Ronald Reagan látinn
Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna, lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, 93 ára að aldri, eftir mikil veikindi. Hann greindist árið 1994 með Alzheimer-sjúkdóminn og hafði heilsu hans hrakað ört hin seinni ár. Í gærmorgun var tilkynnt að hann ætti skammt eftir ólifað og lést hann síðdegis í gær. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, minntist Reagan í ræðu sinni í París í gærkvöldi. Þar sagði hann að Reagan hefði áunnið sér virðingu heimsbyggðarinnar með manngæsku sinni og staðfastri stefnu. Hans framlag til mannkynssögunnar myndi aldrei gleymast. Ronald Reagan fæddist í smábænum Tampico í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, þann 6. febrúar 1911. Reagan ólst upp á millistéttarheimili, var sonur hjónanna Nelle Wilson Reagan og John Edward Reagan, en hann var skókaupmaður. Reagan varð ungur íþróttafréttamaður í héraðsútvarpinu og síðar kynnir á leikjum Chicago Cubs. Er hann vann við íþróttalýsingar var hann almennt kallaður Dutch, það gælunafn festist við hann. Árið 1937 reyndi hann fyrir sér sem leikari og náði í samning við Warner Bros. Lék hann aðallega í b-myndum og aukahlutverk í betri myndum. Hann hafði þægilega sviðsframkomu og þótti stórglæsilegur leikari og öðlaðist heimsfrægð fyrir frammistöðu í mörgum stórmyndum eftirstríðsáranna. Lék hann alls í 50 kvikmyndum á ferli sínum, misjöfnum að gæðum, sagði hann síðar að hann hefði verið Errol Flynn B-myndanna. Þekktustu kvikmyndir hans eru This is the Army, Kings Row og Hellcats of the Navy. Hann giftist fyrri eiginkonu sinni, óskarsverðlaunaleikkonunni Jane Wyman, árið 1940 og áttu þau saman tvö börn, Michael og Maureen (hún lést í ágúst 2001 úr krabbameini). Jane og Ronald skildu árið 1948. Eftir skilnað þeirra hélt Jane áfram leik og hélst vinátta þeirra allt til loka. Ronald giftist seinni eiginkonu sinni, Nancy Davis, 4. mars 1952. Var sambúð þeirra mjög farsæl og fylgdi Nancy honum í blíðu og stríðu þar til yfir lauk. Kynntust þau í gegnum leiklistina, en Nancy var leikkona, áður en þau giftust. Léku þau saman í einni kvikmynd, Hellcats of the Navy.
Ronald Reagan hætti leik í byrjun sjöunda áratugarins og hóf þátttöku í stjórnmálum. Hann vakti þjóðarathygli árið 1964 þegar hann mælti fyrir kjöri Barry Goldwater í sjónvarpsútsendingu. Þótt repúblikanar hafi tapað kosningunum það árið, þá eignuðust þeir nýja von í Ronald Reagan. Hann gaf kost á sér til ríkisstjórakjörs í Kaliforníu árið 1966 fyrir Repúblikanaflokkinn og náði kjöri. Sat hann á stóli ríkisstjóra í 8 ár, til ársins 1975. Stefndi hann allt frá ríkisstjórakjörinu að því að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Hann gaf kost á sér fyrsta skipti til embættisins árið 1968 en tapaði í forkosningum fyrir Richard Nixon. Hann gaf aftur kost á sér í forsetakosningunum 1976 en beið naumlega ósigur í forkosningum innan flokksins fyrir Gerald Ford forseta, sem tók við embættinu eftir afsögn Nixons í ágúst 1974. Fjórum árum seinna var Ronald Reagan kjörinn forseti Bandaríkjanna, hann bar sigurorð af Jimmy Carter forseta, með afgerandi hætti. Var hann á sjötugasta aldursári er hann náði kjöri og varð því elstur allra þeirra sem náð hafði kjöri í embættið. Hann hafði ekki setið nema tvo mánuði í embætti er honum var sýnt banatilræði. Slapp hann naumlega lifandi, en náði sér aldrei að fullu af sárum sínum. Hann hafði djúpstæð áhrif bæði á heimavelli og á alþjóðavettvangi á átta ára valdaferli sínum. Vegna farsællar forystu hans leið Kalda stríðið undir lok. Tókst honum að semja við Sovétmenn um verulega fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Mikilvægasta skrefið í átt að afvopnun stórveldanna náðu Reagan og Gorbatsjov Sovétleiðtogi, á leiðtogafundi sínum í Reykjavík í október 1986. Ronald Reagan var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem beitti sér ákveðið gagn auknum ríkisútgjöldum og afskiptasemi ríkisins. Ásamt