Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

18 júní 2003

Kominn heim eftir skemmtilega ferð - sunnudagspistillinn
Ég kom til landsins í dag eftir 5 daga ferð til Færeyja með góðum vinum og félögum. Ferðin var alveg virkilega skemmtileg og mun ég skrifa um hana fljótlega, allavega fer ég aðeins yfir þessa skemmtilegu daga úti, í næsta sunnudagspistli. Sl. sunnudag birtist á heimasíðunni venju samkvæmt sunnudagspistill minn, þrátt fyrir að ég væri erlendis. Í honum fjalla ég um varnarmálin og væntanlegar viðræður um framtíð varnarsamningsins, borgarpólitíkina sem er athyglisvert að fylgjast með þessa dagana - bresti á R-listanum sem verða sífellt sýnilegri og sárinda sem greinilega eru enn til staðar eftir að leiðtoga R-listans til níu ára var ýtt til hliðar, bandarísk stjórnmál þar sem baráttan fyrir næstu forsetakosningar er þegar hafin - fer yfir hverjir séu líklegastir til að slást um Hvíta húsið á næsta ári og tala að lokum stuttlega um þjóðhátíð en þjóðhátíðardagurinn, 17. júní var í gær.