Heitast í umræðunni
Bæjarstjórn Akureyrar ákvað á fundi sínum í gær að hafna þeirri tillögu sem gerði ráð fyrir 12 hæða húsi á Baldurshagareitnum við Þórunnarstræti. Lagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, fram tillögu þar sem bæjarstjórn vísar málinu aftur til umhverfisráðs með tilmælum um að það láti skipuleggja reitinn með það að markmiði að í stað 12 hæða byggingar verði frekar gert ráð fyrir 40 íbúða byggð, allt að 7 hæðum, á lóðinni við Baldurshaga. Seinustu mánuði hefur málefni Baldurshagareitsins verið eitt helsta umræðuefni í bæjarmálum hér. Á fundi bæjarstjórnar, 10. ágúst sl. samþykkti meirihluti bæjarfulltrúa að heimila verktaka að láta gera deiluskipulag á lóðinni, á fundi þann 5. október sl. samþykkti svo bæjarstjórn tillögu umhverfisráðs um breytingu á aðalskipulagi svæðisins umhverfis Baldurshaga sem gerði ráð fyrir að breyta óbyggðu svæði og almennu útivistarsvæði í íbúðarsvæði. Fór tillagan þá á borð Skipulagsstofnunar til athugunar. Hart hefur verið tekist á um málið. Í margra augum var um mikið tilfinningamál að ræða, hvort 12 hæða háhýsi ætti að rísa þar sem nú stendur lítið, gamalt íbúðarhús með nafninu Baldurshagi.
Eins og staða mála var orðin tel ég ákvörðun bæjarstjórnar hafa verið rétta. Það er og hefur alla tíð verið þó grunnatriði að minni hálfu í málinu að byggt skuli á þessum reit. Deila mátti hinsvegar um lögun þess húss sem á teikniborðinu var og hvort það hentaði inn í byggðamyndina í nánasta nágrenni, en óneitanlega stakk hugmyndin í stúf við annað í hverfinu og var þónokkuð áberandi. Tel ég mjög vænlegt ef samstaða getur náðst um að byggja annarskonar hús á þessum reit en fyrir lá. Tel ég rétt að kanna mjög vel þann möguleika sem samþykktur var á fundi bæjarstjórnar í gær, þ.e.a.s. að þarna rísi tveir sjö hæða turnar í stað 12 hæða byggingar, ef það má mögulega vera grunnur að góðri lausn. En eins og fyrr segir tel ég rétt að byggja íbúðir fyrir aldraða á þessum stað. Eins og fram hefur komið er mikill áhugi fyrir því að búa á þessum stað. Ekki þarf að undrast það, stutt er í verslanir og miðbæinn. Um er að ræða hjarta bæjarins, ekki þarf því að undrast að fólk vilji búa á þeim slóðum. Þetta er einfaldlega grunnur þess að fólk vill búa þarna, stutt er í þjónustu og tengda þætti. Þetta veit ég sjálfur, enda bý ég aðeins ofar í götunni. Það er að mínu mati hvergi betra að búa í bænum og þegar ég skipti um íbúð í byrjun árs 2003 var þetta nákvæmlega sá staður sem ég leitaði fyrst fyrir mér með íbúð. Hefur mér þótt athyglisvert í ferli alls málsins að fylgjast með því, einkum skoðanaskiptum kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og þeirra skoðanir á málinu. Enginn vafi leikur á að um mesta hitamál ársins í bæjarmálunum er að ræða og fróðlegt verður að fylgjast með ferli þess á nýju ári.
Seinni umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 fór fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Í upphafi hennar flutti bæjarstjóri ítarlega framsögu um áætlunina og tengda þætti. Var frumvarp um fjárhagsáætlun voru samþykktar eftir ítarlegar umræður á fundinum. Tekist var á um nokkra þætti, venju samkvæmt. Kom Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, fram með breytingartillögu sem gerði ráð fyrir rekstraraukningu hjá bænum. Týpísk vinstri tillaga svosem það. Átti auknum rekstrarkostnaði að verða mætt með frestun framkvæmda og gerði tillaga Oktavíu ráð fyrir því að framkvæmdaráði og stjórn Fasteigna bæjarins, skyldi falið að koma með tillögur í þá átt. Var tillagan að sjálfsögðu felld. Vel er haldið utan um stöðu bæjarsjóðs. Afgangur er á aðalsjóði, rekstrarniðurstaða er að fjárhæð kr. 181.657 og niðurstaða á efnahagsreikningi er að fjárhæð kr. 11.288.336. Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstrarniðurstöðu er að fjárhæð kr. 272.343 og niðurstaða á efnahagsreikningi að fjárhæð kr. 20.448.282. Fjárhagsáætlunin var eftir ítarlegar umræður borin upp í heild sinni og samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans.
