Heitast í umræðunni
Eins og ég sagði frá í gær, náði ríkisstjórnin samkomulagi í gær um að leggja fram á þingi frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum. Var frumvarpið kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í dag og samþykktu báðir flokkar það á fundum sínum. Umræða verður um málið á þingi á miðvikudag. Fyrir liggur að þinglok verða ekki á upphaflegri dagsetningu þann 7. maí, eins og áður var ákveðið, heldur verði tekinn allur sá tími sem nauðsynlegt er til að ræða þetta mál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, var gestur Kristjáns Þorvaldssonar í spjallþættinum Sunnudagskaffi á Rás 2, í gær. Þar fór hún allítarlega yfir hvað felst í frumvarpinu og fjallaði um fjölmiðlaskýrsluna, í fyrsta skipti frá því hún var lögð fram. Undarlegt hefur verið að fylgjast með fréttaflutningi Fréttablaðsins um frumvarpið og beinlínis rangfærslur í fréttaflutningi. Athyglisvert var að sjá forsíðufrétt þar í gær með fyrirsögn að engin lausn væri í sjónmáli milli stjórnarflokkanna, þá þegar lá samkomulag fyrir milli flokkanna og var það eins og fyrr segir staðfest á ríkisstjórnarfundi í hádeginu í gær. Aldrei lá í loftinu að stjórnarslit yrðu vegna þessa máls, frá upphafi var ljóst að flokkarnir myndu fikra sig í samkomulagsátt og ná saman um endanlegt orðalag frumvarps. Hverjir ætli heimildarmenn Fréttablaðsins hafi verið, má leiða getum að því að Samfylkingarþingmenn hafi búið til fréttir til að skapa óróa eða leiða til þess. Engir nema þeir hafa verið svo örvæntingarfullir að búa til sögur um ósætti innan stjórnarinnar sem var ekki til staðar.
Fleiri en fréttamenn Baugsblaðanna hafa misst sig í ómálefnaleg vinnubrögð í kjölfar fjölmiðlaskýrslunnar og frumvarp ríkisstjórnarinnar. Sl. sunnudag komu fyrstu viðbrögð frá Baugi, stærsta hluthafanum í Norðurljósum. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs, sagði í Fréttablaðinu þann dag: "Stjórnmál hér á landi bera sífellt meir keim af geðþóttaákvörðunum þar sem grundvallarreglur réttarríkisins eru brotnar í hverju málinu á fætur öðru." Hann taldi greinargerð fjölmiðlanefndarinnar "flausturslega unna, þar væri öllu réttu snúið á hvolf, í raun væri verið að vega að grundvelli frjálsra fjölmiðla í landinu." Að lokum sagði hann: "Nú þurfa frjálshuga menn að taka höndum saman og hleypa þessari ógnarstjórn frá." Er með hreinum ólíkindum er að stjórnarformaðurinn lýsi ástandinu hér með þeim hætti sem hann gerir og noti orðið ógnarstjórn! Þetta orð hefur almennt verið notað til að lýsa stjórnum einræðisherra eða þar sem hvorki er tjáningarfrelsi né frelsi til athafna. Hér er engin einræðisstjórn, hinsvegar réttkjörin ríkisstjórn fleiri en eins flokks og fullt lýðræði. Hreinn hefur nú stigið það skref að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Eflaust er það rökrétt framhald þess að hann gekk Baugi á hönd í fyrra og hefur eflaust talið tímasetninguna nú hæfa vel þessu fjölmiðla-showi sínu. Að öðru leyti kemur þessi ákvörðun hans ekki á nokkurn hátt á óvart.
