Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

31 júlí 2003

Olíumálið - valdakreppa í borginni - málefni LA
Í sunnudagspistli vikunnar fjalla ég um niðurstöður frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um starfsemi Olíufélaganna - fer yfir málið og tjái mig um niðurstöðurnar, fjalla um þátt borgarstjóra í málinu en hann hefur verið bendlaður við málið af fjölmiðlum - undrast á að hann geri ekki hreint fyrir sínum dyrum og tjái sig um sín afskipti af málinu ef einhver eru og fjalla um möguleg áhrif þessa máls á stöðu hans sem borgarstjóra í Reykjavík og hvort borgarfulltrúar R-listans muni taka ábyrgð á honum en hann situr á stóli borgarstjóra í þeirra umboði, og að lokum fjalla ég um málefni Leikfélags Akureyrar - en óvissu um starfsemi þess hefur verið eytt eftir að bæjarráð Akureyrar samþykkti í vikunni tillögur vinnuhóps um framtíð LA.


Leikstjóraumfjöllun á kvikmyndir.com - John Schlesinger
Í dag birtist þriðja leikstjóraumfjöllun mín á kvikmyndir.com. Í þessari leikstjóraumfjöllun hef ég tekið saman ítarlega umfjöllun um leikstjórann John Schlesinger og helstu verk hans. Á leikstjóraferli sínum setti Schlesinger mikið mark á kvikmyndasögu seinni hluta 20. aldarinnar, hann starfaði sem leikstjóri í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum og leikstýrði mörgum af eftirminnilegustu kvikmyndum síns tíma.