Fundur bæjarstjórnar í gær var mjög langur og ítarlegur. Fyrir fundinum lágu alls 18 mál og voru umræður ítarlegar um sum málin. Stóð fundurinn í rúma sex tíma. Horfði ég á hann í gærkvöldi á bæjarsjónvarpsstöðinni Aksjón. Eins og fyrr hefur komið fram hér er mjög notalegt að geta fylgst með fundum bæjarstjórnar með þessum hætti, en þurfa ekki að sitja fundinn í salnum í Ráðhúsinu til að heyra umræður og fylgjast með afgreiðslu mála og skoðanaskiptum kjörinna fulltrúa. Þessi þróun sem verið hefur varðandi fundina er mjög jákvæð. Finnst mér form þeirra hentugra með þeim hætti sem nú er. Í stað þess að farið sé yfir alla liði nefnda og ráða bæjarins og þeir afgreiddir eru rædd viss mál og hægt að fá fram beinskeyttari og efnisríkari umræðu. Segja má því að formið sé sjónvarpsvænna, ef betra er að orða það sem svo. Framsetningin er betri og formið hefur reynst að mestu mjög vel. Breytingar urðu annars á bæjarstjórn í gær, en Valgerður Hjördís Bjarnadóttir bæjarfulltrúi vinstri grænna, hefur ákveðið að taka sér tímabundið leyfi frá störfum. Mun Jón Erlendsson varamaður hennar, taka sæti flokksins í bæjarstjórn á nýju ári.
Húmorinn
I am sure you heard about President Bush's nominee for Secretary of Homeland Security, Bernard Kerik, has withdrawn his name because of nanny problems. But the New York Daily News says no no, they say he cheated on his wife, then he cheated on his mistress and then he cheated on his mistress with another women. Now Bush thinks secretly he may be a Democrat.
Jay Leno
President Bush has announced that our new Energy Secretary will be Sam Bodman. Boy I hope he can fill the charisma void left by Spencer Abraham.
Things are going very well for President Bush. He passed his physical. No word yet on his mental.
David Letterman
Áhugavert efni
Um símastrákinn Jóhann - pistill Vef-Þjóðviljans
Fastar í hring tilgátan - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Þjóðarhreyfing? Landráð? - pistill Davíðs Arnar Jónssonar
Efnavopna-Ali fyrstur fyrir dóm í Írak
Hneykslismálum tengdum Bernard Kerik fjölgar sífellt
Dagurinn í dag
1939 Kvikmyndin Gone with the wind frumsýnd í Atlanta í Georgíu-fylki. Hún varð ein af vinsælustu kvikmyndum 20. aldarinnar og hlaut 10 óskarsverðlaun árið 1940, t.d. sem besta kvikmynd ársins
1953 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri tekið formlega í notkun, þar voru í upphafi rúm fyrir 120 sjúklinga - fyrsti yfirlæknir var Guðmundur Karl Pétursson en nú er Þorvaldur Ingvarsson yfirlæknir
1966 Walt Disney deyr, 65 ára að aldri, úr krabbameini. Disney náði heimsfrægð er hann skapaði margar af helstu teiknimyndapersónum sögunnar og hóf framleiðslu teiknimynda fyrir börn á fjórða áratugnum. Hlaut 26 óskarsverðlaun á ferli sínum og var tilnefndur 64 sinnum, oftar en allir aðrir
1993 John Major forsætisráðherra Bretlands, og Albert Reynolds forsætisráðherra Írlands, tilkynntu á blaðamannafundi í London að samkomulag hefði náðst um að hefja friðarviðræður á Norður Írlandi
2000 Samkeppnisráð tilkynnti í skýrslu að fyrirhugaður samruni Landsbankans og Búnaðarbankans myndi leiða til of mikillar samþjöppunar og markaðsráðandi stöðu. Hætt var við bankasamrunann
Snjallyrði dagsins
Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg,
í dvala sig strætin þagga.
Í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga.
Öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarns vagga.
Og stjarna skín gegnum skýjahjúp
með skærum lýsandi bjarma.
Og inn í fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma,
en móðirin, sælasti svanni heims
hún sefur með bros um hvarma.
Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsisangan.
Í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifarstrangann.
Svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.
