Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

17 desember 2004

George W. Bush forsetiHeitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, undirritaði í dag nýtt leyniþjónustufrumvarp sem hefur verið samþykkt af bandaríska þinginu. Mun því vera ætlað að styrkja og efla leyniþjónustu landsins og koma í kjölfar frekari breytinga sem gerðar hafa verið á vörnum landsins í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 og vera framhald af fyrri lögum, t.d. The Patriot Act. Jafnframt hefur forsetinn nú kynnt að hugmyndir í þá átt að stokka upp heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tryggingakerfið og sagt að það verði eitt helsta málefni næstu ára af hálfu stjórnar sinnar. Kynnti hann hugmyndir í þessa átt í kosningabaráttunni fyrr á árinu og var mjög rætt um það mál í baráttunni og var það eitt af helstu málunum sem hann og keppinautur hans í kosningunum, John Kerry, deildu um af krafti, í kappræðum og á kosningafundum. Búast má við að tillögur forsetans veki litla hrifningu í röðum demókrata og hafa nýr leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, Harry Reid, og Hillary Rodham Clinton, helsti málsvari demókrataflokksins í heilbrigðismálum í öldungadeildinni, tjáð andstöðu við tillögur forsetans og stefnu hans.

Bush forseti, mun sverja embættiseið fyrir næsta kjörtímabil, fimmtudaginn 20. janúar nk. Bandaríska kjörmannasamkundan samþykkti formlega kjör hans til embættisins 13. desember sl. á fundi í þinghúsinu og munu deildir Bandaríkjaþings formlega staðfesta það val 6. janúar nk. Deilur hafa verið að undanförnu um úrslit kosninganna í Ohio-fylki og höfðu nokkrir frambjóðendur sem hlutu innan við prósent í fylkinu kært úrslit kosninganna og krafist endurtalningar í fylkinu, studdu demókratar þá kröfu en tóku ekki beint þátt í henni. Hæstiréttur fylkisins hafnaði þeim málaleitunum í gær og er því ljóst að fátt getur komið í veg fyrir að Bush fái þá 20 kjörmenn sem fylkið ræður yfir. Þegar hefur þeim formlega verið úthlutað og kosið í þeirra nafni svo litlar sem engar líkur eru á að hægt verði fyrir andstæðinga forsetans að hnekkja úrslitunum og þessari niðurstöðu að hann vann í Ohio. Munurinn er það mikill að ekki þarf endurtalningu skv. lögum og verða andstæðingar forsetans að sætta sig við úrslitin. Sigur forsetans í kosningunum, bæði á landsvísu og í kjörmannasamkundunni er staðreynd. Af 15 ráðherrum Bush láta 9 þeirra af störfum er seinna kjörtímabilið hefst. Skipað hefur verið í allar stöður nema öryggismálaráðuneytið, sem áður var ætlað Bernard Kerik. Er þetta mesta uppstokkun í ríkisstjórn Bandaríkjanna frá endurkjöri Richard Nixon 1972, en 9 ráðherra hans hættu þá eins og nú.

Simpson-fjölskyldan15 ár eru í dag liðin síðan fyrsti þátturinn um hina óborganlegu og stórskemmtilegu Simpson-fjölskyldu var sýndur í bandarísku sjónvarpi. Er þátturinn orðinn lífseigasti gamanþáttur í sögu bandarísks sjónvarps og nýtur enn gríðarlegra vinsælda. Er hann enn sýndur á besta sýningartíma og hefur haldið stöðu sinni og áhorfendatölum í gegnum þykkt og þunnt í öll þessi ár. Engin merki eru um það að sýningar á þáttunum hætti á komandi árum, vinsældirnar eru enn miklar og eftirspurn eftir ævintýrum fjölskyldunnar haldast óbreyttar. Er óhætt að fullyrða að fáir ef nokkrir af forystumönnum Fox-sjónvarpsstöðvarinnar hafi átt von á þessum miklu vinsældum er þátturinn hóf göngu sína og hafi spáð fyrir um þau áhrif sem hann hefur haft í gegnum tíðina.

