Heitast í umræðunni
Nýlega birtist á vefritinu deiglan.com, pistill eftir Svövu Björku Hákonardóttur fyrrum stjórnarmann í Heimdalli, þar sem hún fjallar um Samband ungra sjálfstæðismanna og það hvernig blasir við henni að vera ungliði í Sjálfstæðisflokknum. Orðrétt segir hún í þessum dæmalausa pistli sínum: "Er SUS orðið að stofnun í huga ungs fólks með kosningarétt - skýrir það ef til vill lök kosningaúrslit sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks undanfarið? Eru breytingar innan SUS nauðsyn - er eitt svitaband ekki nóg, þurfum við fleiri svitabönd? Eða jafnvel viðameiri uppstokkun en að svitabandið verði hinn nýji vasaklútur, hin nýja slaufa innan raða ungra sjálfstæðismanna?". Undarlegt er að þessi orð séu skrifuð af manneskju sem hefur verið virk í ungliðahreyfingunni eða þekkir eitthvað til þar. Hef ég persónulega starfað innan Sjálfstæðisflokksins í pólitískum störfum til fjölda ára, bæði í sveitarstjórnarmálum og svo á landsvísu, t.d. fyrir SUS og sit nú í stjórn þess. Á þeim tíma sem ég hef sýnt því áhuga að láta að mér kveða þar eða unnið af krafti að þessu áhugamáli hef ég kynnst fjölda fólks með sama áhuga og ég og vilja til að vinna að því að tjá skoðanir sínar. Það er langur vegur frá því að um lokaðan klúbb sé að ræða. Allir sem áhuga hafa og vilja til að taka þátt í pólitískum skoðanaskiptum eiga erindi í ungliðahreyfinguna, hún er opin öllum. Fjarri er að allir þar séu steyptir í eitt mót, séu bara menn í jakkafötum. Sjálfur tel ég mig vera virkan í ungliðahreyfingunni og seint verð ég þekktur fyrir að vera ímynd jakkafatamanns. Ungt fólk hefur sameinast þar um að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og taka þátt í starfinu. Fyrir mig skiptir það eitt máli að berjast fyrir skoðunum mínum og taka þátt í því að tjá þær. Hvet ég alla þá sem áhuga hafa til að láta að sér kveða í flokknum að skella sér í starfið á fullu innan ungliðahreyfingarinnar. Allir sem áhuga hafa á pólitík, eiga þar sannkallað erindi.
Dómstólalög eru nú í endurskoðun í dómsmálaráðuneytinu. Fram hefur komið í fréttum í dag að meðal þess sem standi til að breyta sé starf og ábyrgð dómarafulltrúa í héraðsdómi. Frumvarp um þetta verður þó ekki lagt fram á núverandi starfstímabili Alþingis. Unnið er að því að frumvarpið verði til fyrir 1. október nk, er þing kemur saman að loknu sumarleyfi. Sá möguleiki er einnig uppi að samhliða breytingum á héraðsdómi verði einnig gerðar breytingar á lögum sem snerta Hæstarétt. Nefndur hefur verið sá möguleiki að dómsmálaráðherra skipi í kjölfar þess forseta réttarins og að breytingar verði gerðar á deildaskiptingu réttarins. Ítarleg umfjöllun var í hádegisfréttatíma RÚV á þessu máli. Varðandi Hæstarétt er líklegt að sú breyting verði gerð að forseti dómsins velji dómara til að dæma í málum, en ekki verði farið eftir þeirri starfsaldursreglu sem nú gildir, hefur það leitt m.a. til þess að dómarar sem starfa stutt við réttinn komast aldrei í að dæma í öðru en minniháttar málum. Ljóst eru að breytingar verða á skipan í réttinn, en tveir dómarar láta bráðlega af störfum. Bæði Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason hafa náð 65 ára aldri, og fara því brátt á eftirlaun.
Prófessorarnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Jón Steinar Gunnlaugsson svöruðu öllum spurningunum 15 rétt, í páskaþætti Viltu vinna milljón? á Stöð 2 að kvöldi páskadags. Um var að ræða sérstakan fjáröflunarþátt fyrir góðgerðarsamtök þar sem þekkt fólk var fengið til að svara spurningunum. Auk þeirra voru bræðurnir Bubbi og Tolli Morthens, gestir Jónasar R. Jónssonar í sjónvarpssal. Vinninginn, 5 milljónir króna, létu Hannes Hólmsteinn og Jón Steinar renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Var þátturinn æsispennandi og gaman að sjá þá félaga ná að fikra sig alla leið að 15. spurningunni. 5 milljóna króna spurningin var: Hvar bjó Loftur ríki Guttormsson á 15. öld? Rétt svar við spurningunni var Möðruvellir og var það Jón Steinar sem kom með svarið og tóku þeir áhættuna með því að svara, en þeir höfðu notað alla þrjá kostina fyrir lokaspurninguna. Þetta var glæsilegur árangur hjá Hannesi og Jóni og gott að vita til þess að peningarnir fara í þarft verkefni.
Svona er frelsið í dag
Í ítarlegum pistli á frelsinu í dag svara ritstjórar vefsins, skrifum ritstjóra ungkratavefsins politik.is. Orðrétt segir í pistli Kidda og Snorra: "Hinn geðþekki ritstjóri politik.is hefur ritað nokkrar athugasemdir vegna fréttar sem birtist í vettvang hér á síðunni. Eins og oft vill verða með málflutning samfylkingarinnar er hann í senn skemmtilegur og efnislega rangur. Fyrst kýs Magnús að gera athugsemdir við það að enginn setji nafn sitt við fréttina. Sú athugasemd hans virðist engum tilgangi þjóna öðrum en þeim að gera greinina tortryggilega. Mörg af stærstu dagblöðum og tímaritum heimsins birta ekki greinar undir nafni. Það er alveg ljóst hver ber ábyrgð á þeim skrifum enda gilda um það sérstakar reglur. Hefði Magnús ekki misst stjórn á sér í öllum æðibunuganginum hefði hann kannað hverjir eru ábyrgðarmenn vefsins." Ennfremur er athyglisverð umfjöllun um skattadaginn í Bandaríkjunum, sem var sl. sunnudag.
Góð helgi - kvikmyndir
Páskahelgin var virkilega góð og sannkölluð afslöppun og notið lífsins. Í gærkvöldi horfðum við á óskarsverðlaunamynd meistara David Lean, The Bridge on the River Kwai. Er óhætt að fullyrða að slíkt gæðabíó sé hinn fullkomni endir á góðri helgi. Brúin yfir Kwai-fljótið er ein besta mynd sjötta áratugarins. Segir frá breskum stríðsföngum í seinni heimsstyrjöldinni, sem er falið það verkefni af japönskum yfirboðurum að reisa brú yfir Kwai fljótið á Austur Indlandsskaganum. Verkinu er stjórnað af Nicholson ofursta, og unnið af ekta breskum metnaði. Svo vel tekst Bretunum verk sitt að þeir fá við gerð brúarinnar unnið traust Japananna. Það sem Bretarnir vita þó ekki er, að á meðan þeir vinna hörðum höndum við gerð brúarinnar, er unnið á öðrum stöðum að því að eyðileggja hana. Stórfengleg mynd sem skartar mögnuðum leik. Sir Alec Guinness var aldrei betri en í hlutverki Nicholsons. Ennfremur eiga William Holden, Sessue Hayakawa og Jack Hawkins stórleik. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna, en hlaut alls sjö. Var valin besta mynd ársins, Guinness sem leikari í aðalhlutverki, kvikmyndatöku, kvikmyndaklippingu, tónlist og handrit. Sir David Lean hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína. Var ennfremur tilnefnd fyrir leik Hayakawa í hlutverki Saito ofursta. Mynd sem verður mörgum eftirminnileg vegna litríks leiks aðalleikaranna og ekki síst vegna titilstefsins, Colonel Bogey March, hins fræga blísturstefs sem hvert mannsbarn kunni á sínum tíma og kann reyndar enn, enda eitt eftirminnilegasta kvikmyndastef 20. aldarinnar. Eðalmynd.