Kristján frá Djúpalæk skáld (1916-1994) (Hin fyrstu jól)
Bæjarstjórn Akureyrar ákvað á fundi sínum í gær að hafna þeirri tillögu sem gerði ráð fyrir 12 hæða húsi á Baldurshagareitnum við Þórunnarstræti. Lagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, fram tillögu þar sem bæjarstjórn vísar málinu aftur til umhverfisráðs með tilmælum um að það láti skipuleggja reitinn með það að markmiði að í stað 12 hæða byggingar verði frekar gert ráð fyrir 40 íbúða byggð, allt að 7 hæðum, á lóðinni við Baldurshaga. Seinustu mánuði hefur málefni Baldurshagareitsins verið eitt helsta umræðuefni í bæjarmálum hér. Á fundi bæjarstjórnar, 10. ágúst sl. samþykkti meirihluti bæjarfulltrúa að heimila verktaka að láta gera deiluskipulag á lóðinni, á fundi þann 5. október sl. samþykkti svo bæjarstjórn tillögu umhverfisráðs um breytingu á aðalskipulagi svæðisins umhverfis Baldurshaga sem gerði ráð fyrir að breyta óbyggðu svæði og almennu útivistarsvæði í íbúðarsvæði. Fór tillagan þá á borð Skipulagsstofnunar til athugunar. Hart hefur verið tekist á um málið. Í margra augum var um mikið tilfinningamál að ræða, hvort 12 hæða háhýsi ætti að rísa þar sem nú stendur lítið, gamalt íbúðarhús með nafninu Baldurshagi.
Eins og staða mála var orðin tel ég ákvörðun bæjarstjórnar hafa verið rétta. Það er og hefur alla tíð verið þó grunnatriði að minni hálfu í málinu að byggt skuli á þessum reit. Deila mátti hinsvegar um lögun þess húss sem á teikniborðinu var og hvort það hentaði inn í byggðamyndina í nánasta nágrenni, en óneitanlega stakk hugmyndin í stúf við annað í hverfinu og var þónokkuð áberandi. Tel ég mjög vænlegt ef samstaða getur náðst um að byggja annarskonar hús á þessum reit en fyrir lá. Tel ég rétt að kanna mjög vel þann möguleika sem samþykktur var á fundi bæjarstjórnar í gær, þ.e.a.s. að þarna rísi tveir sjö hæða turnar í stað 12 hæða byggingar, ef það má mögulega vera grunnur að góðri lausn. En eins og fyrr segir tel ég rétt að byggja íbúðir fyrir aldraða á þessum stað. Eins og fram hefur komið er mikill áhugi fyrir því að búa á þessum stað. Ekki þarf að undrast það, stutt er í verslanir og miðbæinn. Um er að ræða hjarta bæjarins, ekki þarf því að undrast að fólk vilji búa á þeim slóðum. Þetta er einfaldlega grunnur þess að fólk vill búa þarna, stutt er í þjónustu og tengda þætti. Þetta veit ég sjálfur, enda bý ég aðeins ofar í götunni. Það er að mínu mati hvergi betra að búa í bænum og þegar ég skipti um íbúð í byrjun árs 2003 var þetta nákvæmlega sá staður sem ég leitaði fyrst fyrir mér með íbúð. Hefur mér þótt athyglisvert í ferli alls málsins að fylgjast með því, einkum skoðanaskiptum kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og þeirra skoðanir á málinu. Enginn vafi leikur á að um mesta hitamál ársins í bæjarmálunum er að ræða og fróðlegt verður að fylgjast með ferli þess á nýju ári.
Seinni umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 fór fram á fundi bæjarstjórnar í gær. Í upphafi hennar flutti bæjarstjóri ítarlega framsögu um áætlunina og tengda þætti. Var frumvarp um fjárhagsáætlun voru samþykktar eftir ítarlegar umræður á fundinum. Tekist var á um nokkra þætti, venju samkvæmt. Kom Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, fram með breytingartillögu sem gerði ráð fyrir rekstraraukningu hjá bænum. Týpísk vinstri tillaga svosem það. Átti auknum rekstrarkostnaði að verða mætt með frestun framkvæmda og gerði tillaga Oktavíu ráð fyrir því að framkvæmdaráði og stjórn Fasteigna bæjarins, skyldi falið að koma með tillögur í þá átt. Var tillagan að sjálfsögðu felld. Vel er haldið utan um stöðu bæjarsjóðs. Afgangur er á aðalsjóði, rekstrarniðurstaða er að fjárhæð kr. 181.657 og niðurstaða á efnahagsreikningi er að fjárhæð kr. 11.288.336. Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstrarniðurstöðu er að fjárhæð kr. 272.343 og niðurstaða á efnahagsreikningi að fjárhæð kr. 20.448.282. Fjárhagsáætlunin var eftir ítarlegar umræður borin upp í heild sinni og samþykkt með 7 atkvæðum meirihlutans.