Fyrstu þættirnir sem sýndir voru í desember 1989 og janúar 1990 áttu einungis að verða prufuþættir, til að kanna hvort þeir myndu ná einhverjum vinsældum. Þeir slógu í gegn og eftir það var ákveðið að klára 24 þátta seríu fram á árið 1990 til að kanna hvort eftirspurn yrði eftir frekari þáttum um fjölskylduna. Söguna þekkja allir, þættirnir ganga enn og vinsældirnar hafa eins og fyrr segir ekkert dalað. Þátturinn hefur náð athygli almennings og verið miðpunktur í lífi fólks allan tímann og hafa á þessum eina og hálfa áratug eignast breiðan áhorfenda- og aðdáendahóp. Samningur um gerð þáttanna stendur til ársloka 2005. Verður þá tekin ákvörðun um frekari þáttagerð og bendir fátt til þess að hann hætti þá göngu sinni. Simpson-fjölskyldan varð til í kolli Matt Groening árið 1987 og vann hann hugmyndina ítarlega áður en framleiðsla hófst formlega. Groening hefur eins og vænta má auðgast mjög á gerð þáttanna og er enn í dag einn af aðalhandritshöfundum þeirra og yfirstjórnendum. Hef ég fylgst með þáttunum vel allt frá byrjun, óneitanlega er Simpson-fjölskyldan eitt af því sem mín kynslóð og þær sem á eftir hafa komið hafa alist upp við. Simpson-fjölskyldan er án vafa eitt af táknum tíunda áratugar 20. aldarinnar.

AkureyriÁlyktanir stjórnar Varðar
Ný stjórn Varðar kom saman til síns fyrsta fundar undir minni stjórn í gærkvöldi. Á fundinum skipti stjórnin með sér verkum og ræddi starf félagsins á komandi ári. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, lýsir yfir undrun sinni á þeirri forræðishyggju sem fram kemur í tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um að leggja bönn við auglýsingum á óhollum matvörum í fjölmiðlum, sem lögð hefur verið fram á þingi. Leitt er að ávallt sé að forræðishyggja sé svo ofarlega í huga vinstrimanna. Alltaf þarf að hafa vit fyrir fólki, hvað það gerir í sínu einkalífi. Segja má með sanni að þarna sýni Samfylkingin loks sitt eina og rétta andlit. Um er að ræða allverulega frelsisskerðingu í frumvarpinu. Fólk verður að standa sjálft vörð um heilsu sína, það er út í hött að ríkið geri það með svona lagarömmum eins og lagt er til.

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, lýsir yfir stuðningi sínum við byggingu 7 hæða íbúðarhúsnæðis á Baldurshagareitnum. Þó þykir félaginu leitt að hætt hafi verið hugmyndir um byggingu 12 hæða byggingar á reitnum. Fram hefur komið í fjölmiðlum mikill áhugi fólks á að búa á þessum stað. Ekki þarf að undrast það, stutt er í verslanir og miðbæinn. Um er að ræða hjarta bæjarins, fólk vill búa á þeim slóðum sé þess kostur. Félagið fagnar öllum þeim sem sjá sér hag í að koma fram með hugmyndir um uppbyggingu bæjarins, hversu djarfar sem þær geta talist.

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur að gott aðgengi fyrir alla að byggingum þar sem fram fer þjónustustarfsemi, sé ein af grundvallarforsendum jafnréttis í íslensku samfélagi. Vörður telur að aldrei megi bregða út af þeim lögum og reglum sem um þetta gilda og hver sem verði uppvís að slíku við ákvarðanatöku eigi að sæta ábyrgð, enda sé slík ákvarðanataka ámælisverð.

Húmorinn
Bernard Kerik says he is sorry he'll not be able to be head of Homeland Security. He said with a wife and two mistresses he just doesn't have the time. He hired a nanny that may have been an illegal alien. He had a number of mistresses and may have had mob ties. That makes you feel secure! I mean, we can't even do a background check on the guy who is supposed to be in charge of background checks.

