Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

13 júlí 2004

AllsherjarnefndHeitast í umræðunni
Allsherjarnefnd Alþingis hefur undanfarna daga fundað og haldið áfram umfjöllun um nýtt fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Leitað hefur verið álits hjá lögfróðum mönnum og sérfræðingum um efni frumvarpsins. Þar hefur komið í ljós mikill ágreiningur meðal þeirra um þetta efni, rétt eins og önnur sem tengjast fyrri frumvarpi, synjunarvaldi forseta Íslands og álitaefnum tengdum þjóðaratkvæðagreiðslum. Vart getur talist óeðlilegt að ólík sjónarmið séu í umræðunni hjá nefndinni og jafnframt í samfélaginu um hvernig beri að setja ný lög um fjölmiðla með hliðsjón af stjórnarskrá. Það hefur ekki gerst fyrr í sögu lýðveldisins að forseti synji lögum staðfestingar og engin fordæmi fyrir hendi um þessi mál. Það er því miður orðið svo fyrir löngu að umræða um fjölmiðlafrumvarpið er hætt að snúast um efnislega hlið þess, heldur marga aðra þætti. Það er sorglegt hvernig stjórnarandstaðan hefur komið fram í málinu, nýtt sér það til að slá pólitískar keilur og forðast efnislega hlið málsins, koma fram með eigin tillögur um hvað eigi að gera í þessum málum. Umræða um málið er orðin mjög pólitísk, sem staðfestir að þjóðaratkvæðagreiðsla um fjölmiðlalög hefði aldrei snúist um málið, heldur alla aðra mögulega þætti. Þjóðin er klofin í þessu máli fyrir tilverknað samfylkingartákns þjóðarinnar, stjórnmálamannsins á Bessastöðum, sem stóðst ekki freistinguna að reyna að koma höggi á fyrrum pólitíska andstæðinga.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherraMikilvægt er samhliða þessu fjölmiðlafrumvarpi að hefja ítarlega umræðu um hlutverk ríkisfjölmiðilsins og tekið af skarið með breytingar á rekstrarfyrirkomulagi þessarar stöðnuðu stofnunar. Mjög skortir á að heildarsýn stjórnarflokkanna komi fram hvað varðar RÚV. Hef ég jafnan gagnrýnt harðlega ráðleysi stjórnarflokkanna í þeim málaflokki. Sú afstaða hefur ekki breyst, það skortir verulega á að tekið sé á því að breyta Ríkisútvarpinu, annaðhvort með því að gera það að hlutafélagi eða einkavæða það, sem væri mun heillavænlegra skref. Það afhjúpast sífellt að tímaskekkja er að ríkið reki fjölmiðla, a.m.k. með þeim formerkjum sem nú eru á þessum staðnaða rekstri. Í pistli mínum á frelsi.is þann 14. maí sl. rakti ég skoðanir mínar á RÚV og óskaði eftir því að ráðherrar míns flokks tækju af skarið í þessu máli. Er ég almennt séð mjög ósáttur við framgöngu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og almennt dugleysi við að reka á eftir landsfundarsamþykktum flokksins um RÚV. Það er fyrir löngu kominn tími til að forystumenn flokksins, einkum menntamálaráðherra, drífi sig a.m.k. í að vinna að þeim breytingum á rekstrarfyrirkomulaginu, sem landsfundur flokksins samþykkti í mars 2003. Það er tímaskekkja að á árinu 2004 sé ríkið enn ráðandi aðili í fjölmiðlaumhverfi landsins. Ríkið á að hætta sem fyrst afskiptum sínum í fjölmiðlarekstri og víkja þaðan, öllum til heilla, einkum einkaframtakinu.

