Heitast í umræðunni
Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust á fundi í gær að Sveinbjarnargerði, hér í Eyjafirði, og ræddu þar ýmis mál. Gestgjafi fundarins var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem gegnt hefur starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar undanfarnar vikur. Að auki sátu fundinn þeir Göran Persson, Kjell Magne Bondevik, Anders Fogh Rasmussen og Matti Vanhanen. Mestur tími ráðherranna fór í að ræða Íraksmálið, Evrópumálin og sameiginleg málefni ríkjanna. Á blaðamannafundi að loknum fundinum var tilkynnt ákvörðun ráðherranna að halda fund um áfengismál, sem heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar landanna muni sitja. Fram kom sá vilji ráðherranna að samræma stefnu landanna í áfengismálum og koma með því í veg fyrir mikla lækkun skatta og gjalda á áfengi á Norðurlöndunum. Stórmerkilegt var að sjá þá forræðishyggju sem kom fram í ákvörðunum ráðherranna á þessum fundi, það er óneitanlega skondið að helsta umræðuefni forystumanna í stjórnmálum á samráðsfundi af þessu tagi skuli vera áfengismál og það hvernig eigi að vinna kerfisbundið að því að sporna gegn því að skattar séu lækkaðir á áfengi. Það er hiklaust skoðun mín að fullorðið fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfum sér og stjórnvöld eigi því ekki að stjórna neyslu fólks með skattlagningu. Ég verð að viðurkenna að ég varð gáttaður þegar fram kom á blaðamannafundinum sú afstaða ráðherranna og að þeir væru sammála um að ekki skyldi líta á áfengi sem söluvöru. Ég verð að vera ósammála þessum ráðherrum og tjá þá skoðun mína að áfengi sé söluvara. Ef ekki það, hvað er þetta eiginlega þá? En já forræðishyggja ráðherranna á þessum fundi er skelfileg og ekki bætir úr skák að starfandi forsætisráðherra Íslands virðist ganga þarna fremstur í flokki í ruglinu.
Málefnaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið á Selfossi 3. - 5. september nk. Málefnastarf fyrir þingið hófst í seinustu viku, þegar nefndirnar hittust og tóku að ræða málefni. Nefndirnar eru sex talsins að þessu sinni: um sveitastjórnarmál, skattamál, utanríkismál, umhverfismál, niðurskurð ríkisútgjalda og um einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfi. Allt eru þetta spennandi nefndir og verður fróðlegt að sjá ályktanir nefndanna. Ég persónulega mun taka virkan þátt í utanríkis- og sveitarstjórnarnefndinni og stefni á að fylgjast svo vel með stjórnskipunarnefndinni sem tók til starfa þegar í sumar, þegar umræðan um ákvörðun forseta Íslands, þess efnis að synja lagafrumvarpi frá þinginu um samþykki sitt, stóð sem hæst í samfélaginu. Sérstaklega verður gott að ræða málin í utanríkisnefndinni og móta stefnuna þar, enda er nú aðeins rúmur mánuður í að flokkurinn taki við stjórn utanríkisráðuneytisins og því mikilvægt að SUS ítreki vel stefnu sína fyrir nýjum ráðherra, enda þarf þar að taka vel til hendinni eftir framsóknarmenn. En já, gott að málefnastarfið fyrir þingið sé komið á fullt og vonandi að sem flestir ungliðar taki þátt í málefnastarfinu fyrir þingið og vinni að því að semja drög að ályktunum sem verða svo rædd ítarlega á þinginu á Selfossi.
Dagurinn í dag
1851 Við lok þjóðfundarins í Reykjavík hrópuðu þingmenn allir: Við mótmælum allir!
1945 Bandaríski herinn varpar kjarnorkusprengjum á borgina Nagasaki í Japan - 73.000 létust
1969 Leikkonan Sharon Tate myrt á hrottafenginn hátt af Charles Manson og samverkamönnum
1974 Richard Nixon segir af sér embætti forseta Bandaríkjanna á hádegi að staðartíma - Gerald Ford varaforseti, tók við embætti - hann var forseti landsins til janúar 1977, tapaði í forsetakjöri 1976
2001 George W. Bush forseti Bandaríkjanna, tilkynnir að stjórnvöld styrkji stofnfrumurannsóknir
Snjallyrði dagsins
I've done the calculation and your chances of winning the lottery are identical whether you play or not.
