréttablaðið um rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna.
Svona er frelsið í dag
Í góðum pistli á frelsinu í dag fjallar Sassa um bílastæðamál í miðborg Reykjavíkur. Orðrétt segir: "Víða í Kaupmannahöfn eru ekki stöðumælar heldur er gjaldfrítt að leggja bíl sínum í slík stæði. Hver bíll er með límmiða innan á framrúðunni sem sýnir einhverskonar klukku. Þegar ökumaður leggur bíl sínum í þesskonar bílastæði stillir hann klukkuna samkvæmt því hvað klukkan er á þeim tíma. Á hverju svæði er svo leyfilegur hámarkstími og ef ökumaðurinn er lengur en sem nemur hámarkstímanum á því svæði sem hann lagði bílnum á þá má sekta hann. Starfsfólk verslana leggur ekki í slík bílastæði því það veit að það er hagur verslana að halda þessum stæðum lausum fyrir viðskiptavini. Með samskonar skipulagi gæti Laugavegurinn og vinsælustu svæðin í miðbænum boðið uppá nokkur gjaldfrí bílastæði. Til að njóta þeirra gæti fólk vanið komu sína á þeim tíma þegar sem minnst er að gera, því þessi bílastæði væru eflaust oft upptekin á háannatíma. Þá fær fólk líka betri þjónustu heldur en á háannatímum og allir ættu að hámarka hag sinn. Verslunarekendur fá viðskiptavini sem að öðrum kosti hefðu kannski valið verslunarmiðstöð og viðskiptin dreifast betur yfir daginn. Kúnninn er ánægður með að sleppa við að borga fyrir bílastæðið og vonandi líka ánægður með þá athygli sem hann fær frá kaupmanninum þegar fáir aðrir kúnnar er á ferð. Þá er líka hægt að einkavæða Bílastæðasjóð, en það er spurning hvaða vandamál það leysir og hvert er markmiðið?" Ennfremur er á frelsinu netviðtal við Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.
Skemmtilegt kvikmyndakvöld
Eftir kvöldfréttirnar horfði ég á Kastljósið. Þar voru Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, og Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, að ræða ríkisvernd á sölu mjólkurafurða. Hlægilegt var að sjá ráðherrann reyna að verja gamalt og úrelt kerfi og sannaðist þarna enn betur að hann er ekki alveg í takt við nútímann. Sigurður kom með marga athyglisverða punkta í umræðuna, en Guðni reyndi venju samkvæmt að fara með umræðuna út á tún. Eftir stendur að gamalt og úrelt kerfi verður að víkja fyrir nútímavinnubrögðum. Eftir þáttinn horfðum við á meistaraverk Quentin Tarantino, Kill Bill: Vol. 1. Keypti hana á DVD í vikunni, enda um að ræða skyldueign fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur. Allt gengur upp í myndinni: tónlist, kvikmyndataka og leikur skapa magnað andrúmsloft. Flott bardagaatriði, blóðið er ekki sparað í öllum limlestingunum. Uma Thurman er traust í aðalhlutverkinu. Sannkölluð kvikmyndabomba. Eftir að hafa horft á myndina var skellt sér á forsýningu á Kill Bill: Vol. 2, sem hófst 22:30. Biðin var löng eftir framhaldinu, en vel þess virði. Að mínu mati er framhaldsmyndin betri en sú fyrri. Alveg magnað var að horfa á þessar tvær sama kvöldið. Saman mynda þær gríðarlega sterka heild. Báðar myndirnar eru í fyrsta flokks klassa, hiklaust. Allir að skella sér í bíó!
Dagurinn í dag
1917 Jón Helgason vígður biskup yfir Íslandi - hann sat á biskupsstóli til 1937
1942 Bandaríkjaher tekur formlega við yfirstjórn alls heraflans á Íslandi af Bretum
1950 Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness frumsýnd í Þjóðleikhúsinu
1971 Francois 'Papa Doc' Duvalier, einræðisherra Haiti, deyr í Port-au-Prince
1994 Richard M. Nixon 37. forseti Bandaríkjanna, deyr í New York, 81 árs að aldri
Snjallyrði dagsins
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðavötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
Páll Ólafsson
Gleðilegt sumar - kærar þakkir fyrir samveruna í vetur!