Spider-Man 2Kvikmyndaumfjöllun - Spider-Man 2
Köngulóarmaðurinn er mættur aftur á hvíta tjaldið, í öllu sínu veldi. Tvö ár eru liðin frá því hann bjargaði New York frá grænum púka, nú þarf hann að takast á hendur það verkefni að glíma við illan vísindamann sem hefur breytt sér í vélrænt illmenni. Í dagsins önn er Köngulóarmaðurinn hinn ósköp venjulegi Peter Parker, sem er algjör andstæða hetjunnar, feiminn og óttalega klaufalegur. Meðan Köngulóarmaðurinn nær árangri í að takast á hendur hvern glæponinn á fætur öðrum á Peter í mesta brasi með einkalíf sitt, einkum ástamálin. Hann er ástfanginn uppfyrir haus í Mary Jane, sem hann hefur þekkt til fjölda ára. Hann reynir allt til að vinna hjarta hennar. Að því kemur að hann þurfi að gera upp við sig hvort hann vilji vera Köngulóarmaðurinn eða Peter Parker, er Mary Jane er í þann mund að giftast öðrum manni. Stórfengleg ævintýramynd sem ætti að heilla hvern áhugamann um glæsilegar sögur með mögnuðum tæknibrellum, upp úr skónum. Sam Raimi stendur sig gríðarlega vel í að tryggja að hver hluti heildarmyndarinnar glansi. Allar tæknibrellur eru meistaralega vel úr garði gerðar, handritið er gott og tónlistin klikkar svo sannarlega ekki. Tobey Maguire fer á kostum í hlutverki ferils síns, að mínu mati og Kirsten Dunst er heillandi í hlutverki Mary Jane. Ástarsaga Peters og Mary Jane nær miklum hæðum vegna sterks samleiks þeirra. Ég hafði alveg virkilega gaman af þessari mynd, skemmti mér konunglega og hvet alla kvikmyndaunnendur til að skella sér í bíó og sjá þessa glæsilegu ævintýramynd. Það er svo sannarlega þess virði.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Gamla tuggan um sumarleyfi þingmanna þögnuð - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Fjölbreytt umræða um nýtt fjölmiðlafrumvarp - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Meiri miðstýring, betri þjónusta? - pistill Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur
Óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála - Halldór Ásgrímsson
Ósammála um túlkun lögmanna - frumvarpið til umræðu í allsherjarnefnd
Ólíkar skoðanir: Heimilt að fella lögin úr gildi - hendur forseta bundnar
Viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson og Dögg Pálsdóttur um fjölmiðlafrumvarpið
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, svarar gagnrýni vegna Íraksstríðsins
Tony Blair fær Butler skýrsluna afhenda - niðurstöður um vopnaeign Saddams
Pedro Santana Lopes tekur við embætti forsætisráðherra Portúgals af Barroso
George W. Bush forseti, á kosningaferðalagi í Michigan, Minnesota og Wisconsin
Cheney segir John Kerry hafa stutt innrás í Írak og hann sé tækifærissinni
Dick Cheney vs. John Edwards: hversu sterk eru varaforsetaefnin í USA?
Bandarískir kjósendur telja Bush ákveðinn leiðtoga en að Kerry sé útsmoginn
Marta Sahagun forsetafrú Mexíkó, ætlar ekki í forsetaframboð árið 2006
Framkvæmdastjórn ESB höfðar mál gegn sænska ríkinu, vegna áfengislaga þar
Fjölskylduhátíð um helgina í Hrísey / demókratar undirbúa sig fyrir flokksþing
Skjár einn skrifar undir og fær enska boltann - sumar lýsingar verða á ensku
100 ára gamall maður setur heimsmet er hann hleypur 100 metra á 30 sekúndum
Hálf öld liðin frá dauða mexíkönsku listakonunnar Fridu Kahlo - hennar minnst

Dagurinn í dag
1954 Mexíkóski listmálarinn Frida Kahlo deyr, 47 ára að aldri. Sagt var frá litríkri ævi hennar og listferli í kvikmyndinni Frida árið 2002. Salma Hayek fór á kostum við túlkun á henni
1960 John F. Kennedy öldungadeildarþingmaður, formlega útnefndur forsetaefni demókrataflokksins, á flokksþingi þess í New York - hann vann sigur í forsetakosningunum síðar sama ár og varð yngsti forseti landsins í sögu þess. Kennedy féll fyrir morðingjahendi í Dallas í Texas, 22. nóvember 1963, hann hafði þá setið rúma 1000 daga í embætti
1984 Walter Mondale forsetaefni demókrata, útnefnir Geraldine Ferraro sem varaforsetaefni sitt - Ferraro var fyrsta konan sem var í framboði í forystu í forsetakjöri í Bandaríkjunum
1985 Live Aid tónleikarnir haldnir í London, til styrktar hinum hungruðu í Afríku
2000 Víetnam og Bandaríkin undirrita viðskiptasamning - tímamót í samskiptum þeirra

Snjallyrði dagsins
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
Sharing all the world...

You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
John Lennon (Imagine)