Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

24 júní 2003

Færeyjaferð - feigðarsvipurinn á R-listanum - fall Anneli
Í sunnudagspistli vikunnar á stebbifr.com fjalla ég um skemmtilega ferð mína til Færeyja, borgarpólitíkina sem er sífellt að verða meira spennandi, enda greinilegt eftir tiltekt Ingibjargar Sólrúnar í geymslunni og yfirlýsingar eins þingmanns Samfylkingarinnar að samstarf meirihlutaflokkanna í borginni stendur veikum fótum og spurning hversu lengi það endist enda sárindin milli manna greinileg, og um afsögn fyrsta kvenforsætisráðherra Finna, Anneli Jäätteenmäki, sem varð að víkja í seinustu viku af valdastóli eftir aðeins tveggja mánaða valdaferil.

Góðar greinar Atla Rafns um heilbrigðismál
Undanfarið hefur frændi minn, Atli Rafn Björnsson gjaldkeri Heimdallar, skrifað nokkuð um heilbrigðismál á frelsi.is, er um að ræða tvær mjög athyglisverðar greinar. Hvet alla til að lesa þessar tvær greinar hans, bæði þá fyrri og einnig hina seinni.