Heitast í umræðunni
Davíð Oddsson forsætisráðherra, las upp forsetabréf um frestun funda Alþingis á níunda tímanum í gærkvöldi. Með því lauk störfum þingsins á þessu starfstímabili, og mun þingið koma aftur saman að öllu óbreyttu, föstudaginn 1. október nk. Starfaði þingið þrem vikum lengur en áður var áætlað. Fram kom í ræðu Sólveigar Pétursdóttur starfandi forseta Alþingis, við þingslitin í gærkvöldi, að á þessu þingi hefðu verið samþykkt alls 123 lög og 29 þingsályktunartillögur. Þingskjöl voru fleiri en nokkru sinni í sögu þingsins, alls 1890. Á seinasta starfsdeginum voru samþykkt á sjötta tug laga, í kjölfar samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu um fjölda mála. Gengu þingstörf hratt fyrir sig eftir að þingið hafði samþykkt smábátafrumvarp sjávarútvegsráðherra. Ekki kom fram frumvarp um skattatillögur ríkisstjórnarinnar, eins og gefið hafði verið í skyn í eldhúsdagsumræðum fyrr í vikunni. Er það algjörlega óásættanlegt að framsóknarmenn tefji málið með þeim hætti sem verið hefur og er hvorugum stjórnarflokknum til framdráttar, það eina sem gæti bætt stöðu mála er að útfærslur tillagnanna verði kynntar í sumar, fyrir forsætisráðherraskipti í september að minnsta kosti. En framsóknarmenn klikka algjörlega í þessu máli og bera alla ábyrgð á frestun málsins.
Fantasia Barrino fór með sigur af hólmi í bandarísku stjörnuleitinni og var því kjörin poppstjarna Bandaríkjanna árið 2004. Fantasia er 19 ára gömul einstæð móðir og kemur frá smábænum High Point í Norður-Karólínu. Hún bar sigurorð af keppinaut sínum í úrslitaþættinum, Diönu DeGarmo, en hún er 16 ára gömul og kom frá smábænum Snellville í Georgíu. Sigur Fantasiu var þó naumur, aðeins munaði rúmu prósenti á þeim. 65 milljón manns greiddi atkvæði í símakosningunni, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fyrirfram þóttu þær báðar standa mjög sterkt og eiga góðar sigurlíkur. Báðar höfðu vaxið mjög sem söngkonur á því rúma hálfa ári sem keppnin stóð. Það er enginn vafi á því að þátttaka í svona keppni jafnast á við margra ára söngnám og þjálfun í sviðsframkomu. Fyrir sigur í keppninni fær Fantasia plötusamning, líkt og fyrri sigurvegarar keppninnar, þau Kelly Clarkson og Ruben Studdard. Fyrsta smáskífa hennar verður með laginu I Believe, sem Tamyra Gray, ein af efstu keppendum árið 2002, samdi fyrir sigurvegara keppninnar. Bæði Fantasia og Diana eiga farsælan feril framundan, báðar eru gríðarlega mikið efni í stórstjörnu og hefur þeim verið líkt við Tinu Turner og Patsy Cline af upptökustjóranum Clive Davis, sem veitti plötusamninginn sem fyrstu verðlaun. Framtíð þeirra á tónlistarbrautinni er björt.
