Heitast í umræðunni
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, og George W. Bush forseti Bandaríkjanna, hittust á fundi í Hvíta húsinu í gær, til að ræða stöðu mála í Írak, nú þegar styttist í að bandalagsþjóðirnar, sem hafa stjórnað landinu frá apríl 2003, færi heimamönnum völdin þar. Að fundinum loknum lýsti Berlusconi því yfir að ítalskt herlið verði áfram í Írak eftir valdaskiptin 30. júní nk. og gagnrýndi jafnframt harðlega stjórnarandstöðuna á Ítalíu fyrir afstöðu sína til Íraksmálsins. Sakaði hann þá um að þjóna hagsmunum óvina lýðveldisins. Sagði hann að það væri skylda Ítalíu að taka þátt í ferlinu í átt að lýðræði í Írak og það væri heiður að taka þátt í því. Norðurbandalagið, sem er stuðningsflokkur Berlusconis í ríkisstjórn landsins, er setið hefur í tæp þrjú ár, hefur þegar lýst yfir efasemdum um að rétt sé að framlengja dvöl Ítala í Írak fram yfir valdaskiptin. Óróleiki heldur áfram í Írak, heittrúaðir sækja fram gegn bandalagshernum og úlfúð er í garð Bandaríkjamanna í landinu. Í gær réðust bandarískir hermenn og íraskir lögreglumenn inn í höfuðstöðvar Ahmed Chalabi félaga í framkvæmdaráði Íraks. Virðist hann nú fallinn í ónáð hjá Bandaríkjamönnum, en um tíma þótti hann líklegastur sem leiðtogi landsins eftir valdaskiptin. Í gær ávarpaði Bush forseti, fund repúblikana og ítrekaði að valdaskiptin færu fram 30. júní og óróleikinn í Írak breytti engu þar um.
Undanfarna mánuði hafa átt sér stað viðræður milli bæjaryfirvalda á Akureyri og Hríseyjarhrepps, um sameiningu sveitarfélaganna. Samkomulag náðist í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna í byrjun vikunnar um fyrirkomulag sameiningar og mun verða kosið um að sameina sveitarfélögin samhliða forsetakosningum þann 26. júní nk. Fjallað var um málið á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag og þar kom fram að allir listar sem náðu kjöri í bæjarstjórn við seinustu kosningar styðja sameininguna. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi 1. ágúst og að bæjarstjórn Akureyrar muni fara með stjórn hins sameinaða sveitarfélags fram að næstu sveitarstjórnarkosningum árið 2006. Það skref sem stigið verður með sameiningunni er tímabært og vonandi upphaf að lengra ferli sameiningar sveitarfélaga í firðinum. Í hugum flestra Eyfirðinga er svæðið allt að verða ein heild í hugum fólks hér, og ennfremur hætt að hugsa í gömlum hrepparíg um að þetta og eitt sé málefni eins svæðis og þetta komi afmörkuðum parti einungis við. Fólk er hætt að horfa til fortíðar, það horfir þess í stað fram á veginn og hugsar til framtíðar. Hef ég alla tíð verið mikill áhugamaður um sameiningu sveitarfélaga í firðinum og bendi á pistil minn um þetta efni, er birtist í febrúar sl.
Nú styttist óðum í sumarleyfi þingmanna og að venju er fjöldi mála til umræðu í þinginu og þau misgóð frumvörpin sem renna í gegn. Það er slæmt til þess að vita að þingmenn og forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki haft kjark í sér til að nota tækifærið samhliða því að setja reglur um fjölmiðlamarkaðinn og reyna á það að koma í leið í gegnum þingið tillögum að breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Það er greinilega ekki forgangsmál að hálfu forsætisráðherra og menntamálaráðherra að taka fyrir RÚV. Hefur reyndar komið oft í ljós að forsætisráðherrann vill ekki neinar breytingar sýnilegar á rekstri ríkisfjölmiðilsins og menntamálaráðherra er ekki áfjáð í þær heldur. Hef ég oft gagnrýnt harkalega þau bæði fyrir sofandaháttinn í þessum efnum, sérstaklega er slæmt að formaður flokksins beiti sér ekkert í því að stokka upp rekstur RÚV og er ég lítt sáttur við hvernig hann hefur hummað þetta fram af sér. Og svo eru það skattalækkanirnar, hvað varð um þær? Sofna þær kannski fram á haustið til að Framsóknarflokkurinn hirði heiðurinn af þeim? Ætlar flokkurinn ekki að berja skattatillögurnar í gegn fyrir vorið? Hvaða ládeyða er þetta með alvörumálin sem þarf að afgreiða?