Davíð Oddsson forsætisráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag, frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum. Á sama fundi kynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, skýrslu nefndar um sama efni, eins og ég fjallaði um í gær. Ráðherrar Framsóknarflokksins, að undanskildum utanríkisráðherra, voru á fundinum að sjá skýrsluna í fyrsta skipti, allavega tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa unnið að málinu seinustu vikur. Drög að frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum mun samkvæmt fréttum í gær ganga nokkuð lengra en niðurstöður skýrslunnar gera ráð fyrir. Mun verða frekari umræða um þetta mál á næsta ríkisstjórnarfundi í fyrramálið, og ljóst að skýrslan mun verða gerð opinber að loknum þeim fundi. Tel ég rétt að tjá mig ekki um hugsanlegt efni skýrslunnar eða væntanlegt frumvarp um eignarhald fjölmiðla, fyrr en það hefur verið kynnt opinberlega. Undarlegt var að fylgjast með umræðu um þetta mál í gær. Þingmenn Samfylkingarinnar vilja að frumvarp ráðherra verði gert opinbert og skýrslan ennfremur, nú strax. Eins og fram hefur komið margoft, er um að ræða í báðum tilvikum vinnugögn af hálfu ríkisstjórnar á þessu stigi, óeðlilegt er að trúnaðargögn verði rædd af forystumönnum ríkisstjórnarinnar eða birt opinberlega, fyrr en um þau hafa verið rædd að fullu í ríkisstjórninni og tekin til þeirra afstaða á þeim vettvangi. Var nokkuð undarlegt að sjá fjölmiðlafólk leita eftir því margoft í gær að ráðherrar tjáðu sig um trúnaðargögn ríkisstjórnar. Nógur tími er til stefnu að fjalla um málið og enginn vafi á að litrík umræða verður á hinum pólitíska vettvangi, um frumvarpið og þær breytingar sem það mun gera ráð fyrir.
Í fréttaskýringarþættinum 48 Hours á CBS í gærkvöldi, voru sýndar áður óbirtar myndir sem teknar voru af Díönu prinsessu af Wales, örfáum mínútum eftir að hún lenti í bílslysi í París, aðfararnótt 31. ágúst 1997, sem leiddi til dauða hennar. Myndirnar voru gerðar upptækar af frönsku lögreglunni eftir slysið, en þær voru teknar af paparazzi ljósmyndurum sem eltu prinsessuna og Dodi Al Fayed frá Ritz hótelinu. Samkomulag hafði verið gert um að myndirnar skyldu aldrei koma fyrir almenningssjónir eða verða birtar í dagblöðum eða sjónvarpi. Nú hefur CBS sjónvarpsstöðin, svikið það samkomulag sem almennt var talið að væri enn í gildi. Ennfremur voru birt í fyrrnefndum þætti áður óbirt gögn, t.d. krufningsskýrslur og trúnaðargögn frönsku lögreglunnar vegna rannsóknar á slysinu. Með hreinum ólíkindum er hversu lágkúruleg fréttamennska nútímans er orðin, miðað við þessi vinnubrögð. Ástæða þess að myndirnar eru birtar nú er ekki sýnileg, nema þá að reyna að hafa minningu prinsessunnar að féþúfu og reyna að ýfa upp sár nánustu aðstandenda hennar. Óhætt er að fullyrða að þessi myndbirting sé ekki viðeigandi og er full ástæða til að hneykslast á dómgreindarbresti þeirra sem taka ákvörðun um að birta opinberlega myndir sem þessar. 7 ár eru liðin frá láti prinsessunnar og tímabært að leyfa henni að hvíla í friði og hætta fjölmiðlafárinu.
Íslensku blaðamannaverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti á Pressuballi blaðamanna í gærkvöldi, á Hótel Borg. Verðlaun voru afhent í þrem flokkum: fyrir blaðamann ársins, rannsóknarblaðamennsku og bestu fjölmiðlaumfjöllun. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu, hlaut verðlaunin sem blaðamaður ársins, fyrir vandaða greinaflokka sína í fyrra, er hún fjallaði um baráttuna um Íslandsbanka og ennfremur um skattamál Jóns Ólafssonar. Báðar þessar umfjallanir voru gríðarlega vel gerðar og skemmtileg lesning. Agnes á að baki langan blaðamannsferil og er þekkt fyrir góð og traust vinnubrögð. Hún á því verðlaunin vel skilið. Brynhildur Ólafsdóttir fréttamaður á Stöð 2, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins en hún fjallaði ítarlega í fyrrasumar um varnarmál og boðaða brottför hersins. Reynir Traustason fréttastjóri DV, hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins, en hann skrifaði ítarlegar greinar í fyrrasumar í Fréttablaðið um rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna.
