Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

22 júní 2004

Ólafur R. GrímssonHeitast í umræðunni
Ólafur Ragnar Grímsson var í gærkvöldi í tveim sjónvarpsviðtölum og fór yfir kosningabaráttuna (ef baráttu skyldi kalla) og ákvörðun sína að synja lögum frá Alþingi staðfestingar. Það er ljóst af framgöngu hans í báðum viðtalsþáttunum að ákvörðun hans frá 2. júní var geðþóttaákvörðun og engin rök lágu að baki henni. Það er a.m.k. ekki annað hægt að sjá, enda hefur hann engin marktæk rök nefnt fyrir fjölmiðlasirkus sínum bæði fyrir og eftir synjun á lögunum. Í spjallþætti hjá Sjónvarpinu kom meira að segja skýrt fram að eftir heimastjórnarafmælið virtist hann ekki treysta meirihluta hins réttkjörna þings og taldi rétt að vera heima og fresta ferð í brúðkaup krónprins Danmerkur, því hann gæti ekki treyst á að málþóf stjórnarandstöðu myndi endast, og handhafar forsetavalds gætu skrifað undir þau í millitíðinni. Í næstu setningu gaf Ólafur svo í skyn að hann væri ekki að lýsa yfir vantrausti á þing og ríkisstjórn, slíkt væri fjarstæða að halda fram. Ólafur Ragnar getur varla ætlast til þess að fólk sé svo skyni skroppið að halda að hann hafi ekki verið að vanvirða þingið og réttkjörinn meirihluta þess með ákvörðunum sínum. Það er óneitanlega barnalegt að taka útskýringar hans um þetta trúanlegar og hann hafi með ákvörðun sinni ekki verið að taka afstöðu til synjunar hans á fjölmiðlalögunum, við blasir að um geðþóttaákvörðun og fýlukast við þing og ríkisstjórn var að ræða. Útskýringar forseta halda hvorki vatni né vindum. Barnalegri eru þó tilburðir hans við að neita að Norðurljós tengist beint framboði hans og peningalegri stöðu þess í gegnum tíðina. Tengslin eru augljós og var allt að því hlægilegt að sjá hann reyna að bera á móti þeim. Fréttamenn sem ræddu við Ólaf eiga hrós skilið fyrir að hafa þorað að taka hann í alvöru yfirheyrslu, þó svo hann hafi reynt eftir fremsta megni að klóra sig frá því að svara þeim.

SUSÍ dagblaðinu DV er í dag látið í veðri vaka að stofnanir innan Sambands ungra sjálfstæðismanna eða forysta SUS hafi tekið afstöðu með forsetaframboði Baldurs Ágústssonar og vinni skipulega að framboði hans. Er það algjör fjarstæða og óskiljanlegt að blaðið komi fram með slíkar fullyrðingar eða gefi slíkt í skyn. "Frétt" blaðsins ber yfirskriftina "Ungsjallar hringja út fyrir Baldur". Vel má vera að einhverjir aðilar innan SUS eða fólk hægramegin í pólitík sem er flokksbundið styðji framboð þessa manns eða telji rétt að vinna fyrir framboðið með því að hringja eða auglýsa hann. Það er öllu fólki frjálst að taka afstöðu í þessum kosningum eftir eigin skoðunum á frambjóðendum og stefnumálum þeirra. Það er hinsvegar alrangt að SUS sé að vinna að framboði Baldurs eða stefni að því að taka afstöðu með honum, reyndar hefur SUS enga beina stefnu mótað í því eða hvatt ungliða í flokknum til að kjósa eitt umfram annað. Það er svosem í takt við annað hjá þessu sorpriti að koma fram með slíkar fullyrðingar. Ég persónulega hef ekki farið leynt með þá afstöðu mína að skila auðu í kosningunum og ég hvet alla til að gera það. En fólk tekur ákvörðun um hvað það kýs sjálft.

Merkir ÍslendingarMerkir Íslendingar
25. maí sl. voru 75 ár liðin frá stofnun Sjálfstæðisflokksins. Í tilefni afmælisins hefur Samband ungra sjálfstæðismanna gefið út þættina Merkir Íslendingar á DVD mynddiski. Um er að ræða þrjá þætti byggða á viðburðarríkum lífsferlum þriggja fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins, þeirra Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors og dr. Bjarna Benediktssonar, en þeir gegndu allir embætti forsætisráðherra Íslands. Þættirnir voru áður gefnir út á myndbandi fyrir tæpum áratug, en höfundur handrits er dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands. Ennfremur er á disknum úrval af ræðum Ólafs Thors, með inngangsorðum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en það kom áður út á geisladiski árið 1992. Diskurinn er því mjög vandaður og vegleg eign fyrir þá sem vilja kynna sér ævi forystumanna flokksins og heyra leiftrandi ræður Ólafs Thors, en hann var sannkallaður ræðusnillingur. Þættir Hannesar eru mjög fræðandi og farið er ítarlega yfir ævi og stjórnmálaferil Jóns, Ólafs og Bjarna. Þetta er vandaður heildarpakki og vegleg afmælisgjöf hjá SUS til flokksins á þessum merku tímamótum og minnisvarði um merkismenn.

Áhugavert á Netinu
Vindhanabragur á Samfylkingunni - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ólafur Ragnar kominn úr þagnarbindindinu - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Um græðgi og þarfir fólksins - pistill Kristins Más Ársælssonar
Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti kostað á bilinu 150-200 milljónir
Tvennar sameiningarkosningar samhliða forsetakjöri á laugardag
Clinton skammar fjölmiðlana vegna umfjöllunar um hneykslismál sín
Bandarískur ríkisstjóri segir af sér embætti vegna hneykslismáls
Spennandi kosningar framundan í Kanada - kosið eftir 6 daga
Ævisaga Bill Clinton komin út - selst mjög vel en fær slæma dóma
Gagnrýni á CNN um ævisögu Bills Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta
Íraskir uppreisnarsinnar taka af lífi suður kóreskan gísl í Bagdad
Kosningabarátta að ná hámarki í Bandaríkjunum - Bush og Kerry takast á
Ronald Reagan mun virtari forseti í hugum Bandaríkjamanna en Clinton
Bill Clinton kennir Yasser Arafat um að friður náðist ekki í M-Austurlöndum
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir breytingar á þjónustu
Umfjöllun um Edward R. Murrow frumkvöðul á sviði útvarpsfréttamennsku
Fjölskylduvefurinn - ítarlegur og fræðandi upplýsingavefur á Netinu
Fyrsta plata Fantasiu Barrino kemur út - Fantasia syngur Summertime
Mikið fjör á EM í fótbolta 2004 - Rooney fer á kostum í frábærum leik

Dagurinn í dag
1906 Óskarsverðlaunaleikstjórinn Billy Wilder fæðist í Póllandi - hann lést árið 2002
1939 Mesti hiti sem þá hafði mælst á Íslandi, 30,5°C, mælist í Berufirði - metið stóð til 1976
1941 Nasistar ráðast inn í Sovétríkin - náðu fyrst miklum árangri þar en hörfuðu síðan frá
1963 Páll VI kjörinn páfi í kosningu kardinála - hann sat á valdastóli til ársins 1978
1987 Óskarsverðlaunaleikarinn Fred Astaire deyr í Los Angeles, 88 ára að aldri

Snjallyrði dagsins
There is no free lunch.
Milton Friedman