Svona er frelsið í dag
Í pistli dagsins á frelsinu fjallar Bjarki um málefni RÚV, tekur þar undir sjónarmið okkar Heiðrúnar er fram hafa komið á vefnum og bætist í stóran hóp okkar ungliða í SUS sem blöskrar aumingjaskapur ríkisstjórnarinnar og þá einkum ráðherra Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að RÚV, en það virðist skorta allan vilja þar til að taka til hendinni og stokka upp reksturinn. Er mjög ámælisvert hvernig ráðherrar og forystumenn flokksins halda á þessum málum. Í pistlinum segir Bjarki orðrétt: "Afnotagjöld RÚV ætti í raun ekki að skilgreinda sem gjöld, heldur sem skatt fyrir þá sem eiga sjónvarpstæki, enda er skylda fyrir alla sem slíkt tæki eiga að inna gjöldin af hendi. Í umræðunni undanfarnar vikur, sem að mestu hefur snúist um fjölmiðlafrumvarpið svokallaða, hafa bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gert því skóna að breyta þurfi afnotagjalda fyrirkomulaginu, en þeir hafa ekki enn skýrt nánar hvernig þær breytingar eigi að vera. Það verður að teljast mikið og stórt skref aftur á bak ef stofnunin verður sett á fjárlög. Það skiptir í raun engu máli hvernig skattar sem fara í rekstur RÚV eru innheimtir, þeir koma frá skattgreiðendum. Það eina sem hefst með því að afnema afnotagjöldin er að þá verða skattgreiðendur ónæmari fyrir því hversu mikill hluti af sköttum þeirra fer til RÚV." Góður pistill sem ég hvet alla til að lesa.
Kvikmyndaumfjöllun - The Butterfly Effect
Vönduð og vel leikin spennumynd með hörkugóðu handriti. Segir frá Evan er býr einn með mömmu sinni, en faðir hans er á geðveikrahæli. Í æsku lendir Evan ásamt vinum sínum, þeim Lenny, Keyleigh og Tommy, í erfiðri lífsreynslu sem hefur mikil áhrif á líf þeirra. Hann á mjög erfitt með að horfast í augu við ákveðna hluti og þjáist af minnisleysi. Evan kemst að því að hann býr yfir þeim eiginleika að geta farið aftur í tímann og getur með því haft áhrif á marga hluti í lífi sínu og vina sinna. Að því kemur þó að hann hafi ófyrirséð áhrif á þá hluti sem best væri að hrófla sem minnst við. Góð mynd sem skartar Ashton Kutcher í aðalhlutverki, hann birtist hér í óvenjulegu hlutverki. Hann hefur hingað til verið þekktastur fyrir gamansamar myndir og sýnir hér á sér nýjar hliðar sem leikari og stendur sig vel. Að auki eiga Jesse James, Eric Stoltz, Melora Walters og Amy Smart góðan leik í sínum hlutverkum. Handritið er gríðarvel unnið og skemmtilega útfært. Útkoman er góð spennumynd sem óhætt er að mæla með. Það lærist þó af þessari mynd að aldrei ætti að reyna að storka örlögunum um of. Hvet alla til að sjá The Butterfly Effect, mynd sem kemur á óvart og allir sannir kvikmyndaáhugamenn ættu að njóta.