Margaret Thatcher færði hann hægri mönnum víða um heim þá trú að hægt væri að vinda ofan af alltumlykjandi ríkisafskiptum. Trúin á einstaklinginn og mátt hans var meginþema í öllum orðum og gerðum Reagan sem stjórnmálamanns. Hann lét af embætti þann 20. janúar 1989. Reagan tilkynnti í yfirlýsingu í nóvember 1994, að hann þjáðist af hrörnunarsjúkdómnum Alzheimer, sem leggst á heilafrumur og veldur minnisleysi. Upp frá þeim tíma hélt hann sig á heimili sínu í Los Angeles og naut umönnunar eiginkonu sinnar Nancy og nánustu fjölskyldu, þar til yfir lauk. Minningin um manninn sem sigraði kommúnismann mun ávallt lifa.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um ákvörðun forseta Íslands að synja lögum frá Alþingi um staðfestingu í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Samhliða fjalla ég um þá stöðu sem uppi er vegna þess, þá gjá sem myndast milli þingmeirihlutans og forsetans og fer yfir málefni tengd væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess sem taka verður afstöðu til er hvort setja þurfi reglur um lágmarksþátttöku í kosningunni, svo hún teljist gild. Enginn vafi er á því í mínum huga að slíkt þarf að gera, til að afstaða þjóðarinnar til málsins sé marktæk og eðlilega að öllu staðið. Tel ég rétt að binda lágmarkskjörsókn svo niðurstaðan sé gild við 70-75% þátttöku. Tel ég að 75% talan sé bæði viðunandi og mjög eðlileg í þessum efnum. Það að ¾ þjóðarinnar mæti á kjörstað og taki afstöðu er ekki ósanngjarnt viðmið að mínu mati. Að auki tjái ég þá afstöðu mína að forseti sé ekki lengur sameiningartákn og minni á að eðlilegt sé að fólk sé bæði ósátt við afstöðu forseta og hann persónulega, tel ég rétt að benda á mína persónulega afstöðu til hans. Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna lést í gær, ég fjalla um ævi hans og stjórnmálaferil í lok pistilsins og bendi á hversu minnisstæður hann er í sögubókum seinni hluta 20. aldarinnar vegna verka sinna.
Ronald Reagan (1911-2004)
Ítarleg umfjöllun CNN um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Umfjöllun BBC um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Samantekt CBS um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Samantekt NBC um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Umfjöllun um andlát Reagan á fréttavef CNN
Umfjöllun um andlát Reagan á fréttavef BBC
Umfjöllun um andlát Reagan á mbl.is
Ronald Reagan - myndasafn
Ræðusafn Ronalds Reagans forseta
Hljóð og myndskrár af Ronald Reagan forseta
Ein þekktasta ræða Reagans - flutt á D-daginn í Frakklandi 1984
Grein Margaret Thatcher um Ronald Reagan
Ræða William F. Buckley um forsetatíð Reagans
Kveðjuræða Ronalds Reagans á forsetastóli - 11. janúar 1989
Kveðjubréf Ronalds Reagans til bandarísku þjóðarinnar
Umfjöllun um andlát Reagans
Dagurinn í dag
1584 Prentun Guðbrandsbiblíu lauk á Hólum í Hjaltadal - var gefin út í 500 eintökum
1800 Alþingi var afnumið með konunglegri tilskipun - var endurreist að nýju 1. júlí 1845
1938 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti - alla tíð hátíðisdagur um allt land
1944 D-dagurinn - stórsókn bandamanna gegn her Þýskalands hófst. Blóðugum bardaganum lauk með sigri bandamanna og var sigurinn þar upphaf að endalokum seinna stríðsins
1968 Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmaður, deyr á sjúkrahúsi í Los Angeles, 43 ára að aldri. Daginn áður hafði hann verið skotinn af palestínskum manni eftir að hafa fagnað sigri í forkosningum í Kaliforníu, hann þótti sigurstranglegastur í forsetakjörinu sem framundan var - hann lét eftir sig eiginkonuna Ethel og 11 börn, það yngsta fæddist skömmu eftir lát hans
Snjallyrði dagsins
