Heitast í umræðunni
Nú, þegar einungis 8 dagar eru til forsetakosninganna í Bandaríkjunum, ríkir enn mikil spenna um það hvort George W. Bush forseti Bandaríkjanna, eða John Kerry öldungadeildarþingmaður, muni halda um stjórnvölinn í þessu valdamesta ríki heims næstu fjögur árin. Þessi kosningabarátta hefur að mestu leyti snúist um öryggis- og varnarmál, einkum stríðið gegn hryðjuverkum og átökin í Írak og þá einkum spurninguna um það hvor frambjóðendanna sé vænlegri kostur til að vernda Bandaríkin fyrir hryðjuverkum á komandi árum. Má þó eflaust fullyrða að útkoma forsetakosninganna í næstu viku muni hafa meiri áhrif á innanríkismál í Bandaríkjunum en hvernig staðan verður í Írak á komandi árum. Ekki verður betur séð en að átakalínurnar í þessum langa og kraftmikla kosningaslag séu fleiri reyndar og um margt hefur verið tekist á af frambjóðendum í baráttu seinustu mánuða. Enginn deilir um að þeir hafa ólík lífsviðhorf að flestu leyti og áherslur á helstu málaflokkunum. Þeir hafa óneitanlega ólíka sýn í skatta- og atvinnumálum og boða mjög ólíka stefnu í heilbrigðismálum, t.a.m. takast þeir sérstaklega á um málefni sjúkratrygginga. Dauðarefsingar og fóstureyðingar eru ennfremur mál sem þeir hafa ólíkar skoðanir á. Kosningabaráttan er að taka á sig enn harkalegri og kraftmeiri mynd en verið hefur nú þegar seinasta vikan er hafin. Barist er sem fyrr í lykilfylkjunum sem ráða munu úrslitum. Frambjóðendurnir hafa verið á ferð og flugi um þessi fylki seinustu daga og nú á lokasprettinum er allt lagt í sölurnar. Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna, mætir í dag í kosningaslaginn í Pennsylvaníu með Kerry, verður það í fyrsta skipti sem hann kemur fram opinberlega frá því hann gekkst undir hjartaaðgerð í byrjun september, skömmu eftir Íslandsheimsókn sína í ágúst. Auk þess verður Kerry í New Hampshire, Michigan og að lokum í Wisconsin. Í dag verður forsetinn staddur á ferðalagi um nokkur ríki, hann byrjar daginn í Texas, heldur svo ásamt forsetafrúnni til Colorado þar sem þau halda fjöldafund. Að því loknu fara þau til Iowa þar sem forsetinn verður með kosningafund með Rudolph Giuliani fyrrum borgarstjóra í New York. Enda forsetahjónin daginn í Wisconsin á fjöldafundi. Það verða eflaust þreyttir forsetaframbjóðendur sem fara að sofa í kvöld í sömu borg, Green Bay í Wisconsin. Vika eftir - já og slagurinn verður sífellt kraftmeiri, eftir því sem klukkan tifar meira.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra, áttu í morgun fund með Eiríki Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, og Birgi Birni Sigurjónssyni formanni samninganefndar sveitarfélanna. Að fundinum loknum kallaði forsætisráðherra, Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjara, á sinn fund og var niðurstaða þeirra að boða skyldi fulltrúa kjaradeilunnar á fund á morgun. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu, en auðvitað vona allir að samkomulag með eðlilegum launaviðmiðunum náist sem fyrst. Eins og ég fjallaði um í gær var Eiríkur gestur Illuga Gunnarssonar aðstoðarmanns utanríkisráðherra, í spjallþættinum Sunnudagsþátturinn á Skjá einum í gær. Kom fram í spjalli þeirra þar að Illugi telur að ummæli formannsins í Mogganum á föstudag séu þess eðlis að verkfall þeirra hljóti að vera ólöglegt. Sagði Illugi að óneitanlega hlyti 17. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna að vekja kennara til töluverðrar umhugsunar. Las Illugi upp ummælin, svohljóðandi: "Eina lausnin sem nú blasir við er að ríkisstjórnin komi að málinu með aukið fjármagn. Hún þarf að koma að þessum málum með því að viðurkenna að skiptingin milli ríkis og sveitarfélaga er röng og hefur verið það lengi?." Eins og Illugi benti réttilega á vakna grunsemdir um hvort verkfallið sé löglegt sé mið tekið af fyrrnefndri 17. grein sem segir að óheimilt sé að deiluaðilar krefjist þess að ríkið geri eitthvað, breyti hegðun sinni eða geri eitthvað sem því er ekki skylt að gera samkvæmt lögum. Gott hjá Illuga að vekja máls á þessu. Var mjög gott í heildina hvernig hann tók á kennaraformanninum. Í dag mátti heyra einn vinstrimanninn í þáttarstjórn gagnrýna á Útvarpi Sögu að aðstoðarmaður ráðherra sjái um slíkan þátt og hafi skoðanir. Er þetta með ólíkindum, síðan hvenær má pólitískt virkt fólk ekki hafa skoðanir og tjá þær, ef komið er fram undir þeim forsendum?
