Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

04 júní 2004

StjórnarráðiðHeitast í umræðunni
Davíð Oddsson forsætisráðherra, sagði í viðtali við Kastljós Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, að ekki yrði hjá því komist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, í kjölfar synjunar forseta á lögunum á miðvikudag. Fór Davíð ítarlega yfir málið í viðtalinu og sagðist m.a. vera hissa á að þessu umdeilda ákvæði væri beitt af ekki stærra tilefni, fjölmiðlalögin væru ekki stórkostlegt hagsmunamál fyrir fólkið í landinu. Ákvörðun Ólafs Ragnars hefði komið sér og þjóðinni á óvart. Tek ég undir ummæli Davíðs í þessu viðtali og var mjög sáttur við hans framgöngu þar, ég tel réttast að þessi kosning fari fram fyrst svona er komið málum og ennfremur er ég hlynntur því að flokkurinn komi ekki nálægt henni beint. En eftir stendur og verður ekki breytt að eðli forsetaembættisins er gjörbreytt og enginn virðingarstimpill á því lengur né hefur hann lengur stöðu sameiningartákns. Ég hef gagnrýnt harðlega að forseti hafi ekki haft nein efnisleg rök fyrir afstöðu sinni. Það eina sem hann notaði voru því miður gegnumtómir frasar sem ekkert skilja eftir sig. Forseti sem gengur þarna svo augljóslega erinda fyrirtækis, er augljóslega vanhæfur í þessu máli. Engin samstaða mun myndast um hann eða embættið meðan hann situr í því. Ámælisvert er að forseti hafi ekki haldið ríkisráðsfund samhliða ákvörðun sinni, eins og forveri hans gerði 1993 er hún staðfesti EES. Í staðinn var haldinn fjölmiðlasirkus að hætti hins athyglissjúka forseta og reyndar munu lögin ekki enn vera komin til baka til forsætisráðuneytisins, en þau verða að fara til baka sama hvort þau eru staðfest eða þeim er synjað. En ég tel engar líkur á að kosið verði um lögin, það verði kosið um hverjir styðja forseta eða ríkisstjórn, því miður og því hætta á pólitískri deilu um aðra þætti en þá sem skipta máli, og ekki verður séð fyrir endann á.

BessastaðirÓskiljanlegt er að forsetinn hafi ekki getað skýrt afstöðu sína betur. Forseti sagði á blaðamannafundi fyrir tveim dögum að hann myndi tjá sig um málið fljótlega og skýra sín sjónarmið. Ekki hefur það þó enn gerst þó fjölmiðlar hafi leitað eftir því. Eflaust er forsetinn flúinn í skjól, athygli vekur að fjölmiðlar gangi ekki nær forseta og krefji hann ítarlegra útskýringa á afstöðu sinni. Það getur engan veginn gengið að hann sé stikkfrí eftir þessa ákvörðun og með öllu óviðunandi að hann komi ekki með efnisleg rök fyrir afstöðu sinni. Ennfremur er nauðsynlegt að hann svari í kosningabaráttunni fyrir allar spurningar um tengsl sín við Norðurljós. Ef fjölmiðlafólk gengur ekki eftir skýrum svörum frá forsetanum, er illa komið fyrir fréttamennsku hérlendis og eitthvað bogið við hana. Það getur engan veginn gengið að forseti geri ekki betur grein fyrir afstöðu sinni og ástæðum beint, nú í kosningabaráttunni sem verður mun harkalegri en ella hefði verið. Það hefur ekkert verið skýrt nánar af hverju forseti gekk gegn 60 ára gamalli hefð fyrir svo smávægilegt mál og þetta. Eitt er alveg ljóst, forseti verður að stíga fram og taka þátt í umræðunni, sem fyrst. Yfirlýsing á blaðamannafundi og innan við hálfrar mínútu samtöl við leiðtoga stjórnarflokkanna eru langt í frá nægjanlegt innlegg og því beðið eftir að forseti standi við það að tjá sig meira um málin. Forseti situr ekki á friðarstóli og því alveg óhætt fyrir hann að tala hreint út, eins og málum er komið.

