Mál- og fundafrelsi forsætisráðherra - ómálefnaleiki vinstrimanna
Í vikulegum pistli á heimasíðu sinni ræðir Björn Bjarnason, alþingismaður og leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni, stjórnsýslu í Háskóla Íslands og jafnframt mál- og fundafrelsi forsætisráðherra. Hann setur fram svipaðar skoðanir og fram komu í grein minni í síðustu viku, en þar segi ég hreint út að umræða liðinnar viku fjalli í raun ekki um neitt nema þá hvort forsætisráðherrann hafi frelsi til að hitta þá sem hann vill eða tala við þá. Þetta er því með ólíkindum og sett fram til að reyna að grafa undan pólitískri stöðu Davíðs. Það hefur ekki tekist, enda byggist umræðan á upplognum sökum og ómálefnalegum persónuárásum vinstrimanna. Það liggur fyrir að forsætisráðherra hefur ekkert af sér gert eða staðið að neinni árás að þeim aðilum sem rætt er um. Þeir sem hæst tala geta hvorki sannað málflutning sinn eða beitt trúverðugleika í þessu máli, málflutningur þeirra er byggður á veikum grunni. Í staðinn er beitt lygum og ómerkilegheitum til að ráðast að persónu Davíðs Oddssonar. Það hefur löngum verið siður vinstrimanna að ráðast að persónu pólitískra andstæðinga sinna með ómálefnalegum hætti og þetta því engin undantekning þar á. Fyrr í haust býsnuðust vinstrimenn yfir því að forsætisráðherrann opinberaði skoðanir sínar og tjáði þær tæpitungulaust í viðtalsþætti á Stöð 2. Það var hægt að skilja málflutning þeirra á þann hátt sem svo að hann ætti bara að sitja með hendur í skauti og hvorki tjá sig né láta í sér heyra. Það er ekki óeðlilegt. Vinstrimenn eru greinilega dauðhræddir við Davíð Oddsson og vinsældir hans meðal þjóðarinnar og feril hans í landsmálum seinasta áratuginn. Því er þetta skiljanlegt en jafnframt ómerkilegt allt saman.
Spennandi prófkjör í borginni
Nú þegar liggur fyrir að 17 hæfileikaríkir einstaklingar hafi tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borgarkjördæmunum tveim, er ljóst að framundan er spennandi og athyglisvert prófkjör. Hvort nýliðum tekst að fella sitjandi þingmenn eða hvort þeir halda allir velli verður gaman að fylgjast með og má búast við því að þetta verði kraftmikill slagur. Þó er athyglisvert að flestir frambjóðendurnir hafa ráðið ungt fólk sem kosningastjóra sína. Björn Bjarnason valdi Hafstein Þór Hauksson, félaga minn úr SUS, sem kosningastjóra sinn og er ég ánægður með það val hjá honum. Hafsteinn er traustur og fínn strákur og mun stjórna baráttu hans af krafti. Halldór Karl stjórnar baráttu Ingva Hrafns Óskarssonar, Kjartan Vídó stjórnar kosningabaráttu Sólveigar Pétursdóttur, Haukur Þór stjórnar baráttu Sigurðar Kára, Jón Hákon verður hjá Birgi Ármannssyni, Sigþrúður Ármann stjórnar baráttu Ástu Möller og svona mætti lengi telja. Þetta verður áhugavert prófkjör og spennandi að sjá hvernig þetta fer að lokum.
Í vikulegum pistli á heimasíðu sinni ræðir Björn Bjarnason, alþingismaður og leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni, stjórnsýslu í Háskóla Íslands og jafnframt mál- og fundafrelsi forsætisráðherra. Hann setur fram svipaðar skoðanir og fram komu í grein minni í síðustu viku, en þar segi ég hreint út að umræða liðinnar viku fjalli í raun ekki um neitt nema þá hvort forsætisráðherrann hafi frelsi til að hitta þá sem hann vill eða tala við þá. Þetta er því með ólíkindum og sett fram til að reyna að grafa undan pólitískri stöðu Davíðs. Það hefur ekki tekist, enda byggist umræðan á upplognum sökum og ómálefnalegum persónuárásum vinstrimanna. Það liggur fyrir að forsætisráðherra hefur ekkert af sér gert eða staðið að neinni árás að þeim aðilum sem rætt er um. Þeir sem hæst tala geta hvorki sannað málflutning sinn eða beitt trúverðugleika í þessu máli, málflutningur þeirra er byggður á veikum grunni. Í staðinn er beitt lygum og ómerkilegheitum til að ráðast að persónu Davíðs Oddssonar. Það hefur löngum verið siður vinstrimanna að ráðast að persónu pólitískra andstæðinga sinna með ómálefnalegum hætti og þetta því engin undantekning þar á. Fyrr í haust býsnuðust vinstrimenn yfir því að forsætisráðherrann opinberaði skoðanir sínar og tjáði þær tæpitungulaust í viðtalsþætti á Stöð 2. Það var hægt að skilja málflutning þeirra á þann hátt sem svo að hann ætti bara að sitja með hendur í skauti og hvorki tjá sig né láta í sér heyra. Það er ekki óeðlilegt. Vinstrimenn eru greinilega dauðhræddir við Davíð Oddsson og vinsældir hans meðal þjóðarinnar og feril hans í landsmálum seinasta áratuginn. Því er þetta skiljanlegt en jafnframt ómerkilegt allt saman.
Spennandi prófkjör í borginni
Nú þegar liggur fyrir að 17 hæfileikaríkir einstaklingar hafi tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borgarkjördæmunum tveim, er ljóst að framundan er spennandi og athyglisvert prófkjör. Hvort nýliðum tekst að fella sitjandi þingmenn eða hvort þeir halda allir velli verður gaman að fylgjast með og má búast við því að þetta verði kraftmikill slagur. Þó er athyglisvert að flestir frambjóðendurnir hafa ráðið ungt fólk sem kosningastjóra sína. Björn Bjarnason valdi Hafstein Þór Hauksson, félaga minn úr SUS, sem kosningastjóra sinn og er ég ánægður með það val hjá honum. Hafsteinn er traustur og fínn strákur og mun stjórna baráttu hans af krafti. Halldór Karl stjórnar baráttu Ingva Hrafns Óskarssonar, Kjartan Vídó stjórnar kosningabaráttu Sólveigar Pétursdóttur, Haukur Þór stjórnar baráttu Sigurðar Kára, Jón Hákon verður hjá Birgi Ármannssyni, Sigþrúður Ármann stjórnar baráttu Ástu Möller og svona mætti lengi telja. Þetta verður áhugavert prófkjör og spennandi að sjá hvernig þetta fer að lokum.
<< Heim