Heitast í umræðunni
Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki enn tjáð sig efnislega um fjölmiðlalögin og þá ákvörðun sína að synja þeim um staðfestingu. Fyrir 13 dögum, á blaðamannafundi á Bessastöðum sagði Ólafur að hann myndi svara spurningum blaðamanna á hentugum tímapunkti. Ég veit ekki hvaða tími er hentugri til að ræða þetta mál en einmitt núna. Þetta er það eina mál sem er í umræðunni í stjórnmálum hérlendis nú í sumarblíðunni og verður næstu vikur án nokkurs vafa. Það vekur því óneitanlega mikla athygli að hinn pólitíski forseti sé nú flúinn, kominn í felur fyrir fjölmiðlamönnum og mótframbjóðendum sínum til forsetaembættisins. Forsetakosningar verða eftir 11 daga og ekki ber mikið á að forseti vilji ræða ákvörðun sína og það hvernig hann hyggst haga þessum málum í framtíðinni. Væntanlega kemur að því á næstu dögum að hann muni tjá sig, enda eru fyrirhugaðir spjallþættir við alla frambjóðendur í næstu viku og sameiginlegur umræðuþáttur að kvöldi 25. júní, kvöldið fyrir kjördag. Vonandi fæst þar fram sú nauðsynlega umræða um hlutverk forsetaembættisins og þær breytingar sem Ólafur hefur gert á embættinu, sem hefur vantað tilfinnanlega að undanförnu meðan sitjandi forseti hefur verið í felum eftir tilkynningu sína.
Yfirlýsing kom frá Símanum í morgun að fyrirtækið hefði á hálfum öðrum sólarhring stöðvað um 500.000 veirusýkt skeyti sem send voru til viðskiptavina fyrirtækisins. Er þetta ótrúlegur fjöldi sem um ræðir og sýnir vel fram á umfang ruslpósts og veirusýkts tölvupósts sem í gangi er. Mun þetta þó vera met í tilfellum á einum sólarhring hjá fyrirtækinu. Eru póstþjónarnir greinilega undir miklu álagi, t.d. bárust póstar ekki til notenda í hálfan sólarhring vegna þessa ástands. Ormarnir Sober G og Sober H eru þeir sem helst ganga nú og dreifa sér kerfisbundið um netið. Láta þeir smitaðar tölvur senda sýkt skeyti áfram til þess að dreifa sér til einhvers netfangs sem valið er af handahófi úr netfangaskrá sýktu tölvunnar. Tölvuskeytin hafa gjarnan verið á þýsku og ættu flestir að kannast við þessa plágu. Við þessu er auðvitað aðeins eitt ráð og það er að hafa góðar vírusvarnir og eldvegg til að veita styrka vörn gegn þessum sýktu póstum.
Áhugavert á Netinu
Annir evrópska umboðsmannsins - pistill Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur
Þinghald verður í þingsalnum 5. júlí, þrátt fyrir viðgerðir í þinghúsi
Skattalækkanir og einkavæðing ástæða uppsveiflunnar - Davíð Oddsson
Forsetakosningar í lok næstu viku - lítt sýnileg kosningabarátta í gangi
KB banki kaupir danskan banka - stækkar um helming við það
Getum þróað nýjar leiðir við meðferð hins formlega valds - Ólafur R. Grímsson
Saddam Hussein framseldur til Íraka samhliða valdaskiptunum 30. júní
Ariel Sharon og stjórn hans stóðu af sér vantrauststillögu í ísraelska þinginu
John Edwards með mest fylgi sem væntanlegt varaforsetaefni Johns Kerry
Romano Prodi að hætta hjá ESB - hver tekur við af honum?
Kosningaslagur milli Bush og Kerry kominn á fullt að nýju, eftir stutt hlé
Blaðamannafundur hjá Blair í dag - forsætisráðherrann við öllu búinn
Ísland er fimmta mesta bjórdrykkjuþjóðin samkvæmt rannsóknum
Bush og Clinton afhjúpa málverk - pólitískir andstæðingar grafa stríðsöxina
George H. W. Bush fagnar áttræðisafmæli sínu með fallhlífarstökki
Shrek 2 slær í gegn - er orðin vinsælasta teiknimynd sögunnar
Baggalútur klikkar aldrei - stuðningslag til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur
Svíar taka Búlgari í kennslustund á EM - upplýsingar um EM í Portúgal
Dagurinn í dag
1864 Arlington þjóðargrafreiturinn í Washington vígður - herkirkjugarður þar sem stríðshetjur og leiðtogar eru grafnir. Þar er t.d. John Fitzgerald Kennedy 35. forseti Bandaríkjanna, grafinn
1926 Kristján 10. Danakonungur kom fyrsta sinni í opinbera heimsókn til Íslands
1954 UEFA knattspyrnusamtökin stofnuð í Basle í Sviss - forystusamtök í knattspyrnu
1996 Bandaríska jazzsöngkonan Ella Fitzgerald deyr í Los Angeles, 79 ára að aldri
2001 Um 6000 manns hlýddu á tónleika þýsku rokksveitarinnar Rammstein í Laugardalshöll
Snjallyrði dagsins
As his vice president for eight years, I learned more from Ronald Reagan than from anyone I encountered in all my years of public life. I learned kindness; we all did. I also learned courage; the nation did.
