Heitast í umræðunni
Engum dylst að mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins vegna þess að forysta og þingflokkur Framsóknarflokksins komu í veg fyrir efndir á skattalækkunartillögum, en báðir stjórnarflokkarnir lögðu mikla áherslu á það mál í kosningabaráttunni í fyrra. Nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna hafa tjáð sig um þessi mál nú um helgina, eftir að þinghaldi lauk og hafa þeir tjáð undrun sína með afstöðu samstarfsflokks okkar og jafnframt reiði vegna þess að þeir gengu á bak orða sinna. Tek ég undir öll þau orð og tel mig hafa gengið enn lengra í að tjá reiði mína með stöðu mála í pistli mínum í gær á frelsinu. Fékk ég mjög góð viðbrögð strax eftir birtingu hans og marga tölvupósta. Það er greinilegt að kjósendur flokksins og þeir sem eru virkir í starfinu innan hans líta á afstöðu framsóknarmanna sem svik við sig og kjósendur flokksins almennt. Er enginn vafi að svo er. Óbilgirni framsóknarmanna við að efna kosningaloforðin og það sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er stórundarleg. Nú hefur varaformaður samstarfsflokks okkar svarað með dylgjum og ókláruðum vísum um málið. Þau viðbrögð hans koma á óvart, enda tel ég að framsóknarmenn græði lítið á að reyna að túlka ástæður ákvörðunar sinnar í málinu. Það eru engar sýnilegar ástæður aðrar fyrir töfinni en bið formanns flokksins eftir forsætisráðherrastólnum. Það má því spyrja sig hvort hægt er að vinna lengur með þessum flokki. Það ræðst fljótlega, enda verður hann ósamstarfshæfur ef efndir verða ekki á þessu máli fyrir sumarlok.
Írakar munu taka við stjórn landsins fyrir lok þessa mánaðar, eru valdaskipti áætluð þar 30. júní nk. Er það jákvætt skref að heimamenn taki við stjórn mála og hefji uppbyggingu til framtíðar án afskipta einræðisherrans sem drottnaði yfir landinu í rúma tvo áratugi með harðri hendi. Samhliða valdaskiptunum munu fyrrum forystumenn landsins verða afhentir heimamönnum og er fyrirhugað að réttað verði yfir þeim í upphafi næsta árs. Framkvæmdaráð Íraks valdi á fundi sínum í morgun nýjan forseta landsins. Ghazi Yawer sem er núverandi formaður ráðsins, var útnefndur forseti, og mun hann gegna embætti allt þar kosningar verða haldnar í landinu, en stefnt er að því að þær verði á næsta ári. Var Yawer skipaður forseti eftir að Adnan Pachachi, sem gegndi embætti utanríkisráðherra Íraks á sjöunda áratugnum, hafnaði embættinu. Var Pachachi studdur til embættisins af Bandaríkjastjórn og Sameinuðu þjóðunum, en meirihluti framkvæmdaráðsins var hliðhollt Yawer. Hinn nýi forseti er á fimmtugsaldri og er súnniti og ættarhöfðingi frá Mosul í N-Írak. Hann er mjög vinsæll meðal Kúrda og síta. Eru vonir bundnar við að Yawer muni á forsetastóli ná að sameina ólík samfélög landsins.
Ársafmæli heimasíðunnar
Í dag er eitt ár liðið frá því heimasíða mín opnaði á slóðinni stebbifr.com. Þann sama dag birtist fyrsti sunnudagspistillinn. Ákvað ég þegar vefurinn hóf göngu sína að á hverjum sunnudegi myndi birtast á heimasíðunni skrif um fréttir vikunnar og þau málefni sem hæst bæru í þjóðmálum. Þótti mér réttast að þau skrif birtust á sunnudegi, enda á þeim degi við hæfi að líta yfir fréttavikuna og helstu málefnin. Allt frá þeim tíma hafa slíkir pistlar birst vikulega, síðasta sunnudag birtist því 52. sunnudagspistillinn og fyrsta árið í sögu sunnudagspistlanna því á enda. Hef ég allt frá fyrsta degi fengið mikil viðbrögð við skrifunum, marga tölvupósta og samtöl hef ég átt við lesendur vefsins um þau umfjöllunarefni er birtast í sunnudagspistlunum hverju sinni. Áfram verður haldið á sömu braut í pistlaskrifum á heimasíðunni. Hef ég haft bæði mikið gagn og ekki síður gaman af því að fara yfir helstu málin með þessum hætti og tjá skoðanir mínar á þeim í svona fléttupistlum. Er mikið verkefni að halda úti vef með reglulegum skrifum og krefst aga og því að verkefninu sé sinnt af mikilli alúð. Það er alveg ljóst að sé netið notað með markvissum og reglubundnum hætti, er hægt að skapa fjölmiðil sem vegur ekki síður þungt en hinir hefðbundnu miðlar.