Dagurinn í dag
1991 Rajiv Gandhi fyrrum forsætisráðherra Indlands, myrtur í sprengjutilræði Tamíl tígra, á kosningaferðalagi í Tamil Nadu héraðinu - hann sat á forsætisráðherrastóli 1984-1989
1997 Þrír Íslendingar komust á tind Mount Everest, hæsta fjalls heims sem er 8.848 m. á hæð
2000 Björk Guðmundsdóttir valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Cannes
2000 Óskarsverðlaunaleikarinn Sir John Gielgud deyr í London, 96 ára að aldri
2003 Davíð Oddsson tilkynnir að hann muni láta af embætti forsætisráðherra, þann 15. september 2004 - hann hefur setið á þeim stóli frá 1991 og var borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991
Snjallyrði dagsins
My grandfather once told me that there are two kinds of people: those who work and those who take the credit. He told me to try to be in the first group; there was less competition there.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands (1917-1984)
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, og George W. Bush forseti Bandaríkjanna, hittust á fundi í Hvíta húsinu í gær, til að ræða stöðu mála í Írak, nú þegar styttist í að bandalagsþjóðirnar, sem hafa stjórnað landinu frá apríl 2003, færi heimamönnum völdin þar. Að fundinum loknum lýsti Berlusconi því yfir að ítalskt herlið verði áfram í Írak eftir valdaskiptin 30. júní nk. og gagnrýndi jafnframt harðlega stjórnarandstöðuna á Ítalíu fyrir afstöðu sína til Íraksmálsins. Sakaði hann þá um að þjóna hagsmunum óvina lýðveldisins. Sagði hann að það væri skylda Ítalíu að taka þátt í ferlinu í átt að lýðræði í Írak og það væri heiður að taka þátt í því. Norðurbandalagið, sem er stuðningsflokkur Berlusconis í ríkisstjórn landsins, er setið hefur í tæp þrjú ár, hefur þegar lýst yfir efasemdum um að rétt sé að framlengja dvöl Ítala í Írak fram yfir valdaskiptin. Óróleiki heldur áfram í Írak, heittrúaðir sækja fram gegn bandalagshernum og úlfúð er í garð Bandaríkjamanna í landinu. Í gær réðust bandarískir hermenn og íraskir lögreglumenn inn í höfuðstöðvar Ahmed Chalabi félaga í framkvæmdaráði Íraks. Virðist hann nú fallinn í ónáð hjá Bandaríkjamönnum, en um tíma þótti hann líklegastur sem leiðtogi landsins eftir valdaskiptin. Í gær ávarpaði Bush forseti, fund repúblikana og ítrekaði að valdaskiptin færu fram 30. júní og óróleikinn í Írak breytti engu þar um.
Undanfarna mánuði hafa átt sér stað viðræður milli bæjaryfirvalda á Akureyri og Hríseyjarhrepps, um sameiningu sveitarfélaganna. Samkomulag náðist í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna í byrjun vikunnar um fyrirkomulag sameiningar og mun verða kosið um að sameina sveitarfélögin samhliða forsetakosningum þann 26. júní nk. Fjallað var um málið á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag og þar kom fram að allir listar sem náðu kjöri í bæjarstjórn við seinustu kosningar styðja sameininguna. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi 1. ágúst og að bæjarstjórn Akureyrar muni fara með stjórn hins sameinaða sveitarfélags fram að næstu sveitarstjórnarkosningum árið 2006. Það skref sem stigið verður með sameiningunni er tímabært og vonandi upphaf að lengra ferli sameiningar sveitarfélaga í firðinum. Í hugum flestra Eyfirðinga er svæðið allt að verða ein heild í hugum fólks hér, og ennfremur hætt að hugsa í gömlum hrepparíg um að þetta og eitt sé málefni eins svæðis og þetta komi afmörkuðum parti einungis við. Fólk er hætt að horfa til fortíðar, það horfir þess í stað fram á veginn og hugsar til framtíðar. Hef ég alla tíð verið mikill áhugamaður um sameiningu sveitarfélaga í firðinum og bendi á pistil minn um þetta efni, er birtist í febrúar sl.
Nú styttist óðum í sumarleyfi þingmanna og að venju er fjöldi mála til umræðu í þinginu og þau misgóð frumvörpin sem renna í gegn. Það er slæmt til þess að vita að þingmenn og forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki haft kjark í sér til að nota tækifærið samhliða því að setja reglur um fjölmiðlamarkaðinn og reyna á það að koma í leið í gegnum þingið tillögum að breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Það er greinilega ekki forgangsmál að hálfu forsætisráðherra og menntamálaráðherra að taka fyrir RÚV. Hefur reyndar komið oft í ljós að forsætisráðherrann vill ekki neinar breytingar sýnilegar á rekstri ríkisfjölmiðilsins og menntamálaráðherra er ekki áfjáð í þær heldur. Hef ég oft gagnrýnt harkalega þau bæði fyrir sofandaháttinn í þessum efnum, sérstaklega er slæmt að formaður flokksins beiti sér ekkert í því að stokka upp rekstur RÚV og er ég lítt sáttur við hvernig hann hefur hummað þetta fram af sér. Og svo eru það skattalækkanirnar, hvað varð um þær? Sofna þær kannski fram á haustið til að Framsóknarflokkurinn hirði heiðurinn af þeim? Ætlar flokkurinn ekki að berja skattatillögurnar í gegn fyrir vorið? Hvaða ládeyða er þetta með alvörumálin sem þarf að afgreiða?
