Heitast í umræðunni
Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær opinberlega afsökunar á illri meðferð á íröskum stríðsföngum og pyntingum sem átt hafa sér stað þar af hálfu hernámsliðsins í Írak. Fylgir hann þar með í fótspor Bush Bandaríkjaforseta og Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hafa tjáð sig um málið. Sagði Blair í yfirlýsingu sinni sem birtist á franskri sjónvarpsstöð að þeir sem hefðu staðið að baki pyntingunum myndu svara til saka fyrir afbrot sín. Blair sem staddur er í Frakklandi vegna hátíðarhalda í tilefni stríðslokanna 8. maí 1945, sagði ennfremur í viðtalinu að atvikin væru smánarblettur sem þyrfti að leiðrétta og refsa þeim seku. Ástandið heldur sífellt áfram að versna og fram koma æ ógeðfelldari upplýsingar um hvernig farið var með fangana. Birtar voru fleiri myndir í gær og ítarlegar lýsingar á framgöngu hermanna hafa komið fram í umfjöllun fréttastöðva og á vefsíðum. Rauði Krossinn og mannréttindasamtök víðsvegar um heim segja að Bandaríkjamenn hafi gerst sekir um gróf og alvarleg brot á Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga. Í 23. grein sáttmálans segir að ekki megi beita stríðsfanga líkamlegu né andlegu harðræði til þess að fá frá þeim upplýsingar. Stríðsföngum sem neita að svara spurningum má ekki ógna, ekki má heldur vanvirða þá eða svívirða með orðum og gerðum af neinu tagi. Fullyrða má að líklegt sé að ástandið muni versna á næstunni, enda virðast vera til enn grófari lýsingar á ástandinu og pyntingum. Staða Rumsfelds varnarmálaráðherra, heldur sífellt áfram að veikjast og eru valdamiklir repúblikanar farnir að tala um að hann verði að axla ábyrgð á afglöpum sínum.
Akhmad Kadyrov forseti Téténíu, var myrtur í gærmorgun, á hersýningu á íþróttaleikvangi í Grosní, höfuðborg landsins. Mikil sprenging varð á leikvanginum í upphafi hátíðahalda sem fóru fram á leikvanginum í tilefni stríðslokanna 1945 og sigri Sovétríkjanna á nasistum. Sprengjutilræðið sem banaði Kadyrov, varð fjórum öðrum að bana. Meðal annarra sem létust voru Taus Dazabralioff forsætisráðherra landsins og Valery Baranoff hershöfðingi og yfirmaður rússnesku hersveitanna í Téténíu. Tæplega 60 manns munu hafa særst í árásinni. Er talið nær öruggt að aðskilnaðarsinnar múslíma í Téténíu hafi framið ódæðið og mun rússneski herinn hafa handtekið fjölda manns í dag vegna tilræðisins. Téténskir aðskilnaðarsinnar hafa áður framið mannskæð sprengjutilræði og þá einkum við opinber hátíðahöld í Grosní, Moskvu og víðsvegar í Rússlandi. Morðið á forsetanum og helstu samverkamönnum hans í stjórnmálaheiminum í Téténíu eru án nokkurs vafa mikið áfall fyrir tilraunir Vladimirs Putín forseta, en hann hefur unnið að því á seinustu árum að reyna að koma á lögum og reglum í landinu og byggja það upp.