Skrif Tom Palmer um heimsóknina í Cato
Í ferð minni til Washington DC í byrjun mánaðarins fór ég ásamt öðrum í forystu SUS í Cato Institute við Massachusetts Avenue. Cato stofnunin hefur allt frá stofnun verið ötull málsvari lítilla ríkisafskipta af samfélaginu og frelsi einstaklingsins. Við komuna þangað tók á móti okkur einn af forystumönnum Cato, dr. Tom Palmer forstjóri stofnunarinnar og einn af helstu fyrirlesurum um frelsismálefni. Var mjög ánægjulegt að vera gestur hans þar og ræða við hann um málefni stofnunarinnar og þau málefni sem mestu skipta í Bandaríkjunum í dag. Spurðum við hann spurninga og hann svaraði af krafti. Voru þau skoðanaskipti mjög gagnleg. Vorum við hjá honum í tæpan klukkutíma og nutum við öll þessararar heimsóknar. Tom Palmer hefur í störfum sínum notið mikillar virðingar. Segja verður með sanni að hann er gríðarlega traustur fyrirlesari og málsvari frelsis. Var þetta hiklaust einn af hápunktum ferðarinnar að hitta Tom og ræða við hann um stjórnmál og fleiri málefni sem mestu skipta. Eftir heimkomuna skrifaði ég ítarlegan pistil um ferð okkar, t.d. heimsóknina í Cato. Sérstaklega þótti mér ánægjulegt að dr. Palmer fjallar um þennan pistil minn og heimsókn okkar til hans í Cato í góðri umfjöllun á vef sínum. Jafnframt fékk ég ítarlegan og einkar ánægjulegan tölvupóst frá honum þar sem hann víkur að ýmsum þáttum tengdum skrifunum en hann hefur mikið velt fyrir sér íslensku og oft vitnað í Íslendingasögurnar í fyrirlestrum sínum og er sannkallaður áhugamaður um allt sem tengist sögu landsins. Ræddum við þar málin meira og sendi ég honum slóðir á erlendar samantektir um vefi flokksins, ungliðahreyfingarinnar, stjórnarráðsins og fleira, sem gæti áhugavert talist. Er viðeigandi að þakka honum þessi góðu skrif og góðar móttökur.
I would like to thank dr. Palmer, for his generous hospitality and his warm regards to all of us that came to visit him on October 7h on behalf of SUS, and his kind remarks regarding Iceland. It is quite clear that we, here in Iceland, have a true admirer of Icelandic issues and Icelandic literature in dr. Tom Palmer.
