Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um forsætisráðherraskipti í ríkisstjórninni, en Halldór Ásgrímsson tók við forystu í ríkisstjórninni af Davíð Oddssyni sl. miðvikudag. Hafði Davíð þá setið á forsætisráðherrastóli lengur en nokkur annar Íslendingur, rúm 13 ár. Fjalla ég samhliða því um hvað áunnist hefur í forsætisráðherratíð Davíðs, um undarleg viðbrögð formanns stjórnarandstöðuflokks við forsætisráðherraskiptum og um nýjan umhverfisráðherra, en sjálfstæðismaður tekur nú í fyrsta skipti við forystu málaflokksins. Pistill minn um utanríkismál í vikunni vakti talsverða athygli, fjalla ég um pistilinn og tengda þætti. Þótti mér ánægjulegt að yfirlitspistill minn um utanríkismál, stöðu mála eftir ráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar og hvað við blasi í ráðuneytinu er nýr ráðherra tekur til starfa, vakti slíka athygli. Tilgangur minn með þessum pistli var að vekja máls á þeim þáttum sem mikilvægast er að ræða varðandi utanríkisráðuneytið á þessum tímamótum sem nú verða er Davíð tekur til starfa. Ég hef alltaf haft gríðarlega mikinn áhuga á utanríkismálum, hef fylgst langmest með þeim málaflokki síðan ég fór að fylgjast með stjórnmálum og skrifað talsvert um þessi mál. Að mínu mati jafnast enginn málaflokkur á við utanríkismálin. Það er alveg sama hversu djúpt er kafað í utanríkismál, aldrei er komist endanlega til botns. Þetta er að mínu mati langmest heillandi málaflokkurinn og ávallt um að ræða mikla áskorun fyrir hvern þann sem fylgist með stjórnmálum að kynnast vel stöðu mála á erlendri grundu og fjalla um það sem gerist þar. Ísland og umheimurinn eiga góða samleið, þegar kemur að umfjöllun um stjórnmál dag hvern. Að lokum vík ég að íbúaþingi sem haldið var á Akureyri um helgina, þar sem mikill fjöldi íbúa bæjarins mætti í Íþróttahöllina og tjáði skoðanir sínar á framtíðarskipulagi miðbæjarins okkar. Var ánægjulegt að sjá hversu vel fólk var virkjað til að taka virkan þátt í mótun miðbæjarins.
Íbúaþing á Akureyri
Kraftmikil umræða hefur átt sér stað hér á Akureyri seinustu vikur og mánuði um skipulagsmál, ekki síst sem miðar að því markmiði að efla miðbæinn okkar, sem er óneitanlega hjarta okkar góða samfélags hér. Var mjög ánægjulegt að sjá hvernig nokkrir athafnamenn í bænum tóku höndum saman í því markmiði að efla bæinn og stigu það skref að stofna með sér hóp og ákváðu að efna til íbúaþings um málið. Þingið fór fram í gærmorgun í Íþróttahöllinni, og var það opið fyrir alla sem áhuga höfðu á málinu. Komu þar saman vel yfir þúsund manns, til að ræða málin, skiptast á hugmyndum og eiga góða stund saman og vinna af krafti að þessu mikla framfaramáli. Var spennandi starf unnið og gagnlegt, gaman var að móta miðbæinn okkar og framtíð okkar sem höfum fylgt Akureyri frá upphafi og viljum eyða ævinni hér og gera bæinn sem bestan fyrir samferðarmenn okkar og þau sem bæinn munu erfa í fyllingu tímans. Hef ég sjaldan munað eftir öðrum eins áhuga hins almenna borgara að taka beinan þátt í að móta bæinn sinn og hafi fyrr fengið jafn greiðan aðgang að því að ákveða sjálfur hvað verði gert og fái til þess jafngott tækifæri og hér um ræðir. Er þetta til marks um hið beina íbúalýðræði sem hér er varðandi skipulag bæjarins. Ekki er lagt upp fyrirfram með ákveðnar tillögur, heldur leitað álits hins almenna borgara og skoðana hans á málinu. Fólk er virkjað til að taka virkan þátt í mótun miðbæjarins. Eru spennandi tímar framundan hvað varðar þetta verkefni og áhugaverð vinna í sjónmáli til eflingar miðbænum.
Dagurinn í dag
1667 Gullskipið Het Wapen van Amsterdam, strandaði á Skeiðarársandi - 140 manns fórust í slysinu
1874 Blaðið Ísafold kom út í fyrsta skipti - blaðið var sameinað Verði árið 1929 og kom út allt til 1968
1955 Juan Peron forseti Argentínu, felldur af valdastóli. Komst aftur til valda árið 1973, lést ári síðar
1973 Karl Gústaf Svíaprins, tekur formlega við konungsembætti í Svíþjóð - hefur ríkt þar síðan
1981 Ellefu manna áhöfn Tungufoss bjargað við erfið skilyrði á Ermarsundi eftir að skipið sökk þar
Snjallyrði dagsins
You must not lose faith in humanity. Humanity is an ocean; if a few drops of the ocean are dirty, the ocean does not become dirty.