Á vef Heimssýnar birtist frétt um að Ísland sé í fimmta sæti yfir samkeppnishæfustu lönd og markaðssvæði heims. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á vegum IMD viðskiptaskólans. Bandaríkin tróna á toppi listans. Um niðurstöðurnar segir orðrétt á vef Heimssýnar: "Löndin sem í fyrra voru í öðru og þriðja sæti yfir samkeppishæfustu ríki heims falla um nokkur sæti, Lúxemborg fór úr öðru sæti í það níunda og Finnland féll úr þriðja sæti í það áttunda. Ein helsta ástæðan fyrir því að Finnland fellur um nokkur sæti er aukin samkeppni frá Eistlandi þar sem laun eru lítill hluti þess sem Finnar fá í laun. Þrjú Norðurlandanna eru á lista yfir átta samkeppnishæfustu lönd, Ísland, Danmörk og Finnland en Svíþjóð er í ellefta sæti og Noregur því sautjánda. Sérstaka athygli vekur sú staðreynd að ekkert aðildarríki Evrópusambandsins er fyrir ofan Ísland á listanum þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á það að sambandið verði samkeppnishæfasta markaðssvæði heimsins innan sex ára. Eykur þetta enn á vangaveltur margra um það hvað Ísland hafi eiginlega að sækja í Evrópusambandið?" Góðar fréttir.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu uppfærð staða í Frelsisdeildinni. Í umfjöllun um stöðu mála nú segir: "Talsverðar breytingar urðu á stöðu manna í Frelsisdeildinni. Bjarni Benediktsson skaut sér upp úr því tuttugasta í það tíunda. Verður það að teljast afar gott. Heildarstig deildarinnar aukast enn og hafa nú þingmenn aðeins eitt mínusstig að meðaltali. Á toppnum nær Sigurður Kári öðru sætinu af Guðlaugi Þór sem fellur niður í fimmta sæti. Sigurður er nú sex stigum á eftir Pétri H. Blöndal sem heldur toppsætinu. Birgir Ármannsson hefur blandað sér í toppbaráttuna og er í þriðja sæti með átta stig." Ennfremur kemur fram: "Baráttan á toppnum verður á milli Sigurðar Kára og Péturs H. Blöndal. Aðrir eru ólíklegir til þess að næla sér í toppsætið, þótt ekki sé hægt að útiloka neitt. Á næstu dögum verða afgreidd fjölmörg mál. Gæti þá skipt máli að mæta í atkvæðagreiðslur og kjósa rétt, það er með góðum málum og á móti vondum málum. Eitt stig er gefið fyrir að kjósa með góðu máli og einnig eitt stig fyrir að kjósa gegn vondu máli. Það að kjósa gegn fjölmiðlafrumvarpinu myndi þannig gefa eitt stig. Ólíklegt verður að teljast að þingmannamál þeirra Sigurðar og Péturs muni komast í gegn á þessu þingi. Þó er það ekki útilokað og ef Sigurði tækist til dæmis að koma einu sinna mála í gegn myndi hann saxa verulega á forskot Péturs. Ennfremur gætu góðar breytingatillögur skipt sköpum og breytt stöðunni. Ein góð breytingatillaga sem kemst í gegn getur gefið sex stig." Það verður spennandi að sjá hver vinnur Frelsisdeildina og fær farandbikar til varðveislu í eitt ár.
Greinaskrif
Vef-Þjóðviljinn er eitt þeirra vefrita sem er ómissandi að líta á dag hvern, enda eru þar góð skrif um stjórnmál og helstu málefnin. Um helgina var þar virkilega góð grein sem fjallaði um væntanlega stjórnarskrá ESB, sem er á teikniborðinu. Bendi öllum á að líta á þau skrif. Í þeim segir orðrétt: "Nú, þegar ýmislegt bendir til að samkomulag náist, eru leiðtogar einstakra ríkja byrjaðir að færa það í tal að leggja þennan viðamikla og áríðandi samning undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er nú ekki alveg í ósamræmi við lýðræðislega hugsun, að leyfa borgurum, sem stjórnarskráin á að ná til, að greiða um hana atkvæði. Það þóknast þó ekki endilega hinni póltísku elítu. Enda er alls óvíst að stjórnarskráin verði samþykkt í þeim löndum sem boðað hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir um daginn að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið í Bretlandi. En þar sem það hefur oft reynst þrautin þyngri að sannfæra almenning aðildarríkjanna um ágæti nýrra samninga ESB, hafa flest ríkin forðast þjóðaratkvæðagreiðslu sem heitan eldinn. Enda var Tony Blair gagnrýndur nokkuð fyrir ákvörðunina. Það varð síðan til þess að hann gaf í skyn að ef ekki fæst viðunandi niðurstaða, þ.e. samþykkt, nú þá verði bara einfaldlega kosið aftur. Ekkert nýtt í því þegar ESB á í hlut. Bæði Danir og Írar hafa kynnst því hvernig kosið er um sömu samningana eða lítið breytta, þar til ásættanleg niðurstaða fæst fyrir ESB-elítuna".
Dagurinn í dag
1940 Hernámsdagurinn - Bretar hernema Ísland. Mest voru um 25.000 breskir hermenn hérlendis - Bandaríkjamenn tóku ári síðar við hlutverki Breta og hafa varið landið allt frá því
1940 Sir Winston Churchill tekur við embætti sem forsætisráðherra Bretlands
1981 François Mitterrand kjörinn forseti Frakklands. Hann sigraði Valery Giscard d’Estaing sitjandi forseta, í kosningum. Mitterrand sat á forsetastóli í 14 ár, og lést í janúar 1996
1994 Nelson Mandela verður forseti S-Afríku - stjórn ANC tekur við völdum
2000 Haraldur Örn Ólafsson nær fyrstur Íslendinga á Norðurpólinn
Snjallyrði dagsins
If I have seen further it is by standing on the shoulders of giants.