Hringadróttinssaga
Keypti mér í vikunni kvikmyndina The Lord of the Rings: The Return of the King, en hún er nú komin út á DVD. Þessi stórfenglega mynd er endapunkturinn á hina mögnuðu Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien og hlaut fyrr á þessu ári 11 óskarsverðlaun, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins 2003. Hef ég lengi haft mikinn áhuga á bókunum og er mikill unnandi myndanna. Í desember skrifaði ég kvikmyndagagnrýni um þriðju myndina og þar kom eftirfarandi fram: "Hvert smáatriði er úthugsað, hér er um að ræða meistaraverk í kvikmyndagerð. Meistarinn og sá sem stjórnar þessu vel unna verki er Peter Jackson. Hann hefur skapað eftirminnilegustu trílógíu kvikmyndasögunnar. The Return of the King er besta mynd trílógíunnar, betri en hinar tvær fyrri til samans. Hérna birtast eftirminnilegustu bardagasenur í kvikmynd, baráttan við Mínas Tírith er svo undursamlega kvikmynduð að leitun er að betri bardagsenu í kvikmynd til þessa. Hér eru allir lausir endar fyrri myndanna bundnir saman. Útkoman er mynd sem stendur uppúr í kvikmyndagerð seinustu áratuga. Besta kvikmynd ársins 2003 - en jafnframt svo miklu meira en það. Meistarasmíð í kvikmyndagerð eins og þær gerast allra bestar." Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien er sennilega einhver rómaðasta skáldsaga allra tíma, og kvikmyndirnar munu halda uppi merki þeirra um ókomna tíð. Seinasta myndin er skyldueign fyrir alla kvikmyndaunnendur.
Kvikmyndaumfjöllun - The Day After Tomorrow
Hver myndu örlög mannkyns verða ef verstu spár rættust varðandi gróðurhúsaáhrif og hlýrri loftvinda um allan heim? Þetta er umfjöllunarefni nýjustu kvikmyndar leikstjórans Rolands Emmerich sem gerði tæknibrellumeistaraverkið The Independence Day árið 1996. Sú mynd fjallaði um árás geimvera að jarðarbúum er ætluðu sér heimsyfirráð. Rétt eins og hún er The Day After Tomorrow sannkallað tæknibrellumeistaraverk og er mjög líklegt að myndin fái óskarinn að ári fyrir tæknibrellurnar, svo gríðarlega vel eru þær gerðar og fléttaðar inn í söguna að ekkert annað orð en stórfenglegt á við. Hörmungum jarðarbúa samhliða náttúruhamförum vegna loftslagsbreytinga sem vísindamenn spáðu árið 2000 að gætu gerst seinnipart 21. aldarinnar, er lýst með meistaralegum hætti. Gallarnir við þessa mynd eru hinsvegar nokkrir og áþreifanlegir, handritið er veikt og ennfremur leikurinn að miklu leyti. Það hefði mátt standa betur að vali á sumum leikurunum, en uppúr leikarahópnum standa þó þeir Jake Gyllenhaal og Dennis Quaid auk Ian Holm sem stelur senunni í litlu hlutverki. Tónlistin er áhrifamikil og passar vel inn í myndina þegar spennan eykst. Fyrir þá sem vilja sjá áhrifamikið tæknibrellumeistaraverk er The Day After Tomorrow rétta myndin í bíó um þessar mundir.
Dagurinn í dag
1886 Lyfjafræðingurinn John Pemberton kynnir fyrsta sinni nýjan svaladrykk undir nafninu Coca Cola sem slær í gegn í fyllingu tímans og verður vinsælasti gosdrykkur sögunnar
1917 John F. Kennedy 35. forseti Bandaríkjanna, fæðist í Brookline - var kjörinn forseti árið 1960 og sat í embætti allt til dauðadags 22. nóvember 1963 er hann féll fyrir byssukúlu tilræðismanns
1947 Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar ferst við Hestfjall í Héðinsfirði - 25 manns fórust, þ.á.m. Garðar Þorsteinsson alþingismaður. Mesta flugslys Íslandssögunnar
1953 Edmund Hillary og Tenzing Norgay ná fyrstir manna í sögunni á tind Mount Everest
1999 Selma Björnsdóttir varð í öðru sæti í Eurovision söngvakeppninni með lagið All Out of Luck - hlaut 146 stig, 17 stigum færra en framlag Svía. Besti árangur Íslands í keppninni til þessa
Snjallyrði dagsins
Look at a day when you are supremely satisfied at the end. It's not a day when you lounge around doing nothing; its when you had everything to do, and you've done it.
Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands (1979-1990)
Davíð Oddsson forsætisráðherra, las upp forsetabréf um frestun funda Alþingis á níunda tímanum í gærkvöldi. Með því lauk störfum þingsins á þessu starfstímabili, og mun þingið koma aftur saman að öllu óbreyttu, föstudaginn 1. október nk. Starfaði þingið þrem vikum lengur en áður var áætlað. Fram kom í ræðu Sólveigar Pétursdóttur starfandi forseta Alþingis, við þingslitin í gærkvöldi, að á þessu þingi hefðu verið samþykkt alls 123 lög og 29 þingsályktunartillögur. Þingskjöl voru fleiri en nokkru sinni í sögu þingsins, alls 1890. Á seinasta starfsdeginum voru samþykkt á sjötta tug laga, í kjölfar samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu um fjölda mála. Gengu þingstörf hratt fyrir sig eftir að þingið hafði samþykkt smábátafrumvarp sjávarútvegsráðherra. Ekki kom fram frumvarp um skattatillögur ríkisstjórnarinnar, eins og gefið hafði verið í skyn í eldhúsdagsumræðum fyrr í vikunni. Er það algjörlega óásættanlegt að framsóknarmenn tefji málið með þeim hætti sem verið hefur og er hvorugum stjórnarflokknum til framdráttar, það eina sem gæti bætt stöðu mála er að útfærslur tillagnanna verði kynntar í sumar, fyrir forsætisráðherraskipti í september að minnsta kosti. En framsóknarmenn klikka algjörlega í þessu máli og bera alla ábyrgð á frestun málsins.
Fantasia Barrino fór með sigur af hólmi í bandarísku stjörnuleitinni og var því kjörin poppstjarna Bandaríkjanna árið 2004. Fantasia er 19 ára gömul einstæð móðir og kemur frá smábænum High Point í Norður-Karólínu. Hún bar sigurorð af keppinaut sínum í úrslitaþættinum, Diönu DeGarmo, en hún er 16 ára gömul og kom frá smábænum Snellville í Georgíu. Sigur Fantasiu var þó naumur, aðeins munaði rúmu prósenti á þeim. 65 milljón manns greiddi atkvæði í símakosningunni, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fyrirfram þóttu þær báðar standa mjög sterkt og eiga góðar sigurlíkur. Báðar höfðu vaxið mjög sem söngkonur á því rúma hálfa ári sem keppnin stóð. Það er enginn vafi á því að þátttaka í svona keppni jafnast á við margra ára söngnám og þjálfun í sviðsframkomu. Fyrir sigur í keppninni fær Fantasia plötusamning, líkt og fyrri sigurvegarar keppninnar, þau Kelly Clarkson og Ruben Studdard. Fyrsta smáskífa hennar verður með laginu I Believe, sem Tamyra Gray, ein af efstu keppendum árið 2002, samdi fyrir sigurvegara keppninnar. Bæði Fantasia og Diana eiga farsælan feril framundan, báðar eru gríðarlega mikið efni í stórstjörnu og hefur þeim verið líkt við Tinu Turner og Patsy Cline af upptökustjóranum Clive Davis, sem veitti plötusamninginn sem fyrstu verðlaun. Framtíð þeirra á tónlistarbrautinni er björt.