Svona er frelsið í dag
Í pistli dagsins á frelsinu fjallar Bjarki um málefni RÚV, tekur þar undir sjónarmið okkar Heiðrúnar er fram hafa komið á vefnum og bætist í stóran hóp okkar ungliða í SUS sem blöskrar aumingjaskapur ríkisstjórnarinnar og þá einkum ráðherra Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að RÚV, en það virðist skorta allan vilja þar til að taka til hendinni og stokka upp reksturinn. Er mjög ámælisvert hvernig ráðherrar og forystumenn flokksins halda á þessum málum. Í pistlinum segir Bjarki orðrétt: "Afnotagjöld RÚV ætti í raun ekki að skilgreinda sem gjöld, heldur sem skatt fyrir þá sem eiga sjónvarpstæki, enda er skylda fyrir alla sem slíkt tæki eiga að inna gjöldin af hendi. Í umræðunni undanfarnar vikur, sem að mestu hefur snúist um fjölmiðlafrumvarpið svokallaða, hafa bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gert því skóna að breyta þurfi afnotagjalda fyrirkomulaginu, en þeir hafa ekki enn skýrt nánar hvernig þær breytingar eigi að vera. Það verður að teljast mikið og stórt skref aftur á bak ef stofnunin verður sett á fjárlög. Það skiptir í raun engu máli hvernig skattar sem fara í rekstur RÚV eru innheimtir, þeir koma frá skattgreiðendum. Það eina sem hefst með því að afnema afnotagjöldin er að þá verða skattgreiðendur ónæmari fyrir því hversu mikill hluti af sköttum þeirra fer til RÚV." Góður pistill sem ég hvet alla til að lesa.
Kvikmyndaumfjöllun - The Butterfly Effect
Vönduð og vel leikin spennumynd með hörkugóðu handriti. Segir frá Evan er býr einn með mömmu sinni, en faðir hans er á geðveikrahæli. Í æsku lendir Evan ásamt vinum sínum, þeim Lenny, Keyleigh og Tommy, í erfiðri lífsreynslu sem hefur mikil áhrif á líf þeirra. Hann á mjög erfitt með að horfast í augu við ákveðna hluti og þjáist af minnisleysi. Evan kemst að því að hann býr yfir þeim eiginleika að geta farið aftur í tímann og getur með því haft áhrif á marga hluti í lífi sínu og vina sinna. Að því kemur þó að hann hafi ófyrirséð áhrif á þá hluti sem best væri að hrófla sem minnst við. Góð mynd sem skartar Ashton Kutcher í aðalhlutverki, hann birtist hér í óvenjulegu hlutverki. Hann hefur hingað til verið þekktastur fyrir gamansamar myndir og sýnir hér á sér nýjar hliðar sem leikari og stendur sig vel. Að auki eiga Jesse James, Eric Stoltz, Melora Walters og Amy Smart góðan leik í sínum hlutverkum. Handritið er gríðarvel unnið og skemmtilega útfært. Útkoman er góð spennumynd sem óhætt er að mæla með. Það lærist þó af þessari mynd að aldrei ætti að reyna að storka örlögunum um of. Hvet alla til að sjá The Butterfly Effect, mynd sem kemur á óvart og allir sannir kvikmyndaáhugamenn ættu að njóta.
Dagurinn í dag
1991 Rajiv Gandhi fyrrum forsætisráðherra Indlands, myrtur í sprengjutilræði Tamíl tígra, á kosningaferðalagi í Tamil Nadu héraðinu - hann sat á forsætisráðherrastóli 1984-1989
1997 Þrír Íslendingar komust á tind Mount Everest, hæsta fjalls heims sem er 8.848 m. á hæð
2000 Björk Guðmundsdóttir valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Cannes
2000 Óskarsverðlaunaleikarinn Sir John Gielgud deyr í London, 96 ára að aldri
2003 Davíð Oddsson tilkynnir að hann muni láta af embætti forsætisráðherra, þann 15. september 2004 - hann hefur setið á þeim stóli frá 1991 og var borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991
Snjallyrði dagsins
My grandfather once told me that there are two kinds of people: those who work and those who take the credit. He told me to try to be in the first group; there was less competition there.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands (1917-1984)
<< Heim