Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

12 ágúst 2003

Hvalveiðar - pólitíkin í Kaliforníu - fjölmenni á Dalvík
Í sunnudagspistli vikunnar á stebbifr.com fjalla ég um ákvörðun sjávarútvegsráðherra þess efnis að hefja hvalveiðar við Íslandsstrendur - fagna þessari ákvörðun og fer yfir mál henni tengd, pólitíkina í Kaliforníu sem er mikið í fréttunum þessa dagana en í októbermánuði verður kosið um framtíð Gray Davis ríkisstjóra á valdastóli og hvort skipta eigi honum út - hefur leikarinn Arnold Schwarzenegger lýst yfir framboði sínu og bendir margt til þess að hann njóti mikils fylgis og hafa t.d. tvö þekkt vinstrisinnuð blöð panikerað vegna framboðs hans, og að lokum um fiskidaginn mikla sem haldinn var hátíðlegur á Dalvík um helgina í rjómablíðu (24 stiga hita!) - var dagurinn einstaklega vel heppnaður og komu allt að 22.000 manns til Dalvíkur til að heiðra sjávarútveginn og borða ljúffengar afurðir úr matarkistu hafsins.

Góð grein Ástu á hafsteinn.is
Ásta Möller fv. alþingismaður, skrifar athyglisverða grein á vef Hafsteins Þórs Haukssonar frambjóðanda til formannsembættis í SUS. Ásta segir í greininni að það sé að renna upp ljós fyrir samfylkingarfólki að því er varðar aðkomu einkaaðila að rekstri velferðarþjónustu í landinu. Hún segir að Samfylkingin hafi þurft að fara á fund til London til að átta sig á að félagshyggjufólk hefur tekið undir með sjálfstæðismönnum um víða veröld að leiðin til árangursríkari og hagkvæmari reksturs í velferðarþjónustu er aukið samstarf stjórnvalda við einkaaðila um rekstur þjónustunnar. Ásta Möller hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á umræðu um aukið hlutverk einkaaðila í rekstri heilbrigðiskerfisins og hefur þar barist fyrir svipuðum sjónarmiðum og ungir sjálfstæðismenn. Góð grein hjá Ástu.

Umfjöllun um hvalamálið
Má til með að benda á góða grein Arnljóts Bjarka Bergssonar um hvalamálið á vef Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri. Þar fjallar hann um ákvörðun sjávarútvegsráðherra og hvalamálið í heild sinni.