Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

06 júlí 2003

Varnarmálin - biturð á vinstrivængnum - undrun og vonbrigði
Í sunnudagspistli vikunnar á stebbifr.com er fjallað á ítarlegan hátt um varnarmálin. Þar fer ég yfir nýjustu atburði í málinu, fréttir af einhliða ákvörðunum Bandaríkjamanna sem leiddu til þess að viðræður um varnarsamninginn hófust eftir að áhrifamenn beittu sér fyrir lausn málsins, viðbrögðum forsætisráðherra og ummælum hans í vikunni, óábyrgum og ómarkvissum málflutningi Samfylkingarinnar og spái í framtíð viðræðnanna og hvað taki við. Ennfremur fjalla ég um biturð á vinstrivæng íslenskra stjórnmála eftir úrslit þingkosninganna og lýsi að lokum yfir undrun minni og vonbrigðum vegna frestunar á Héðinsfjarðargöngum. Þessi ákvörðun er reiðarslag fyrir íbúa á mínu heimasvæði og íbúa Norðurlands almennt.