Áhugavert á netinu
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - 29. maí 2004
Um menntun sem fjárfestingu... - pistill Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar
Kominn tími til að lækka skattana - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Tæplega 60% fylgjandi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum
Lausnin á vandamálum ESB sögð vera stóraukin framlög frá aðildarríkjunum
Bush forseti geymir skammbyssu Saddams í Hvíta húsinu
John Kerry tekinn í gegn á kosningavef Bush forseta
Ein af mörgum markvissum auglýsingum Bush gegn Kerry
Hafsteinn Þór Hauksson í þættinum Nei ráðherra
Ríkiskassinn - vefur fyrir almenning um ríkisbúskapinn
Fantasia Barrino býr sig undir poppstjörnulífið
Leikkonan Audrey Hepburn valin fegursta kona sögunnar
Benitez hættur hjá Valencia - líklegast á leið til Liverpool
Óskarsverðlaunaleikkonan Julia Roberts á von á tvíburum
Nelson Mandela sest í hinn fræga helga stein
Dagurinn í dag
1908 Skólaskylda 10-14 ára barna komst á með tilkomu fræðslulaganna
1926 Marilyn Monroe fæðist - varð eitt helsta kyntákn aldarinnar. Hún lést 5. ágúst 1962.
1958 Charles De Gaulle snýr aftur í forystu franskra stjórnmála - varð forseti landsins síðar sama ár og sat á forsetastóli allt til ársins 1969 er hann sagði af sér. Hann lést tæpu ári síðar
1976 Síðasta þorskastríðinu lauk með samningum við Breta og fullum sigri Íslendinga
1980 Cable News Network hefur útsendingar - CNN varð áhrifamesta fréttastöð sögunnar
1999 Veðurstofa Íslands tók upp mælieininguna metra á sekúndu í stað vindstiga
Snjallyrði dagsins
The test of courage comes when we are in the minority. The test of tolerance comes when we are in the majority.
Ralph W. Sockman
Engum dylst að mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins vegna þess að forysta og þingflokkur Framsóknarflokksins komu í veg fyrir efndir á skattalækkunartillögum, en báðir stjórnarflokkarnir lögðu mikla áherslu á það mál í kosningabaráttunni í fyrra. Nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna hafa tjáð sig um þessi mál nú um helgina, eftir að þinghaldi lauk og hafa þeir tjáð undrun sína með afstöðu samstarfsflokks okkar og jafnframt reiði vegna þess að þeir gengu á bak orða sinna. Tek ég undir öll þau orð og tel mig hafa gengið enn lengra í að tjá reiði mína með stöðu mála í pistli mínum í gær á frelsinu. Fékk ég mjög góð viðbrögð strax eftir birtingu hans og marga tölvupósta. Það er greinilegt að kjósendur flokksins og þeir sem eru virkir í starfinu innan hans líta á afstöðu framsóknarmanna sem svik við sig og kjósendur flokksins almennt. Er enginn vafi að svo er. Óbilgirni framsóknarmanna við að efna kosningaloforðin og það sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum er stórundarleg. Nú hefur varaformaður samstarfsflokks okkar svarað með dylgjum og ókláruðum vísum um málið. Þau viðbrögð hans koma á óvart, enda tel ég að framsóknarmenn græði lítið á að reyna að túlka ástæður ákvörðunar sinnar í málinu. Það eru engar sýnilegar ástæður aðrar fyrir töfinni en bið formanns flokksins eftir forsætisráðherrastólnum. Það má því spyrja sig hvort hægt er að vinna lengur með þessum flokki. Það ræðst fljótlega, enda verður hann ósamstarfshæfur ef efndir verða ekki á þessu máli fyrir sumarlok.
