Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

29 september 2003

Hugsjónir og reynsla – vaknað af ESB-blundi – sameiningarumræða
Í sunnudagspistli vikunnar á stebbifr.com fjalla ég um kosningar í Heimdalli sem verða næstkomandi miðvikudag – verður þar kosið milli tveggja lista. Hefur kosningabaráttan tekið á sig athyglisverðar myndir seinustu daga og ljóst að framundan er harður slagur um völd í stærsta ungliðafélagi Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að Samfylkingin er að vakna af Evrópublundi sínum eftir að hafa lagst til svefns þegar ljóst var að kjósendur hefðu engan áhuga á Evrópumálunum fyrir seinustu alþingiskosningar, ég fjalla um Evrópumálin og skemmtilegar u-beygjur Samfylkingarmanna í málinu. Að lokum fjalla ég stuttlega um sameiningarmál sveitarfélaga við Eyjafjörð, enginn vafi er á því í mínum huga að eitt sveitarfélag í Eyjafirði er glæst framtíðarsýn.