Viðtal fréttamanna við Davíð Oddsson í dag
Viðtal fréttamanna við Halldór Ásgrímsson í dag
Heinz Fischer var kjörinn forseti Austurríkis í gær. Hlaut hann rúm 52% atkvæða en Benita Ferrero-Waldner utanríkisráðherra, hlaut tæp 48%. Fischer var frambjóðandi Jafnaðarmannaflokksins en Ferrero-Waldner var fulltrúi Hægriflokks Wolfgangs Schüssel kanslara, og hefur setið sem utanríkisráðherra landsins í fimm ár. Þetta eru viss þáttaskil í sögu landsins, en nú eru 18 ár liðin síðan jafnaðarmaður var síðast forseti landsins. Seinustu tveir forsetar voru úr Hægriflokknum, Kurt Waldheim og Thomas Klestil, en Klestil lætur nú af embætti eftir 12 ára setu á forsetastóli. Fischer verðandi forseti, er 65 ára gamalreyndur þingmaður jafnaðarmanna, en talinn fremur litlaus. Hann hefur boðað velferð og félagslegt jafnrétti ásamt hlutleysi á alþjóðavettvangi, en hann er læknismenntaður og virtur fyrir störf sín á þeim vettvangi. Benita Ferrero-Waldner, sem hefði orðið fyrsti kvenforseti Austurríkis ef hún hefði náð kjöri, tilkynnti eftir að úrslit lágu fyrir að hún myndi sitja áfram sem utanríkisráðherra og halda áfram í stjórnmálum. Forsetaskipti verða í Austurríki þann 8. júlí.
Svona er frelsið í dag
Fyrr í mánuðinum skrifaði Friðjón ítarlegan pistil um frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögunum og um undirskriftasöfnun andstæðinga þess. Mikil umræða varð um þann pistil og nú rúmlega 10 dögum síðar skrifar hann annan pistil um málið. Í þeim pistli segir svo: "Það virðist vera, að fyrir suma sem stóðu að söfnuninni að hún snérist aldrei um neitt annað en að koma höggi á ríkisstjórnina og ráðherra dómsmála. Skítt með útlendinga og aðstandendur þeirra. Ákafi stjórnarandstæðinga í þessu máli hefur skemmt fyrir skynsamri umræðu um þetta frumvarp. Öllum staðhæfingum um að fólk beiti brögðum til að öðlast dvalarleyfi hér á landi hefur verið hafnað. En svo birtist forsíðugrein í DV sl. mánudag þar sem skýrt er frá því að ung kona hafi orðið fyrir árás fyrir að neita að taka þátt í að blekkja stjórnvöld. DV fer hamförum í því að gera allt sem dómsmálaráðherra gerir tortryggilegt og því er þetta stuðningur úr óvæntri átt." Að lokum segir Friðjón: "Víða á víðlendum vefsins hefur verið á það bent, undirrituðum og orðum hans til lasts að hann er vefstjóri dómsmálaráðuneytisins í fæðingarorlofi og skal það játað undir eins. Áhuginn á málaflokknum á sér hins vegar aðrar skýringar. Hann hefur meira með það að gera að eiginkona undirritaðs er erlend og fjölmargir í vinahóp einnig. Það fer því lítið fyrir óbeit á útlendingum, óbeitin beinist bara að heimskulegum og villandi málflutningi." Ennfremur eru á vefnum í dag góður pistill Snorra um samkeppnismál. Ennfremur bendi ég öllum á að lesa að auki athyglisvert erindi Heiðrúnar Lindar járnskvísu, um jafnréttismál.
Notalegur sunnudagur
Var virkilega góður sunnudagur hjá mér. Sól og sumarblíða, hitinn fór yfir 15 stig og ekki á betra kosið á þessum árstíma. Fór í góðan útivistartúr með vinum mínum eftir hádegið, en ég lauk við að mála í gær, var að taka í gegn heima smá og hef dundað mér í því um helgina. Fjölskyldan hittist seinnipartinn og borðaði saman grillmat og venju samkvæmt voru samræður í þeim félagsskap líflegar, að þessu sinni um fjölmiðlamál og margt fleira. Þetta er fjölskylda með skoðanir og langt í frá allir sammála, gaman að rökræða málin. Er heim kom um kvöldið, fór ég að horfa á fréttaskýringarþáttinn Í brennidepli, þar sem var athyglisverð umfjöllun t.d. um málefni Hríseyjar. Horfði svo á upptöku af Silfri Egils, þar sem fjölmiðlafrumvarpið og skýrslan var rædd. Biggi Ármanns stóð sig vel í því spjalli og ennfremur síðar um kvöldið í Kastljósinu. Svo kom til Egils, presturinn í Neskirkju sem notar predikunarstólinn til að bera út einhliða áróður um Íraksstríðið. Langt í frá viðeigandi. Manninum er fullfrjálst að hafa skoðanir á þessu, en hann getur komið þeim frá sér með þeim hætti sem flestir aðrir gera, t.d. á eigin vefum á Netinu á prívatvettvangi, en þarf ekki að nota embætti sitt og kirkju sem vettvang til þess. Bendi lesendum vefsins á skemmtilegar pælingar Stefáns Einars, félaga míns, um þetta mál. Horfði klukkan tíu á virkilega gott viðtal Sigmundar Ernis við Ásdísi Höllu Bragadóttur. Ásdís er einn af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum og er ég mjög ánægður með hennar verk í Garðabæ. Er að gera þar góða hluti! Eftir þáttinn fór ég á netið og spjallaði við vini á hinu magnaða MSN spjallkerfi.