George H. W. Bush forseti Bandaríkjanna (í minningarræðu um Reagan forseta)
Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki enn tjáð sig efnislega um fjölmiðlalögin og þá ákvörðun sína að synja þeim um staðfestingu. Fyrir 13 dögum, á blaðamannafundi á Bessastöðum sagði Ólafur að hann myndi svara spurningum blaðamanna á hentugum tímapunkti. Ég veit ekki hvaða tími er hentugri til að ræða þetta mál en einmitt núna. Þetta er það eina mál sem er í umræðunni í stjórnmálum hérlendis nú í sumarblíðunni og verður næstu vikur án nokkurs vafa. Það vekur því óneitanlega mikla athygli að hinn pólitíski forseti sé nú flúinn, kominn í felur fyrir fjölmiðlamönnum og mótframbjóðendum sínum til forsetaembættisins. Forsetakosningar verða eftir 11 daga og ekki ber mikið á að forseti vilji ræða ákvörðun sína og það hvernig hann hyggst haga þessum málum í framtíðinni. Væntanlega kemur að því á næstu dögum að hann muni tjá sig, enda eru fyrirhugaðir spjallþættir við alla frambjóðendur í næstu viku og sameiginlegur umræðuþáttur að kvöldi 25. júní, kvöldið fyrir kjördag. Vonandi fæst þar fram sú nauðsynlega umræða um hlutverk forsetaembættisins og þær breytingar sem Ólafur hefur gert á embættinu, sem hefur vantað tilfinnanlega að undanförnu meðan sitjandi forseti hefur verið í felum eftir tilkynningu sína.
Yfirlýsing kom frá Símanum í morgun að fyrirtækið hefði á hálfum öðrum sólarhring stöðvað um 500.000 veirusýkt skeyti sem send voru til viðskiptavina fyrirtækisins. Er þetta ótrúlegur fjöldi sem um ræðir og sýnir vel fram á umfang ruslpósts og veirusýkts tölvupósts sem í gangi er. Mun þetta þó vera met í tilfellum á einum sólarhring hjá fyrirtækinu. Eru póstþjónarnir greinilega undir miklu álagi, t.d. bárust póstar ekki til notenda í hálfan sólarhring vegna þessa ástands. Ormarnir Sober G og Sober H eru þeir sem helst ganga nú og dreifa sér kerfisbundið um netið. Láta þeir smitaðar tölvur senda sýkt skeyti áfram til þess að dreifa sér til einhvers netfangs sem valið er af handahófi úr netfangaskrá sýktu tölvunnar. Tölvuskeytin hafa gjarnan verið á þýsku og ættu flestir að kannast við þessa plágu. Við þessu er auðvitað aðeins eitt ráð og það er að hafa góðar vírusvarnir og eldvegg til að veita styrka vörn gegn þessum sýktu póstum.
Áhugavert á Netinu
Annir evrópska umboðsmannsins - pistill Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur
Þinghald verður í þingsalnum 5. júlí, þrátt fyrir viðgerðir í þinghúsi
Skattalækkanir og einkavæðing ástæða uppsveiflunnar - Davíð Oddsson
Forsetakosningar í lok næstu viku - lítt sýnileg kosningabarátta í gangi
KB banki kaupir danskan banka - stækkar um helming við það
Getum þróað nýjar leiðir við meðferð hins formlega valds - Ólafur R. Grímsson
Saddam Hussein framseldur til Íraka samhliða valdaskiptunum 30. júní
Ariel Sharon og stjórn hans stóðu af sér vantrauststillögu í ísraelska þinginu
John Edwards með mest fylgi sem væntanlegt varaforsetaefni Johns Kerry
Romano Prodi að hætta hjá ESB - hver tekur við af honum?
Kosningaslagur milli Bush og Kerry kominn á fullt að nýju, eftir stutt hlé
Blaðamannafundur hjá Blair í dag - forsætisráðherrann við öllu búinn
Ísland er fimmta mesta bjórdrykkjuþjóðin samkvæmt rannsóknum
Bush og Clinton afhjúpa málverk - pólitískir andstæðingar grafa stríðsöxina
George H. W. Bush fagnar áttræðisafmæli sínu með fallhlífarstökki
Shrek 2 slær í gegn - er orðin vinsælasta teiknimynd sögunnar
Baggalútur klikkar aldrei - stuðningslag til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur
Svíar taka Búlgari í kennslustund á EM - upplýsingar um EM í Portúgal
Dagurinn í dag
1864 Arlington þjóðargrafreiturinn í Washington vígður - herkirkjugarður þar sem stríðshetjur og leiðtogar eru grafnir. Þar er t.d. John Fitzgerald Kennedy 35. forseti Bandaríkjanna, grafinn
1926 Kristján 10. Danakonungur kom fyrsta sinni í opinbera heimsókn til Íslands
1954 UEFA knattspyrnusamtökin stofnuð í Basle í Sviss - forystusamtök í knattspyrnu
1996 Bandaríska jazzsöngkonan Ella Fitzgerald deyr í Los Angeles, 79 ára að aldri
2001 Um 6000 manns hlýddu á tónleika þýsku rokksveitarinnar Rammstein í Laugardalshöll
Snjallyrði dagsins
As his vice president for eight years, I learned more from Ronald Reagan than from anyone I encountered in all my years of public life. I learned kindness; we all did. I also learned courage; the nation did.
George H. W. Bush forseti Bandaríkjanna (í minningarræðu um Reagan forseta)
<< Heim