Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

10 desember 2005

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
krýnd ungfrú heimur


Unnur Birna Vilhjálmsdóttir ungfrú heimur 2005

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fegurðardrottning Íslands, var krýnd ungfrú heimur í Sanya í Kína í dag. Í öðru sæti í keppninni varð ungfrú Mexíkó og ungfrú Púertó Ríkó varð í hinu þriðja. Unnur Birna er dóttir Unnar Steinsson sem kjörin var fegurðardrottning Íslands árið 1983. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er þriðja íslenska stúlkan sem hlýtur titilinn ungfrú heimur, frá því að keppnin fékk á sig það yfirbragð sem við höfum séð seinustu áratugina. Hólmfríður Karlsdóttir var krýnd ungfrú heimur fyrir tveim áratugum, í nóvember 1985. Þrem árum síðar, árið 1988, var Linda Pétursdóttir krýnd ungfrú heimur ennfremur. Guðrún Bjarnadóttir var krýnd ungfrú alheimur á Long Beach í Flórída árið 1963.

Þetta er stórglæsilegur árangur og ég óska Unni Birnu og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.



Tók aftur þátt í tröllaprófinu - fékk þessa líka flottu útkomu þessu sinni. Þeir sem þekkja mig sjá sennilega mig í þessari lýsingu hehe. :)



Stjórnmálaþurs


Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.

Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.

Hvaða tröll ert þú?



Saga dagsins
1907 Bifreið var ekið í fyrsta skipti á Norðurlandi - henni var ekið frá Akureyri að Grund í Eyjafirði.
1924 Rauði kross Íslands, stofnaður í Reykjavík - fyrsti formaðurinn var Sveinn Björnsson forseti.
1982 Íslendingar skrifuðu undir hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, ásamt fulltrúum 119 annarra þjóða - setning slíks sáttmála hafði verið baráttumál Íslendinga í rúm 35 ár. Hann öðlaðist gildi 1994.
1999 Franjo Tudjman forseti Króatíu, lést úr krabbameini, 77 ára að aldri. Tudjman var fyrsti forseti landsins og sat allt til dánardægurs, þrátt fyrir að hann hafi verið alvarlega veikur seinustu mánuðina.
2005 Unnur Birna Vilhjálmsdóttir krýnd ungfrú heimur - þriðja íslenska stúlkan til að hljóta titilinn.

Snjallyrðið
To enjoy freedom we have to control ourselves.
Virginia Woolf rithöfundur (1882-1941)