Fran Lebowitz rithöfundur
Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittust á fundi í gær að Sveinbjarnargerði, hér í Eyjafirði, og ræddu þar ýmis mál. Gestgjafi fundarins var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem gegnt hefur starfi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar undanfarnar vikur. Að auki sátu fundinn þeir Göran Persson, Kjell Magne Bondevik, Anders Fogh Rasmussen og Matti Vanhanen. Mestur tími ráðherranna fór í að ræða Íraksmálið, Evrópumálin og sameiginleg málefni ríkjanna. Á blaðamannafundi að loknum fundinum var tilkynnt ákvörðun ráðherranna að halda fund um áfengismál, sem heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar landanna muni sitja. Fram kom sá vilji ráðherranna að samræma stefnu landanna í áfengismálum og koma með því í veg fyrir mikla lækkun skatta og gjalda á áfengi á Norðurlöndunum. Stórmerkilegt var að sjá þá forræðishyggju sem kom fram í ákvörðunum ráðherranna á þessum fundi, það er óneitanlega skondið að helsta umræðuefni forystumanna í stjórnmálum á samráðsfundi af þessu tagi skuli vera áfengismál og það hvernig eigi að vinna kerfisbundið að því að sporna gegn því að skattar séu lækkaðir á áfengi. Það er hiklaust skoðun mín að fullorðið fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfum sér og stjórnvöld eigi því ekki að stjórna neyslu fólks með skattlagningu. Ég verð að viðurkenna að ég varð gáttaður þegar fram kom á blaðamannafundinum sú afstaða ráðherranna og að þeir væru sammála um að ekki skyldi líta á áfengi sem söluvöru. Ég verð að vera ósammála þessum ráðherrum og tjá þá skoðun mína að áfengi sé söluvara. Ef ekki það, hvað er þetta eiginlega þá? En já forræðishyggja ráðherranna á þessum fundi er skelfileg og ekki bætir úr skák að starfandi forsætisráðherra Íslands virðist ganga þarna fremstur í flokki í ruglinu.
Málefnaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið á Selfossi 3. - 5. september nk. Málefnastarf fyrir þingið hófst í seinustu viku, þegar nefndirnar hittust og tóku að ræða málefni. Nefndirnar eru sex talsins að þessu sinni: um sveitastjórnarmál, skattamál, utanríkismál, umhverfismál, niðurskurð ríkisútgjalda og um einkarekstur í heilbrigðis- og menntakerfi. Allt eru þetta spennandi nefndir og verður fróðlegt að sjá ályktanir nefndanna. Ég persónulega mun taka virkan þátt í utanríkis- og sveitarstjórnarnefndinni og stefni á að fylgjast svo vel með stjórnskipunarnefndinni sem tók til starfa þegar í sumar, þegar umræðan um ákvörðun forseta Íslands, þess efnis að synja lagafrumvarpi frá þinginu um samþykki sitt, stóð sem hæst í samfélaginu. Sérstaklega verður gott að ræða málin í utanríkisnefndinni og móta stefnuna þar, enda er nú aðeins rúmur mánuður í að flokkurinn taki við stjórn utanríkisráðuneytisins og því mikilvægt að SUS ítreki vel stefnu sína fyrir nýjum ráðherra, enda þarf þar að taka vel til hendinni eftir framsóknarmenn. En já, gott að málefnastarfið fyrir þingið sé komið á fullt og vonandi að sem flestir ungliðar taki þátt í málefnastarfinu fyrir þingið og vinni að því að semja drög að ályktunum sem verða svo rædd ítarlega á þinginu á Selfossi.
Dagurinn í dag
1851 Við lok þjóðfundarins í Reykjavík hrópuðu þingmenn allir: Við mótmælum allir!
1945 Bandaríski herinn varpar kjarnorkusprengjum á borgina Nagasaki í Japan - 73.000 létust
1969 Leikkonan Sharon Tate myrt á hrottafenginn hátt af Charles Manson og samverkamönnum
1974 Richard Nixon segir af sér embætti forseta Bandaríkjanna á hádegi að staðartíma - Gerald Ford varaforseti, tók við embætti - hann var forseti landsins til janúar 1977, tapaði í forsetakjöri 1976
2001 George W. Bush forseti Bandaríkjanna, tilkynnir að stjórnvöld styrkji stofnfrumurannsóknir
Snjallyrði dagsins
I've done the calculation and your chances of winning the lottery are identical whether you play or not.
Fran Lebowitz rithöfundur
<< Heim