Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

16 júní 2004

Frú Vigdís Finnbogadóttir forsetiHeitast í umræðunni
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, hefur ákveðið að afhenda ekki verðlaun á leiklistarverðlaununum Grímunni í kvöld. Ástæða ákvörðunar hennar mun vera að hún vilji ekki minna á forsetaembættið í ljósi þess að Baugur Group er styrktaraðili verðlaunaafhendingarinnar. Ennfremur hefur Vigdís látið í ljósi þá skoðun sína að núverandi forseti hefði mun frekar átt að synja lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar en fjölmiðlalögunum, fyrst hann vildi færa embættið á þá braut sem hefur verið gert. Enginn vafi leikur á því að ummæli Vigdísar og ákvarðanir tengdar þessu máli segir margt um hennar persónulegu skoðanir á embættisverkum Ólafs Ragnars Grímssonar að undanförnu. Það að hætta við að afhenda verðlaunin er ábending um að hún telji ekki viðeigandi að forsetaembættið sé auglýst á menningarsamkundu í boði Baugs og aðila þeim tengdum. Það eru kraftmikil skilaboð, en jafnframt látlaus. Það að Vigdís finni beint að ákvörðun Ólafs segir líka að hún er ekki hlynnt því hvernig eftirmaður hennar hefur höndlað embættið og breytt því. Það sjá allir að Vigdís mótaði embættið með allt öðrum hætti en Ólafur, hann hefur bæði gert það pólitískara og berskjaldaðra fyrir gagnrýni og árásum beint. Það að fyrrum forseti og leikhússtjóri LR sjái sér ekki fært að afhenda leiklistarverðlaun í ljósi þess hvernig eitt fyrirtæki tengist sitjandi forseta og ákvörðunum hans, sýnir mjög vel að fyrrum forseti er í senn bæði ósátt við hvernig embættið hefur verið notað og breytt með ákvörðunum tengdum því.

SUSStjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fundaði í Valhöll í gærkvöldi og ræddum við í stjórninni þar t.d. ákvörðun forseta Íslands, sem tilkynnt var á blaðamannafundi fyrir hálfum mánuði, þess efnis að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar. Einróma var á fundinum samþykkt eftirfarandi ályktun: "Með fordæmalausri ákvörðun um að synja lögum frá Alþingi staðfestingar hefur Ólafur Ragnar Grímsson dregið embætti forseta Íslands inn í átök stjórnmálanna. Athygli vekur að Ólafur hefur enn ekki fært nein efnisleg rök fyrir ákvörðun sinni. Ljóst er að ýmis mál hafa vakið meiri deilur í þjóðfélaginu en umrædd lög. Þá hefur Ólafur sjálfur lýst því yfir að það sé íslenskra dómstóla að meta stjórnarskrárígildi laga. Ákvörðun Ólafs veldur því nokkurri óvissu í stjórnskipan ríkisins, enda liggur ekkert fyrir um það við hvaða aðstæður lögum verður synjað um staðfestingu í framtíðinni." Þessi ályktun er stutt og segir allt um afstöðu okkar í forystu SUS um þetta mál. Afstaða okkar er skýr.

Þögn forseta um fjölmiðlalögin og ákvörðun sína hefur nú staðið í hálfan mánuð. Hann lofaði á blaðamannafundi fyrir hálfum mánuði að tjá sig um málið, en hefur ekki enn staðið við það, en honum verður varla stætt á öðru en tjá sig um málið fyrir forsetakosningar, sem verða eftir 10 daga. Í dag, þegar ég flaug aftur heim eftir góðan gærdag í borginni, ræddi ég við mann í flugvélinni sem hafði mjög sterkar skoðanir á þessu máli og hafði lesið skrif mín um það og heyrt af ályktun okkar í SUS. Var mjög gaman að fara yfir þetta mál með honum. Þar sem ég veit að viðkomandi les þessi skrif, vil ég þakka honum kærlega fyrir gott spjall.