Írakar munu taka við stjórn landsins fyrir lok þessa mánaðar, eru valdaskipti áætluð þar 30. júní nk. Er það jákvætt skref að heimamenn taki við stjórn mála og hefji uppbyggingu til framtíðar án afskipta einræðisherrans sem drottnaði yfir landinu í rúma tvo áratugi með harðri hendi. Samhliða valdaskiptunum munu fyrrum forystumenn landsins verða afhentir heimamönnum og er fyrirhugað að réttað verði yfir þeim í upphafi næsta árs. Framkvæmdaráð Íraks valdi á fundi sínum í morgun nýjan forseta landsins. Ghazi Yawer sem er núverandi formaður ráðsins, var útnefndur forseti, og mun hann gegna embætti allt þar kosningar verða haldnar í landinu, en stefnt er að því að þær verði á næsta ári. Var Yawer skipaður forseti eftir að Adnan Pachachi, sem gegndi embætti utanríkisráðherra Íraks á sjöunda áratugnum, hafnaði embættinu. Var Pachachi studdur til embættisins af Bandaríkjastjórn og Sameinuðu þjóðunum, en meirihluti framkvæmdaráðsins var hliðhollt Yawer. Hinn nýi forseti er á fimmtugsaldri og er súnniti og ættarhöfðingi frá Mosul í N-Írak. Hann er mjög vinsæll meðal Kúrda og síta. Eru vonir bundnar við að Yawer muni á forsetastóli ná að sameina ólík samfélög landsins.
Ársafmæli heimasíðunnar
Í dag er eitt ár liðið frá því heimasíða mín opnaði á slóðinni stebbifr.com. Þann sama dag birtist fyrsti sunnudagspistillinn. Ákvað ég þegar vefurinn hóf göngu sína að á hverjum sunnudegi myndi birtast á heimasíðunni skrif um fréttir vikunnar og þau málefni sem hæst bæru í þjóðmálum. Þótti mér réttast að þau skrif birtust á sunnudegi, enda á þeim degi við hæfi að líta yfir fréttavikuna og helstu málefnin. Allt frá þeim tíma hafa slíkir pistlar birst vikulega, síðasta sunnudag birtist því 52. sunnudagspistillinn og fyrsta árið í sögu sunnudagspistlanna því á enda. Hef ég allt frá fyrsta degi fengið mikil viðbrögð við skrifunum, marga tölvupósta og samtöl hef ég átt við lesendur vefsins um þau umfjöllunarefni er birtast í sunnudagspistlunum hverju sinni. Áfram verður haldið á sömu braut í pistlaskrifum á heimasíðunni. Hef ég haft bæði mikið gagn og ekki síður gaman af því að fara yfir helstu málin með þessum hætti og tjá skoðanir mínar á þeim í svona fléttupistlum. Er mikið verkefni að halda úti vef með reglulegum skrifum og krefst aga og því að verkefninu sé sinnt af mikilli alúð. Það er alveg ljóst að sé netið notað með markvissum og reglubundnum hætti, er hægt að skapa fjölmiðil sem vegur ekki síður þungt en hinir hefðbundnu miðlar.
Áhugavert á netinu
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - 29. maí 2004
Um menntun sem fjárfestingu... - pistill Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar
Kominn tími til að lækka skattana - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Tæplega 60% fylgjandi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum
Lausnin á vandamálum ESB sögð vera stóraukin framlög frá aðildarríkjunum
Bush forseti geymir skammbyssu Saddams í Hvíta húsinu
John Kerry tekinn í gegn á kosningavef Bush forseta
Ein af mörgum markvissum auglýsingum Bush gegn Kerry
Hafsteinn Þór Hauksson í þættinum Nei ráðherra
Ríkiskassinn - vefur fyrir almenning um ríkisbúskapinn
Fantasia Barrino býr sig undir poppstjörnulífið
Leikkonan Audrey Hepburn valin fegursta kona sögunnar
Benitez hættur hjá Valencia - líklegast á leið til Liverpool
Óskarsverðlaunaleikkonan Julia Roberts á von á tvíburum
Nelson Mandela sest í hinn fræga helga stein
Dagurinn í dag
1908 Skólaskylda 10-14 ára barna komst á með tilkomu fræðslulaganna
1926 Marilyn Monroe fæðist - varð eitt helsta kyntákn aldarinnar. Hún lést 5. ágúst 1962.
1958 Charles De Gaulle snýr aftur í forystu franskra stjórnmála - varð forseti landsins síðar sama ár og sat á forsetastóli allt til ársins 1969 er hann sagði af sér. Hann lést tæpu ári síðar
1976 Síðasta þorskastríðinu lauk með samningum við Breta og fullum sigri Íslendinga
1980 Cable News Network hefur útsendingar - CNN varð áhrifamesta fréttastöð sögunnar
1999 Veðurstofa Íslands tók upp mælieininguna metra á sekúndu í stað vindstiga
Snjallyrði dagsins
The test of courage comes when we are in the minority. The test of tolerance comes when we are in the majority.
Ralph W. Sockman
<< Heim