Dagurinn í dag
1834 Tvö skip og fjórtán bátar fórust í ofsaveðri á Faxaflóa og með þeim 42 menn
1923 Albert Bretaprins giftist Elizabeth Bowes-Lyon - hann varð Englandskonungur 1936
1986 Kjarnorkuslys verður í Chernobyl í Úkraínu - það mesta í mannkynssögunni
1991 Sorpa, móttöku- og flökkunarstöð sorps í Gufunesi, var tekin formlega í notkun
1993 Niðursveiflu í efnahagsmálum á Englandi lýkur formlega, skv. efnahagstölum
Snjallyrði dagsins
Já, ég fullyrði algjörlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári, það er alveg ljóst.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður og borgarfulltrúi (sagt aðfararnótt 26. maí 2002 eftir borgarstjórnarkosningar - Ingibjörg tilkynnti hinsvegar um þingframboð sitt fyrir Samfylkinguna 18. desember 2002, varð hún að víkja af borgarstjórastóli í Reykjavík í kjölfarið)
Eins og ég sagði frá í gær, náði ríkisstjórnin samkomulagi í gær um að leggja fram á þingi frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum. Var frumvarpið kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í dag og samþykktu báðir flokkar það á fundum sínum. Umræða verður um málið á þingi á miðvikudag. Fyrir liggur að þinglok verða ekki á upphaflegri dagsetningu þann 7. maí, eins og áður var ákveðið, heldur verði tekinn allur sá tími sem nauðsynlegt er til að ræða þetta mál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, var gestur Kristjáns Þorvaldssonar í spjallþættinum Sunnudagskaffi á Rás 2, í gær. Þar fór hún allítarlega yfir hvað felst í frumvarpinu og fjallaði um fjölmiðlaskýrsluna, í fyrsta skipti frá því hún var lögð fram. Undarlegt hefur verið að fylgjast með fréttaflutningi Fréttablaðsins um frumvarpið og beinlínis rangfærslur í fréttaflutningi. Athyglisvert var að sjá forsíðufrétt þar í gær með fyrirsögn að engin lausn væri í sjónmáli milli stjórnarflokkanna, þá þegar lá samkomulag fyrir milli flokkanna og var það eins og fyrr segir staðfest á ríkisstjórnarfundi í hádeginu í gær. Aldrei lá í loftinu að stjórnarslit yrðu vegna þessa máls, frá upphafi var ljóst að flokkarnir myndu fikra sig í samkomulagsátt og ná saman um endanlegt orðalag frumvarps. Hverjir ætli heimildarmenn Fréttablaðsins hafi verið, má leiða getum að því að Samfylkingarþingmenn hafi búið til fréttir til að skapa óróa eða leiða til þess. Engir nema þeir hafa verið svo örvæntingarfullir að búa til sögur um ósætti innan stjórnarinnar sem var ekki til staðar.