Isaac Newton
Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær opinberlega afsökunar á illri meðferð á íröskum stríðsföngum og pyntingum sem átt hafa sér stað þar af hálfu hernámsliðsins í Írak. Fylgir hann þar með í fótspor Bush Bandaríkjaforseta og Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hafa tjáð sig um málið. Sagði Blair í yfirlýsingu sinni sem birtist á franskri sjónvarpsstöð að þeir sem hefðu staðið að baki pyntingunum myndu svara til saka fyrir afbrot sín. Blair sem staddur er í Frakklandi vegna hátíðarhalda í tilefni stríðslokanna 8. maí 1945, sagði ennfremur í viðtalinu að atvikin væru smánarblettur sem þyrfti að leiðrétta og refsa þeim seku. Ástandið heldur sífellt áfram að versna og fram koma æ ógeðfelldari upplýsingar um hvernig farið var með fangana. Birtar voru fleiri myndir í gær og ítarlegar lýsingar á framgöngu hermanna hafa komið fram í umfjöllun fréttastöðva og á vefsíðum. Rauði Krossinn og mannréttindasamtök víðsvegar um heim segja að Bandaríkjamenn hafi gerst sekir um gróf og alvarleg brot á Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga. Í 23. grein sáttmálans segir að ekki megi beita stríðsfanga líkamlegu né andlegu harðræði til þess að fá frá þeim upplýsingar. Stríðsföngum sem neita að svara spurningum má ekki ógna, ekki má heldur vanvirða þá eða svívirða með orðum og gerðum af neinu tagi. Fullyrða má að líklegt sé að ástandið muni versna á næstunni, enda virðast vera til enn grófari lýsingar á ástandinu og pyntingum. Staða Rumsfelds varnarmálaráðherra, heldur sífellt áfram að veikjast og eru valdamiklir repúblikanar farnir að tala um að hann verði að axla ábyrgð á afglöpum sínum.
Akhmad Kadyrov forseti Téténíu, var myrtur í gærmorgun, á hersýningu á íþróttaleikvangi í Grosní, höfuðborg landsins. Mikil sprenging varð á leikvanginum í upphafi hátíðahalda sem fóru fram á leikvanginum í tilefni stríðslokanna 1945 og sigri Sovétríkjanna á nasistum. Sprengjutilræðið sem banaði Kadyrov, varð fjórum öðrum að bana. Meðal annarra sem létust voru Taus Dazabralioff forsætisráðherra landsins og Valery Baranoff hershöfðingi og yfirmaður rússnesku hersveitanna í Téténíu. Tæplega 60 manns munu hafa særst í árásinni. Er talið nær öruggt að aðskilnaðarsinnar múslíma í Téténíu hafi framið ódæðið og mun rússneski herinn hafa handtekið fjölda manns í dag vegna tilræðisins. Téténskir aðskilnaðarsinnar hafa áður framið mannskæð sprengjutilræði og þá einkum við opinber hátíðahöld í Grosní, Moskvu og víðsvegar í Rússlandi. Morðið á forsetanum og helstu samverkamönnum hans í stjórnmálaheiminum í Téténíu eru án nokkurs vafa mikið áfall fyrir tilraunir Vladimirs Putín forseta, en hann hefur unnið að því á seinustu árum að reyna að koma á lögum og reglum í landinu og byggja það upp.
