Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

02 mars 2006

Heilsteypt og góð stjörnuspá

Stefán Friðrik

Eins og fyrr segir hefur þetta ár verið mér lærdómsríkt það sem af er. Í gær fékk ég senda stjörnuspá frá vini mínum sem hann sagði að ætti að hressa mig og efla. Ég leit yfir og var ánægður með spádóminn og orðin sem þar komu fram. Fyndnast fannst mér talið um verkefni í upphafi ársins en öflugt gengi þegar líða tæki á árið. Merkileg stjörnuspá allavega. Ætla ég að birta hana hér á vefnum:

"Árið 2006

- Eflist þegar líða tekur á árið
- Lánsemi áberandi
- Sætir sigrar

Hér er minnst á Satúrnus og sálufélaga þegar árið framundan er skoðað hjá fólki fætt undir stjörnu steingeitar. Hið síðarnefnda er umræðuefni sem má ræða endalaust. Þegar talað er af sannleika er sú manneskja hinsvegar ekki til sem er ekki sálufélagi þinn. En ef steingeitin þráir maka eða elskhuga árið 2006 þá er ekki gott að hún temji sér áhugaleysi meðan hún bíður eftir að samband komist á eða fólk sem hún kýs að tengjast tilfinningalega verði á vegi hennar. Ef þú sýnir óskum þínum áhugaleysi rætast þær aldrei.

Satúrnus áhrifastjarna þín eflir þig þegar þú lítur í kringum þig árið framundan. Þú hreinsar til á tilfinningasviðinu, skoðar hvar ótti þinn leynist eða höfnunin, afneitunin, gagnrýnin og dómharkan sem beinist jafnvel að þér sjálfri/sjálfum. Þú stígur dansinn í mars og þér líður vel, áhrifastjarna þín, Satúrnus, sér til þess. Heilsa þín og hamingja eflist 2006. Þú ert kannski ekki 100% öruggur með framgang verkefnis í upphafi árs en það rætist úr því.

Þú ert lánsöm/lánsamur og þig hungrar í lífið og sigurinn er sætur í þínum huga. Þar sem þú ert fædd/ur á myrkustu dögum vetrar þarfnast þú sólarljóssins í ríkum mæli og leitar þar af leiðandi uppi félagsskap fólks sem er jákvætt, uppbyggjandi og ástríkt. Þú kemst handan við regnbogann."


Svo mörg voru þau orð. Líst vel á þetta og horfi tvíefldur fram á veginn.