Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

27 apríl 2006

Opnun kosningaskrifstofu flokksins á Akureyri

XD - áfram!

30 dagar eru í dag til sveitarstjórnarkosninga. Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri fer á fullt í dag og nú keyrum við á fullu seinustu 30 dagana. Í dag verða meginlínur í stefnumótun flokksins kynntar á blaðamannafundi hér í Kaupangi og í kjölfar þess opnar kosningaskrifstofa flokksins í Kaupangi kl. 17:00. Hér hefur verið líf og fjör seinustu daga. Mikill undirbúningur og langur vinnutími - skemmtileg vinna umfram allt.

Slagorð okkar í þessum kosningum er: XD - áfram! Við sækjumst eftir því að leiða bæjarmálin áfram næstu fjögur árin, sem og þau hin fyrri átta sem við höfum verið hér í forystu undir leiðsögn Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. Við leggjum okkar verk í dóm kjósenda glöð og hress. Við getum verið stolt bæði af stefnu okkar í þessum kosningum og ekki síður þeim verkum sem við höfum leitt með farsælli forystu okkar.

Þetta verður lífleg og hressileg kosningabarátta. Fram til sigurs!