Heitast í umræðunni
Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kynnti skattalækkanatillögur ríkisstjórnarinnar á fjölmennum fundi sjálfstæðismanna á Grand Hótel á laugardagsmorguninn. Að fundinum stóðu Samband eldri sjálfstæðismanna, Samband ungra sjálfstæðismanna, Landssamband sjálfstæðiskvenna, Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. Í dag fjalla ég um skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar í ítarlegum pistli á vef SUS og fer yfir það helsta, bæði úr tillögunum og ekki síður umræðu seinustu 10 daga, frá því tillögurnar voru kynntar 19. nóvember sl. Þar segir orðrétt: "Felur frumvarpið í sér 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og að barnabætur hækki um 2,4 milljarða króna. Heildaráhrif þessara aðgerða á afkomu ríkissjóðs eru metin til rúmlega 22 milljarða króna að teknu tilliti til veltuáhrifa sem einkum falla til á árunum 2006 og 2007. Er miðað við að með hliðsjón af horfum í efnahagsmálum og tímasetningu stóriðjuframkvæmda á Austurlandi að meginþungi tekjuskattslækkunarinnar muni koma til framkvæmda á árinu 2007."
Ennfremur segir svo: "Ástæða er til að fagna því að fyrir liggi ramminn að skattalækkunum ríkisstjórnarinnar með skýrum hætti. Um er að ræða mikið fagnaðarefni fyrir okkur ungt sjálfstæðisfólk sem höfum barist seinustu ár fyrir lækkun skatta. Eru með þessu frumvarpi stigin í senn bæði ánægjuleg og gagnleg skref til hagsbóta fyrir landsmenn, einkum hinn vinnandi mann." Eftir að hafa farið yfir tölur málsins segir svo að lokum: "Eyðimerkurganga vinstrimanna er orðin löng og ströng og hefur tekið á, eins og sífellt sést betur og betur af viðbrögðum þeirra, orðavali og framkomu á pólitískum vettvangi. Augljóst er t.d. að Samfylkingin er í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að gagnrýna ríkisstjórn, og flokkana sem mynda hana, sem hefur tekist mjög vel upp í verkum sínum. Það eru því frekar fá sóknarfæri fyrir stjórnarandstöðuna, sem hamrar sífellt á einhverjum undarlegum hliðum til að vekja á sér athygli. Það blasir því við að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sem er eins og flestir, Samfylkingin, þarf því að koma sér upp einhverri sérstöðu og finna mál til að nota gegn stjórnarflokkunum. Það er afar fátt af skotfærum til á vinstribæjunum til að sækja að ríkisstjórninni og forystumönnum hennar. Það er óttalegt ströggl greinilega hjá Samfylkingunni að reyna að leita eftir einhverju að tala um. Er það mjög ánægjulegt vissulega að svo aumt sé komið fyrir fólkinu í því koti."
Skattalækkanir - aukin hagsæld: kynning fjármálaráðherra á tillögunum
Að mati okkar hér úti á landi er flugið óneitanlega samgönguleið, lífæð okkar svæðis til höfuðborgarsvæðisins og nauðsynlegur punktur í okkar lífi. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur okkur sem þurfum að fara um hann mörgum sinnum á ári til að komast suður til Reykjavíkur til fundahalda eða bara til að fara í langferðir. Ég nota mun frekar flugið en bílinn ef ég þarf að fara suður, til lengri eða skemmri tíma, einkum yfir vetrartímann. Er það eflaust vegna þess að þessi kostur er hraðvirkari og betri kostur til samgangna við höfuðborgarsvæðið. Þó Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur punktur líta íbúar á höfuðborgarsvæðinu jafnan á völlinn sem sitt einkamál og öðrum komi það ekki við hvernig unnið verði í málum hans á komandi árum. Það hefur allavega verið sjónarmið valdabræðings vinstrimanna sem ráðið hefur í borginni seinasta áratuginn. Tæp fjögur ár eru liðin síðan R-listinn hélt misheppnaða kosningu meðal borgarbúa um völlinn. Hún var misheppnuð í þeim skilningi að hún var byggð á undarlegum forsendum og borgarbúar tóku ekki afstöðu að stóru leyti.