When the Lord calls me home, whenever that day may be, I will leave with the greatest love for this country of ours and eternal optimism for its future. I now begin the journey that will lead me into the sunset of my life. I know that for America there will always be a bright dawn ahead.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna, lést í gær á heimili sínu í Los Angeles, 93 ára að aldri, eftir mikil veikindi. Hann greindist árið 1994 með Alzheimer-sjúkdóminn og hafði heilsu hans hrakað ört hin seinni ár. Í gærmorgun var tilkynnt að hann ætti skammt eftir ólifað og lést hann síðdegis í gær. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, minntist Reagan í ræðu sinni í París í gærkvöldi. Þar sagði hann að Reagan hefði áunnið sér virðingu heimsbyggðarinnar með manngæsku sinni og staðfastri stefnu. Hans framlag til mannkynssögunnar myndi aldrei gleymast. Ronald Reagan fæddist í smábænum Tampico í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, þann 6. febrúar 1911. Reagan ólst upp á millistéttarheimili, var sonur hjónanna Nelle Wilson Reagan og John Edward Reagan, en hann var skókaupmaður. Reagan varð ungur íþróttafréttamaður í héraðsútvarpinu og síðar kynnir á leikjum Chicago Cubs. Er hann vann við íþróttalýsingar var hann almennt kallaður Dutch, það gælunafn festist við hann. Árið 1937 reyndi hann fyrir sér sem leikari og náði í samning við Warner Bros. Lék hann aðallega í b-myndum og aukahlutverk í betri myndum. Hann hafði þægilega sviðsframkomu og þótti stórglæsilegur leikari og öðlaðist heimsfrægð fyrir frammistöðu í mörgum stórmyndum eftirstríðsáranna. Lék hann alls í 50 kvikmyndum á ferli sínum, misjöfnum að gæðum, sagði hann síðar að hann hefði verið Errol Flynn B-myndanna. Þekktustu kvikmyndir hans eru This is the Army, Kings Row og Hellcats of the Navy. Hann giftist fyrri eiginkonu sinni, óskarsverðlaunaleikkonunni Jane Wyman, árið 1940 og áttu þau saman tvö börn, Michael og Maureen (hún lést í ágúst 2001 úr krabbameini). Jane og Ronald skildu árið 1948. Eftir skilnað þeirra hélt Jane áfram leik og hélst vinátta þeirra allt til loka. Ronald giftist seinni eiginkonu sinni, Nancy Davis, 4. mars 1952. Var sambúð þeirra mjög farsæl og fylgdi Nancy honum í blíðu og stríðu þar til yfir lauk. Kynntust þau í gegnum leiklistina, en Nancy var leikkona, áður en þau giftust. Léku þau saman í einni kvikmynd, Hellcats of the Navy.
Ronald Reagan hætti leik í byrjun sjöunda áratugarins og hóf þátttöku í stjórnmálum. Hann vakti þjóðarathygli árið 1964 þegar hann mælti fyrir kjöri Barry Goldwater í sjónvarpsútsendingu. Þótt repúblikanar hafi tapað kosningunum það árið, þá eignuðust þeir nýja von í Ronald Reagan. Hann gaf kost á sér til ríkisstjórakjörs í Kaliforníu árið 1966 fyrir Repúblikanaflokkinn og náði kjöri. Sat hann á stóli ríkisstjóra í 8 ár, til ársins 1975. Stefndi hann allt frá ríkisstjórakjörinu að því að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Hann gaf kost á sér fyrsta skipti til embættisins árið 1968 en tapaði í forkosningum fyrir Richard Nixon. Hann gaf aftur kost á sér í forsetakosningunum 1976 en beið naumlega ósigur í forkosningum innan flokksins fyrir Gerald Ford forseta, sem tók við embættinu eftir afsögn Nixons í ágúst 1974. Fjórum árum seinna var Ronald Reagan kjörinn forseti Bandaríkjanna, hann bar sigurorð af Jimmy Carter forseta, með afgerandi hætti. Var hann á sjötugasta aldursári er hann náði kjöri og varð því elstur allra þeirra sem náð hafði kjöri í embættið. Hann hafði ekki setið nema tvo mánuði í embætti er honum var sýnt banatilræði. Slapp hann naumlega lifandi, en náði sér aldrei að fullu af sárum sínum. Hann hafði djúpstæð áhrif bæði á heimavelli og á alþjóðavettvangi á átta ára valdaferli sínum. Vegna farsællar forystu hans leið Kalda stríðið undir lok. Tókst honum að semja við Sovétmenn um verulega fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Mikilvægasta skrefið í átt að afvopnun stórveldanna náðu Reagan og Gorbatsjov Sovétleiðtogi, á leiðtogafundi sínum í Reykjavík í október 1986. Ronald Reagan var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem beitti sér ákveðið gagn auknum ríkisútgjöldum og afskiptasemi ríkisins. Ásamt Margaret Thatcher færði hann hægri mönnum víða um heim þá trú að hægt væri að vinda ofan af alltumlykjandi ríkisafskiptum. Trúin á einstaklinginn og mátt hans var meginþema í öllum orðum og gerðum Reagan sem stjórnmálamanns. Hann lét af embætti þann 20. janúar 1989. Reagan tilkynnti í yfirlýsingu í nóvember 1994, að hann þjáðist af hrörnunarsjúkdómnum Alzheimer, sem leggst á heilafrumur og veldur minnisleysi. Upp frá þeim tíma hélt hann sig á heimili sínu í Los Angeles og naut umönnunar eiginkonu sinnar Nancy og nánustu fjölskyldu, þar til yfir lauk. Minningin um manninn sem sigraði kommúnismann mun ávallt lifa.