Umfjöllun um synjun forseta á fjölmiðlalögunum
Ólafur Ragnar synjar lögum - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Ekki komist hjá því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu - Davíð Oddsson
Gjá milli þings og forseta lýðveldisins - Halldór Blöndal forseti Alþingis
Forseti Íslands kallar á umræðu - pistill Friðjóns R. Friðjónssonar
Litið til ummæla stuðningsmanna Ólafs 1996 - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Skiptar skoðanir um synjunarvald forseta Íslands meðal fræðimanna
Atkvæðagreiðsla ekki ógnun við ríkisstjórn - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Áhugavert á netinu
Afmælismálþingi R-listans frestað - óánægja innan valdabandalagsins
George Tenet tilkynnir um afsögn sína sem yfirmanns leyniþjónustunnar CIA
Búist við að stjórnarflokkar í Evrópu fái skell í Evrópuráðskosningum
Baldur Ágústsson opnar kosningaskrifstofu sína
Heimsókn Halldórs Blöndals forseta Alþingis, til Washington
Miðað við að Þingvellir fari á heimsminjaskrá UNESCO
DV braut siðareglur blaðamanna með nafnbirtingu
Beinskeyttar auglýsingar forsetaframboðs George W. Bush
Bush forseti heldur í opinbera heimsókn til Evrópu - Bush hittir páfa
15 ár liðin frá aðgerðunum á Torgi hins himneska friðar
Kommúnistastjórnin í Kína þaggar niður í andstæðingi sínum
Kínastjórn reynir að má út minningu Zhao Ziyang
Ævisaga Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta að koma út
Umfjöllun um Harry Potter - þriðja myndin frumsýnd í dag
Frances Shand Kydd, móðir Díönu prinsessu, látin - um ævi Frances

Dagurinn í dag
1917 Pulitzer blaðamannaverðlaunin eru afhent fyrsta sinni, við hátíðlega athöfn í New York
1940 Sir Winston Churchill forsætisráðherra, sigurviss í ræðu eftir að tókst að verja Dunkirk
1959 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, stofnað til að hafa forystu í málefnum fatlaðra
1989 Samstaða vinnur kosningasigur í fyrstu frjálsu þingkosningunum í landinu
1989 Her og lögregla einræðisstjórnarinnar í Kína ráðast að mótmælendum stjórnarinnar á torgi hins himneska friðar í Peking. Námsmenn höfðu þar mótmælt í nokkurn tíma og kröfðust lýðræðisumbóta í landinu. Að minnsta kosti hundruðir manna, sennilega þúsundir, létu lífið er stjórnin sigaði skriðdrekum á fólkið og murkaði úr því lífinu. Atburðarásin var sýnd í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva út um allan heim - leiddi til einangrunar Kína frá samfélagi siðaðra þjóða um allan heim og andstöðu mannréttindasamtaka. 15 árum síðar leyfir kínverski kommúnistaflokkurinn enga sjálfstæða stjórnmálastarfsemi og hneppir alla andófsmenn sem tjá aðrar skoðanir en stjórnin samþykkir, í fangelsi eða þá rekur þá úr landi. Margir hafa horfið sporlaust vegna skoðana sinna og talið að stjórnin standi að hvarfi þeirra

Morgundagurinn
1878 Thor Jensen kom fyrst til Íslands og gerðist verslunarþjónn við Hrútafjörð. Hann varð einn af umfangsmestu kaupsýslumönnum landsins á 20. öld og hafði mikil áhrif - hann lést árið 1947
1895 Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifar ritgerð í Fjallkonuna um menntun og almenn réttindi kvenna á Íslandi - greinin markaði mikil tímamót, sú fyrsta sem íslensk kona ritaði í blað
1944 Bandamenn ná völdum í Róm - íbúar í borginni fagna gríðarlega þessum tíðindum
1963 John Profumo varnarmálaráðherra Bretlands, segir af sér ráðherraembætti vegna hneykslismáls - hneykslið leiddi til falls hægristjórnarinnar í Bretlandi í kosningum árið eftir
1968 Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmaður, skotinn á framboðsfundi í Los Angeles
1972 Edward VIII konungur og hertogi af Windsor, jarðsunginn í London
2004 Ronald Reagan 40. forseti Bandaríkjanna, deyr á heimili sínu í Los Angeles, 93 ára að aldri - varð Reagan langlífastur allra forseta landsins og einnig sá elsti til að ná kjöri til embættisins

Snjallyrði dagsins
Af minni hálfu var mjög varasamt að neita að skrifa undir samninginn. Með því væri ég að lýsa yfir stríði á hendur Alþingi og ríkisstjórn sem hefði samþykkt hann. Í þjóðaratkvæðagreiðslu hefði aldrei verið hægt að greina á milli um hvað hefði verið kosið, EES-samninginn eða ríkisstjórnina
Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands (1980-1996) - brot úr viðtali Ásdísar Höllu Bragadóttur við Vigdísi, er birtist í bókinni Í hlutverki leiðtogans (hvet alla til að lesa þá góðu bók)


Bloggfærslur verða ekki í sumar á laugardögum, en sunnudaga fjalla ég um sunnudagspistil minn með sama hætti og verið hefur. Að öðru leyti birtist ekki umfjöllun hér um helgar í sumar