Fleiri en fréttamenn Baugsblaðanna hafa misst sig í ómálefnaleg vinnubrögð í kjölfar fjölmiðlaskýrslunnar og frumvarp ríkisstjórnarinnar. Sl. sunnudag komu fyrstu viðbrögð frá Baugi, stærsta hluthafanum í Norðurljósum. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs, sagði í Fréttablaðinu þann dag: "Stjórnmál hér á landi bera sífellt meir keim af geðþóttaákvörðunum þar sem grundvallarreglur réttarríkisins eru brotnar í hverju málinu á fætur öðru." Hann taldi greinargerð fjölmiðlanefndarinnar "flausturslega unna, þar væri öllu réttu snúið á hvolf, í raun væri verið að vega að grundvelli frjálsra fjölmiðla í landinu." Að lokum sagði hann: "Nú þurfa frjálshuga menn að taka höndum saman og hleypa þessari ógnarstjórn frá." Er með hreinum ólíkindum er að stjórnarformaðurinn lýsi ástandinu hér með þeim hætti sem hann gerir og noti orðið ógnarstjórn! Þetta orð hefur almennt verið notað til að lýsa stjórnum einræðisherra eða þar sem hvorki er tjáningarfrelsi né frelsi til athafna. Hér er engin einræðisstjórn, hinsvegar réttkjörin ríkisstjórn fleiri en eins flokks og fullt lýðræði. Hreinn hefur nú stigið það skref að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Eflaust er það rökrétt framhald þess að hann gekk Baugi á hönd í fyrra og hefur eflaust talið tímasetninguna nú hæfa vel þessu fjölmiðla-showi sínu. Að öðru leyti kemur þessi ákvörðun hans ekki á nokkurn hátt á óvart.
Viðtal fréttamanna við Davíð Oddsson í dag
Viðtal fréttamanna við Halldór Ásgrímsson í dag
Heinz Fischer var kjörinn forseti Austurríkis í gær. Hlaut hann rúm 52% atkvæða en Benita Ferrero-Waldner utanríkisráðherra, hlaut tæp 48%. Fischer var frambjóðandi Jafnaðarmannaflokksins en Ferrero-Waldner var fulltrúi Hægriflokks Wolfgangs Schüssel kanslara, og hefur setið sem utanríkisráðherra landsins í fimm ár. Þetta eru viss þáttaskil í sögu landsins, en nú eru 18 ár liðin síðan jafnaðarmaður var síðast forseti landsins. Seinustu tveir forsetar voru úr Hægriflokknum, Kurt Waldheim og Thomas Klestil, en Klestil lætur nú af embætti eftir 12 ára setu á forsetastóli. Fischer verðandi forseti, er 65 ára gamalreyndur þingmaður jafnaðarmanna, en talinn fremur litlaus. Hann hefur boðað velferð og félagslegt jafnrétti ásamt hlutleysi á alþjóðavettvangi, en hann er læknismenntaður og virtur fyrir störf sín á þeim vettvangi. Benita Ferrero-Waldner, sem hefði orðið fyrsti kvenforseti Austurríkis ef hún hefði náð kjöri, tilkynnti eftir að úrslit lágu fyrir að hún myndi sitja áfram sem utanríkisráðherra og halda áfram í stjórnmálum. Forsetaskipti verða í Austurríki þann 8. júlí.