Reykjavík er höfuðborg landsins, sem slík er hún vettvangur t.d. stjórnsýslu og stórfyrirtækja. Öllum er okkur á landsbyggðinni nauðsynlegt að nota flug sem samgönguleið til að sækja þjónustu. Enginn vafi er á því að mínu mati að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur allra Íslendinga, vettvangur okkar allra, ekki bara Reykvíkinga. Rætt hefur verið seinustu daga um möguleika á því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og leggja flugvöll í borginni niður. Ef flugið færist til Keflavíkur verður allt annað svigrúm í stöðunni. Þá þarf að leggja á sig hálftímaakstur í borgina og tíminn frá brottför til komu í Reykjavík lengist umtalsvert. Það er alveg ljóst af minni hálfu að verði flugæðin flutt frá Reykjavík til Keflavíkur, mætti hugleiða það að færa hluta stjórnsýslunnar þangað eða breyta einhverju um hlutverk borgarinnar sem miðpunkts stjórnsýslu landsins. Ef Reykjavík verður komin úr samgöngupunkti landsbyggðarinnar breytist að mínu mati hlutverk hennar, það er reyndar óhjákvæmilegt að við á landsbyggðinni lítum borgina öðrum augum ef tengsl okkar við hana samgöngulega séð verða verri en nú er. Eftir stendur án vafa að flutningur miðpunktar innanlandsflugsins til Keflavíkur er algjörlega óásættanlegur fyrir okkur á landsbyggðinni.
Kleifarvatn - bækur Arnaldar
Hef lesið seinustu daga Kleifarvatn, nýjustu bók meistara Arnaldar Indriðasonar. Tók ég forskot á sæluna, en jafnan hef ég notað jólin til að lesa verk hans. Nú á seinustu árum hef ég stúderað mikið í skáldsögum Arnaldar, en ég er mikill unnandi spennusagna hans og á þær allar. Sérstaklega er notalegt hvernig Arnaldur yfirfærir spennusagnaformið á íslenskt samfélag og fléttar persónurnar saman við veruleika sem allir ættu að geta kannast við, sem um væri að ræða það sem lesandinn getur staðsett sig í beint. Í gærkvöldi lauk ég við að lesa Kleifarvatn og varð heillaður af henni. Þetta er spennusagnabók á heimsmælikvarða. Sem jafnan fyrr er aðalsöguhetjan Erlendur Sveinsson lögreglumaður, og samstarfsfólk hans, Elínborg og Sigurður Óli, sem áður hafa komið við sögu t.d. í Mýrinni, Grafarþögn og Röddinni.
Segir frá því að þegar vatnsborð Kleifarvatns lækkar í kjölfar jarðskjálfta finnst beinagrind af manni í sandinum sem vatnið hafði áður hulið. Við beinagrindina er bundið fjarskiptatæki sem er með rússneskri áletrun. Við rannsókn málsins fara Erlendur og samstarfsfólk hans að lokum nokkra áratugi aftur í tímann, til þess tíma er hugsjónaeldur brann í brjósti fólks sem var slokknaður í viðjum kalda stríðsins. Meira er ekki ráðlegt að segja um söguna, en söguþráðurinn er eins og jafnan fyrr hjá Arnaldi meistaralega spunninn og æsispennandi. Hefur það verið alveg virkilega gaman að gleyma sér í sagnaheimi Arnaldar í gegnum tíðina og lesa magnaða frásögn hans á mönnum og ekki síður rannsókn á voðaverkum sem spinna upp á sig. Sem spennusagnahöfundur er Arnaldur á heimsmælikvarða. Bókin var allavega mjög góð að mínu mati og leikur enginn vafi á að hún mun verða ein af metsölubókunum í ár og vekja mikla athygli, rétt eins og fyrri meistaraverk höfundarins. Hefur Arnaldur hlotið alþjóðlega frægð fyrir verk sín og hlotið t.d. Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir Mýrina og Grafarþögn. Ég hvet alla þá sem unna góðum krimma til að lesa Kleifarvatn.