Dagurinn í dag
1203 Guðmundur Arason, hinn góði, vígður Hólabiskup - hann sat í 34 ár
1844 Jón Sigurðsson kjörinn á þing - hann var lengi forseti þingsins og sat þar til 1879
1964 Sidney Poitier hlaut óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, fyrstur þeldökkra leikara
1972 Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari, lést 86 ára að aldri
1998 Allir bankastjórar Landsbankans sögðu af sér í kjölfar hneykslismáls
Snjallyrði dagsins
Allir vilja lifa lengi, en enginn verða gamall
Benjamin Franklin
Nýlega birtist á vefritinu deiglan.com, pistill eftir Svövu Björku Hákonardóttur fyrrum stjórnarmann í Heimdalli, þar sem hún fjallar um Samband ungra sjálfstæðismanna og það hvernig blasir við henni að vera ungliði í Sjálfstæðisflokknum. Orðrétt segir hún í þessum dæmalausa pistli sínum: "Er SUS orðið að stofnun í huga ungs fólks með kosningarétt - skýrir það ef til vill lök kosningaúrslit sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks undanfarið? Eru breytingar innan SUS nauðsyn - er eitt svitaband ekki nóg, þurfum við fleiri svitabönd? Eða jafnvel viðameiri uppstokkun en að svitabandið verði hinn nýji vasaklútur, hin nýja slaufa innan raða ungra sjálfstæðismanna?". Undarlegt er að þessi orð séu skrifuð af manneskju sem hefur verið virk í ungliðahreyfingunni eða þekkir eitthvað til þar. Hef ég persónulega starfað innan Sjálfstæðisflokksins í pólitískum störfum til fjölda ára, bæði í sveitarstjórnarmálum og svo á landsvísu, t.d. fyrir SUS og sit nú í stjórn þess. Á þeim tíma sem ég hef sýnt því áhuga að láta að mér kveða þar eða unnið af krafti að þessu áhugamáli hef ég kynnst fjölda fólks með sama áhuga og ég og vilja til að vinna að því að tjá skoðanir sínar. Það er langur vegur frá því að um lokaðan klúbb sé að ræða. Allir sem áhuga hafa og vilja til að taka þátt í pólitískum skoðanaskiptum eiga erindi í ungliðahreyfinguna, hún er opin öllum. Fjarri er að allir þar séu steyptir í eitt mót, séu bara menn í jakkafötum. Sjálfur tel ég mig vera virkan í ungliðahreyfingunni og seint verð ég þekktur fyrir að vera ímynd jakkafatamanns. Ungt fólk hefur sameinast þar um að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og taka þátt í starfinu. Fyrir mig skiptir það eitt máli að berjast fyrir skoðunum mínum og taka þátt í því að tjá þær. Hvet ég alla þá sem áhuga hafa til að láta að sér kveða í flokknum að skella sér í starfið á fullu innan ungliðahreyfingarinnar. Allir sem áhuga hafa á pólitík, eiga þar sannkallað erindi.
Dómstólalög eru nú í endurskoðun í dómsmálaráðuneytinu. Fram hefur komið í fréttum í dag að meðal þess sem standi til að breyta sé starf og ábyrgð dómarafulltrúa í héraðsdómi. Frumvarp um þetta verður þó ekki lagt fram á núverandi starfstímabili Alþingis. Unnið er að því að frumvarpið verði til fyrir 1. október nk, er þing kemur saman að loknu sumarleyfi. Sá möguleiki er einnig uppi að samhliða breytingum á héraðsdómi verði einnig gerðar breytingar á lögum sem snerta Hæstarétt. Nefndur hefur verið sá möguleiki að dómsmálaráðherra skipi í kjölfar þess forseta réttarins og að breytingar verði gerðar á deildaskiptingu réttarins. Ítarleg umfjöllun var í hádegisfréttatíma RÚV á þessu máli. Varðandi Hæstarétt er líklegt að sú breyting verði gerð að forseti dómsins velji dómara til að dæma í málum, en ekki verði farið eftir þeirri starfsaldursreglu sem nú gildir, hefur það leitt m.a. til þess að dómarar sem starfa stutt við réttinn komast aldrei í að dæma í öðru en minniháttar málum. Ljóst eru að breytingar verða á skipan í réttinn, en tveir dómarar láta bráðlega af störfum. Bæði Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason hafa náð 65 ára aldri, og fara því brátt á eftirlaun.
Prófessorarnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Jón Steinar Gunnlaugsson svöruðu öllum spurningunum 15 rétt, í páskaþætti Viltu vinna milljón? á Stöð 2 að kvöldi páskadags. Um var að ræða sérstakan fjáröflunarþátt fyrir góðgerðarsamtök þar sem þekkt fólk var fengið til að svara spurningunum. Auk þeirra voru bræðurnir Bubbi og Tolli Morthens, gestir Jónasar R. Jónssonar í sjónvarpssal. Vinninginn, 5 milljónir króna, létu Hannes Hólmsteinn og Jón Steinar renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Var þátturinn æsispennandi og gaman að sjá þá félaga ná að fikra sig alla leið að 15. spurningunni. 5 milljóna króna spurningin var: Hvar bjó Loftur ríki Guttormsson á 15. öld? Rétt svar við spurningunni var Möðruvellir og var það Jón Steinar sem kom með svarið og tóku þeir áhættuna með því að svara, en þeir höfðu notað alla þrjá kostina fyrir lokaspurninguna. Þetta var glæsilegur árangur hjá Hannesi og Jóni og gott að vita til þess að peningarnir fara í þarft verkefni.