Fundur bæjarstjórnar í gær var mjög langur og ítarlegur. Fyrir fundinum lágu alls 18 mál og voru umræður ítarlegar um sum málin. Stóð fundurinn í rúma sex tíma. Horfði ég á hann í gærkvöldi á bæjarsjónvarpsstöðinni Aksjón. Eins og fyrr hefur komið fram hér er mjög notalegt að geta fylgst með fundum bæjarstjórnar með þessum hætti, en þurfa ekki að sitja fundinn í salnum í Ráðhúsinu til að heyra umræður og fylgjast með afgreiðslu mála og skoðanaskiptum kjörinna fulltrúa. Þessi þróun sem verið hefur varðandi fundina er mjög jákvæð. Finnst mér form þeirra hentugra með þeim hætti sem nú er. Í stað þess að farið sé yfir alla liði nefnda og ráða bæjarins og þeir afgreiddir eru rædd viss mál og hægt að fá fram beinskeyttari og efnisríkari umræðu. Segja má því að formið sé sjónvarpsvænna, ef betra er að orða það sem svo. Framsetningin er betri og formið hefur reynst að mestu mjög vel. Breytingar urðu annars á bæjarstjórn í gær, en Valgerður Hjördís Bjarnadóttir bæjarfulltrúi vinstri grænna, hefur ákveðið að taka sér tímabundið leyfi frá störfum. Mun Jón Erlendsson varamaður hennar, taka sæti flokksins í bæjarstjórn á nýju ári.
Húmorinn
I am sure you heard about President Bush's nominee for Secretary of Homeland Security, Bernard Kerik, has withdrawn his name because of nanny problems. But the New York Daily News says no no, they say he cheated on his wife, then he cheated on his mistress and then he cheated on his mistress with another women. Now Bush thinks secretly he may be a Democrat.
Jay Leno
President Bush has announced that our new Energy Secretary will be Sam Bodman. Boy I hope he can fill the charisma void left by Spencer Abraham.
Things are going very well for President Bush. He passed his physical. No word yet on his mental.
David Letterman
Áhugavert efni
Um símastrákinn Jóhann - pistill Vef-Þjóðviljans
Fastar í hring tilgátan - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Þjóðarhreyfing? Landráð? - pistill Davíðs Arnar Jónssonar
Efnavopna-Ali fyrstur fyrir dóm í Írak
Hneykslismálum tengdum Bernard Kerik fjölgar sífellt
Dagurinn í dag
1939 Kvikmyndin Gone with the wind frumsýnd í Atlanta í Georgíu-fylki. Hún varð ein af vinsælustu kvikmyndum 20. aldarinnar og hlaut 10 óskarsverðlaun árið 1940, t.d. sem besta kvikmynd ársins
1953 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri tekið formlega í notkun, þar voru í upphafi rúm fyrir 120 sjúklinga - fyrsti yfirlæknir var Guðmundur Karl Pétursson en nú er Þorvaldur Ingvarsson yfirlæknir
1966 Walt Disney deyr, 65 ára að aldri, úr krabbameini. Disney náði heimsfrægð er hann skapaði margar af helstu teiknimyndapersónum sögunnar og hóf framleiðslu teiknimynda fyrir börn á fjórða áratugnum. Hlaut 26 óskarsverðlaun á ferli sínum og var tilnefndur 64 sinnum, oftar en allir aðrir
1993 John Major forsætisráðherra Bretlands, og Albert Reynolds forsætisráðherra Írlands, tilkynntu á blaðamannafundi í London að samkomulag hefði náðst um að hefja friðarviðræður á Norður Írlandi
2000 Samkeppnisráð tilkynnti í skýrslu að fyrirhugaður samruni Landsbankans og Búnaðarbankans myndi leiða til of mikillar samþjöppunar og markaðsráðandi stöðu. Hætt var við bankasamrunann
Snjallyrði dagsins
Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg,
í dvala sig strætin þagga.
Í bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga.
Öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarns vagga.
Og stjarna skín gegnum skýjahjúp
með skærum lýsandi bjarma.
Og inn í fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma,
en móðirin, sælasti svanni heims
hún sefur með bros um hvarma.
Og hjarðmaður birtist, um húsið allt
ber höfga reykelsisangan.
Í huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifarstrangann.
Svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.
Kristján frá Djúpalæk skáld (1916-1994) (Hin fyrstu jól)
<< Heim