Gott viðtal við Björn
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur gefið kost á sér í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, sem er leiðtogastóll í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Björn varð leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður sl. haust þegar að Davíð Oddsson lét af þingmennsku og hætti í stjórnmálum eftir sögulegan og glæsilegan stjórnmálaferil sinn. Björn hefur jafnan verið öflugur í stjórnmálum og þekktur fyrir að tala af krafti um menn og málefni og vera vinnusamur stjórnmálamaður og tala einbeitt á vef sínum.
Í dag var Björn í ítarlegu og efnisríku viðtali hjá Helga Seljan, frænda mínum, á NFS. Þar fóru þeir yfir fjölda mála og áttu gott spjall, sem ég hvet alla stjórnmálaunnendur til að horfa á.
<< Heim