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um ákvörðun forseta Íslands að synja lögum frá Alþingi um staðfestingu í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Samhliða fjalla ég um þá stöðu sem uppi er vegna þess, þá gjá sem myndast milli þingmeirihlutans og forsetans og fer yfir málefni tengd væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal þess sem taka verður afstöðu til er hvort setja þurfi reglur um lágmarksþátttöku í kosningunni, svo hún teljist gild. Enginn vafi er á því í mínum huga að slíkt þarf að gera, til að afstaða þjóðarinnar til málsins sé marktæk og eðlilega að öllu staðið. Tel ég rétt að binda lágmarkskjörsókn svo niðurstaðan sé gild við 70-75% þátttöku. Tel ég að 75% talan sé bæði viðunandi og mjög eðlileg í þessum efnum. Það að ¾ þjóðarinnar mæti á kjörstað og taki afstöðu er ekki ósanngjarnt viðmið að mínu mati. Að auki tjái ég þá afstöðu mína að forseti sé ekki lengur sameiningartákn og minni á að eðlilegt sé að fólk sé bæði ósátt við afstöðu forseta og hann persónulega, tel ég rétt að benda á mína persónulega afstöðu til hans. Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna lést í gær, ég fjalla um ævi hans og stjórnmálaferil í lok pistilsins og bendi á hversu minnisstæður hann er í sögubókum seinni hluta 20. aldarinnar vegna verka sinna.
Ronald Reagan (1911-2004)
Ítarleg umfjöllun CNN um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Umfjöllun BBC um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Samantekt CBS um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Samantekt NBC um ævi og stjórnmálaferil Ronald Reagan
Umfjöllun um andlát Reagan á fréttavef CNN
Umfjöllun um andlát Reagan á fréttavef BBC
Umfjöllun um andlát Reagan á mbl.is
Ronald Reagan - myndasafn
Ræðusafn Ronalds Reagans forseta
Hljóð og myndskrár af Ronald Reagan forseta
Ein þekktasta ræða Reagans - flutt á D-daginn í Frakklandi 1984
Grein Margaret Thatcher um Ronald Reagan
Ræða William F. Buckley um forsetatíð Reagans
Kveðjuræða Ronalds Reagans á forsetastóli - 11. janúar 1989
Kveðjubréf Ronalds Reagans til bandarísku þjóðarinnar
Umfjöllun um andlát Reagans
Dagurinn í dag
1584 Prentun Guðbrandsbiblíu lauk á Hólum í Hjaltadal - var gefin út í 500 eintökum
1800 Alþingi var afnumið með konunglegri tilskipun - var endurreist að nýju 1. júlí 1845
1938 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti - alla tíð hátíðisdagur um allt land
1944 D-dagurinn - stórsókn bandamanna gegn her Þýskalands hófst. Blóðugum bardaganum lauk með sigri bandamanna og var sigurinn þar upphaf að endalokum seinna stríðsins
1968 Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmaður, deyr á sjúkrahúsi í Los Angeles, 43 ára að aldri. Daginn áður hafði hann verið skotinn af palestínskum manni eftir að hafa fagnað sigri í forkosningum í Kaliforníu, hann þótti sigurstranglegastur í forsetakjörinu sem framundan var - hann lét eftir sig eiginkonuna Ethel og 11 börn, það yngsta fæddist skömmu eftir lát hans
Snjallyrði dagsins
When the Lord calls me home, whenever that day may be, I will leave with the greatest love for this country of ours and eternal optimism for its future. I now begin the journey that will lead me into the sunset of my life. I know that for America there will always be a bright dawn ahead.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
<< Heim