Svona er frelsið í dag
Í ítarlegum pistli á frelsinu í dag svara ritstjórar vefsins, skrifum ritstjóra ungkratavefsins politik.is. Orðrétt segir í pistli Kidda og Snorra: "Hinn geðþekki ritstjóri politik.is hefur ritað nokkrar athugasemdir vegna fréttar sem birtist í vettvang hér á síðunni. Eins og oft vill verða með málflutning samfylkingarinnar er hann í senn skemmtilegur og efnislega rangur. Fyrst kýs Magnús að gera athugsemdir við það að enginn setji nafn sitt við fréttina. Sú athugasemd hans virðist engum tilgangi þjóna öðrum en þeim að gera greinina tortryggilega. Mörg af stærstu dagblöðum og tímaritum heimsins birta ekki greinar undir nafni. Það er alveg ljóst hver ber ábyrgð á þeim skrifum enda gilda um það sérstakar reglur. Hefði Magnús ekki misst stjórn á sér í öllum æðibunuganginum hefði hann kannað hverjir eru ábyrgðarmenn vefsins." Ennfremur er athyglisverð umfjöllun um skattadaginn í Bandaríkjunum, sem var sl. sunnudag.
Góð helgi - kvikmyndir
Páskahelgin var virkilega góð og sannkölluð afslöppun og notið lífsins. Í gærkvöldi horfðum við á óskarsverðlaunamynd meistara David Lean, The Bridge on the River Kwai. Er óhætt að fullyrða að slíkt gæðabíó sé hinn fullkomni endir á góðri helgi. Brúin yfir Kwai-fljótið er ein besta mynd sjötta áratugarins. Segir frá breskum stríðsföngum í seinni heimsstyrjöldinni, sem er falið það verkefni af japönskum yfirboðurum að reisa brú yfir Kwai fljótið á Austur Indlandsskaganum. Verkinu er stjórnað af Nicholson ofursta, og unnið af ekta breskum metnaði. Svo vel tekst Bretunum verk sitt að þeir fá við gerð brúarinnar unnið traust Japananna. Það sem Bretarnir vita þó ekki er, að á meðan þeir vinna hörðum höndum við gerð brúarinnar, er unnið á öðrum stöðum að því að eyðileggja hana. Stórfengleg mynd sem skartar mögnuðum leik. Sir Alec Guinness var aldrei betri en í hlutverki Nicholsons. Ennfremur eiga William Holden, Sessue Hayakawa og Jack Hawkins stórleik. Myndin var tilnefnd til átta óskarsverðlauna, en hlaut alls sjö. Var valin besta mynd ársins, Guinness sem leikari í aðalhlutverki, kvikmyndatöku, kvikmyndaklippingu, tónlist og handrit. Sir David Lean hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína. Var ennfremur tilnefnd fyrir leik Hayakawa í hlutverki Saito ofursta. Mynd sem verður mörgum eftirminnileg vegna litríks leiks aðalleikaranna og ekki síst vegna titilstefsins, Colonel Bogey March, hins fræga blísturstefs sem hvert mannsbarn kunni á sínum tíma og kann reyndar enn, enda eitt eftirminnilegasta kvikmyndastef 20. aldarinnar. Eðalmynd.
Dagurinn í dag
1203 Guðmundur Arason, hinn góði, vígður Hólabiskup - hann sat í 34 ár
1844 Jón Sigurðsson kjörinn á þing - hann var lengi forseti þingsins og sat þar til 1879
1964 Sidney Poitier hlaut óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, fyrstur þeldökkra leikara
1972 Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari, lést 86 ára að aldri
1998 Allir bankastjórar Landsbankans sögðu af sér í kjölfar hneykslismáls
Snjallyrði dagsins
Allir vilja lifa lengi, en enginn verða gamall
Benjamin Franklin
<< Heim