Svona er frelsið í dag
Fyrr í mánuðinum skrifaði Friðjón ítarlegan pistil um frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögunum og um undirskriftasöfnun andstæðinga þess. Mikil umræða varð um þann pistil og nú rúmlega 10 dögum síðar skrifar hann annan pistil um málið. Í þeim pistli segir svo: "Það virðist vera, að fyrir suma sem stóðu að söfnuninni að hún snérist aldrei um neitt annað en að koma höggi á ríkisstjórnina og ráðherra dómsmála. Skítt með útlendinga og aðstandendur þeirra. Ákafi stjórnarandstæðinga í þessu máli hefur skemmt fyrir skynsamri umræðu um þetta frumvarp. Öllum staðhæfingum um að fólk beiti brögðum til að öðlast dvalarleyfi hér á landi hefur verið hafnað. En svo birtist forsíðugrein í DV sl. mánudag þar sem skýrt er frá því að ung kona hafi orðið fyrir árás fyrir að neita að taka þátt í að blekkja stjórnvöld. DV fer hamförum í því að gera allt sem dómsmálaráðherra gerir tortryggilegt og því er þetta stuðningur úr óvæntri átt." Að lokum segir Friðjón: "Víða á víðlendum vefsins hefur verið á það bent, undirrituðum og orðum hans til lasts að hann er vefstjóri dómsmálaráðuneytisins í fæðingarorlofi og skal það játað undir eins. Áhuginn á málaflokknum á sér hins vegar aðrar skýringar. Hann hefur meira með það að gera að eiginkona undirritaðs er erlend og fjölmargir í vinahóp einnig. Það fer því lítið fyrir óbeit á útlendingum, óbeitin beinist bara að heimskulegum og villandi málflutningi." Ennfremur eru á vefnum í dag góður pistill Snorra um samkeppnismál. Ennfremur bendi ég öllum á að lesa að auki athyglisvert erindi Heiðrúnar Lindar járnskvísu, um jafnréttismál.
Notalegur sunnudagur
Var virkilega góður sunnudagur hjá mér. Sól og sumarblíða, hitinn fór yfir 15 stig og ekki á betra kosið á þessum árstíma. Fór í góðan útivistartúr með vinum mínum eftir hádegið, en ég lauk við að mála í gær, var að taka í gegn heima smá og hef dundað mér í því um helgina. Fjölskyldan hittist seinnipartinn og borðaði saman grillmat og venju samkvæmt voru samræður í þeim félagsskap líflegar, að þessu sinni um fjölmiðlamál og margt fleira. Þetta er fjölskylda með skoðanir og langt í frá allir sammála, gaman að rökræða málin. Er heim kom um kvöldið, fór ég að horfa á fréttaskýringarþáttinn Í brennidepli, þar sem var athyglisverð umfjöllun t.d. um málefni Hríseyjar. Horfði svo á upptöku af Silfri Egils, þar sem fjölmiðlafrumvarpið og skýrslan var rædd. Biggi Ármanns stóð sig vel í því spjalli og ennfremur síðar um kvöldið í Kastljósinu. Svo kom til Egils, presturinn í Neskirkju sem notar predikunarstólinn til að bera út einhliða áróður um Íraksstríðið. Langt í frá viðeigandi. Manninum er fullfrjálst að hafa skoðanir á þessu, en hann getur komið þeim frá sér með þeim hætti sem flestir aðrir gera, t.d. á eigin vefum á Netinu á prívatvettvangi, en þarf ekki að nota embætti sitt og kirkju sem vettvang til þess. Bendi lesendum vefsins á skemmtilegar pælingar Stefáns Einars, félaga míns, um þetta mál. Horfði klukkan tíu á virkilega gott viðtal Sigmundar Ernis við Ásdísi Höllu Bragadóttur. Ásdís er einn af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum og er ég mjög ánægður með hennar verk í Garðabæ. Er að gera þar góða hluti! Eftir þáttinn fór ég á netið og spjallaði við vini á hinu magnaða MSN spjallkerfi.
Dagurinn í dag
1834 Tvö skip og fjórtán bátar fórust í ofsaveðri á Faxaflóa og með þeim 42 menn
1923 Albert Bretaprins giftist Elizabeth Bowes-Lyon - hann varð Englandskonungur 1936
1986 Kjarnorkuslys verður í Chernobyl í Úkraínu - það mesta í mannkynssögunni
1991 Sorpa, móttöku- og flökkunarstöð sorps í Gufunesi, var tekin formlega í notkun
1993 Niðursveiflu í efnahagsmálum á Englandi lýkur formlega, skv. efnahagstölum
Snjallyrði dagsins
Já, ég fullyrði algjörlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári, það er alveg ljóst.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþingmaður og borgarfulltrúi (sagt aðfararnótt 26. maí 2002 eftir borgarstjórnarkosningar - Ingibjörg tilkynnti hinsvegar um þingframboð sitt fyrir Samfylkinguna 18. desember 2002, varð hún að víkja af borgarstjórastóli í Reykjavík í kjölfarið)
<< Heim