Á vef Heimssýnar birtist frétt um að Ísland sé í fimmta sæti yfir samkeppnishæfustu lönd og markaðssvæði heims. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á vegum IMD viðskiptaskólans. Bandaríkin tróna á toppi listans. Um niðurstöðurnar segir orðrétt á vef Heimssýnar: "Löndin sem í fyrra voru í öðru og þriðja sæti yfir samkeppishæfustu ríki heims falla um nokkur sæti, Lúxemborg fór úr öðru sæti í það níunda og Finnland féll úr þriðja sæti í það áttunda. Ein helsta ástæðan fyrir því að Finnland fellur um nokkur sæti er aukin samkeppni frá Eistlandi þar sem laun eru lítill hluti þess sem Finnar fá í laun. Þrjú Norðurlandanna eru á lista yfir átta samkeppnishæfustu lönd, Ísland, Danmörk og Finnland en Svíþjóð er í ellefta sæti og Noregur því sautjánda. Sérstaka athygli vekur sú staðreynd að ekkert aðildarríki Evrópusambandsins er fyrir ofan Ísland á listanum þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á það að sambandið verði samkeppnishæfasta markaðssvæði heimsins innan sex ára. Eykur þetta enn á vangaveltur margra um það hvað Ísland hafi eiginlega að sækja í Evrópusambandið?" Góðar fréttir.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu uppfærð staða í Frelsisdeildinni. Í umfjöllun um stöðu mála nú segir: "Talsverðar breytingar urðu á stöðu manna í Frelsisdeildinni. Bjarni Benediktsson skaut sér upp úr því tuttugasta í það tíunda. Verður það að teljast afar gott. Heildarstig deildarinnar aukast enn og hafa nú þingmenn aðeins eitt mínusstig að meðaltali. Á toppnum nær Sigurður Kári öðru sætinu af Guðlaugi Þór sem fellur niður í fimmta sæti. Sigurður er nú sex stigum á eftir Pétri H. Blöndal sem heldur toppsætinu. Birgir Ármannsson hefur blandað sér í toppbaráttuna og er í þriðja sæti með átta stig." Ennfremur kemur fram: "Baráttan á toppnum verður á milli Sigurðar Kára og Péturs H. Blöndal. Aðrir eru ólíklegir til þess að næla sér í toppsætið, þótt ekki sé hægt að útiloka neitt. Á næstu dögum verða afgreidd fjölmörg mál. Gæti þá skipt máli að mæta í atkvæðagreiðslur og kjósa rétt, það er með góðum málum og á móti vondum málum. Eitt stig er gefið fyrir að kjósa með góðu máli og einnig eitt stig fyrir að kjósa gegn vondu máli. Það að kjósa gegn fjölmiðlafrumvarpinu myndi þannig gefa eitt stig. Ólíklegt verður að teljast að þingmannamál þeirra Sigurðar og Péturs muni komast í gegn á þessu þingi. Þó er það ekki útilokað og ef Sigurði tækist til dæmis að koma einu sinna mála í gegn myndi hann saxa verulega á forskot Péturs. Ennfremur gætu góðar breytingatillögur skipt sköpum og breytt stöðunni. Ein góð breytingatillaga sem kemst í gegn getur gefið sex stig." Það verður spennandi að sjá hver vinnur Frelsisdeildina og fær farandbikar til varðveislu í eitt ár.
Greinaskrif
Vef-Þjóðviljinn er eitt þeirra vefrita sem er ómissandi að líta á dag hvern, enda eru þar góð skrif um stjórnmál og helstu málefnin. Um helgina var þar virkilega góð grein sem fjallaði um væntanlega stjórnarskrá ESB, sem er á teikniborðinu. Bendi öllum á að líta á þau skrif. Í þeim segir orðrétt: "Nú, þegar ýmislegt bendir til að samkomulag náist, eru leiðtogar einstakra ríkja byrjaðir að færa það í tal að leggja þennan viðamikla og áríðandi samning undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er nú ekki alveg í ósamræmi við lýðræðislega hugsun, að leyfa borgurum, sem stjórnarskráin á að ná til, að greiða um hana atkvæði. Það þóknast þó ekki endilega hinni póltísku elítu. Enda er alls óvíst að stjórnarskráin verði samþykkt í þeim löndum sem boðað hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir um daginn að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið í Bretlandi. En þar sem það hefur oft reynst þrautin þyngri að sannfæra almenning aðildarríkjanna um ágæti nýrra samninga ESB, hafa flest ríkin forðast þjóðaratkvæðagreiðslu sem heitan eldinn. Enda var Tony Blair gagnrýndur nokkuð fyrir ákvörðunina. Það varð síðan til þess að hann gaf í skyn að ef ekki fæst viðunandi niðurstaða, þ.e. samþykkt, nú þá verði bara einfaldlega kosið aftur. Ekkert nýtt í því þegar ESB á í hlut. Bæði Danir og Írar hafa kynnst því hvernig kosið er um sömu samningana eða lítið breytta, þar til ásættanleg niðurstaða fæst fyrir ESB-elítuna".
Dagurinn í dag
1940 Hernámsdagurinn - Bretar hernema Ísland. Mest voru um 25.000 breskir hermenn hérlendis - Bandaríkjamenn tóku ári síðar við hlutverki Breta og hafa varið landið allt frá því
1940 Sir Winston Churchill tekur við embætti sem forsætisráðherra Bretlands
1981 François Mitterrand kjörinn forseti Frakklands. Hann sigraði Valery Giscard d’Estaing sitjandi forseta, í kosningum. Mitterrand sat á forsetastóli í 14 ár, og lést í janúar 1996
1994 Nelson Mandela verður forseti S-Afríku - stjórn ANC tekur við völdum
2000 Haraldur Örn Ólafsson nær fyrstur Íslendinga á Norðurpólinn
Snjallyrði dagsins
If I have seen further it is by standing on the shoulders of giants.
Isaac Newton
<< Heim