Lawrence of ArabiaMeistaraverk - Lawrence of Arabia
Ein er sú kvikmynd sem almennt er talin skyldueign fyrir hvern kvikmyndaáhugamann og er því eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Í Lawrence of Arabia er rakin hins goðsagnakennda landkönnuðar T.E. Lawrence, sem lést árið 1935. Hann hélt út í eyðimörkina í fyrri heimsstyrjöldinni sem breskur hermaður og náði að sameina Araba í stríðinu gegn Tyrkjum. Þetta stórglæsilega kvikmyndaverk David Lean er ævintýralegt í jafnt umgjörð sem innihaldi, frábærlega kvikmynduð, klippt, skrifuð og leikin og nýtur sín hvergi betur en á breiðtjaldi. Sögulegur stórmyndastíll leikstjórans er varla tilþrifameiri en í þessu verki, það er mjög listilega spunnið við hið smáa mannlega. Leikaraliðið er ekki af verri endanum með Peter O'Toole í sínu frægasta og langbesta hlutverki, en hann fer á kostum í hlutverki Lawrence og vann sinn stærsta leiksigur í þessu hlutverki. Meðal annarra stórleikara eru Sir Alec Guinness, Omar Sharif, Anthony Quinn, Claude Rains og José Ferrer. Var tilnefnd til 10 óskarsverðlauna en hlaut sjö, þ.á m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn Lean, magnaða tónlist Maurice Jarré og kvikmyndatöku Freddie Young, sem enn er jafn stórfengleg nú og árið 1962. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þetta magnaða meistaraverk ef þeir eiga tök á því, betri mynd er vart hægt að sjá. Ráðlegg ég að horft sé á lengstu útgáfu sem mögulegt er að sjá, því lengri sem myndin er, því betra og heilsteyptara meistaraverk sérðu.
stjörnugjöf

Áhugavert á Netinu
Ályktun stjórnar SUS um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar
Um slæma ákvörðun - grein Hafsteins Þórs Haukssonar formanns SUS
Sigurður Kári Kristjánsson sigurvegari frelsisdeildarinnar 2004
Lokauppgjör frelsisdeildarinnar 2004 - pistill ritstjóra frelsi.is
Vigdís Finnbogadóttir forseti, afhendir ekki verðlaun á Grímunni
Geir Haarde fjármálaráðherra, á fundi um viðskipti og þróun
Stjórnarandstaðan sameinast um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur
Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi, vill draga úr orðuveitingum
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sprengir fyrsta haftið í Almannaskarði
Visir.is opnar á ný eftir gagngerar endurbætur - ferskari fréttavefur en áður
Upphaflega stóð til að ræna 10 flugvélum, 11. september 2001
Engin tengsl milli al-Qaeda og Íraks vegna 11. september 2001
Harðvítug kosningabarátta vegna kanadísku þingkosninganna eftir 10 daga
Tony Blair skammar breskar boltabullur í Portúgal og segir þá þjóðarskömm
Ryan Seacrest segir að Simon Cowell sé hrokafullur og harkalegur við keppendur
Umfjöllun um ævi söngvarans Ray Charles sem verður jarðsunginn á föstudag
Fjöldi aðila minna Akureyringa á mikilvægi neysluvatns - gott átak
Blátt blóð á Bessastöðum? - Dorrit eldar með breskum sjónvarpskokk
Spánverjinn Rafael Benitez ráðinn knattspyrnustjóri hjá Liverpool
Jafntefli hjá Þjóðverjum og Hollendingum á EM - upplýsingar um EM í Portúgal

Dagurinn í dag
1877 Ísafold var prentað í fyrsta skipti - Ísafoldarprentsmiðja stofnuð formlega
1909 Vatnsveita Reykjavíkur tekur til starfa, vatni úr Elliðaám hleypt á dreifikerfi borgarbúa
1944 Alþingi Íslendinga samþykkir formlega lýðveldisstofnun á Þingvöllum daginn eftir
1992 Umdeild bók um Díönu prinsessu af Wales gefin út í Bretlandi - Díana og Karl prins skildu síðar sama ár, en lögskilnaður þeirra varð að veruleika 1996. Díana lést 31. ágúst 1997
1999 Ný kjördæmaskipan samþykkt á Alþingi, gerði ráð fyrir 6 kjördæmum í stað 8 áður en sama fjölda þingmanna - lögin urðu formlega að veruleika með þingkosningum 10. maí 2003

Snjallyrði dagsins
Ronald Reagan was a president who inspired his nation and transformed the world. He possessed a rare and prized gift called leadership -- that ineffable and sometimes magical quality that sets some men and women apart so that millions will follow them as they conjure up grand visions and invite their countrymen to dream big and exciting dreams.
Brian Mulroney fv. forsætisráðherra Kanada (í minningarræðu um Reagan forseta)

Ronald Reagan (1911-2004)
Þakka ég þau góðu komment sem ég hef fengið vegna pistils míns um ævi Ronalds Reagans og þá umfjöllun sem hann hefur fengið víða