Páll hættir - sviptingar hjá Framsóknarflokknum
Í gær héldu Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi, kjördæmisþing sitt og völdu sex efstu menn á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Er alveg óhætt að fullyrða að þingið hafi verið sviptingasamt. Páll Pétursson félagsmálaráðherra, sóttist eftir því ásamt fjórum öðrum að leiða listann. Eftir fyrri umferð kosningar um fyrsta sætið var ljóst að Páll hefði ekki náð settu marki og ákvað hann í kjölfar þess að stefna ekki á neitt annað sæti á listanum. Hann ákvað í gær að hætta þingmennsku og mun því ekki verða í kjöri í komandi kosningum. Kosið var á milli Magnúsar Stefánssonar og Kristins H. Gunnarssonar um hvor þeirra ætti að leiða listann og fór svo að Magnús náði kjöri. Er því ljóst að hann er orðinn einn af forystumönnum flokksins á landsvísu, enda kjördæmið gríðarstórt. Nær frá Hvalfirði norður í Fljót. Með þessari niðurstöðu lýkur stjórnmálaferli baráttumannsins frá Höllustöðum sem setið hefur á þingi frá 1974. Hann var þingflokksformaður Framsóknar 1980-1994 og hefur verið félagsmálaráðherra frá 23. apríl 1995, lengur en nokkur annar. Ennfremur er hann starfsaldursforseti þingsins. Þrátt fyrir þennan ósigur eru sigrar Páls í pólitíkinni margir og engum blandast hugur um að hann hefur verið einn af helstu forystumönnum flokksins seinustu þrjá áratugi.
Bush saumar að Saddam - vettvangsgrein Björns
Í Vettvangsgrein sinni í Morgunblaðinu í gær fjallar Björn Bjarnason alþingismaður, um utanríkismál. Hann opinberar skoðanir sínar á stöðu Bush forseta, í kjölfar sögulegs kosningasigurs Repúblikanaflokksins í byrjun mánaðarins og hvernig hann fór með sigur af hólmi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýlega. Segir Björn að bandarískir fjölmiðlar hallist helst að því nú að millinafn forsetans W. tákni Winner en ekki Walker, svo sterk er staða hans orðin í bandarískri pólitík. Það er hárrétt sem Björn segir að taka verði á Saddam Hussein með þeim hætti sem Bandaríkjastjórn hefur lagt til. Í rúman áratug hefur hann svikið öll þau loforð sem hann hefur sett fram og jafnan logið sig áfram til að halda uppteknum hætti. Það er ekki hægt að una því lengur og verður að ráðast að ógnarstjórn hans ef ekki fylgja efndir fögrum fyrirheitum hans. Ég hvet alla áhugamenn um stjórnmál til að lesa þessa grein Björns.
Ungir frambjóðendur standa sig vel í Silfrinu
Í dag voru frambjóðendur á SUS-aldri, gestir Egils Helgasonar í spjallþætti hans. Komu þau mjög vel fyrir og óskandi að ungliðahreyfing flokksins fái fulltrúa á þing í kjölfar prófkjörsins. Það er nauðsynlegt að yngja þingmannahópinn að einhverju leyti og í framboði er hæfileikaríkt og gott ungt fólk. Ég vona að flokksfélagar mínir í borginni tryggi einhverju þeirra öruggt þingsæti. Það er nauðsynlegt að fulltrúar nýrrar kynslóðar sjálfstæðismanna taki sæti á þingi.
Í gær héldu Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi, kjördæmisþing sitt og völdu sex efstu menn á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Er alveg óhætt að fullyrða að þingið hafi verið sviptingasamt. Páll Pétursson félagsmálaráðherra, sóttist eftir því ásamt fjórum öðrum að leiða listann. Eftir fyrri umferð kosningar um fyrsta sætið var ljóst að Páll hefði ekki náð settu marki og ákvað hann í kjölfar þess að stefna ekki á neitt annað sæti á listanum. Hann ákvað í gær að hætta þingmennsku og mun því ekki verða í kjöri í komandi kosningum. Kosið var á milli Magnúsar Stefánssonar og Kristins H. Gunnarssonar um hvor þeirra ætti að leiða listann og fór svo að Magnús náði kjöri. Er því ljóst að hann er orðinn einn af forystumönnum flokksins á landsvísu, enda kjördæmið gríðarstórt. Nær frá Hvalfirði norður í Fljót. Með þessari niðurstöðu lýkur stjórnmálaferli baráttumannsins frá Höllustöðum sem setið hefur á þingi frá 1974. Hann var þingflokksformaður Framsóknar 1980-1994 og hefur verið félagsmálaráðherra frá 23. apríl 1995, lengur en nokkur annar. Ennfremur er hann starfsaldursforseti þingsins. Þrátt fyrir þennan ósigur eru sigrar Páls í pólitíkinni margir og engum blandast hugur um að hann hefur verið einn af helstu forystumönnum flokksins seinustu þrjá áratugi.
Bush saumar að Saddam - vettvangsgrein Björns
Í Vettvangsgrein sinni í Morgunblaðinu í gær fjallar Björn Bjarnason alþingismaður, um utanríkismál. Hann opinberar skoðanir sínar á stöðu Bush forseta, í kjölfar sögulegs kosningasigurs Repúblikanaflokksins í byrjun mánaðarins og hvernig hann fór með sigur af hólmi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýlega. Segir Björn að bandarískir fjölmiðlar hallist helst að því nú að millinafn forsetans W. tákni Winner en ekki Walker, svo sterk er staða hans orðin í bandarískri pólitík. Það er hárrétt sem Björn segir að taka verði á Saddam Hussein með þeim hætti sem Bandaríkjastjórn hefur lagt til. Í rúman áratug hefur hann svikið öll þau loforð sem hann hefur sett fram og jafnan logið sig áfram til að halda uppteknum hætti. Það er ekki hægt að una því lengur og verður að ráðast að ógnarstjórn hans ef ekki fylgja efndir fögrum fyrirheitum hans. Ég hvet alla áhugamenn um stjórnmál til að lesa þessa grein Björns.
Ungir frambjóðendur standa sig vel í Silfrinu
Í dag voru frambjóðendur á SUS-aldri, gestir Egils Helgasonar í spjallþætti hans. Komu þau mjög vel fyrir og óskandi að ungliðahreyfing flokksins fái fulltrúa á þing í kjölfar prófkjörsins. Það er nauðsynlegt að yngja þingmannahópinn að einhverju leyti og í framboði er hæfileikaríkt og gott ungt fólk. Ég vona að flokksfélagar mínir í borginni tryggi einhverju þeirra öruggt þingsæti. Það er nauðsynlegt að fulltrúar nýrrar kynslóðar sjálfstæðismanna taki sæti á þingi.
<< Heim