Hringadróttinssaga
Keypti mér í vikunni kvikmyndina The Lord of the Rings: The Return of the King, en hún er nú komin út á DVD. Þessi stórfenglega mynd er endapunkturinn á hina mögnuðu Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien og hlaut fyrr á þessu ári 11 óskarsverðlaun, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins 2003. Hef ég lengi haft mikinn áhuga á bókunum og er mikill unnandi myndanna. Í desember skrifaði ég kvikmyndagagnrýni um þriðju myndina og þar kom eftirfarandi fram: "Hvert smáatriði er úthugsað, hér er um að ræða meistaraverk í kvikmyndagerð. Meistarinn og sá sem stjórnar þessu vel unna verki er Peter Jackson. Hann hefur skapað eftirminnilegustu trílógíu kvikmyndasögunnar. The Return of the King er besta mynd trílógíunnar, betri en hinar tvær fyrri til samans. Hérna birtast eftirminnilegustu bardagasenur í kvikmynd, baráttan við Mínas Tírith er svo undursamlega kvikmynduð að leitun er að betri bardagsenu í kvikmynd til þessa. Hér eru allir lausir endar fyrri myndanna bundnir saman. Útkoman er mynd sem stendur uppúr í kvikmyndagerð seinustu áratuga. Besta kvikmynd ársins 2003 - en jafnframt svo miklu meira en það. Meistarasmíð í kvikmyndagerð eins og þær gerast allra bestar." Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkien er sennilega einhver rómaðasta skáldsaga allra tíma, og kvikmyndirnar munu halda uppi merki þeirra um ókomna tíð. Seinasta myndin er skyldueign fyrir alla kvikmyndaunnendur.
Kvikmyndaumfjöllun - The Day After Tomorrow
Hver myndu örlög mannkyns verða ef verstu spár rættust varðandi gróðurhúsaáhrif og hlýrri loftvinda um allan heim? Þetta er umfjöllunarefni nýjustu kvikmyndar leikstjórans Rolands Emmerich sem gerði tæknibrellumeistaraverkið The Independence Day árið 1996. Sú mynd fjallaði um árás geimvera að jarðarbúum er ætluðu sér heimsyfirráð. Rétt eins og hún er The Day After Tomorrow sannkallað tæknibrellumeistaraverk og er mjög líklegt að myndin fái óskarinn að ári fyrir tæknibrellurnar, svo gríðarlega vel eru þær gerðar og fléttaðar inn í söguna að ekkert annað orð en stórfenglegt á við. Hörmungum jarðarbúa samhliða náttúruhamförum vegna loftslagsbreytinga sem vísindamenn spáðu árið 2000 að gætu gerst seinnipart 21. aldarinnar, er lýst með meistaralegum hætti. Gallarnir við þessa mynd eru hinsvegar nokkrir og áþreifanlegir, handritið er veikt og ennfremur leikurinn að miklu leyti. Það hefði mátt standa betur að vali á sumum leikurunum, en uppúr leikarahópnum standa þó þeir Jake Gyllenhaal og Dennis Quaid auk Ian Holm sem stelur senunni í litlu hlutverki. Tónlistin er áhrifamikil og passar vel inn í myndina þegar spennan eykst. Fyrir þá sem vilja sjá áhrifamikið tæknibrellumeistaraverk er The Day After Tomorrow rétta myndin í bíó um þessar mundir.
Dagurinn í dag
1886 Lyfjafræðingurinn John Pemberton kynnir fyrsta sinni nýjan svaladrykk undir nafninu Coca Cola sem slær í gegn í fyllingu tímans og verður vinsælasti gosdrykkur sögunnar
1917 John F. Kennedy 35. forseti Bandaríkjanna, fæðist í Brookline - var kjörinn forseti árið 1960 og sat í embætti allt til dauðadags 22. nóvember 1963 er hann féll fyrir byssukúlu tilræðismanns
1947 Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar ferst við Hestfjall í Héðinsfirði - 25 manns fórust, þ.á.m. Garðar Þorsteinsson alþingismaður. Mesta flugslys Íslandssögunnar
1953 Edmund Hillary og Tenzing Norgay ná fyrstir manna í sögunni á tind Mount Everest
1999 Selma Björnsdóttir varð í öðru sæti í Eurovision söngvakeppninni með lagið All Out of Luck - hlaut 146 stig, 17 stigum færra en framlag Svía. Besti árangur Íslands í keppninni til þessa
Snjallyrði dagsins
Look at a day when you are supremely satisfied at the end. It's not a day when you lounge around doing nothing; its when you had everything to do, and you've done it.
Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands (1979-1990)
<< Heim