Áhugavert efni
Stjórnarandstaða á villigötum - pistill Vef-Þjóðviljans
Pistill Kristins Más Ársælssonar um skattalækkunarmálin
Fréttablaðið gerir Svanfríði að bæjarstjóra á Dalvík - pistill Vef-Þjóðviljans
Taktlausa gráttríóið - pistill Þorsteins Magnússonar um skattamálin
Ríkisstyrktur Bónus - Arnljótur Bjarki skrifar um ríkisstyrki
Dagurinn í dag
1211 Páll Jónsson biskup í Skálholti, lést, 56 ára að aldri - hann var sonur Jóns Loftssonar og varð biskup í Skálholti árið 1195. Steinkista Páls biskups fannst við fornleifauppgröft við Skálholt árið 1954
1906 Fánasöngur Einars Benediktssonar, Rís þú Íslands unga merki, var fluttur í fyrsta skipti á almennum fundi í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Það var samið við lag Sigfúsar Einarssonar
1963 Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna, skipar formlega rannsóknarnefnd til að stjórna rannsókn á morðinu á John F. Kennedy. Formaður nefndarinnar var Earl Warren forseti Hæstaréttar
1986 Leikarinn Cary Grant lést, 82 ára að aldri - Grant lék í mörgum af bestu myndum aldarinnar. Hann hætti leik árið 1966. Leikur hans einkenndist jafnan af fáguðu yfirbragði og fínlegu skopskyni
2001 Söngvarinn George Harrison lést úr krabbameini, 58 ára að aldri. Harrison var í hljómsveitinni The Beatles allt frá stofnun árið 1962 til loka árið 1970. Harrison var almennt nefndur þögulli bítillinn
Snjallyrði dagsins
Nú skil ég stráin, sem fönnin felur
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.
Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo kom hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.
Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna.
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.
En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
Ég fann, að þú varst að hugsa heim
og hlaust að koma til baka.
Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Nú skil ég stráin)
Geir H. Haarde fjármálaráðherra, kynnti skattalækkanatillögur ríkisstjórnarinnar á fjölmennum fundi sjálfstæðismanna á Grand Hótel á laugardagsmorguninn. Að fundinum stóðu Samband eldri sjálfstæðismanna, Samband ungra sjálfstæðismanna, Landssamband sjálfstæðiskvenna, Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. Í dag fjalla ég um skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar í ítarlegum pistli á vef SUS og fer yfir það helsta, bæði úr tillögunum og ekki síður umræðu seinustu 10 daga, frá því tillögurnar voru kynntar 19. nóvember sl. Þar segir orðrétt: "Felur frumvarpið í sér 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og að barnabætur hækki um 2,4 milljarða króna. Heildaráhrif þessara aðgerða á afkomu ríkissjóðs eru metin til rúmlega 22 milljarða króna að teknu tilliti til veltuáhrifa sem einkum falla til á árunum 2006 og 2007. Er miðað við að með hliðsjón af horfum í efnahagsmálum og tímasetningu stóriðjuframkvæmda á Austurlandi að meginþungi tekjuskattslækkunarinnar muni koma til framkvæmda á árinu 2007."
Ennfremur segir svo: "Ástæða er til að fagna því að fyrir liggi ramminn að skattalækkunum ríkisstjórnarinnar með skýrum hætti. Um er að ræða mikið fagnaðarefni fyrir okkur ungt sjálfstæðisfólk sem höfum barist seinustu ár fyrir lækkun skatta. Eru með þessu frumvarpi stigin í senn bæði ánægjuleg og gagnleg skref til hagsbóta fyrir landsmenn, einkum hinn vinnandi mann." Eftir að hafa farið yfir tölur málsins segir svo að lokum: "Eyðimerkurganga vinstrimanna er orðin löng og ströng og hefur tekið á, eins og sífellt sést betur og betur af viðbrögðum þeirra, orðavali og framkomu á pólitískum vettvangi. Augljóst er t.d. að Samfylkingin er í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að gagnrýna ríkisstjórn, og flokkana sem mynda hana, sem hefur tekist mjög vel upp í verkum sínum. Það eru því frekar fá sóknarfæri fyrir stjórnarandstöðuna, sem hamrar sífellt á einhverjum undarlegum hliðum til að vekja á sér athygli. Það blasir því við að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sem er eins og flestir, Samfylkingin, þarf því að koma sér upp einhverri sérstöðu og finna mál til að nota gegn stjórnarflokkunum. Það er afar fátt af skotfærum til á vinstribæjunum til að sækja að ríkisstjórninni og forystumönnum hennar. Það er óttalegt ströggl greinilega hjá Samfylkingunni að reyna að leita eftir einhverju að tala um. Er það mjög ánægjulegt vissulega að svo aumt sé komið fyrir fólkinu í því koti."
