Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

17 október 2003

Gestapistlar á stebbifr.com
Hér eftir munu gestapistlar birtast á heimasíðu minni, stebbifr.com, alla fimmtudaga. Til þess að skrifa þá fæ ég fjölda fólks sem ég þekki og hef kynnst í gegnum tíðina í stjórnmálastarfi. Í þessum skrifum fá viðkomandi frjálsar hendur til að tjá sig á eigin hátt. Með því vil ég krydda síðuna með öðrum áherslum og fá inn fólk til liðs við mig sem ég hef áhuga á að tjái sig á vefsíðu minni. Fyrst með gestapistil er Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og formaður menningarmálanefndar bæjarins. Í pistli sínum fjallar Sigrún Björk á athyglisverðan hátt um fyrirlestur Adrianne Clarkson í HA í vikunni og tengsl þjóða á norðurslóðum.