Dagurinn í dag
1875 Fyrsta borgaralega hjónavígslan hér á landi fór fram í Vestmannaeyjum, með leyfi konungs
1937 Ljósafossstöðin var gangsett - með því jókst afl á svæði rafveitu RVK um rúm 13.000 hestöfl
1976 Elísabet Englandsdrottning opnaði formlega þjóðleikhús Bretlands, eftir mörg ár í byggingu
1993 Jean Chretien varð forsætisráðherra Kanada - hann sat á valdastóli allt til desember 2003
2002 Öldungadeildarþingmaðurinn Paul Wellstone frá Minnesota, ferst í flugslysi ásamt eiginkonu sinni Sheilu og dótturinni Marciu, í N-Minnesota á kosningaferðalagi. Hann var fyrst kjörinn í öldungadeildina árið 1990 og endurkjörinn 1996. Í kosningunum 11 dögum síðar var Walter Mondale fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, frambjóðandi demókrata í stað hans. Hann tapaði kosningunum fyrir Norm Coleman sem vann sigur þrátt fyrir andlát Wellstone, skömmu fyrir kjördaginn
Snjallyrði dagsins
There are no great limits to growth because there are no limits of human intelligence, imagination, and wonder.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
Nú, þegar einungis 8 dagar eru til forsetakosninganna í Bandaríkjunum, ríkir enn mikil spenna um það hvort George W. Bush forseti Bandaríkjanna, eða John Kerry öldungadeildarþingmaður, muni halda um stjórnvölinn í þessu valdamesta ríki heims næstu fjögur árin. Þessi kosningabarátta hefur að mestu leyti snúist um öryggis- og varnarmál, einkum stríðið gegn hryðjuverkum og átökin í Írak og þá einkum spurninguna um það hvor frambjóðendanna sé vænlegri kostur til að vernda Bandaríkin fyrir hryðjuverkum á komandi árum. Má þó eflaust fullyrða að útkoma forsetakosninganna í næstu viku muni hafa meiri áhrif á innanríkismál í Bandaríkjunum en hvernig staðan verður í Írak á komandi árum. Ekki verður betur séð en að átakalínurnar í þessum langa og kraftmikla kosningaslag séu fleiri reyndar og um margt hefur verið tekist á af frambjóðendum í baráttu seinustu mánuða. Enginn deilir um að þeir hafa ólík lífsviðhorf að flestu leyti og áherslur á helstu málaflokkunum. Þeir hafa óneitanlega ólíka sýn í skatta- og atvinnumálum og boða mjög ólíka stefnu í heilbrigðismálum, t.a.m. takast þeir sérstaklega á um málefni sjúkratrygginga. Dauðarefsingar og fóstureyðingar eru ennfremur mál sem þeir hafa ólíkar skoðanir á. Kosningabaráttan er að taka á sig enn harkalegri og kraftmeiri mynd en verið hefur nú þegar seinasta vikan er hafin. Barist er sem fyrr í lykilfylkjunum sem ráða munu úrslitum. Frambjóðendurnir hafa verið á ferð og flugi um þessi fylki seinustu daga og nú á lokasprettinum er allt lagt í sölurnar. Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna, mætir í dag í kosningaslaginn í Pennsylvaníu með Kerry, verður það í fyrsta skipti sem hann kemur fram opinberlega frá því hann gekkst undir hjartaaðgerð í byrjun september, skömmu eftir Íslandsheimsókn sína í ágúst. Auk þess verður Kerry í New Hampshire, Michigan og að lokum í Wisconsin. Í dag verður forsetinn staddur á ferðalagi um nokkur ríki, hann byrjar daginn í Texas, heldur svo ásamt forsetafrúnni til Colorado þar sem þau halda fjöldafund. Að því loknu fara þau til Iowa þar sem forsetinn verður með kosningafund með Rudolph Giuliani fyrrum borgarstjóra í New York. Enda forsetahjónin daginn í Wisconsin á fjöldafundi. Það verða eflaust þreyttir forsetaframbjóðendur sem fara að sofa í kvöld í sömu borg, Green Bay í Wisconsin. Vika eftir - já og slagurinn verður sífellt kraftmeiri, eftir því sem klukkan tifar meira.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra, áttu í morgun fund með Eiríki Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, og Birgi Birni Sigurjónssyni formanni samninganefndar sveitarfélanna. Að fundinum loknum kallaði forsætisráðherra, Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjara, á sinn fund og var niðurstaða þeirra að boða skyldi fulltrúa kjaradeilunnar á fund á morgun. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu, en auðvitað vona allir að samkomulag með eðlilegum launaviðmiðunum náist sem fyrst. Eins og ég fjallaði um í gær var Eiríkur gestur Illuga Gunnarssonar aðstoðarmanns utanríkisráðherra, í spjallþættinum Sunnudagsþátturinn á Skjá einum í gær. Kom fram í spjalli þeirra þar að Illugi telur að ummæli formannsins í Mogganum á föstudag séu þess eðlis að verkfall þeirra hljóti að vera ólöglegt. Sagði Illugi að óneitanlega hlyti 17. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna að vekja kennara til töluverðrar umhugsunar. Las Illugi upp ummælin, svohljóðandi: "Eina lausnin sem nú blasir við er að ríkisstjórnin komi að málinu með aukið fjármagn. Hún þarf að koma að þessum málum með því að viðurkenna að skiptingin milli ríkis og sveitarfélaga er röng og hefur verið það lengi?." Eins og Illugi benti réttilega á vakna grunsemdir um hvort verkfallið sé löglegt sé mið tekið af fyrrnefndri 17. grein sem segir að óheimilt sé að deiluaðilar krefjist þess að ríkið geri eitthvað, breyti hegðun sinni eða geri eitthvað sem því er ekki skylt að gera samkvæmt lögum. Gott hjá Illuga að vekja máls á þessu. Var mjög gott í heildina hvernig hann tók á kennaraformanninum. Í dag mátti heyra einn vinstrimanninn í þáttarstjórn gagnrýna á Útvarpi Sögu að aðstoðarmaður ráðherra sjái um slíkan þátt og hafi skoðanir. Er þetta með ólíkindum, síðan hvenær má pólitískt virkt fólk ekki hafa skoðanir og tjá þær, ef komið er fram undir þeim forsendum?