Skattalækkanir - aukin hagsæld: kynning fjármálaráðherra á tillögunum
Að mati okkar hér úti á landi er flugið óneitanlega samgönguleið, lífæð okkar svæðis til höfuðborgarsvæðisins og nauðsynlegur punktur í okkar lífi. Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur okkur sem þurfum að fara um hann mörgum sinnum á ári til að komast suður til Reykjavíkur til fundahalda eða bara til að fara í langferðir. Ég nota mun frekar flugið en bílinn ef ég þarf að fara suður, til lengri eða skemmri tíma, einkum yfir vetrartímann. Er það eflaust vegna þess að þessi kostur er hraðvirkari og betri kostur til samgangna við höfuðborgarsvæðið. Þó Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur punktur líta íbúar á höfuðborgarsvæðinu jafnan á völlinn sem sitt einkamál og öðrum komi það ekki við hvernig unnið verði í málum hans á komandi árum. Það hefur allavega verið sjónarmið valdabræðings vinstrimanna sem ráðið hefur í borginni seinasta áratuginn. Tæp fjögur ár eru liðin síðan R-listinn hélt misheppnaða kosningu meðal borgarbúa um völlinn. Hún var misheppnuð í þeim skilningi að hún var byggð á undarlegum forsendum og borgarbúar tóku ekki afstöðu að stóru leyti.
Reykjavík er höfuðborg landsins, sem slík er hún vettvangur t.d. stjórnsýslu og stórfyrirtækja. Öllum er okkur á landsbyggðinni nauðsynlegt að nota flug sem samgönguleið til að sækja þjónustu. Enginn vafi er á því að mínu mati að Reykjavíkurflugvöllur er flugvöllur allra Íslendinga, vettvangur okkar allra, ekki bara Reykvíkinga. Rætt hefur verið seinustu daga um möguleika á því að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og leggja flugvöll í borginni niður. Ef flugið færist til Keflavíkur verður allt annað svigrúm í stöðunni. Þá þarf að leggja á sig hálftímaakstur í borgina og tíminn frá brottför til komu í Reykjavík lengist umtalsvert. Það er alveg ljóst af minni hálfu að verði flugæðin flutt frá Reykjavík til Keflavíkur, mætti hugleiða það að færa hluta stjórnsýslunnar þangað eða breyta einhverju um hlutverk borgarinnar sem miðpunkts stjórnsýslu landsins. Ef Reykjavík verður komin úr samgöngupunkti landsbyggðarinnar breytist að mínu mati hlutverk hennar, það er reyndar óhjákvæmilegt að við á landsbyggðinni lítum borgina öðrum augum ef tengsl okkar við hana samgöngulega séð verða verri en nú er. Eftir stendur án vafa að flutningur miðpunktar innanlandsflugsins til Keflavíkur er algjörlega óásættanlegur fyrir okkur á landsbyggðinni.