Svona er frelsið í dag
Í góðum pistli á frelsinu í dag fjallar Sassa um bílastæðamál í miðborg Reykjavíkur. Orðrétt segir: "Víða í Kaupmannahöfn eru ekki stöðumælar heldur er gjaldfrítt að leggja bíl sínum í slík stæði. Hver bíll er með límmiða innan á framrúðunni sem sýnir einhverskonar klukku. Þegar ökumaður leggur bíl sínum í þesskonar bílastæði stillir hann klukkuna samkvæmt því hvað klukkan er á þeim tíma. Á hverju svæði er svo leyfilegur hámarkstími og ef ökumaðurinn er lengur en sem nemur hámarkstímanum á því svæði sem hann lagði bílnum á þá má sekta hann. Starfsfólk verslana leggur ekki í slík bílastæði því það veit að það er hagur verslana að halda þessum stæðum lausum fyrir viðskiptavini. Með samskonar skipulagi gæti Laugavegurinn og vinsælustu svæðin í miðbænum boðið uppá nokkur gjaldfrí bílastæði. Til að njóta þeirra gæti fólk vanið komu sína á þeim tíma þegar sem minnst er að gera, því þessi bílastæði væru eflaust oft upptekin á háannatíma. Þá fær fólk líka betri þjónustu heldur en á háannatímum og allir ættu að hámarka hag sinn. Verslunarekendur fá viðskiptavini sem að öðrum kosti hefðu kannski valið verslunarmiðstöð og viðskiptin dreifast betur yfir daginn. Kúnninn er ánægður með að sleppa við að borga fyrir bílastæðið og vonandi líka ánægður með þá athygli sem hann fær frá kaupmanninum þegar fáir aðrir kúnnar er á ferð. Þá er líka hægt að einkavæða Bílastæðasjóð, en það er spurning hvaða vandamál það leysir og hvert er markmiðið?" Ennfremur er á frelsinu netviðtal við Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.
Skemmtilegt kvikmyndakvöld
Eftir kvöldfréttirnar horfði ég á Kastljósið. Þar voru Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, og Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, að ræða ríkisvernd á sölu mjólkurafurða. Hlægilegt var að sjá ráðherrann reyna að verja gamalt og úrelt kerfi og sannaðist þarna enn betur að hann er ekki alveg í takt við nútímann. Sigurður kom með marga athyglisverða punkta í umræðuna, en Guðni reyndi venju samkvæmt að fara með umræðuna út á tún. Eftir stendur að gamalt og úrelt kerfi verður að víkja fyrir nútímavinnubrögðum. Eftir þáttinn horfðum við á meistaraverk Quentin Tarantino, Kill Bill: Vol. 1. Keypti hana á DVD í vikunni, enda um að ræða skyldueign fyrir alla sanna kvikmyndaunnendur. Allt gengur upp í myndinni: tónlist, kvikmyndataka og leikur skapa magnað andrúmsloft. Flott bardagaatriði, blóðið er ekki sparað í öllum limlestingunum. Uma Thurman er traust í aðalhlutverkinu. Sannkölluð kvikmyndabomba. Eftir að hafa horft á myndina var skellt sér á forsýningu á Kill Bill: Vol. 2, sem hófst 22:30. Biðin var löng eftir framhaldinu, en vel þess virði. Að mínu mati er framhaldsmyndin betri en sú fyrri. Alveg magnað var að horfa á þessar tvær sama kvöldið. Saman mynda þær gríðarlega sterka heild. Báðar myndirnar eru í fyrsta flokks klassa, hiklaust. Allir að skella sér í bíó!
Dagurinn í dag
1917 Jón Helgason vígður biskup yfir Íslandi - hann sat á biskupsstóli til 1937
1942 Bandaríkjaher tekur formlega við yfirstjórn alls heraflans á Íslandi af Bretum
1950 Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness frumsýnd í Þjóðleikhúsinu
1971 Francois 'Papa Doc' Duvalier, einræðisherra Haiti, deyr í Port-au-Prince
1994 Richard M. Nixon 37. forseti Bandaríkjanna, deyr í New York, 81 árs að aldri
Snjallyrði dagsins
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðavötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulkinn.
Páll Ólafsson
Gleðilegt sumar - kærar þakkir fyrir samveruna í vetur!
<< Heim