Skrif Tom Palmer um heimsóknina í Cato
Í ferð minni til Washington DC í byrjun mánaðarins fór ég ásamt öðrum í forystu SUS í Cato Institute við Massachusetts Avenue. Cato stofnunin hefur allt frá stofnun verið ötull málsvari lítilla ríkisafskipta af samfélaginu og frelsi einstaklingsins. Við komuna þangað tók á móti okkur einn af forystumönnum Cato, dr. Tom Palmer forstjóri stofnunarinnar og einn af helstu fyrirlesurum um frelsismálefni. Var mjög ánægjulegt að vera gestur hans þar og ræða við hann um málefni stofnunarinnar og þau málefni sem mestu skipta í Bandaríkjunum í dag. Spurðum við hann spurninga og hann svaraði af krafti. Voru þau skoðanaskipti mjög gagnleg. Vorum við hjá honum í tæpan klukkutíma og nutum við öll þessararar heimsóknar. Tom Palmer hefur í störfum sínum notið mikillar virðingar. Segja verður með sanni að hann er gríðarlega traustur fyrirlesari og málsvari frelsis. Var þetta hiklaust einn af hápunktum ferðarinnar að hitta Tom og ræða við hann um stjórnmál og fleiri málefni sem mestu skipta. Eftir heimkomuna skrifaði ég ítarlegan pistil um ferð okkar, t.d. heimsóknina í Cato. Sérstaklega þótti mér ánægjulegt að dr. Palmer fjallar um þennan pistil minn og heimsókn okkar til hans í Cato í góðri umfjöllun á vef sínum. Jafnframt fékk ég ítarlegan og einkar ánægjulegan tölvupóst frá honum þar sem hann víkur að ýmsum þáttum tengdum skrifunum en hann hefur mikið velt fyrir sér íslensku og oft vitnað í Íslendingasögurnar í fyrirlestrum sínum og er sannkallaður áhugamaður um allt sem tengist sögu landsins. Ræddum við þar málin meira og sendi ég honum slóðir á erlendar samantektir um vefi flokksins, ungliðahreyfingarinnar, stjórnarráðsins og fleira, sem gæti áhugavert talist. Er viðeigandi að þakka honum þessi góðu skrif og góðar móttökur.
I would like to thank dr. Palmer, for his generous hospitality and his warm regards to all of us that came to visit him on October 7h on behalf of SUS, and his kind remarks regarding Iceland. It is quite clear that we, here in Iceland, have a true admirer of Icelandic issues and Icelandic literature in dr. Tom Palmer.
Dagurinn í dag
1875 Fyrsta borgaralega hjónavígslan hér á landi fór fram í Vestmannaeyjum, með leyfi konungs
1937 Ljósafossstöðin var gangsett - með því jókst afl á svæði rafveitu RVK um rúm 13.000 hestöfl
1976 Elísabet Englandsdrottning opnaði formlega þjóðleikhús Bretlands, eftir mörg ár í byggingu
1993 Jean Chretien varð forsætisráðherra Kanada - hann sat á valdastóli allt til desember 2003
2002 Öldungadeildarþingmaðurinn Paul Wellstone frá Minnesota, ferst í flugslysi ásamt eiginkonu sinni Sheilu og dótturinni Marciu, í N-Minnesota á kosningaferðalagi. Hann var fyrst kjörinn í öldungadeildina árið 1990 og endurkjörinn 1996. Í kosningunum 11 dögum síðar var Walter Mondale fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, frambjóðandi demókrata í stað hans. Hann tapaði kosningunum fyrir Norm Coleman sem vann sigur þrátt fyrir andlát Wellstone, skömmu fyrir kjördaginn
Snjallyrði dagsins
There are no great limits to growth because there are no limits of human intelligence, imagination, and wonder.
Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna (1911-2004)
<< Heim