Kleifarvatn - bækur Arnaldar
Hef lesið seinustu daga Kleifarvatn, nýjustu bók meistara Arnaldar Indriðasonar. Tók ég forskot á sæluna, en jafnan hef ég notað jólin til að lesa verk hans. Nú á seinustu árum hef ég stúderað mikið í skáldsögum Arnaldar, en ég er mikill unnandi spennusagna hans og á þær allar. Sérstaklega er notalegt hvernig Arnaldur yfirfærir spennusagnaformið á íslenskt samfélag og fléttar persónurnar saman við veruleika sem allir ættu að geta kannast við, sem um væri að ræða það sem lesandinn getur staðsett sig í beint. Í gærkvöldi lauk ég við að lesa Kleifarvatn og varð heillaður af henni. Þetta er spennusagnabók á heimsmælikvarða. Sem jafnan fyrr er aðalsöguhetjan Erlendur Sveinsson lögreglumaður, og samstarfsfólk hans, Elínborg og Sigurður Óli, sem áður hafa komið við sögu t.d. í Mýrinni, Grafarþögn og Röddinni.
Segir frá því að þegar vatnsborð Kleifarvatns lækkar í kjölfar jarðskjálfta finnst beinagrind af manni í sandinum sem vatnið hafði áður hulið. Við beinagrindina er bundið fjarskiptatæki sem er með rússneskri áletrun. Við rannsókn málsins fara Erlendur og samstarfsfólk hans að lokum nokkra áratugi aftur í tímann, til þess tíma er hugsjónaeldur brann í brjósti fólks sem var slokknaður í viðjum kalda stríðsins. Meira er ekki ráðlegt að segja um söguna, en söguþráðurinn er eins og jafnan fyrr hjá Arnaldi meistaralega spunninn og æsispennandi. Hefur það verið alveg virkilega gaman að gleyma sér í sagnaheimi Arnaldar í gegnum tíðina og lesa magnaða frásögn hans á mönnum og ekki síður rannsókn á voðaverkum sem spinna upp á sig. Sem spennusagnahöfundur er Arnaldur á heimsmælikvarða. Bókin var allavega mjög góð að mínu mati og leikur enginn vafi á að hún mun verða ein af metsölubókunum í ár og vekja mikla athygli, rétt eins og fyrri meistaraverk höfundarins. Hefur Arnaldur hlotið alþjóðlega frægð fyrir verk sín og hlotið t.d. Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir Mýrina og Grafarþögn. Ég hvet alla þá sem unna góðum krimma til að lesa Kleifarvatn.
Áhugavert efni
Stjórnarandstaða á villigötum - pistill Vef-Þjóðviljans
Pistill Kristins Más Ársælssonar um skattalækkunarmálin
Fréttablaðið gerir Svanfríði að bæjarstjóra á Dalvík - pistill Vef-Þjóðviljans
Taktlausa gráttríóið - pistill Þorsteins Magnússonar um skattamálin
Ríkisstyrktur Bónus - Arnljótur Bjarki skrifar um ríkisstyrki
Dagurinn í dag
1211 Páll Jónsson biskup í Skálholti, lést, 56 ára að aldri - hann var sonur Jóns Loftssonar og varð biskup í Skálholti árið 1195. Steinkista Páls biskups fannst við fornleifauppgröft við Skálholt árið 1954
1906 Fánasöngur Einars Benediktssonar, Rís þú Íslands unga merki, var fluttur í fyrsta skipti á almennum fundi í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Það var samið við lag Sigfúsar Einarssonar
1963 Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna, skipar formlega rannsóknarnefnd til að stjórna rannsókn á morðinu á John F. Kennedy. Formaður nefndarinnar var Earl Warren forseti Hæstaréttar
1986 Leikarinn Cary Grant lést, 82 ára að aldri - Grant lék í mörgum af bestu myndum aldarinnar. Hann hætti leik árið 1966. Leikur hans einkenndist jafnan af fáguðu yfirbragði og fínlegu skopskyni
2001 Söngvarinn George Harrison lést úr krabbameini, 58 ára að aldri. Harrison var í hljómsveitinni The Beatles allt frá stofnun árið 1962 til loka árið 1970. Harrison var almennt nefndur þögulli bítillinn
Snjallyrði dagsins
Nú skil ég stráin, sem fönnin felur
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.
Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo kom hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.
Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna.
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.
En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
Ég fann, að þú varst að hugsa heim
og hlaust að koma til baka.
Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi (1895-1964) (Nú skil ég stráin)
<< Heim