Hátíð fer að höndum ein,
hana vér allir prýðum,
lýðurinn tendri ljósin hrein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Gerast mun nú brautin bein,
bjart í geiminum víðum,
ljómandi kerti á lágri grein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.
Jóhannes úr Kötlum (1899-1972) (Hátíð fer að höndum ein)
<< Heim