Mahatma Gandhi (1869-1948)
Að þessu sinni fjalla ég um forsætisráðherraskipti í ríkisstjórninni, en Halldór Ásgrímsson tók við forystu í ríkisstjórninni af Davíð Oddssyni sl. miðvikudag. Hafði Davíð þá setið á forsætisráðherrastóli lengur en nokkur annar Íslendingur, rúm 13 ár. Fjalla ég samhliða því um hvað áunnist hefur í forsætisráðherratíð Davíðs, um undarleg viðbrögð formanns stjórnarandstöðuflokks við forsætisráðherraskiptum og um nýjan umhverfisráðherra, en sjálfstæðismaður tekur nú í fyrsta skipti við forystu málaflokksins. Pistill minn um utanríkismál í vikunni vakti talsverða athygli, fjalla ég um pistilinn og tengda þætti. Þótti mér ánægjulegt að yfirlitspistill minn um utanríkismál, stöðu mála eftir ráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar og hvað við blasi í ráðuneytinu er nýr ráðherra tekur til starfa, vakti slíka athygli. Tilgangur minn með þessum pistli var að vekja máls á þeim þáttum sem mikilvægast er að ræða varðandi utanríkisráðuneytið á þessum tímamótum sem nú verða er Davíð tekur til starfa. Ég hef alltaf haft gríðarlega mikinn áhuga á utanríkismálum, hef fylgst langmest með þeim málaflokki síðan ég fór að fylgjast með stjórnmálum og skrifað talsvert um þessi mál. Að mínu mati jafnast enginn málaflokkur á við utanríkismálin. Það er alveg sama hversu djúpt er kafað í utanríkismál, aldrei er komist endanlega til botns. Þetta er að mínu mati langmest heillandi málaflokkurinn og ávallt um að ræða mikla áskorun fyrir hvern þann sem fylgist með stjórnmálum að kynnast vel stöðu mála á erlendri grundu og fjalla um það sem gerist þar. Ísland og umheimurinn eiga góða samleið, þegar kemur að umfjöllun um stjórnmál dag hvern. Að lokum vík ég að íbúaþingi sem haldið var á Akureyri um helgina, þar sem mikill fjöldi íbúa bæjarins mætti í Íþróttahöllina og tjáði skoðanir sínar á framtíðarskipulagi miðbæjarins okkar. Var ánægjulegt að sjá hversu vel fólk var virkjað til að taka virkan þátt í mótun miðbæjarins.
Íbúaþing á Akureyri
Kraftmikil umræða hefur átt sér stað hér á Akureyri seinustu vikur og mánuði um skipulagsmál, ekki síst sem miðar að því markmiði að efla miðbæinn okkar, sem er óneitanlega hjarta okkar góða samfélags hér. Var mjög ánægjulegt að sjá hvernig nokkrir athafnamenn í bænum tóku höndum saman í því markmiði að efla bæinn og stigu það skref að stofna með sér hóp og ákváðu að efna til íbúaþings um málið. Þingið fór fram í gærmorgun í Íþróttahöllinni, og var það opið fyrir alla sem áhuga höfðu á málinu. Komu þar saman vel yfir þúsund manns, til að ræða málin, skiptast á hugmyndum og eiga góða stund saman og vinna af krafti að þessu mikla framfaramáli. Var spennandi starf unnið og gagnlegt, gaman var að móta miðbæinn okkar og framtíð okkar sem höfum fylgt Akureyri frá upphafi og viljum eyða ævinni hér og gera bæinn sem bestan fyrir samferðarmenn okkar og þau sem bæinn munu erfa í fyllingu tímans. Hef ég sjaldan munað eftir öðrum eins áhuga hins almenna borgara að taka beinan þátt í að móta bæinn sinn og hafi fyrr fengið jafn greiðan aðgang að því að ákveða sjálfur hvað verði gert og fái til þess jafngott tækifæri og hér um ræðir. Er þetta til marks um hið beina íbúalýðræði sem hér er varðandi skipulag bæjarins. Ekki er lagt upp fyrirfram með ákveðnar tillögur, heldur leitað álits hins almenna borgara og skoðana hans á málinu. Fólk er virkjað til að taka virkan þátt í mótun miðbæjarins. Eru spennandi tímar framundan hvað varðar þetta verkefni og áhugaverð vinna í sjónmáli til eflingar miðbænum.
Dagurinn í dag
1667 Gullskipið Het Wapen van Amsterdam, strandaði á Skeiðarársandi - 140 manns fórust í slysinu
1874 Blaðið Ísafold kom út í fyrsta skipti - blaðið var sameinað Verði árið 1929 og kom út allt til 1968
1955 Juan Peron forseti Argentínu, felldur af valdastóli. Komst aftur til valda árið 1973, lést ári síðar
1973 Karl Gústaf Svíaprins, tekur formlega við konungsembætti í Svíþjóð - hefur ríkt þar síðan
1981 Ellefu manna áhöfn Tungufoss bjargað við erfið skilyrði á Ermarsundi eftir að skipið sökk þar
Snjallyrði dagsins
You must not lose faith in humanity. Humanity is an ocean; if a few drops of the ocean are dirty, the ocean does not become dirty.
Mahatma Gandhi (1869-1948)
<< Heim