President Bush awarded the Medal of Freedom to former CIA director George Tenet. Remember the country went to war on his absolute guarantee that Iraq had weapons of mass destruction - a 'slam dunk.' Of course, it turned out that the information was completely wrong. And today Dan Rather asked 'Hey, where is my medal?'

One reason the Bernard Kerik nomination looked good is Democrats like Hillary Clinton praised him. Hillary thought he would do a good job. That's unusual -- Hillary looking the other way for a guy who's been fooling with his wife.

One of President Bush's daughters, Jenna, is going to teach at a public school in DC. She is going to probably teach English. In a related story, Dick Cheney's daughter is going to teach phys ed.
Jay Leno

Turns out Bernard Kerik had three wives, two mistresses and several girlfriends and every cent he earned was for Viagra.
David Letterman

Áhugavert efni
Óholl Samfylking - pistill Friðjóns R. Friðjónssonar
Einkaframtakið lifi - pistill Stefaníu Sigurðardóttur
Hvað varð um forgangsröðunina? - pistill Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur

Dagurinn í dag
1843 Bókin A Christmas Carol eftir Charles Dickens kom út í fyrsta skipti - ein þekktasta jólasagan
1982 Lee J. Strasberg lést, áttræður að aldri. Strasberg var fremsti leiklistarkennari Bandaríkjanna á 20. öld og kenndi mörgum af helstu leikurum landsins á öldinni, t.d. Marlon Brando, Robert DeNiro, Geraldine Page, Paul Newman, Al Pacino, Marilyn Monroe, Jane Fonda, James Dean, Dustin Hoffman og Jack Nicholson. Aðeins sjö sinnum lék hann sjálfur hlutverk í kvikmynd. Þeirra þekktast er án nokkurs vafa hlutverk mafíuhöfðingjans aldna, Hyman Roth, í The Godfather: Part II árið 1974
1989 Fyrsti þátturinn í teiknimyndaflokknum Simpson-fjölskyldan sýndur í bandarísku sjónvarpi. Þátturinn gengur enn, nú 15 árum síðar, og er orðinn einn lífseigasti framhaldsþáttur Bandaríkjanna
1998 Umdeilt frumvarp Ingibjargar Pálmadóttur um gagnagrunn á heilbrigðissviði var samþykkt á Alþingi með 37 atkvæðum gegn 20. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnina um gerræði í málinu
2003 Kvikmyndin The Lord of the Rings: The Return of the King, sem var byggð á þriðja og seinasta hluta Hringadróttinssögu eftir J. R. R. Tolkien, frumsýnd í London - hlaut 11 óskarsverðlaun 2004

Morgundagurinn
1897 Fyrsta sýningin hjá Leikfélagi Reykjavíkur - sýndir voru þá á sviði Iðnó tveir danskir leikþættir
1958 Spámaðurinn, lífsspeki í ljóðum eftir Kahlil Gibran, kom út í íslenskri þýðingu eftir Gunnar Dal. Bókin hefur síðan verið gefin út 12 sinnum og hefur selst hérlendis í alls fjörutíu þúsund eintökum
1982 Kvikmyndin Með allt á hreinu, var frumsýnd. Ágúst Guðmundsson leikstýrði myndinni og í aðalhlutverkum voru hljómsveitirnar Stuðmenn og Grýlurnar. Myndin sló öll aðsóknarmet og um 115.000 Íslendingar sáu hana í bíó. Framhaldsmynd, Í takt við tímann, verður frumsýnd jólin 2004
1997 Frumvarp um að Skotland fái eigið þing og heimastjórn kynnt í Glasgow. Áður höfðu Skotar samþykkt heimastjórn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Donald Dewar varð fyrsti forsætisráðherra landsins
1998 Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli, hið sextugasta síðan árið 1200, stóð það í rúma viku. Í upphafi náði mökkur frá eldstöðvunum upp í 10 kílómetra hæð og öskufalls varð vart norðanlands

Snjallyrði dagsins
Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.

Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.
Jóhanna G. Erlingsson (Jólin allsstaðar)